Morgunblaðið - 05.07.1959, Page 23

Morgunblaðið - 05.07.1959, Page 23
Sunnucfagur 5. júlí 1959 MORGVNBLAÐIÐ 23 Frol Jt. Koztov, varaforsætisráðherra Sovétríkjanna, sést hér (t. h.) ásamt Robert Wagner, borgarstjóra New York. Mynuiin var tekin fyrir nokkrum dógum, þegar hinn síðarnefndi sýndi gestinum höfn borgarinnar. Frelsisstyttan hést í baksýn. Eiseœhower og Kozlov rædilu mjög vinsumlegu um friður- múlin — en úrungursluust Fátt nýtf kom fram í lélegri rœðu vara- forsœtisráðherrans í blaðamannaklúbbnum um að hann hefði haft meðferðis nýjar tillögur um lausn á því vandamáli og taldi þær heldur ekki tímabærar, meðan ekki hefðu borzit svör við hinum fyrri. Annars þótti áheyrendum lítið koma til hinnar þriggja stundar- fjórðunga ræðu Kozlovs í blaða- mannaklúbbnum, ekki hvað sízt samanborið við ræðu þá er Miko- jan flutti á sama stað, þegar hann var í heimsókn í Bandaríkjunum fyrir skemmstu. Þeim síðar- nefnda þótti takast að vissu marki, að vinna skilning og sam- úð, en meginmál Kozlovs snerist um hina marumræddu friðarást Sovétríkjanna og óskir um góða sambúð, sem flestum þykir nú orðið leiðinlegur lestur og fékk ræðan því daufan hljómgrunn. Afkoman bezt í Sovétríkjunum eftir 15 ár Það einasta í ræðu Kozlovs, sem ekki hafði heyrzt áður, var sú staðhæfing, að friðsamlegar framfarir mundu á næstu 15 ár- um gera afkomu manna í Sovét- tríkjunum betri en í nokkru landi öðru. Vinnuvikan yrði stytt niður í 30—35 klukkustundir og allir skattar, hverju nafni sem nefnd- ust, yrðu felldir niður. Loks bar hann til baka fregnir bandarískra blaða um að Krús- jeff hafi komið mjög ruddalega fram í samtali við Averill Hauri- mann, fyrrum fylkisstjóra í New York, sem ferðazt hefur um Sov- étríkin að undanförnu. Kvaðst hann sjálfur hafa verið viðstadd- ur viðræður þeirra og fundizt þær svo og miðdegisverður er þeir snæddu saman, hafa farið mjög vinsamlega fram. Flúðu yfir Eystrasalt á litlum mótorbát FROL R. Kozlov, fyrsti varafor- sætisráðherra Sovétrkjanna, sem verið hefur í heimsókn í Banda- rikjunum að undanförnu, átti á dögunum mjög vinsamlegar við- ræður við Eisenhower forseta, og gerðu þeir friðarmálin einkum að umræðuefni. Eisenhower leggur áherzlu á tvennt Eftir að fundinum lauk, vildi Kozlov aðeins láta uppi, að hann hefði að mestu snúizt um frið í heiminum, en embættismenn í Hvíta húsinu upplýstu auk þess, að Eisenhower hefði gert hinum sovézka varaforsætisráðherra ljóst, að Bandaríkin mundu ekki með neinu móti láta þröngva sér til þátttöku í fundi æðstu manna. Lagði forsetinn einkum áherzlu á tvö atriði: Bandaríkin halda fast við þá stefnu sína, að árangur verði að nást á framhaldsfundum utan- ríkisráðherranna í Gefn, sem hefjast eiga þ. 13. þ.m., til þess að Bandaríkin geti fallizt á að íhuga frekar þátttöku í fundi með Krúsjeff og æðstu mönnum hinna stórveldanna. Ennfremur vilja vesturveldin ekki undir neinum kringumstæð- um flytja herflokka sína á brott úr Vestur-Berlín, fyrr en fundin hefur verið lausn á vandamálinu um sameiningu Þýzkalands að nýju. Vinsamlegustu samræffur um árabil Kozlov lét svo ummælt við blaðamenn þá, sem biðu eftir honum, er fundinum lauk, að hann vonaðist til þess, að friður héldist í heiminum, en fleira vildi hann ekki um fundinn segja. Hann kom einn til fundarins við Eisenhower, en skömmu áður hafði hann átt viðræður við Christian A. Herter utanríkisráð- herra og voru þá i fylgd með hon um nokkrir sovézkir embættis- menn, þ.