Morgunblaðið - 05.07.1959, Page 22

Morgunblaðið - 05.07.1959, Page 22
22 MORGU1VBLAÐ1Ð Sunmídagur 5. júlí 1959 [ Búfrœðingur kosinn | forsefi Þýzkalands i Málmey vann í 2 fyrstu grein- unum — siðan Reykjavík í átta Reykjavik hafði 64 stig gegn 41 ÞRETTÁN Málmeyingar og 17 reykvískir íþróttamenn gengu undir fána inn á Laugardalsleikvanginn í fyrrakvöld er vígslumót leikvangsins hófst. — Þeir skiptust á blómum og hlýddu á ávarp borgarstjóra og fulltrúa frá Málmeyjarborg og ræðu formanns ÍBR, Gísla Halldórssonar. Þessi fyrsta keppni við erlenda frjálsíþróttamenn á leikvanginum var ánægjulegt fyrir Reykjavík og höfðu reykvískir íþróttamenn 64 stig gegn 41 eftir fyrri dag keppninnar. <— Sigruðu þeir Málmeyinga í átta greinum af tíu. i HINN nýkjörni forseti Vestur Þýzkalands, Heinrich Liibke er litt þekktur maður, skoðanakönn- un leiddi í Ijós fyrir nokkru að einungis þriðjungur þýzku þjóð- arinnar vissi hver hann var, hvað þá aðrar þjóðir. Kristilegi lýð- ræðisflokkurinn valdi hann til framboðs út úr vandræðum, eftir harðvítugar deilur, þar sem eng- inn hinna eiginlegu foringja flokksins hafði viljað sjá forseta- embættið og þann pólitíska dauða daga, sem fylgir því að taka við Heinrich Liibke þessu táknræna, virðulega en áihrifalitla embætti. Það er sagt að Liibke hafi verið valinn frambjóðandi Kristilega flokksins af því að hann var að útliti til góðlegur og gráhærður og var giftur vinsælli samkvæm- iskonu sem mun verða mjög fram bærileg forsetafrú. Þegar Lubke tekur við forseta- embættinu þann 15. september n.k. mun hann á ýmsan hátt eiga erfitt uppdráttar. Theodor Heuss, sem nú lætur af starfi eftir 10 ára vist er mjög skemmtilegur persónuleiki, frjálslyndur og hug myndaríkur maður, sem hefur stöðugt farið vaxandi í embætt- inu og unnið sér mikla almenn- ingshylli. Það er erfitt fyrir Lubke að setja sig í sporin hans. Ennþá erfiðara verður það fyrir þá sök að pólitísku deilurn- ar innan Kristilega flokksins hafa orðið til óvirðingar þessu annars sv« virðulega embætti. Þarf Lúbke því að standa sig vel ef hann sjálfur og þjóðhöfðingja- embættið eiga ekki að hljóta vanza af. ★ Heinrich Lúbke er nú 64 ára að aldri og hefur verið landbún- aðarmálaráðherra í stjórn Aden- auers undanfarin sex ár. Hann er ættaður frá Westfalen úr sveitunum upp af Ruhr-hérað- inu sonur handverksmanns fædd- ur í sveitaþorpinu Enkhausen 14. október 1894. Það kom fljótt I ljós, að hann hafði námsgáfur og hlaut styrki til framhalds- náms. Lagði hann fyrir sig rækt- unarfræði og landbúnaðarverk- fræði og hefur hin beztu háskóla- próf í þeim greinum. Síðan starf- aði hann að ýmsum verkfræði- legum störfum í þágu landbún- aðarins m.a. landmælingum og beitti sér fyrir stofnun Smá- bændasamtaka Þýzkalands 1926. Upp úr því fór Lúbke að hafa meiri áhuga fyrir stjórnmálum og náði kosningu árið 1931 á prússneska ríkisþingið sem þing- maður Kaþólska miðflokksins (Centrum). Stjórnmálaferli hans lauk þó skjótlega með valdatöku nazista 1933. Tvisvar handtóku nazistar han* og varð hann að sitja samtals í fangelsi í um 20 mánuði. Þeir bönnuðu honum að starfa að sérgrein sinni landbún- aðarverkfræði en eftir að hann var látinn laus í seinna skiptið gerðist hann byggingaverkamað- ur í Berlín og hafði ofan í sig og á með því. Hann var alla tíð ákveðinn andstæðingur nazista. ★ Þegar styrjöldinni lauk var hann einn hinna mörgu þýzku lýð ræðissinna, sem komu fram í dagsljósið til þess að stofna Kristi lega lýðræðisflokkinn. Varð hann einn af forustumönnum hans í heimahéraði sínu Westfalen. Þá fól brezka hernámsliðið honum eitt erfiðasta hlutverkið að annast landbúnaðar og mat- vælamálefni héraðsins. Þetta var í byrjun