Morgunblaðið - 05.07.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.07.1959, Blaðsíða 15
Sunnudagur 5. júli 1959 MoncvivnT 4ÐIÐ 15 Verðbólgan er eitt mesta vandamál þjóðarinnar Úr skýrslu sfjórnar SeÖla bankans fyrir árið 1958 F Y RI R skömmu kom út árs- skýrsla Landsbanka íslands fyrir árið 1958. Eru þar bæði reikning- ar Seðlabankans og Viðskipta- bankans, en jafnframt stutt yfir- lit yfir hagþróunina á árinu og skýrsla stjórnar Seðlabankans. Skýrsla þessi fjallar bæði um árið 1958 og framtíðarhorfur í fjármálum þjóðarinnar. Er fróð- legt að kynnast sjónarmiðum þeirra, sem hafa yfirstjórn banka kerfisins með höndum, og fer meginhluti skýrslunnar hér á eftir. Peningamálin Þróun peningamála fyrstu mán uði ársins 1958 var mjög óhag- stæð. Stafaði það fyrst og fremst af vaxandi rekstrarhalla bæði hjá ríkissjóði og Útflutningssjóði, svo óg miklu jafnvægisleysi milli verðlags innan lands og utan. Með setningu laga um Útflutn- ingssjóð í maí voru af hálfu ríkis- stjórnar og Alþingis gerðar ráð- stafanir til þess að ráða bót á þessum vandamálum. Yfirfærslu- gjöld og bætur var hvort tveggja hækkað stórlega og dregið úr misræmi milli verðlags innan lands og utan, svo og úr misræmi milli einstakra bóta- og gjalda- flokka. Enginn vafi gat leikið á nauðsyn þvílíkra ráðstafana, enda þótt um það megi deila, hvort gengið hafi verið nógu langt í þá átt að koma á jafn- vægi í gengismálum. Reynsla undanfarinna mánaða sýnir greinilega, að Útflutnings- sjáðslögin náðu tilgangi sínum að því leyti, að þau bættu hag Út- flutningssjóðs og tryggðu hag- stæðan greiðslujöfnuð hjá ríkis- sjóði. En í kjölfar þeirra sigldi því miður alda víxlhækkana verð lags og kaupgjalds, sem þegar væri búin að éta upp mestallan ávinning efnahagsráðstafananna, ef ekki hefðu verið gerðar í byrj- un þessa árs víðtækar niður- greiðsluráðstafanir. Sú hætta vof- ir hins vegar yfir, að hin stór- auknu útgjöld, sem niðurgreiðsl- urnar hafa í för með sér, muni valda því, að verulegur halli geti orðið á reikningum ríkissjóðs og Útflutningssjóðs á yfirstandandi ári. Stjórn Seðlabankans telur því hina mestu nauðsyn á, að gerðar verði sem öflugastar ráð- stafanir á öðrum sviðum til að koma í veg fyrir aukna peninga- þenslu af þessum sökum. Kaupgjaldsmálin Með lögum um Útflutningssjóð frá í maí 1958 var gert ráð fyrir 5—7 % almennri launahækkun frá 1 júní. Á móti þessári hækkun átti það að vega, að kaupgreiðsl- ur skyldu ekki hækka vegna fyrstu níu stiga hækkunar á kaup greiðsluvísitölunni, en hún var 183 stig við setningu laganna. Bætur til útflutningsatvinnuveg- anna voru miðaðar við þessa kauphækkun. Hins vegar hækk- aði grunnkaup verkamanna um 9,5% og flestra annarra stétta um 6%. Fyrsta september hækkaði kaupgjaldsvísitalan þar að auki um 2 stig. Hækkun á kaupi verka manna var í október orðin 16,2% frá því í maí, sem var 10,7% fram yfir það, sem lögin gerðu ráð fyrir. Hjá flestum öðrum stéttum var hækkunin 12,5%. Við þessa hækkun var svo verð landbúnað- arafurða