Morgunblaðið - 05.07.1959, Síða 20

Morgunblaðið - 05.07.1959, Síða 20
20 MORCV1SBLAÐ1Ð Sunnudagur 5. júlí 19*^ á tali. Ég tafðist vegna þjónust- unnar. Varð að taka einn vina ykkar fastan, einn ykkar göfugu aettjarðarvina". Bleicher varð reiðilegur í málrómnum, er hann baetti við: „Það var annars venju legur atvinnuglæpamaður, hafði oft tekið út hegningu vegna göturána". „Læðan“ skipti litum, en Collin tvísteig vandræðalegur. Þau stóðu frammi fyrir Bleicher eins og tveir skólakrakkar, sem eru staðnir að óknyttum. Því næst benti hann á vagninn: „Má ég nú biðja hefðarfólkið að fá sér sæti? Ég hugsa að við þurfum að tala ýmislegt saman“. Málrómur hans var hörkulegur. Það var engin bón, það var skip un. Það var handtaka. „Þér eru j herra Bleicher frá leyniþjónustunni, er ekki svo?“ spurði Collin, sem var ekki bú- inn að ná sér eftir hræðsluna. „Frú Carré er sjálfsagt búin að ljóstra upp nafni mínu við yður“, sagði Bleicher reiðilega, „nafni mínu og öllu því, sem hún gat ijóstrað upp“. „Læðunni" fannst hjartað hætta að slá í brjósti sér, og háls hennar herptist saman af ang- ist. Hin skerandi kaldhæðni og kalda reiði í rödd Bleichers sviptu hana allri von. Nú var allt glatað, ást hans, nærgætni hans, hið mikla, áhættusama tafl, sem hafði ginnt hana svo mjög------ „Þú hefur oft látið mig vera eina í seinni tíð, Jean“, segir hún stamandi. „Ég mátti til að segja einhverjum vini huga minn og herra Collin er mjög, mjög góð- ur vinur“. „Herra Collin er fjandmaður", sagði Bleicher kuldalega. „Það veizt þú mjög vel. Hann vinnur fyrir Aðra skrifstofuna og fer oft til Spánar — sem njósnari. Það átti annars að fara að taka yður fastan, herra minn“. Þau óku eftir Avenue de l’Opera. Þarna framundan og til vinstri stóð hótel „Edouard VII“, aðalstöðvar leýnilögreglu hers- ins. „Læðunni“ sortnaði fyrir augum og munnur hennar varð þurr af ótta. Á næsta augnabliki væru örlög hennar ráðin. — Ef Bleicher næmi hér staðar og af- henti hana, þá myndi hún sitja aftur í fangelsinu eftir fáar klukkustundir og þá myndi allt verða aftur eins og það vár: kaldi klefinn með veggjalúsun- um, hatur samfanganna, háð og kerskni umsjónarkvennanna hinn voodi matur — og þá — hún 1) „Þú getur ekki klifið tind- inn einn, Tómas. Hann er hættu- legur, jafnvel þó maður þekki fcvern stein í honum“. „En ein- hver verður að fara, Markús, þorði ekki að hugsa hugsunina á enda. Bleicher ók kveljandi hægt. — Nú voru eftir tvö hundruð, nú hundrað metrar. Matthildur reyndi í örvæntingu sinni að taka til máls. „Trúðu mér, Jean — gerðu það fyrir mig að trúa mér“, stam aði hún. „Herra Collin hefur meira að segja ráðið mér til að vera kyrr hjá þér, af því að þú ert góður við mig, af því að ég á þér lífið að launa, af því að þið Þjóðverjar hafið nú hvort sem er sigrað Frakkland — ég segi þér satt, Jean, ég ætlaði að fara til þín aftur — hann getur borið vitni um það!