Morgunblaðið - 05.07.1959, Side 16

Morgunblaðið - 05.07.1959, Side 16
16 MORCVISBLAÐÍÐ Sunnudagur 5. júlí 195í> Kvennaskólinxx á Blönduósi Sumargistiliús starfrækt í kvenna- skófanum á Blonduósi ÞEGAR tfikur að vora vérður jxnörgum á að hugsa til hreyfings, jog leggja land undir fót. Margt jheillar huga ferðalangsins. Land- ;inn yill sjá og kynnast landi sínu, bæði því byggða og óbyggða. Er- jlendir gestir sækja hingað heim, jþeim leikur forvitni á að sjá ís- land, þetta sérkennilega land elds og ísa. En margir meinbugir eru oft á, að þessar ferðir takist .sem skyldi. Og það sem helzt hefur staðið fyrir er það hve érfitt |er oft að fá viðunandi gistingu og greiða á þessum ferðalögum. Það er af sem áður var, þegar sveitabæirnir þurftu að sjá öllum vegfarendum fyrir beina, en þá var umferðin minni og heimilin í sveitinni fjölmennari. Til þess að bæta örlítið úr þess- um vanda ferðamannsins hafa nokkrir skólar landsins verið leigðir fyrir gistihús tvo til þrjá mánuði.yfir sumarið, þegar þörf- in er brýnust. — Fyrir allmörg- txm árum rak Óli ísfeld gistihús í Kvennaskólanum á Blönduósi við mjög góðan orðstír, og síðan hefur skólinn ekki verið leigður til gistihúsreksturs þar til í sum- ar. Eg brá mér norður í land hér á dögunum og datt þá í hug, þeg- ar ég kom á Blönduós, að gaman væri að rekja fornar slóðir og íáta inn í Kvennaskólann og sjá hvernig þar væri nú umhorfs, því ég hafði heyrt, að frú Steinunn Hafstað hefði tekið skólann á Jeigu i sumar, og ætlaði að hafa jxar greiðasölu og gistihús. ■ Eins og mörgum er kunnugt, þá er frú Steinunn lærð kona í 1 . gistihúsrekstri. Kom hún ung að árum til Akureyrar, full af áhuga eftir að hafa stundað nám erlend- ! is. Þar tók hún við stjórn á Hótel KEA og stýrði þar um skeið með miklum myndarbrag. Eftir að hún hvarf frá Akureyri hefur hún verið í Borgarnesi og víðar, og hvarvetna getið sér hið bezta orð. — Úr því ég var hér kom- inn langaði mig til að hafa tal af frú Steinunni, því ég hafði oft þegið hjá henni góðgerðir meðan hún var fyrir sunnan heiði. — Ég gerði því boð eftir henni þegar ég var búinn að koma mér fyrir í borðsalnum, sem er mjög vist- legur. Brá mér heldur í brún, þegar ég kom inn í bjarta og rúmgóða stofu, þar sem lista- verk eftir Kjarval og fleiri lista- menn blöstu við mér. Það var rnunur eða litla borðstofan, sem ísfeld hafði, ekkert var þar inni nema borð og bekkir, en þó minnist ég komu minnar þar með þakklátum huga — en tímarnir breytast. Ung og frið stúlka var rétt bú- in að skammta mér laxinn, þegar húsmóðirin birtist í dyrunum. Ég heilsa frúnni og spyr hana hvern- ig standi á, að hún sé komin hing að norður, hvort hún eigi ekki heimili í Hafnarfirði? Frú Steinunn er áhugasöm kona, full af lífslöngun og starfs- gleði. Hún segir að erfitt sé að leggja allt á hilluna þó að út í hjónaband sé komið. — Gistihúsa- rekstur hafi frá upphafi heillað huga sinn, og þó mikið sé á sig lagt og miklu fórnað, þá finnist sér hugsvölun í því að sinna hug- ljúfu starfi, þó ekki sé nema 2— 3 mánuði á ári. Nokkrix áður en ég gifti mig, segir Steinunn, fór ég til Hafnar og hitti þá gamlan kennara minn inni á Wivex. Ég tjáði honum tíðindin, að ég væri að hætta við gistihúsið í Borgarnési og áetlaði að fara að gifta mig.