Morgunblaðið - 15.08.1959, Side 3

Morgunblaðið - 15.08.1959, Side 3
L'augar'dagur 15. agust 1959 WORGUNBLAÐIÐ 3 Þá voru það herkíar - nú krabbi og kransæðastífla Fra 25 ára starfi Rannsóknastofu Háskólans v/ð Barónsstig RANNSÓKNARSTOFA Há- skólans við Barónsstíg hefir starfað í 25 ár um þessar mundir, og ræddi prófessor Níels Dungal við fréttamenn í gær í tilefni þess. — Margt bar á góma í viðtali þessu, og verða hér rakin nokkur atriði úr starfsemi þessarar merku stofnunar, en þar, eða fyrir hennar atbeina, hefir verið gert stórátak í heil- brigðismálum íslendinga á þessum árum. ur. Annars vildi hann gefa dr. Sigurði Sigurðssyni meginheiður- inn af árangri þeim, sem náðst hefir í baráttunni við berkla- veikina. — Barnaveikin var einnig á sínum tíma mjög skæð- ur sjúkdómur, en hefir nú verið útrýmt með bólusetningu. Til þess að gefa hugmynd um vöxt stofnunarinnar má geta þess, að í fyrstu starfaði prófess- or Dungal þar einn, ásamt aðstoð- arstúlku, en nú vinna um 20 manns við rannsóknarstofuna. í>rir fastráðnir aðstoðarlæknar eru þar að störfum, þeir Ólafur Bjarnason, sem sér um vefja- rannsóknir, Þórarinn Sveinsson hefir með krufningu líka að gera og Arinbjörn Kolbeinsson vinnur að sýklarannsóknum. Auk þess starfar þar jafnan einn lækna- kandidat á ári hverju. í fyrstu voru framkvæmdar um 50 krufningar á ári, en á þessu ári munu þær fara yfir 300. — Alls eru þær orðnar 4362 frá byrjun. — 400 vefjarannsókn- ir voru framkvæmdar í upphafi, en eru nú orðnar á fimmta þús- und. — Notaðar eru 80—90 teg- undir næringarefna til þess að rækta bakteríur. Árið 1949 voru framleiddir 624 ltr. af slíkum efn um en nú nær 1900 ltr. í fyrstu þótti húsið við Baróns- •tíg alltof stórt fyrir stofnunina og hreinasta ofrausn, en nú er það orðið alltof lítið. — Hefir lengi staðið til að byggja nýja rr.nnsóknadeild hér á lóðinni, sagði prófessor Dungal, en vart getur orðið úr þeim framkvæmd- um næstu árin. Stofnunin nefndist Rannsókna- stofa Háskólans, en hún er nú ekki rekin á vegum Háskóla ís- lands, þótt svo væri í fyrstu, heldur heyrir hún beint undir heiigriðismálaráðuneytið. Enda sagði prófessor Dungal, að raun- verulega ætti stofnunin að nefn- ast „rannsóknarstofa í meina- fræði“, því að á því sviði iægi meginverksvið hennar. Áður en rannsóknarstofan tók til starfa í núverandi húsnæði við Barónsstíg, sumarið 1934, hafði hún starfað um nokkurra ára skeið í Kirkjustræti 10, þótt í smáum stíl væri. Prófessor Dungal kvaðst hafa unnið þar að rannsóknum frá því í október 1926, en þar hefði nánast engin aðstaða verið til meinafræði- rannsókna. En merkt starf var þar unnið, eigi að síður. T.d. var þar unnið nýtt bóluefni gegn bráðapest í sauðfé — en það var ma. fyrir ágóða af sölu þess, sem hús stofnunarinnar við Baróns- stíg reis. Segja má, sagði próf. Dungal, að fyrsta verkefni rannsókna- stofunnar hafi verið að berjast við taugaveikina, sem var einn harðvítugasti sjúkdómurinn hér á fyrsta fjórðungi aldarinnar. Nákvæmar rannsóknir voru skipulagðar og