miðað við ársverðlagn- ingu þeirra í september. Fyrsta desember hækkaði svo kaup- greiðsluvísitalan í 202 stig, og hækkaði þá kaupgjaldið enn um 9,2%, og var þá almennt verka- mannakaup orðið 21% hærra en lögin höfðu gert ráð fyrir. I>áttur bankakerfisins í verðbólguþróuninni Útlánaaukning banka og spari- sjóða varð mjög mikil á árinu eða alls um 580 milljónir á móti 307 millj. kr. árið áður. En aukn- ing innlána var samtals 415 millj. kr. Mismunurinn, 165 millj. kr., jafnaðist með aukningu eigin fjár, rýrnun erlends gjaldeyris, með aukinni seðlaveltu og nokkr- um öðrum reikningshreyfingum. Fyrir bankakerfið í heild nam út- lánaaukningin alls um 20%, og er það miklu meira en aukning þjóðartekna. Er því enginn vafi á, að þessi útlánaaukning hefur orðið meiri en samrýmanlegt er efnahagslegu jafnvægi, og hefur þetta komið fram í áframhald- andi aukningu eftirspurnar innan lands og stórum halla í viðskipt- um við umheiminn. Hyer máttu þá útlánin vera til að samrýmanlegt megi teljast efnahagslegu jafnvægi? Þessari spurningu er ekki auðsvarað. Út- lánastefnan hlýtur að miðast við aðstæður hverju sinni, t. d. hvort ríkjandi er verðbólguástand, sem nauðsyn sé að vinna á móti, eða atvinnukreppa, sem æskilegt sé að leysa úr með aukinni efna- hagsstarfsemi. Sé hins vegar miðað við jafn- vægisástand og við það, að efna- hagslífinu sé haldið í eðlilegri framþróun, verða útlán bank- anna, sparisjóðanna og Seðla- bakans, það er að segja banka- kerfisins í heild, að haldast ná- lægt þeim mörkum, sem sett eru af eðlilegri aukningu innlána í bankakerfinu, af auknu eigin fé banka og sparisjóða og af eðli- legri aukningu seðlaveltunnar. En eðlileg aukning seðlaveltu og innlána er sú aukning, sem staf- ar af aukinni þjóðarframleiðslu við stöðugt verðlag. Það er þessi eðlilegi vöxtur peningaveltunnar, sem er hin raunverulega aukning umráðafjár bankakerfisins. Þetta er það, sem bankar og sparisjóðir geta aukið útlán sín um, en held- ur ekki meira. Fari útlánaaukn- ingin verulega fram úr þessu og þar með peningaveltan vaxi meira en þessu nemur, þá er hætta á umframeftirspurn í þjóð- félaginu og verðbólguþróun. Útlán viðskiptabankanna Samkvæmt reikningum við- skiptabankanna fjögurra og Verzlunarsparisjóðsins hafa þeir aukið útlán sín um 472 millj. kr. En hjá sömu aðilum hefur aukn- ing innlána orðið aðeins 250 millj. kr. og aukning eigin fjár um 28 millj. kr. Hefur útlána- aukning þessara fimm aðila því orðið samtals 194 millj. kr. um- fram þá aukningu umráðafjár, sem þeim áskotnaðist á árinu. Á móti þessum 194 millj. kr. hefur endursala á víxlum til Seðlabank ans vaxið sem hér segir: hjá Út- vegsbanka um 63 millj. kr. og hjá Viðskiptabanka L. í. um 124 millj. kr. En skuldaaukning á reikningi og gegn eigin víxlum við Seðlabankann hefur þar að auki vaxið hjá Búnaðarbanka um 5 millj. kr. og hjá Útvegsbanka um 11 millj. kr. Hins vegar bætti Viðskiptadeild L. í. hag sinn í reikningsviðskiptum um 28 millj. kr., Iðnaðarbankinn og Verzlun- arsparisjóðurinn