“ Bleicher svaraði ekki. Rétt á eftir nam vagninn staðar, beint fyrir framan hótel „Edouard VII“. „Læðan“ hélt, að nú væri öllu lokið og lét aftur augun. En Bleicher sýndi ekkert mót á því að fara út. Hann dró upp vindl- ingaveski, rétti það að „Læð- unni“ og °S fékk sér sjálf ur vindling. Hann mælti ekki orð, en sat niðursokkinn í hugs- anir sínar. Skyldi Hugo Bleicher ennþá halda „samninginn", sem Matt- hildur hafði rofið með flóttatil- raun sinni og uppljóstrun sinni við Cillin? Eða skyldi hann fram selja þessa könu, sem hann á hinn mikla árangur sinn að þakka, sem hann virðir og metur og hef- ur sýnt innilega samúð? „Ég legg við drengskap minn sem fransk'ur liðsforingi“, sagði Collin og rauf þögnina, en rödd hans titraði af taugaóstyrk, „að ég get staðfest það sem frú Carré hefur sagt“. Bleicher dró djúpt að sér reyk inn, en því næst fleygði hann vindlingnum út um gluggann. — Því næst setti hann vélina í gang og ók áfram. Hann ók fram hjá hótel „Edouard VII“, beygði síð- an til vinstri inn í Grand Boule- vard, fram hjá Madeleine, yfir Concorde til Champs Elysées. — Hann nam staðar framan við veitingahúsið „Monte Carlo“. „Læðan“ var nú orðin svo óstyrk að hún fór skyndilega að gráta. Hún þóttist sjá að hættan væri nú úti og að allt færi vel. Hún kreisti handlegg Bleiehers og hvíslaði: „Jean, ég ætla aldrei að tala framar um þig við neinn — aldrei framar". „Gott er það“, rumdi Bleicher. „Gráttu ekki— vertu róleg". — Því næst sneri hann sér að Cillin þessar tvær manneskjur geta verið á lífi í flugvélaflakinu". 2) „Ég skal fara með þér. Það getur verið að við komumst upp á tindinn tveir saman“. „Ég Iog sagði með hæðnishreim í rödd- inni: „Jæja. gott fólk, við skulum nú fá okkur einn eftir alla hræðsl- una“. Þau settust við afskekkt borð ogSleicher sagði víð þjóninn: „Þessi herra þarf að fá koníak, tvöfaldan skammt, honum Hður ekki vel“. „Gerið svo vel að gefa mér einn líka“, sagði „Læðan". „Líka tvöfaldan". „Herra Collin", sagði Bleicher, „ég hef annars lesið skýrslur yð- ar sem þér hafið sent Achard ofursta til Vichy“. „Skýrslurnar mínar — hafið þér lesið þær“, sagði Collin undr- andi. „Já, skýrslur yðar um aðstæð- 1 urnar. Það náðist Fsendiboða yð ar. Það var dálaglegt þvaður, sem þér skrifuðuð þá. Þér fullyrð ið blátt áfram, að bæði herskip- in okkar, „Scharnhorst" og „Gneisenau" eigi að vera tilbúin til brottfarar í höfninni í Brest. Þar hafið þér orðið fyrir lagleg- ur fréttasvikara". — Bleicher tæmdi úr glasinu. „Það væri ágætt ef satt væri, en því miður liða sjálfsagt mánuðir þangað til báðar fleyturnar verða aftur sjó- færar“. Bleicher tók eftir því, sér til ánægju að blekking hans hafði áhrif á Collin og að hann trúði honum bersýnilega. JJn blekking Bleichers hafði mikilvægan til- gang. í seinni tíð höfðu Englend- ingar ekki aðeins sérlega mikinn áhuga á hafnarfyrirætlunum í St. Nazaire, á nýju, þýzku kaf- báta birgðastöðvunum þar, held- ur einnig og sér í lagi á báðum herskipunum „Scharnhorst" og „Gneisenau“. Þeir vildu gjarnan vita það í Lundúnum, hvort bæði skipin væru sjófær, hvenær þau myndu leggja úr höfn og hveft þau myndu halda. Spurningum þar að lútandi hafði verið beint til „Læðunnar“ í skeyti frá her- bergi 55A, og Hugo Bleicher hafði hugsað