gagnger leit gerð að sýklaberum. Árangurinn varð sá, að allir sýklaberar á Iandinu fundust, sagði prófessor Dungal — og síðustu 20 árin hefir tauga- veiki varla orðið vaft hér á landi. Þá minntist prófessorinn á berklana, sem voru hér í algleym ingi þegar rannsóknastofan tók til starfa, en geta nú ekki kallazt neitt geigvænlegt vandamál leng Dungal ræddi nokkuð um krufningu líka, sem hann kvað hafa mætt mikilli andstöðu og margir hefðu beinlínis óttazt á árum áður. Sá_ ótti væri nú að mestu úr sögunni, og þætti ætt- ingjum látinna nú orðið yfirleitt vænt um að fá þíj vineskju, sem krufning alla jafnan veitti. — Hann kvað krufningu mikilvæg- an grundvöll þekkingar á hvers kyns sjúkdómum og nefndi sulla- veiki sem dæmi. Enginn hefði raunverulega vitað, hve útbreidd ur sá sjúkdómur var, fyrr en krufningar komu til sögunnar. — Guðmundur Magnússon hefði tal- ið, að 1 af hverjum 250 hér á landi væri sullaveikur, en síðari rannsóknir hefðu leitt í ljós, að 5. hver íslendingur hefði verið með sull á þeim tíma. Þessi sjúkdóm- ur má nú heita úr sögunni. — Til dæmis um það, hve krufning líka væii talin mikilvæg fyrir læknisfræðina, sagði prófessor Dungal frá því, að í Bandaríkj- unum væri það talið lágmark þess, að sjúkrahús væru talin hæf til þess að veita læknastúd- entum nauðsynlega menntun, að þar væru krufin a. m. k. 65% þeirra, er þar létust. Krufningar veita glögga vís- bendingu um þá gerbreytingu, sem átt hefir sér stað þessi 25 ár, sem rannsóknarstöðin hefir starfað, hvað viðkemur sjúkdóm- um þeim, sem herja hér. — Fyrir aldarfjórðungi voru það berklar og aftur berklar, sem í Ijós komu við krufningu líka, en nú — krabbamein og kransæðastífla. — Þetta eru þeir tveir höfuðsjúk- dómar, sem fyrst og fremst er við að berjast hér á landi núna. — Prófessor Dungal taldi, að krabbamein væri nú algengara en áður m.a. vegna þess, að fólk næði almennt hærri aldri en fyrr um. — Reykingar telur hann eina höfuðorsök vaxandi lungna- krabba, eins og fjöldi annarra lækna og vísindamanna, og býst því við, að sú tegund krabba fari mjög vaxandi á næstu árum. — Annárs væri magakrabbi algeng- asti krabbasjúkdómurinn hér og útbreiddari en annars staðar, nema e. t. v. í Japan. Hann kvað nú marga hallast Prófessor Niels Dungal að því, að krabbamein væri veiru sjúkdómur, og benti óneitanlega margt í þá átt, en hins vegar væri ekki enn vitað, hvað raun- verulega kæmi af stað þeim ó- náttúrulega frumuvexti, sem einú nafni kallast krabbamein. Kransæðastífla færðist fyrst verulega í vöxt hér um og eftir 1945, en síðustu árin hefir hún farið hraðvaxandi — og er mikl- um mun algengari meðal karl- manna en kvenna. Er þetta ekk- ert einsdæmi hér, því að sama saga heíir gerzt víðast hvar um heiminn, að sögn próf. Dungals. — Hann kvað ekki auðvelt að segja til um orsakir, en vildi þó nefna sígarettureykingar með al hins íyrsta. — Fleira kemur eflaust til greina — hvað um vaxandi hóglífi til dæmis? Fulltrúar á ársþingi ísienzkra ungtemplara Fjölbreylt starfsemi íslenzkra