— Veiztu hvað þú ert að gera, sagði hann. „Veiztu ekki, að þetta starf okk- ar er með þeim ógjxöpum, að hver sá sem byrjar getur ekki hætt. Það er svo magnað, eins og vær- um við bitin af óðum hundi, þá getum við aldrei læknazt“. — En frú Steinunn er svo lánsöm að vera vel gift, hún á mann sem skilur, að hver sá er býr sig und- ir ákveðið lífsstarf hlýtur Öðru hvoru að vera með hugann við það enda þótt hætt sé í bili, og horfið að öðrum viðfangsefnum. . — Hvernig líkar yður að vera Steinunri Hafstað hér, var nokkuð sérstakt sem réð því, að þér fóruð hingað? — Ekki get ég sagt það. En ég er að norðan og því datt mér í hug að líta hér inn í vor, þegar ég fór að ókyrrast og langaði út í starfið. Raunar var ég búin að líta á aðra skóla fyrir sunnan, sem stóðu mér til boða, en mér leizt langbezt á þennan skóla. — Var það svo auðsótt mál að fá hann leigðan? — Nei, hreint ekki. Það var eins og hver önnur tilviljun, að það tókst. Mér varð strax ljóst að hér væri tilvalinn staður fyrir dvalargesti, gesti er vilja hvílast og komast burtu frá ys og þys hins daglega lífs. Þetta er mjög rólegur staður og því fátt sem truflar. Hér umhverfis eru víð- áttumiklar og fallegar sveitir, svo hægt er að skreppa í smáferðalög sér til gamans. f Húnavatnssýslu eru mörg veiðivötn, fátt télja menn meiri unun en að fást við veiðar á sumrin. Mér fannst ég strax eiga hér heima, húsakynnin eru svo hlýleg og aðlaðandi. —j En svo er eftir að vita hvernig þetta tekst. Áður en ég kveð frú Steinunni sýnir hún mér skólann. Auk gisti- herbergjá éru stórar og bjartar stofur fyrir gesti að dvelja í. Þar eru töfl, spil _og hljóðfæri til að una við. — Ég kveð frú Stein- unni og óska henni góðs gengis. Fexðalangur. - Utan úr heimi Framh. af bls. 12 inn Moniz. Niðurstöður þeirra hafa hver með annarri leítt til þess, að við getqm nú ekki að- eins sagt til um, hvar heilaæxlið liggur, heldur stundum einnig, hvort það er illkynjað eða mein- lítið. Og þar er æxlið var mesta vandamálið, hefur taugaskurð- lækningunum fleygt mjög fram við lausn þessarar tæknilegu og sjúkdómsgreiningarlegu spurn- ingar. í staðinn fyrir þetta, hafa svo umferðarslysin komið til sögunn ar og á sama tíma og dauðsföllum hefur fækkað til muna hjá heila æxlissjúklingum, hefur dánartala fólks, sem lent he'fur i umferðar- slysum, haldið áfram að vera talsvert há. Eitt, sem ég hef verið dálítið hræddur um, er að tadgaskurð- læknisdeildirnar yxu sér yfir höf uð. Það hefur ætíð verið svo, að sjúklingunum á deild okkar á hersjúkrahúsinu hefur fundizt þeir vera sjúklingar í litlu sjúkra skýli úti í sveit. Það andrúmsloft vil ég gjarna varðveita. Ég er þeirrar skoðunar, að það skipti mjög miklu fyrir einstaklingana. Miklar framfarir Þetta finnst mér líka að okkur hhafi tekizt, og sé það rétt, er það að þakka okkar ágætu hjúkr- unarkonum, sem í tímans rás hafa unnið einstakt starf. Á deild inni höfum við dálitla orðu, sem veitt er eftir 10 ára þjónustu. Hann skal bera á einkennisklæð- unum og fá hana allar, hvort sem þær eru aðstoðarkonur eða yfir- hjúkrunarkonur, skammstöfunin „RH“ í silfri og innan í stafirnir „NK“ úr gulli. Þetta hefur með tíð og tíma orðið talsvert stór út- gjaldaliður hjá okkur, svo marg- ar eru þær orðnar! En þeim fylg- ir sú sanna ánægja, að geta veitt þær, að hafa starfsfólk ríkt af reynslu, starfsfólk, sem svo held ur áfram að starfa í sama anda hvert árið eftir annað, það er hreinasta þing. Jú, þegar maður horfir um öxl, þá er það mikil hamingja, að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessum miklu framförum, -4- skurðaðgerðum, sem áður voru mjög ófullnægjandi, en hafa nú smám saman getað sýnt fram á svo góðan árangur — þrátt fyrir það, að taugaskurðlækningar muni ætíð verða mjög alvöru- þrunginn