sér ráð til að gabba Englendinga. Ef það ráð dygði, ætlaði Bleicher undirforingi að leggja sinn skerf til sögu síðari heimsstyr j aldarinnar. „Þér hafið fengið að vita ýmis legt í morgun hjá frú Carré, sem bezt væri fyrir yður að gleyma sem fyrst“, sagði Bleicher eftir nokkra þögn. „Þér vitið líka, að ég gæti nú tekið yður fastan og látið leiða yður fyrir herrétt. En ég ætla að koma með uppá- stungu. Þér gefið mér drengskap treysti lika á þig, Markús. Þakka þér fyrir“. 3) „Ég hefi útbúnað handa tveimur tilbúinn. Við getum lagt arloforð yðar sem liðsforingi um að þegja um allt sem þér hafið frétt í dag“. Þegar franski rannsóknardóm- arinn M. Fougéres spurði Henri Collin siðar, þann 27. júlí 1945, í sakamálinu gegn ,.Læðunni“ um þessa atburði, þá viðurkenndi hann sannleikanum samkvæmt: „Ég skýrði Vichy ekki frá því að frú Carré væri orðin starfs- maður hjá þýzku leyniþjónust- Þegar Bleicher og „Læðan“ voru loksins komin aftur heim til sín í Rue de la Faisanderie, þá féll Matthildur um háls hon- um með miklum ákafa. Tár henn ar ig kossar eyddu öllum ásökun um á vörum hans. „Þú ert samsekur mér“, segir hún við „Jean“ sinn. „Þú átt sök á þvi, að ég ók til mömmu og til Collins. Hvers vegna hefur þú líka skilið mig svo oft eftir eina“. „Þú veizt vel að ég hef mikið að gera“, sagði Hugo sér til af- sökunar. „Það hafðir þú líka áður — en þú gazt verið góður við mig allt fyrir það, til dæmis þegar ég meiddi mig í höndina á kampavínsglasinu. En í dag væri þér sama, þó að ég hálsbrotnaði. „Vertu ekki með neina vit- leysu“, andmælti Bleicher. En hann varð að kannast við það með sjálfum sér, að ásakanir „Læðunnar“ voru ekki með öllu ástæðulausar. „O, sei, sei, minn góði vinur, ég þekki ykkur karlmennina. — Meðan kona er veik eða í vand^- ræðum eruð þið vænir við hana. Þú ert nú cinn af þeim sem vilja vernda — annars þykir ekki í það varið. Mamma sagði mér reyndar líka, að þú færir illa með mig“. „Hvað sagði mamma þín fleíra?“ spurði Bleicher. „Hún var nú ekki svo ákaflega vin- gjarnleg við mig“. „Hún ávítaði mig fyrir, að ég skyldi hafa ljóstrað upp um vini mína úr „Interalliée“ við þig“, sagði „Læðan“. Hún hugsaði sig um andartak. Henni hugkvæmd- ist hvernig hún gæti aftur fylli- lega unnið traust Bleichers. — „Mamma álítur, að ég hefði held ur átt að fórna manni eins og Legrand á altari þýzku leyni- þjónustunnar“. „Hver er Legrand?" spurði Bleicher með áhuga. „Læðan“ lét sem sér stæði á sama. „O — það er forstjóri fyr- ir innflutningsfyrirtæki. Það er stórlax, skal ég segja þér“. „Og hvers vegna álítur móðir þín að þú hefðir heldur átt að ljóstra upp um hann við mig?“ spurði Bleicher. „Hvað hefur hann gert af sér?