Morgunblaðið - 15.08.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.08.1959, Blaðsíða 11
Eaugardagur 15. agúst 1959 MonarnvRLAÐiÐ 11 Hin nýja kjördœmaskipan mun flýta fyr- ir heildar endurskoöun sfjórnarskrárinnar Hlutfallskosningar hafa reynzf ágœt- lega meðal þroskuðustu lýð- rœðisþjóða heimsins Nokkrar firrur Framsóknarmanna hraktar Rœða Gunnars Thoroddsen við 3. umrœðu stjórnarskrárbreytingarinnar i Efri deild GUNNAR THORODDSEN, borgarstjóri, var framsögu- maður meiri hluta stjórnar- skrárnefndar í efri deild um . 1908. f>ær eru búnar að vera í gildi í hálfa öld. Hafa þær orðið til þess að fjölga flokkum og skapa stjórnley'-' mál mundi leiða yfir þjóðina. En meginrök hans fyrir þessum dómi um afleiðingar hlutfalls- kosninga, eru röng, byggð á hugarburði og röngum upplýs- ingum. Orsökuðu ekki valdatöku kjördæmamálið. Eftir fram- söguræðu sína flutti hann tvær svarræður og fer sú fyrri þeirra hér á eftir: Herra forseti. Það kom fram I frumræðu hv. framsögumanns minnihluta stjórnarskrárnefndar, hv. þm. S- Þingeyinga, Karls Kristjánsson- ar, eins og raunar á síðasta þingi, að stjórnarskrána ætti að endur- skoða í heild, og það væru slæm vinnubrögð að taka kjördæma- málið eitt út úr. í umr. í vor hér í þessari hv. deild rifjaði ég nokkuð upp þá undirbúnings- vinnu, sem unnin hefði verið varðandi heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar og benti á nokkra tugi atriða, sem ég teldi brýna þörf á að breyta í stjórn- arskránni, þegar hún yrði tekin til endurskoðunar öll. Ég benti þá líka á það og vil gera það enn, að það, sem hefur tafið heildar- endurskoðun stjórnarskrárinnar í hálfan annan áratug er fyrst og fremst eitt: hinn mikli ágreining- ur milli stjórnmálaflokka um kjördæmaskipunina. Nokkrar nefndir hafa starfað að endur- skoðun stjórnarskrárinnar. En jafnan hefur strandað á ósam- komulagi um kjördæmaskipun- ina. Þáð er ágreiningurinn um hana, sem hefur tafið heildar- endurskoðun stjórnarskrárinnar og mun tefja hana, þangað til kjördæmamálið er komið í höfn. Þess vegna er það skoðun mín og sannfæring, að einmitt til þess að hraða heildarendurskoð- un stjórnarskrárinnar, — sem ég tel brýna og aðkallandi, — sé nauðsynlegt að afgreiða kjör- dæmamálið út af fyrir sig. Það er því síður en svo, að þessi málsmeðferð, að leysa kjördæma málið eitt sér, tefji fyrir endur- skoðun stjórnarskrárinnar, þvert á móti, það greiðir götu henn- ar. —■ Ég ætla að drepa hér á nokkur atriði sem fram hafa komið í ræðum hv. framsóknarmanna. Áhrif hlutfallskosninga Ég vil fyrst nefna eitt atriði, sem gengur hér þrásinnis aftur, bæði á þessu þingi og hinu síð- asta, þótt það hafi margsinnis verið hrakið. Það er alls konar hugarburður og villukenningar framsóknarmanna um hlutfalls- kosningar og áhrif þeirra bæði innanlands og utan. Því er sleg-' ið föstu af framsóknarmönnum, að hlutfallskosningar, sem að allra sanngjarnra manna dómi eru stórt spor í lýðræðisátt og „runnar af rót réttlætis hugsjón- ar“, eins og Þórhallur biskup Bjarnarson komst að orði á þingi, leiði til upplausnar og stjórn- leysis, og hafi gert það Víðast, þar sem þær hafa verið lögleidd- ar. Við skulum nú líta á það, hver sannleikur er í þessu. Hlutfallskosningar voru tekn- ar upp í.bæjar- og sveitarstjórn- arkosningum hér á landi árið Flokkum hefur ekki fjölgað Árið 1908 fóru fram bæjar- stjórnarkosningar hér í Reykja- vík. Hvað ætli flokkarnir hafi þá verið margir? 