skulduðu ekki neitt við hvorug áramótin. Á móti auknum lánveitingum til bankakerfisins hefur það veg- ið nokkuð, að ríkissjóður og ríkis- stofnanir bættu verulega aðstöðu sína gagnvart Seðlabankanum. Alls batnaði nettóitaða þessara aðila við Seðlabankann um 36 millj. kr. á árinu þrátt fyrir það, að meðtalin er 25 millj. kr. skuld ríkissjóðs vegna rússnesks yfir- dráttarláns, sem Seðlabankinn tók á árinu í umboði ríkisstjórn- arinnar. Þessi bætta staða á að nokkru leyti rót sína að rekja til greiðsluhagnaðar hjá ríkissjóði á árinu, en þó er höfuðástæðan aunkar innstæður ríkisstofnana í Seðlabankanum, þar á meðr’ At- vinnuleysistryggingasjóðs. Atvinnuvegirnir þurfa að geta aukið eigið rekstrarfé Af framansögðu er ljóst, að meginorsök útstreymis fjár, úr Seðlabankanum á árinu var auk- in endurkaup afurðavíxla. Þessi mikla aukning endurkaupa staf- aði af tvennu: Annars vegar jókst framleiðsla og birgðir sjávaraf- urða og landbúnaðarafurða mjög verulega á árinu, en hins vegar hækkaði verðlag þessara afurða, sérstaklega sjávarafurða, mjög vegna hækkunar útflutningsupp- bóta síðastliðið vor. Var það mál mjög rækilega kannað af fram- kvæmdastjórn og stjórn Seðla- bankans, hvort unnt væri að komast hjá því að auka afurða- lán í hlutfalli við þessa verð- hækkun. Niðurstaðan varð sú, að óhjákvæmilegt þótti, að lánað yrði eftir sem áður sama hlutfall af heildarverðmæti til framleið- enda, enda jókst rekrarkostnaður einnig mjög mikið. Ef lán hefðu ekki verið aukin á þennan hátt, var fyrirsjáanleg rekstrarstöðv- un í mörgum framleiðslugrein- um vegna fjármagnsskorts. Stjórn Seðlabankans telur, að hér sé um mjög mikið vandamál að ræða, sem vart verði leyst á við- unandi hátt, nema með því að skapa atvinnuvegunum betri að- stæður til þess að auka eigið rekstrarfé sitt. Að sjálfsögðu hafði hækkandi verðlag og aðflutningsgjöld sömu áhrif á aðrar greinar atvinnulífs- ins, svo sem innflutnihgsverzlun og iðnað, og átti þar með ríkan þátt í þeirri útlánaaukningu, sem varð á árinu. Ef litið er á útlána- aukningu viðskiptabankanna fjög urra ásamt Verzlunarsparisjóðn- um, þá nam hún alls 472 millj. kr. á árinu, og skiptist hún í stór- um dráttum þannig: til sjávarút- vegs 200 millj. kr., til landbún- aðar 71 millj. kr., til verzlunar 86 millj. kr. og iðnaðar 57 millj. kr. og ýmsir liðir 58 millj. kr. Að sjálfsögðu hefur mikill hluti þess ara lána verið nauðsynlegur til þess að tryggja áframhaldandi rekstur þrátt fyrir mjög hækk- aðan rekstrarkostnað. En einmitt vegna þessarar miklu útlána- þarfar var þeim mun meiri nauð- syn á, að bankar og sparisjóðir stilltu útlánum í hóf. til allra ann- arra þarfa. Það er eindregin skoðun Seðla- bankans, að bankakerfið verði að líta á það sem fyrstu skyldu sína að sjá framleiðslu og heilbrigð- um viðskiptum fyrir eðlilegu rekstrarfé. Meðan fjármagn er ó- nógt til að fullnægja eftirspurn og meðan verðþensla ríkir í land- inu, er nauðsynlegt að takmarka, eins og frekast er hægt, lánveit- ingar til