árs 1947, þegar hungrið svarf að Þjóðverjum. Þá var ástandið einna verst í Ruhr-hér- aðinu sem «r í Westfalen riki. Þar mátti almenningur svelta heilu hungri. Þótti Lúbke taka röggsamlega á málum þessum, svo að verstu hungursneyðinni varð afstýrt. Til þessa þurfti hann að knýja -á hjá Bretum. Er talið sérstaklega minnisstætt að hann krafðist þess af hinum brezku sigurvegurum, að þeir greiddu þýzkum bændum stór- hækkað verð fyrir búsafurðir, svo að grundvöllur nýs og aukins landsbúnaðar var fenginn. Þótt Lúbke væri af hinni sigruðu þjóð, var hann óvæginn í garð Breta og hélt fast við að þeim bæri sið- ferðisleg skylda til að sjá fólkinu fyrir fæði. Tvisvar sinnum mun- aði minnstu, að þeir rækju hann úr stöðu sinni og einu sinni var skipun um handtöku hans komin á skrifboð eins brezka hernáms- foringjans. ★ Lúbke var kosinn á héraðs- þing Westfalen 1946 og á sam- bandsþingið 1949. Hann var skamma stund fulltrúi bæði á héraðsþingi og sambandsþingi. En 1950 vou sett lög, sem bönn- uðu mönnum slíka setu á tveim- ur þingum. Kaus hann þá að afsala sér setu á sambandsþingi. En 1953 var hann að nýju kosinn til sambandsþings með 46 þús- und atkvæði á bak við sig og það sama ár fól Adenauer honum með ferð landbúnaðar, fiskveiða og skógræktarmála í ríkisstjórn sinni. Stjórn þessara mála hefur verið lýtalaus hjá Heinrich Lúbke. Allir viðurkenna djúp- tæka þekkingu hans á landbún- aðarmálum. Hann beitti sér fyrir löggjöf um viðreisn landbúnaðar- ins hinni svonefndu „Grænu áætl un“, en með henni var stefnt að því að bæta launakjör bænda og landbúnaðarverkamnna og þar fékk landbúnaðurinn viðurkenn- ingu fyrir því, að hann ætti ekki síður en iðnaðurinn heimtingu á opinberri aðstoð. Þessi löggjöf hefur orðið undirstaða vélvæð- ingar landbúnaðarins. ★ Lúbke er lágvaxinn maður, 167 sentimetrar á hæð, þéttur á velli, skær-bláeygður, rjóður í kinnum, einlægur og þægilegur í viðmóti. Hann hefur aldrei verið talinn stórbrotinn persónuleiki, er lág- mæltur og stirðmæltur og heldur lakur ræðumaður. Þar stendur hann sérstaklega höllum fæti í samanburði við Heuss fráfárandi forseta, sem er skemmtilegur mælskumaður. Hann er kaþólskr- ar trúar eins og Adenauer og hef ur þar verið brotin sú regla, að kaþólskur og mótmælendatrúar- maður skipti forseta og forsæt- isráðherraembætttunum á milli sín. Lúbke er hinsvegar frjáls- lyndur í trúarskoðunum og ekki síður vinsæll meðal mótmælenda trúarmanna í heimahéraði sínu Westfalen. Það hefur alla tíð verið æðsta ósk Lúbkes að eignast stóran bú- garð, óðalsjörð þar sem hann gæti unað sér með f jörugum gæð- ingum og stríðöldum nautgrip- um. Þetta hefur hann ekki get- » Eramh. á bls. 23. Ræða borgarktjóra Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri gat þess að á vígslumót-inu væru 310 keppendur en ef með væru taldir sýningarflokkar þeir er fram komu er völlurinn var vígður 17. júní hefðu yfir 2000 ungra manna og kvenna komið fram við vígsluna. Borgarstjóri sagði að til mótsins hefði verið boðið fulitrúum allra héraðssam- banda á landinu og bauð hann þá sérstaklega velkomna. „Auk- um kynnin, eflum íþróttirnar, treystum vináttuböndin með fieiri heimsóknum. íþróttamenn utan af landi, verið ávallt vel- komnir á þennan leikvang" sagði borgarstjóri. Borgarstjóri ávarpaði Málm- eyingana sérstaklega og mælti á sænsku. Síðan las hann ályktun bæjarstjórnar um að afhenda íþróttavallarnefnd leikvanginn til umsjár og afhenti Gísla Hall- dórssyni form. ÍBR þá ályktun. Helge Löfdahl fulltrúi Málm- eyjarborgar flutti ávarp og af- henti borgarstjóra að gjöf skjaid- armerki Málmeyjar. ★ Vinarhugur Gísli Halldórsson hélt þvi næst ræðu og þakkaði f.h. ÍBR borgarstj. og