18 listar voru þá í kjöri. Hálfri öld síðar, í janúar 1958, fóru einnig fram bæjarstjórnarkosningar. Þá voru listarnir 5. Einn þeirra náði ekki fulltrúa kosnum. Reynslan í þessi 50 ár sýnir, að listum og flokkum hefur farið fækkandi. Ef við lítum á Alþingiskosn- ingar, þá komu hlutfallskosning- ar þar, fyrir utan landkj., fyrst til framkvæmda 1920. Alm. þing- kosningar, þar sem kosið var ö- hlutbundnum kosningum um allt land, fóru fram 1916. Hvað voru flokkarnir margir þá? Það voru 8 flokkar, sem buðu fram við Alþingiskosningarnar 1916, þegar engar hlutfallskosningar voru. Nú, á þessu ári, 1959, fóru fram Alþingiskosningar. Hlutfalls- kosningar voru í höfuðborginni og í 6 tvímenningskjördæmum, og hefur svó verið um hríð. Hafa þessar hlutfallskosningar leitt til fjölgunar flokka? -Nei. I sumór buðu fram 5 flokkar. Einn þeirra náði ekki þingmanni kosnum, þannig að 4 flokkar eiga fuli- trúa á Alþingi. M. ö. o., 1916 voru flokkarnir 8, nú, þegar hlutfalls- kosningar hafa verið í ýmsum kjördæmum um langan aldur, voru flokkarnir 5. Hvort sem litið er á Alþingis- kosningar eða bæjarstjórnarkosn ingar, þá hefur flokkunum fækk- að og það verulega, frá því er hlutfallskosningar voru fyrst lögleiddar. Þeim hefur ekki fjölg- að við hlutfallskosningar og ekxi hafa þær leitt af sér stjómleysi, eins og framsóknarmenn leyfa sér að halda fram hvað eftir ann- að, þó marg sinnis sé búið að hrekja þessar villukenningar þeirra. Reynsla Norðurlanda- þjóðanna Lítum til Norðurlanda. Eins og - ég gat um í framsöguræðu minni í gær, hafa þau nú um 30 til 50 ára skeið haft nokkur stór kjördæmi og hlutfallskosningar, og sum þeirra einnig uppbótar- sæti. Því fer fjarri, að flokkum hafi fjölgað þar. Ég held, að ekki sé hægt að segja, að þessar ágætu frændþjóðir okkar, sem eru með- al viðurkenndustu lýðræðisþjóða í veröldinni, búi við stjórnleysi eða hafi átt við sérstaka erfið- leika að etja vegna stjórnar- myndana, þegar eitt landið er frá tekið, sem er Finnland, en eins og ég tók fram í gær, þá stafa erfiðleikar þar um stjórnarmynd anir ekki af hlutfallskosn- ingum, heldur af ógnun og áþján hins volduga nágranna. Hv. þm. Strandamanna, form. Framsóknarflokksins, kvað svo fast að orði, er hann lauk sinni ræðu hér í gær, að ekki væri enn séð fyrir hvílíka ógæfu þetta Hitlers Það bar á góma hér í umr. í vor, að hlutfallskosningar hefðu orðið þess valdandi, að nazistar Gunnar Thoroddsen flytur ræffu sína á Alþingi komust til valda í Þýzkalandi. Þegar Weimar-lýðveldið var stofnað 1918, eftir fyrri heims- styrjöldina, hafi verið lögleiddar hlutfallskosningar og þær hafi í Þýzkalandi leitt af sér slíkan glundroða og skapað svo marga smálfokka, að það hafi rutt brautina fyrir valdatöku Adolfs Hitlers og nazista hans. Ég upp- lýsti þá það, sem er óvéfengjan- leg, söguleg staðreynd, að ekki er minnsti fótur fyrir þessari kenningu. Áður en hlutfallskosn ingar voru lögleiddar í Þýzka- landi 1918, voru stjórnmálaflokk arnir fleiri heldur en þeir voru eftir að hlutfallskosningar komu til. Hlutfallskosningar munu engan veginn hafa fjölgað flokk- unum. Ástæðurnar til valdatöku nazista voru