fjárfestingar. Misræmi milli framboðs og eftirspurnar Ein hin alvarlegasta afleiðing óhóflegra lónveitinga er sú, að misræmi skapast milli framboðs og eftirspurnar á innlendum markaði. Þetta hefur í för með sér tilhneigingu til verðhækkana, skorts á vinnuafli og greiðslu- halla í viðskiptum við útlönd. Mikill halli hefur verið á greiðslu jöfnuðinum á hverju ári síðan 1955 eða samtals á þessum 4 ár- um hér um bil 600 millj. kr. Greiðsluhallinn hefur komið fram bæði í versnandi gjaldeyris- stöðu og aukningu fastra skulda við útlönd. Sérstaklega er alvar- legt fyrir stjórn peningartiálanna, þegar gjaldeyrisforðinn er til þurrðar genginn, því að með hon- um er að mestu úr sögunni öll teygja úr fjármálakerfi þjóðar- innar. Þjóð, sem ekki á neinn gjaldeyrissjóð, skortir möguleika til þess að auka útlán, þegar þess væri brýn þörf, til þess að koma í veg fyrir atvinnukreppu. Und- anfarin ár hafa verið íslending- um svo hagstæð að mörgu leyti, að því er varðar framleiðslu og gjaldeyristekjur, að það verður að teljast mjög bagalegt, að ekki skuli hafa tekizt að halda betur á gjaldeyrisforða þjóðarinnar en raun ber vitni. Aukin vaxtabyrði Af erlendu lánsfé voru notað- ar á árinu 166 millj. kr., en jafn- framt rýrnaði gjaldeyrisstaða bankanna um 28 millj. kr., þegar ekki eru meðtaldar ábyrgðir og greiðsluskuldbindingar. Stöðug skuldasöfnun hefur óhjákvæmi- lega í för með sér sívaxandi byrði vaxta og afborgana af erlendum lánum. Á árinu 1958 námu slíkar greiðslur 89 millj. kr., en útlit er fyrir, að á þessu ári nemi vextir og afborganir 129 millj. kr., og eru þar þó ekki meðtaldar af- borganir af E.P.U.-skuld, sem enn er ekki samið um. Þær greiðslur geta numið um 20 millj. kr. á ár- inu. Heildarskuldir landsins eru um síðustu áramót 861 millj. kr., og er þá ónotað lánsfé, aðallega hjá Export-Import bankanum, meðtalið síðustu tvö árin. Aug- ljóst virðist vera, að ekki er æski legt að auka þær fram úr þessu nema til mjög gjaldeyrisaflandi eða gjaldeyrissparandi fram- kvæmda. Samkvæmt áætlunum, sem gerðar hafa verið um greiðslu- jöfnuðinn á þessu ári, virðist enn útlit fyrir mjög mikinn greiðslu- halla, sem jafna verður með er- lendum lánum, ef fást. Engin von er því til þess, að hægt verði að fullnægja eftir- spurn eftir erlendum gjaldeyri neitt nærri því til fulls að ó- breyttum aðstæðum innan lands. Seðlabankinn hefur þess vegna beitt sér fyrir því, að gerðar yrðu sem rækilegastar áætlanir um út- hlutun gjaldeyris á árinu til þess að forðast vandræði og tryggja sem bezt notkun þess gjaldeyris, sem til ráðstöfunar getur orðið. Slík áætlun hefur nú verið gerð af viðskiptamálaráðuneytinu í samvinnu við Seðlabankann og aðra aðila, sem um framkvæmd þessara mála fjalla. Lifað um efni fram Grundvallarorsök þeirra pen- ingaörðugleika, sem Islendingar hafa ótt við að stríða undanfarin ár, er sú, að þjóðin hefur reynt að veita sér meira en efni hennar hafa leyft, bæði í framkvæmdum og neyzlu. Til þess að ráða bót á þessu þarf að gera víðtækar