“ „Hann er tvöfaldur í njósnun- um. Hann ber kápuna á báðum ‘xlum. Hann vinnur bæði fyrir ykkur og fyrir Englandinga“. Því næst sagði „Læðan“ sögu hins auðuga innflytjanda Dené af stað undir éins og þú ert til- búinn“. „Ég er tilbúinn — núna strax“. Legrand, sem seldi Þjóðverjum gúmmí og græddi milljónir á þeirri sölu. Þessi sami maður hafði samt ekki látið sér fyrir brjósti brenna að svíkja við og við eitt þessara gúmmíflutninga- skipa í hendur Englendinga fyr- ir milligöngu „Læðunnar“, en vel að merkja þegar hann hafði feng ið farmgjaldið greitt frá Berlín. „Þetta er óþokkaskapur, einkum þegar litið er til hásetanna sem hafa farizt vegna þessara óþverra viðskipta. Þarna hefur móðir þín reyndar á réttu að standa. Þessi Iægrand á miklu fremur skilið fangelsi en allt hitt fólkið þitt“. „Honum getur þú ekki ko.mið í fangelsi“, sagði „Læðan“. „Til þess á hann alltof volduga vini í Berlín, þar eð hann er sam starfsmaður“. „Nei, sjáðu til — þegar ég sanna það á hann að skipum hafi verið sökkt vegna uppljóstrana hans“, sagði Bleicher æstur. „Það er einmitt það — þú get- ur aldrei sannað neitt á hann. 3|tltvarpiö Sunnudagur 5. Júli: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Fríkirkjunni (Prest ur: Séra Þorsteinn Björnsson. —*■ Organleikari: Sigurður ísólfs- son). 15,00 Miðdegistónleikar (plötur). 16,00 Kaffitíminn: Létt lög af plötum. 16,30 Veðurfregn- ir. — „Sunnudagslögin". — 18,30 Barnatími (Anna Snorradótt- ir). 19,30 Tónleikar (plötur). —. 20,20 Raddir skálda: Bókarkaflar ljóð og ljóðaþýðingar eftir Gimn ar Dal. — Flytjendur: Steingerð ur Guðmundsdóttir, Þorsteinn Ö. Stephensen. Ævar Kvaran og höfundurinn sjálfur. 21,00 Kór« söngur: Karlakórinn Fóstbræð- ur. Söngstjóri: Ragnar Björnsson. Einsöngvarar: Erlingur Vigfús* son og Jóhann Daníelsson. — Við hljóðfærið: Car^ Billich (Hljóð- ritað á samsöng í Gamla Bíói í júní). 21,30 Úr ýmsum áttum: Nýr þáttur í umsjá Sveins Skorra Höskuldssonar kand. mag. 22,05 Frá vígslumóti Laugardalsleik- vangsins; síðasti dagur: Sigurður Sigurðsson lýsir frjálsíþrótta- keppni Reykvíkinga og annarra landsmanna, svo og keppni í handknattleik. 22,25 Dar.slög. —. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 6. júlí: Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Einsöngur: Aase Nordmo* Lövberg syngur lög eftir Sind- ing, Grieg og Sibelius (Hljóðrit- uð á Sibeliusar-viku í Helsinki í fyrra mánuði). 20,50 Um dag- inn og veginn (Gunnar Finnboga son kand. mag.). 21,10 Tónleikar (plötur). 21,30 Útvarpssagan: „Farandsalinn" eftir Ivar Lo- Johansson; IX. (Hannes Sigfús- son rithöfundur). 22,10 Búnaðar þáttur: Gísli Kristjánsson ritstj. heimsækir búið að Laugardæl- um. — 22,30 Kammertónleikar: IComitas-kvartettinn frá Armen- íu leikur strengjakvartett nr. 2 í a-moll eftir Brahms (Hljóðrit- að á tónleikum í Austurbæjar- bíói 2. júní). 23,00 Dagskrárlok. Þriðjudagur 7. júlí: Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Kórsöngur: Kór kvenna- deildar Slysavarnafélags ís- lands syngur. Söngstjóri: Her- bert Hriberschek. Einsöngvarar: Þuríður Pálsdóttir og Sigurveig Hjaltested. — Við píanóið: Selma Gunnarsdóttir. 21,00 Út- varp frá íþróttaleikvangi Rvík- ur: íslendingar og Norðmenn heyja landsleik í knattspyrnu (Sigurður Sigurðsson) lýsir nið urlagi fyrri hálfleiks og öllum hinum síðari). 22,20 Lög unga fólksins (Haukur Hauksson). — 23,15 Dagskrárlok. W a r ! i 9 il &

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.