á.m. Menshikov, ambassa dor Sovétríkjanna í Washington. Þeir bandarísku embættis- menn, sem staddir voru á fundi Eisenhowers og Kozlovs, er stóð yfir í 70 mínútur, sögðu að við- ræður þeirra hafa verið þær vin- samlegustu, sem farið hefðu fram milli bandarískra og rúss- neskra stjórnarleiðtoga um ára- bil. Hins vegar væri ljóst, að það hefði ekki dugað til þess að þeir fengju brúað bilið milli austurs og vesturs að því er Þýzkaland snertir. Engar nýjar Berlínar-tillögur Þetta staðfestist svo að ýmsu leyti í ræðu, sem Kozlov hélt í „National Press Club“ á fimmtu- dagskvöldið, þar sem hann m.a. fékk tækifæri til að lýsa því yfir, að Sovétríkin hefðu enn ekki fengið neitt svar við tillögum þeim í Berlínar-vandamálinu, sem lagðar hefðu verið fram ó Genfar-fundinum. Jafnframt vís- aði hann á bug öllum orðrómi Afmælisfagnaður Guðm. Jónassonar VINIR og samferðamenn Guð- mundar Jónssonar, fjallabíl stjóra, ætla að halda honum og konu hans samsæti í tilefni af fimmtugsafmæli hans í Þjóðleik- húsinu næstkomandi fimmtudag kl. 19. Listar fyrir væntanlega þátttakendur liggja frammi hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar frá hádegi á morgun. STOKKHÓLMI, 27. júní. — SÆNSK stjórnarvöld hafa skýrt frá því, að nýlega hafi þau veitt rússneskum sjóliðsforingja og tveimur pólskum konum hæli i Svíþjóð, sem pólitískum flótta- mönnum. Hér var um að ræða tvær flóttaaðgerðir frá ríkjum kommúnismans, sem heppnuðúst báðar. Það hefur nú verið opinberlega skýrt frá því, að þann 8. júní sl. hafi óþekktur lítill mótorbátur komið að landi við sænsku eyna Öland í Eystrasalti. Um borð í þessum báti var rússneskur sjó- iiðsforingi, og pólsk unnusta hans. Rússinn óskaði eftir hæ’ii fyrir þau bæði sem pólitiska flóttamenn. Hann er 31 árs. Hann kvaðst hafa ákveðið fyrir nokkr um árum, að nota fyrsta tæki- færi ,sem gæfist til að flýja kommúnismann. Tækifærið hafi loks komið, er hann gegndi þjón- ustu í rússnesku flotabækistöð- inni í Gdynia í Póllandi. Þegar kunnugt varð um að þetta fólk væri komið til Svíþjóð- ar, hóf rússneska sendiráðið i Stokkhólmi æðisgengnar aðfarir, sem hafa vakið hroll og viðbjóð meðal Svía. Fyrst heimtuðu Rússarnir að fá leyfi til að tala við flóttafólkið. en það var ekki leyft. Tóku Rússar þá upp á því að halda uppi njósnum um flótta fólkið og var engu sýnna en að þeir hefðu heilt njósnakerfi í ná- grenni bæjarins Kalmar, þar sem fólkið steig á land. Þá var ung pólsk kona meðal áhafnarinnar á Gdynia-skipinu Zew Morsa, sem kom til Stokk- hólms 18. júní sl. Þegar skipið lá í höfninni, gekk hún í land og bað um hæli sem pólitískur flótta maður. Hún kveðst lengi hafa starfað í pólskri neðanjarðar- hreyfingu ,sem berst gegn Rúss- um. Þrátt fyrir andstöðuna við Rússa, kveðst hú:i ekki vilja neita því, að hún hafi trúað ýmsu í áróðri kommúnista. Hún hafl t.d. trúað því, að Svíþjóð sem er kapitalískt land væri mjög fá- tækt, þar ríkti hungur og skortur. Þess vegna hefði hún orðið undr- andi, er hún kom til Stokkhólma og sá að fólkið hafði gnægtir all*. — Forseti — Iþróttir Framh. af bls. 3 Strandberg ............ 6.68 Palm .................... 6.42 Kringlukast Þorsteinn Löve ......... 45.80 Friðrik Guðmundsson .... 44.16 Hassland ............... 39.23 Wachenfeldt ............ 36.35 (G. Edlund, utan keppni, 47.10) 3000 m hlaup Kristleifur Guðbjömsson . 8:42.6 Stig Johnsen........... 8:45.0 Kristján Jóhannsson ,... 8:49.8 Áge Nilson............. 9:05.6 4x100 m boðhlaup Reykjavík ............... 