bæjarstjórn fyrir vinarhug til æskumanna og kvenna. Hann kvað leikvanginn tákn þess að yfirvöldin mætu og virtu starf íþróttafélaganna. Gísli minntist byggingar KnatHeikir íþróttir á LOKAÞÁTTUR vígslumótsins hefst kl. 20 í kvöld á Laugardals- vellinum. Verða fyrst 3 kapp- leikir samtimis, í körfuknattleik keppa Reykjavíkurmeistarar ÍR við úrval úr öðrum félögum, í handknattleik kvenna leikur gamla íþróttavallarins og undir- búnings að byggingu þessa nýja leikvangs. Hann bauð alla kepp- endur velkomna til mótsins og sagði mótið sett með þeirri ósk að það mætti efla vinskap héraða og borga á milli. ★ Leit ekki vel út Er keppnin hófst í 100 m hlaupi og kúluvarpi blés ekki byrlega fyrir Reykjavíkurliðinu. Nord- beck og Malmroos unnu tvöfald- an sigur í 100 m hlaupinu og Wachenfeldt tók forystuna í kúhi varpinu þegar í fyrstu tilraun. tilraun. En þegar þeim tveim greinum var lokið, hristu Reykvíkingar af slenið og sigruðu í öllum grein um. Einna skemmtilegasta keppn in var í 400 m hlaupinu þar sem Hörður Haraldsson sýndi að hannerengan veginn útbrunninn. Hlaup hans var mjög gott, sig- urinn öruggur og árangurinn með ágætum. Hástökkið misheppnaðist í kuldanum en Jón Pétursson sigr- aði á 1,80 m. Landin felldi byrj- unarhæðina og þar missti Málm- ey stig. Öruggur var tvöfaldur sigur Reykjavíkur í 110 m grindahlaupi og árangurinn ágætur. Svavar var hinn sterki maður 1500 m hlaupsins, og tíminn var góður miðað við ltinn byrjunarhraða. Kristleifur hljóp „taktiskt" 3000 m hlaup. Hann fylgdi Stig / Laugardal: og frjálsar lokadegi landsliðið, sem sigraði Norðmenn gegn úrvalsliði, og síðast en ekki sízt verður bæjakeppni í hand- knattleik karla milli Reykjavík- ur og Hafnarfjarðar. Að leikjunum loknum hefst frjálsíþróttakeppnin milli B-liðs Reykjavíkur og utanbæjarmanna. Jonsson fast eftir en sprettur hans sðustu 60 metrana var glæsilegur og við honum átti Sví- inn ekkert svar. Kringlukastið og langstökkið urðu „reykvískar" greinar og breikkaði bilið í stigaútreikning- um mjög, en þetta voru ásamt boðhlaupinu síðustu greinar fyrri dagsins. — Gaman var að sjá „gestinn“ Edlund keppa í kringlukastinu. Hann er ekki Málmeyingur en er með í förinni og kastaði af öruggi miklu á 48. meter. Kúluvarp Wachenfeldt ... 15.13 Gunnar Huseby ... 14.82 Hallgrímur Jónsson ... ... 14.28 Hassland ... 12.00 Hástökk Jón Pétursson .... 1.80 Nevrup .... 1.80 Jón Ólafsson .... 1.75 Landín felldi byrjunarhæð. 100 m hlaup Nordbeck .... 10.8 Malmroos .... 10.9 Hilmar Þorbjörnsson .. .... 11.0 Valbjörn Þorláksson .. 110 m grindahlaup m Guðjón Guðmundsson .... 15.1 Björgvin Hólm .... 15.2 Sjögren .... 15.4 Ericson .... 15.7 400 m hlaup Hörður Haraldsson .... Malmroos .... 49.9 Þórir Þorsteinsson .... .... 50.5 Anderson 1500 m hlaup Svavar Markússon .... .. 3:58.6 Bo Karbos .. 4:01.0 Person .. 4:11.8 Reynir Þorsteinsson .... .. 4:19,6 Langstökk Einar Frímannsson .... .... 6.87 Björgvin Hólm .... 6.71 Framh. á bls. 23. Keppt verður í 200, 800, 5000 m hl., 400 m grindahl, stangar- stökki, þrístökki, 1000 m boðhl., spjótkasti, sleggjukasti. Þátttaka er mjög mikil í sum- um greinum, í spjótkasti og lang stökki eru 14 þátttakendur, í stangarstökki 11, í 200 m hlaupi 12, og í 400 m hlaupi 10. Keppt er í 3—4 greinum samtímis og geng- ur keppnin því greiðlega. Keppnin er stigakeppni milli Reykjavíkur og héraðssambanda utan af landi. Fá 6 fyrstu menn 6-5-4-3-2-1 stig, og eru valin 2 lið í boðhlaupin. Vegna þess hve margir fá stig, getur keppnin orð ið tvísýn og erfitt að spá nokkru um úrslitin. Norska landsliðið á Reykjavikurflugvclli í fyrrakvöld. Vigslumótið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.