auðvitað allt aðrar. Kosið um kjördæma- málið Fyrir utan þetta tvennt, að stjórnarskrána eigi að endur- skoða alla nú þegar í heild en ekki taka þetta mál út úr, og um skaðsemi hlutfallskosninga, er þriðja röksemd Framsóknar- flokksins sú, að í kosningunum í sumar hafi alls ekki verið kosið um kjördæmamálið, — kjósend- urnir hafi ekki fengið tækifæri eða aðstöðu til þess að segja álit sitt um kjördæmamálið, og þess vegna þurfi nú að efna til þjóð- aratkvæðagreiðslu sérstaklega um þetta frv. Nú skal ég taka það fram, að ég hef lengi verið þeirrar skoðn. unar og hélt því m. a. fram í umr. hér í vor, að rétt sé að skapa möguleika til þjóðarat- kvæðis um ýms meiri háttar mál, þegar viss skilyrði eru fyrir hendi. Þessi breyting hefur hins vegar ekki komizt á enn; við skulum vænta þess, að hún verði tekin upp við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Hingað til hefur það ákvæði stjórnarskrár- innar verið látið nægja og talið nægilegt öryggi gegn tiðum og vanhugsuðum stjórnarskrár- breytingum, að sé breyting á stjórnarskránni samþykkt á þingi, skal þing þegar í stað rofið, efnt til nýrra kosninga, og næsta þing þarf að sam- þykkja stjórnarskrárbreytinguna óbreytta. Þessari aðferð stjórn- arskrárinnar, sem verið hefur í gildi yfir 80 ár, hefur verið fylgt í einu og öllu, nú sem áður. Ekkert mál meira rætt Ég er sannast sagna undrandi yfir því, að reyndir og greindir menn skuli koma hér fram á Alþingi og halda því fram, að ekki hafi verið kosið um stjórn- arskrármálið í sumar. Stjórnar- skrármálið, — kjördæmabreyt- ingin, — ber fyrst á góma opin- berlega í desember sl. Núver- andi hæstv. ríkisstjórn, sem mynduð var í desember, lýsti því yfir, að hún teldi það eitt sitt meginverkefni að koma í gegn breytingum á stjórnar- skránni til að fá kjördæmaskip- unina lagfærða. í 6—7 mánuði var stanzlaust skrifað í öll helztu blöð landsins, oft í viku og jafn- vel lengst af daglega, um kjör- dæmabreytinguna. Ég ætla, að um langan aldur hafi ekki fyrir kosningar verið ritað og rætt jafnmikið og jafnlengi um eitt ákveðið mál eins og nú um kjör- dæmamálið. Jafnvel hið mikla mál landsmanna, landhelgismál- ið, hefur á þessu undanfarna misseri ekki verið rætt í ís- lenzkum blöðum nándar nærri eins mikið og kjördæmamálið. í útvarpsumræðum var ekkert mál rætt meira en kjördæma- málið; á hverjum einasta fram- boðsfundi var rætt mikið og oftast mest um kjördæmamálið. Samt leyfa fulltrúar Framsókn- arflokksins sér að koma hingað og segja, að þetta mál hafi alls ekki legið fyrir — kjósendur hafi ekki átt þess kost að kjósa um það. Aðalmálgagn Framsóknar- flokksins, Tíminn, hafði í frammi svo harðvitugan áróður í þessu máli í meira en misseri, að ég held að hann hafi aldrei beitt sér eins út af nokkru einstöku máli fyrr eða síðar. Framsóknar- flokkurinn lét sér það ekki nægja, heldur efndi með aðstoð Sambands ísl. samvinnufélaga til útgáfu á sérstöku blaði, Kjör- dæmablaðinu, sem sent var inn á hvert einasta heimili í landinu, mánuðum saman, helgað ein- göngu þessu máli. Hvernig dett- ur hv. þm. Strandamanna og hv. framsögumanni minnihl. það í hug að segja þessari hv. deild, að þetta mál hafi alls ekki verið á dagskrá og alls ekki verið kos- ið um það. Meina þessir fulltrú- ar Framsóknarflokksins, að