42.9 (Valbj., Hilmar, Einar, Guðjón) Málmey ...................43.9 379 nemendur í Gagn- frœðaskóla Vesturbœjar s.l. vetur GAGNFRÆÐASKÓLA Vestur- bæjar var slitið 2. júní sl. Óskar Magnússon skólastjóri flutti skóla slitaræðuna og skýrði frá skóla- starfi og námsárangri. Innritaðir nemendur voru í vet- ur 379 í 15 bekkjardeildum. Kenn arar voru 26 auk skólastjóra. Landsprófsdeild tók aftur til starfa í skólanum á sl. hausti, og 2 verknámsbekkir störfuðu nú þar í fyrsta sinni. Á unglingaprófi hlutu 3 nem- endur ágætiseinkunn: Sigurður Pétursson 9,49, en það var hæsta einkunn í skólanum að þessu sinni, Þóra Ásgeirsdóttir, 9,27 og Þorsteinn Þorsteinsson 9,13. Undir gagnfræðapróf gengu 35 nemendur, 33 stóðust, en 2 luku ekki prófi vegna veikinda. Hæstu einkunn á gagnfræðaprófi hlutu: Guðni Jónsson 8,59, Guðný Gunn- arsdóttir 8,08 og Guðbjörg Ása Norðdahl 8,05. Við landspróf hlaut að þessu sinni hæstu einkunn SigurðUr Ragnarsson I. ágætiseinkunn 9,20. Skólastjóri afhenti því næst bókaverðlaun þeim nemendum, sem skarað höfðu fram úr í námi og prúðmennsku. Síðan ávarpaði hann hina nýju gagnfræðinga nokkrum orðum og árnaði þeim allra heilla. Að lokum þakkaði hann kenn- urum og nemendum gott og á- nægjulegt samstarf á þessu þrí- tugasta og fyrsta starfsári skólans og sagði því næst skólanum slitið. AKRANESI, 4. júlí — Ásbjörn kastaði í gærkvöldi út af Maiar- rifi og reif nótina. Fær hann nú hringnót Sveins Guðmundssonar, sem farinn er á reknet. — Hand- færabáturinn Gissur hvíti fisk- aði þrjár lestir í gær. — Oddur. Framh. af bls. 3 að veitt sér, af því að hann hefur skort fé til þess. En hann hefur farið heim í fæðingarbæ sinn, Enkhausen hvenær sem færi hef- ur gefizt og eytt þar sumarfríum sínum og helgum í herbergjum í húsi foreldra sinna. Bróðir Lubkes Wilhelm LUbke gerðist sjómaður. Hann var hagmæltur og orkti mörg sjó mannaljóð, sem náðu miklum vinsældum. Heinrich gerði meira að segja lag við eitt Ijóða hans og var það eitt sinn almennt þekkt í hafnarborgum við Norð- ursjó. Leikur hinn tilvonandi for- seti ágætlega á píanó. Bróðir hans tók einnig þátt í stjórnmál- um og urðu vinsældir hans meðal sjómanna honum mikill styrkur. Hann varð upp úr styrjöldinni forsætisráðherra Slésvík-Holstein fylkis en andaðist fyrir fjórum árum. Kona hins væntanlega forseta heitir Wilhelmína er frá ná- grannaþorpi Enkhousens. Hún er stundum kölluð sterkasta hlutabréf Liibkes. Þar er Liibke sterkari á svellinu en Heuss sem er ekkjumaður. Hún er nú 58 ára að aldri og eiga þau silfurbrúðkaup síðar á þessu ári. Þau eru barnlaus, en eiga tvo fóstursyni, sem báðir eru við guðfræðinám í Páfagarði. Frú Wilhelmína var áður kennslukona og er mikil mála- manneskja, — talar reiprennandi ensku, frönsku, ítölsku og spænsku og getur bjargað sér í rússnesku. Hún kann sig vel í samkvæmum, er framúrskarandi matreiðslukona og var vinsæl nieðal ráðherrafjölskyldnanna i Bonn. Enginn efast um að hún sómi sér vel sem tignasta kona Þýzkalands. öllum vinum og vandamönnum f jær og nær sem heiðr- uðu mig með heimsókn, skeytum og gjöfum á 75 ára af- mæli mlnu þakka ég innilega og bið Guð að blessa ykkur ölL Guðjón Þorbergsson, Sogaveg 124. Útför mannsins míns PÁLS ARNLJÓTSSONAK framreiðslumanns, sem lézt 26. f.m. fer fram þriðjudaginn 7. þ.m. kl. 10,30 f.h. frá Fossvogskirkju. Þeim, sem vildu minnast hins látna er bent á nýstofn- aðan líknarsjóð til minningar um hann. Valdís Erlendsdóttfr. Þökkum hjartanlega sýnda samúð vegna fráfalls AXELS SIGURBJÖRNSSONAR Hjalteyri Vandamenn. Þökkum hjartanlega öllum fjær og nær sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðar mannsins míns, föður, tengdaföður og afa HARALDAR KRÚGERS Konkordia Kriiger, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.