starfi og erfiður að sama skapi. Skurðlækningar mjög persónulegar. — Er eftirvæntingin við starf skurðlæknisins mikið ýkt af okk- ur, sem ekki vitum betur? — Skurðlækningar eru að vissu leyti mjög persónulegar. Flestir skurðlæknar munu verða mér sammála um, að skurðlæknir standi alltaf í einskonar persónu sambandi við þann, sem hann sker upp. Starf skurðlæknisins er ávallt þrungið alvöru og getur vissulega verið áhrifaríkt í bráð- um uppskurðum. En alltaf snýst það um persónulega aðgerð, og þess yégna verður það jafnan — hvort' sem vel gengur eða illa —- ríkjándi sterk persónuleg ábyrgð- artilfinning. Þess vegna eru bjöi’tu hliðarnar máske ofurlítið bjartari — og skuggahliðarnar aftur á móti dökkari en í öðrum starfsgreinum. En fram til þessa dags, hefur ekki orðið á vegi minum neinn skurðxæknir, sem látið hefur í ljósi ósk um að breyta um starf — enda þótt segja megi að miklar kröfur séu til þeirra gerðar. Skurðlæknir verður, auk venjulegra eiginleika lækna, að búa yfir hæfileikum til að framkvæma hið verklega í starfi sínu. Hann þarf í stuttu máli sagt, að geta notað bæði hug og hendur — og hvorttveggja í einu. Hann verður að vita, hve- nr hann á að skera, og hvenær skynsamlegra er að láta það ó- gert. Það síðarnefnda er ef til vill hið þýðingarmesta. — Ætlizt þér til þess, að sjúkl- ingar yðar leggist undir hnífinn í blindu og ótakmörkuðu tnin- aðartrausti? — Hvað svo sem mér finnst hægt að búast við, er sannleikurinn sá, að þeir bera ætíð traust til okkar. Til allrar hamingju. Á fyrstu ár- unum voru að sjálfsögðu margir taugaóstyrkir. Þess verðum við í rauninni ekki varir lengur. Ekki geta allir afborið sannleikann , — Eiga sjúkiingarnir kröfu á að fá að vita sannleikann? — Maður verður í hverju ein- stöku tilviki að grípa til almennr- ar og heilbrigðrar skynsemi. Venjan er sú, að flestir spyrja — en þar með er ekki sagt, að þeir geti þolað að heyra svarið. Sum- ir geta tekið því, aðrir ekki. En að vandafólk eigi að hafa hug- mynd um, hvað er á ferðinni, það tel ég sjálfsagt. — Er það samkvæmt ákveðinni reglu, sem þér hafið sett yður, að þér hafið nær enga einkasjúkl- inga — eða einungis vandleyst kappsmál? — Almennt talað er ég þeirrar skoðunar, að sjúkrahúslæknar eigi að hafa leyfi til að taka eins marga einkasjúklinga og þeir hafa löngun til. Sjálfan skortir mig aðeins tíma — algjörlega burt séð frá þvi, að þegar maður er búinn að vera heilan dag í sjúkrahúsinu, er maður ekki upp- lagður að byrja framan frá að nýju. Nei, þá kýs ég heldur að hvíla mig á góðu heimili, hjá góðri konu og nokkrum bærilega skyn- sömum börnum. Og svo get ég, þegar bezt lætur, mælt með ein- um hring í goifi eða veiðiferð. — Þér gefið yður sem sé tíma til þess? — Já, maður lætur sig hafa það — ennþá! Og þá er heimsóknartiminn á enda. Yfirskurðlæknirinn fylgir mér sjálfur til dyra. Og síðustu orðin, sem hljóma á eftir manni, eru auðvitað: — Hafið það nú rólegt — og •* ekki að slá því upp...... Lakkhúðaðar þilplötur með áferð sem veggflísar, nýkomnar í mörgum litum. J. Þorlúksson & Norðmann hf. Bankastreti 11 — Skúlagötu 30. 5 herb. íbúð Höfum til sölu 5 herbergja glæsilega íbúð á I. hæð í nýju húsi í Laugarneshverfi. Sér inngangur. Lóð standsett. FASTEIGNASALA & LÖGFKÆÐISTOFA Agnar Gústafsson, hdl., Gísli G. Isleifsson, hdl., Sigurður Keynir Pétursson, hrl., Björn Pétursson: Fasteignasala. Austurstræti 14, II. hæð. Símar 2-28-70 og 1-94-78. HRINGUNUM FRÁ (j HAFNAR6TR.A

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.