ungtemplara SAMBANDIÐ fslenzkir ungtempl arar mun halda 2. Ungtemplara- mótið að Jaðri dagana 22. og 23. ágúst n.k. Sumarstarf fslenzkra ungtempl ara hefur verið allfjölbreytt og hefur sérstök sumarstarfsnefnd séð um skipulagningu þess og framkvæmd að mestu leyti í vor var haldið uppi skemmti- samkomum, sem stúkurnar geng- ust fyrir á víxl. Og um mánaða- mótin maí og júní var Fyrsta árs- þing íslenzkra ungtemplara haldið í Hafnarfirði. Það var full trúaþing og mjög vel sótt miðað við mannfjölda samtakanna, sem nú er í örum vexti og hafa verið stofnuð í vor tvö ungtemplara- félög. Félagafjöldi sambandsins hefur aukizt um 50% á síðast- liðnu starfsári. Á þinginu voru rædd ýmis mál og gerðar sam- þykktir viðvíkjandi framtíðar- starfinu. Lögð verður mikil stund á að efla fjölbreytta tómstunda- starfsemi og hollar skemmtanir, efnt til námskeiða í ýmsum grein um og útbúnir og útvegaðir verð- launagripir til að veita fyrir af- rek bæði í íþróttum og félags- starfi, stofnað verður til list- kynninga meðal félagsmanna, efnt til gróðursetningar og fegr- unar t.d. á Jaðri, o. fl. Farnar hafa verið tvær meiri- háttar skemmtiferðir í sumar bæði í Landmannalaugar og Þórs mörk og tekizt mjög vel, þóttu bæði mjög ódýrar og skemmti- legar. Komust færri að en vildu, sérstaklega í seinni ferðina, og er nauðsynlegt að þátttaka í slík- um ferðum sé kynnt í tæka tíð. Utanför ungtemplara Merkasti viðburður sumarsins í félagsstarfi ungtemplara er vafalaust hópferð þeirra til Nor- egs, en þangað fóru 13 ungtempl- arar, flestir á aldrinum 16—19 ára. Fararstjóri var Kristinn Vil- hjálmsson. Hópurinn tók þátt í fjölbreyttum hátiðahöldum norskra ungtemplara, sem minnt- ust 50 ára afmælis samtaka sinna. Hátíðahöldin fóru fram í bænurn Skíen, sem er á Þelamörk. Voru þau fjölsót.t og glæsileg. íslend- ingarnir sáu þarna og lærðu margt, sem að haldi mætti koma fyrir samtökin hér á landi, auk þess sem ferðalagið sjálft var að öllu hið ánægjulegasta, og vöktu fslendingarnir athygíi sökum prúðmannlegrar og góðrar fram- komu í einu sem öllu, eftir því sem norsku blöðm segja, og þótti koma þeirra til frænda sinna hið mesta fagnaðarefni. Ungtemplaramótið Hið væntanlega ungtemplara- mót að Jaðri verður eins fjöl- breytt og kostur er á með íþrótta- keppni, knattspyrnukeppni, skrautsýningu, dansi, kvöldvöku, útileikjum og guðsþjónustu. — Reynt verður að hafa eitthvað fyrir alla, og staðurinn er einn hinn ákjósanlegasti, og rétt utan við höfuðborgina, svo að ekki ætti það að spilla þátttöku, sem vonandi verður mikil, enda er öllum heimili, sem hlíta reglum íslenzkra ungtemplara um prúð- mennsku og háttvísi. Mætti líta á slík mót urigs fólks eins og sólskinsblett í auðn miðað við þær drykkjusamkomur sem nú eru því miður algengastar jafn- vel á fegurstu og helgustu stöð- um landsins. Stjórn ÍUT skipa nú formaður séra Árelíus Nielsson, varaform. Sigurður Jörgensson, ritari Einar Hannesson, gjaldkeri Kristinn Vil hjálmsson og fræðslustjóri Guð- mundur Þórarinsson. STAKSTIIMAB