landslýðurinn hafi alls ekkert mark tekið á Framsóknarflokkn- um eða málgagni hans, sem hélt því fram, að það væri fyrst og fremst kjördæmamálið, sem ætti um að kjósa? Fylgt lýðræðisreglum Nei, um þessa stjórnarskrár- breytingu hefur í einu og öllu verið fylgt settum reglum, ekki aðeins lögboðnum reglum stjórn- arskrárinnar, heldur og lýðræð- isreglum, þar sem málið hefur verið meira rætt og ritað og lagt skýrar og greinilegar fyrir kjós- endur heldur en nokkurt mál annað um langan aldur. Hv. 1. þm. Eyfirðinga sagði, að stuðningsmenn stjórnarskrár- breytingarinnar hefðu gert allt sem hægt var í þessum kosn- ingum til að leiða athygli frá kjördæmamálinu. Mér finnst þeim góða og greinda manni skjátlast hér, því að það var síður en svo, að athyglin væri leidd frá kjördæmamálinu. Að»því er varðar sjálfan mig t. d. get ég nefnt, að í þeirri ræðu, sem ég flutti í útvarpsumræðum fyru- kosningar, talaði ég um kjör- dæmamálið og ekkert annað en kjördæmamálið, og þannig var um marga fleiri. Mátti ekki minnast á * neitt annað? Manni skilst, að í þessum kosningum hefði, að áliti fram- sóknarmanna, í rauninni ekki vérið leyfilegt að minnast á neitt annað mál en kjördæma- breytinguna. Nú er það vitan- lega þannig, að í hverjum ein- ustu kosningum hljóta kjósend- ur að hugleiða og mynda sér skoðanir um ýms mál, bæði þjóð- mál, frambjóðendur og flokka, og byggja afstöðu sína og at- kvæði á þeirri heildarmynd, sem þeir skapa sér. Það má vera, að eitt mál hafi aðaláhrif á atkvæði þessa kjósanda, annað mál meg- ináhrif á atkvæði hins. Mér skildist á hv. þm. Strandamanha, að það hefði verið óleyfilegt og jafnvel stjórnarskrárbrot, að ræða á framboðsfundum og í kosningaundirbúningi annað en stjórnarskrána. Þetta er náttúr- lega fráleitt. Framsóknarmenn tala mjög um, að það hafi verið hin mesta goðgá og nálgist lýð- ræðis- og stjórnarskrárbröt, að segja að við vildum aldrei aftur vinstri stjórn. Þótt vinstri stjórn- in hafi verið afleit og margt af sér brotið, þá get ég ekki fallizt á, að það sé stjórnarskrárbrot að nefna hana á nafn. Vinstri stjórnin var versta Grvian Um leið og hv. þm. Stranda- manna telur, að Framsóknarfl. hafi ekki aldeilis tapað atkvæð- um vegna vinstri stjórnarinnar, heldur eigi hann sinn mikla sig- ur mjög að þakka því, að hann hafði forustu í vinstri stjórninni, þá kvað við annan tón hjá hv. 1. þm. N-Múlasýslu, Páli Zóp- hóníassyni. Hann sagði, að ýmsir sjálfstæðismenn í hans kjördæmi, sem hefðu verið á móti kjör- dæmabreytingunni og teldu svo hræddir við að fá kannske aftur vinstri stjórn,, að þeir hefðu samt kosið Sjálfstæðisflokkinn. M. ö. o. að þó að þeir væru í hjarta sínu eindregið á móti kjör- dæmabreytingunni og teldu hana háskalega, þá væri vinstri stjórnin í þeirra augum ennpá verri Grýla. Hv. 1. þm. N-Múlasýslu tal- aði um hópsálir' og múgsálir. Kenning hans er sú, að fólk, sem býr í þéttbýli, verði að múgsál- um og hópsálum, sem geti ekki hugsað nokkra sjálfstæða hugs- un, en því lengra sem er milli bústaða manna, þeim mun sjálf- stæðari verði þeir í hugsun. Eft- ir þessu að dæma, ætti að fara heldur Íítið fyrir sjálfstæðri hugsun hjá hv. 1. þm. N-Mýl- inga nú orðið, þar sem hann er búinn að búa í áratugi í þétt- býli. » Framh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.