ráð- stafanir af hálfu ríkisvaldsins, á meðan verið er að koma á jafn- vægi milli framboðs og eftir- spurnar í þjóðfélaginu. Halla- rekstur ríkisbúsins hlýtur að hafa í för með sér vaxandi verð- bólgu, sem bankakerfið hefur litla möguleika til að vinna á móti. Nauðsynlegt er að auðvelda bankakerfinu að halda lánveit- ingum í skefjum, og verði hægt að bæta úr jafnvægisleysi í verð- lagsmálum með ráðstöfunum til verðstöðvunar, hlýtur sú leið aS hafa mikla kosti í för með sér. Ekkert er líklegra heldur en stöðugt verðlag til að efla trú manna á framtíðarverðgildi pen- inganna og draga jafnframt úr þeirri óhóflegu fjárfestingu á ýmsum sviðum, sem verðbólgu- hugsunarhátturinn hefur haft í för með sér. Gjaldeyrisskortur afleiðing verðbólgunnar Vafasamt er, hvort aðgerðir ríkisvaldsins, þær sem nú er vitað um, nægi til þess að koma á við- unandi jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á fjármagni. Það er því full ástæða til þess að at- huga, hvort ekki eigi af hálfu Seðlabankans og bankakerfisins að grípa til þeirra ráða, sem völ er á, til þess að auka sparnað og draga úr eftirspurn eftir lánsfé og koma þannig meira jafnvægi á peningamarkaðinn. Til þess að ná þessum markmiðum er sér- staklega um tvær leiðir að ræða. Önnur er sú að hækka vexti veru lega um stundarsakir, á meðan verið er að koma á varanlegu jafnvægi í peningamálum þjóð- arinnar. Hin er sú að koma á verðtryggingu. Getur þá komið til greina að verðtryggja sparifé og verðmæti peningasamninga við almenna vísitölu, verðlag ein- stakra mikilvægra vöruflokka eða við verð gulls og erlends gjaldeyris. . Stjórn Seðlabankans telur, að enn vanti mikið á, að komizt hafi á jafnvægi milli verðlags utan lands og innan, en eins og marg- sinpis hefur verið fram tekið, verður þetta jafnvægi að teljast óhjákvæmilegur grundvöllur fyr- ir því að takast megi að vinna bug á verðbólgunni innan lands, en reynsla undanfarandi ára bend ir eindregið til þess, að ekki fáist bót ráðin á gjaldeyrisskorti né varanlegur árangur náist yfirleitt í gjaldeyrismálunum fyrr en tek- izt hefur að vinna bug á verð- bólgunni. Johan Bojer látinn OSLO, 3. júlí (NTB). — Norski rithöfundurinn Johan Bojer and- aðist í dag í bænum Opdal í Syðri Þrændalögum, 87 ára að aldri. Hann hafði verið í heimsókn á æskustöðvum sínum í Rissa en var á leiðinni til Osló með járn- brautinni fyrir nokkrum dögum, þegar hann kenndi lasleika. Varð hann að stíga af lestinni í Opdal og hefur síðan legið rænulítill á sjúkrahúsi bæjarins. Hann var kunnur rithöfundur víða um heim og var um skeið formaður rit- höfundasamtaka Noregs. Ræða markaðs- bandalap; KAUPMANNAHÖFN, 1. júlí. — Danska stjórnin hefur ákveðið að kalla þing saman 14. næsta mánaðar til að ræða um vænt- anlega aðild Danmerkur að sjö- velda markaðsbandalaginu, sem er í uppsiglingu. IVIóta vír tf. Benediktsson hf. Sími 11228 — Reykjavík. Kaupum blý Nótaverkstæði Jóns Gíslasonar Hafnarfirði — Sími 50165.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.