Verkalýðurinn og V-stjórnin Þegar vinstri stjórnin settist & laggirnar á miðju sumri 1956 var það eitt af aðal fyrirheitum hennar að hún hygðist stjóma iandinu í samráði við verkalýðs- samtökin. Fyrst og fremst var því þó lýst yfir af hennar hálfta að hún hygðist hafa nána sam- vinnu við launþegasamtökin um lausn efnahagsvandamálsins. Þegar Alþýðusambandsþing kom saman seint á árinu 1956 gerði það ályktun um efnahags- málin. t þeirri ályktun var því lýst yfir að Alþýðúsambandsþing teidi ekki koma til mála að kröf- um framleiðslunnar vegna vax- andi rekstrarkostnaðar um auk- inn stuðning yrði mætt með „nýjum álögum á alþýðuna“. — Vinstri stjórnin svaraði þessari yfirlýsingu AlþýðUsambands- þings þá þegar með því að leggja á almenning 300 millj. kr. í nýj- um sköttum og tollum. Vorið 1958 setti vinstri stjórn- in síðan hin frægu „bjargráða- lög“ sín. Með þeim voru nær 800 millj. kr. í nýjum sköttum lagðar á almenning. Þannig efndi þá vinstri stjómin það fyrirheit sitt að hafa náin samráð við verkalýðssamtökin um leiðir til laiusnar í efnahags- vandamál unum, Gafst upp Hún gafst gersamlega upn við að finna nokkrar nýjar leioir eða varanleg úrræði í þessum þýð- ingarmiklu málum. Þess í stað vó hún alltaf í hinn sama kné- runn. Hún reyndi enga leið aðra en að leggja stöðugt á nýja skatta og sligandi gjaldabyrðar á ai- menning. NiðUrstaðan varð líka sú að þegar Hermann Jónasson kom til Alþýðusambandsþings haustið 1958 og bað það um nokkurra vikna frest fyrir vinstri stjórnina til þess að undirbúa nýjar tillögur í efnahagsmálunum, þá synjaði Aiþýðusambandsþingið svo að segja með samhljóða atkvæðum um þennan stutta frest. Þannig var þá komið trausti vinstri stjórnarinnar meðal þeirra sam- taka sjálfra, sem hún í upphafi hafði heitið að hafa náin samráð við. Dreifibréf Hannibals Hannibal Valdimarsson er nú byrjaður að _undirbúa framboð sitt í haustkosningunum á Vest- fjörðum. Eins og kunnugt er af- tóku kommúnistar hér í Reykja- vík með öllu að hafa hann á lista sínum í haust. Telja þeir að hann sé búinn að valda flokknum hér. nægilega miklu tjóni. Er þá ekki «m annað að gera fyrir vesalings Hannibal en að flýja vestur á forn ar slóðir, þar sem hann einu sinni var einn af leiðtogum Alþýðu- flokksins og mikill ráðamaður. En mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan hann var ráðamað- ur í höfuðstað Vestfjarða. Árið 1946 missti Alþýðuflokkurinn meirihluta í bæjarstjórn ísafjarð- ar og árið 1953 féll IFannibal Valdimarsson sem frambjóðandi Alþýðuflokksins í alþingiskosn- ingum á ísafirði með miklum vá- bresti. Síðan hefur það einnig gerzt að liann hefur rekið yfir á fjöru kommúnista og hefur dval- izt þar síðan eins og „hafrekið sprek á annarlegri srönd“. En þessi fyrrverandi Alþýðu- flokks-Ieiðtogi hefíir nú sent Vest firðingum dreifibréf, þar sem hann biður þá ásjár á nýju. Benda allar líkur til þess að bænakvaki hans verði þunglega tekið mcðal almennings á Vestfjörðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.