Morgunblaðið - 15.08.1959, Qupperneq 13
Laugardagur 15. ágúst 1959
MORCVNBLAÐIÐ
13
Ræða Gunnars •
Thoroddsen
Framh. af bls. 11
„Friðurinn í einmenn-
ingsk j ördæmunum
Hv. þm. S-Þingeyinga, Karl
Kristjánsson, hefur flutt hér
fjálglegar og skáldlegar ræður og
verið hjartnæmur og klökkur,
þó að ekki rynni nú út í fyrir
honum eins og í útvarpsumræð-
unum í vor um kjördæmamálið.
Hann talar um „eitt einasta
syndar augnablik“, um „ævilangt
eymdarstrik", kaffi- og hátta-
tíma og hitt og þetta fleira.
Hann hélt friðarræðu mikla og
vildi sýna fram á, að í einmenn-
ingskjördæmum væri sífelldur
friður, en í stóru kjördæmunum
með hlutfallskosningum mundi,
eins og hann orðaði það, verða
„eilífur stormbeljandi". (K. K.:
Það er Kiljan, sem Já,
ég kannast við kvæðið.
Ég ætla, að reynslan sýni
nokkuð annað. Ég held að þaö
sé ofmælt um þennan Fróða-
frið í einmenningskjördæmun-
um. Ef maður ber saman kosn-
ingabaráttuna, friðinn og ófrið-
inn í einmenningskjördæmum og
tvímenningskjördæmum með
hlutfallskosningum undanfarin
sautján ár, þá held ég, að það
sé flestra dómur, að hlutfalls-
kosningar í tvímenningskjör-
dæmum hafi einmitt' orðið til að
koma á meiri friði og ró, frið-
samlegu og góðu samstarfi í hér-
uðunum.
Gott samstarf milli
flokka
í flestum þessara tvímennings-
kjördæma hefur það farið svo,
að þingmenn hafa verið hvor af
sínum flokki og yfirleitt tekizl
hið bezta og drengilegasta sarn-
starf milli þeirra um málefni
héraðsins. Þannig að ég held, að
þessu sé alveg þveröfugt fanð
við það sem hv. þm. S-Þingey-
inga sagði. Ég held einmitt, að
friðurinn hafi verið. og sé meiri,
þar sem hlutfallskosningarnar
eru, heldur en í einmennings-
kjördæmunum, enda ætla ég líka,
af þeim fregnum, sem bárust af
kosningabaráttu víðs vegar um
land fyrir þessar síðustu kosn-
ingar, að mestur hávaðinn, mest-
ur skárkalinn og harðastur bar-
daginn hafi verið í einmennings-
kjördæmum, en ekki tvímenn-
ingsk j ör dæmum.
Hv. þm. S-Þingeyinga talar hér
klökkum rómi og hjartnæmum
orðum um þau ósköp, sem séu að
dynja yfir þjóðina með þessu
frv., — það verði til þess að efla
flokksræðið, flokksstj órnarvaldið
verði allsráðandi og það muni
ákveða frambjóðendur, en ekki
fólkið sjálft, kjósendurnir.
Ég ætla, að flokksvald og
flokksveldi á íslandi hafi
aldrei verið eins yfir-
þyrmandi eins og einmitt hjá
Framsóknarflokknum, kannski
þó að undanteknum kommúnista-
flokknum. En eins og vitað er,
hafa kommúnistar ákaflega sterkt
skipulag, mikið flokksveldi og
sterkan flokksaga. En ef komm-
únismin er frá tekinn, þá er það
víst, að flokksstjórnarvald og
flokksagi hefur ekki verið til á
íslandi neitt svipað þvi sem er í
Framsóknarflokknum, og skal ég
nú nefna dæmi.
Það gerðist á Alþingi 1933, að
tveir mikilsmetnir þm. Fram-
sóknarflokksins, höfðu aðra skoð
un varðandi stjórnarmyndun
heldur en meiri hluti hans. Þeir
neituðu að „kasta burt sannfær-
ingu sinni.“ Hvað gerðist? Fram-
sóknarflokkurinn gerði það, sem
ég ætla að sé fátítt í íslenzkri
stjórnmálasögu, — Framsóknar-
flokkurinn rak þessa tvo þingm.
úrflokknum fyrir það, að þeir
leyfðu sér að fylgja sannfæringu
sinni.
Hv. þingm. Suður-Þing. (KK)
hneykslast óskaplega á flokks-
stjórnarvaldinu. En honum ætti
að vera nokkuð kunnugt um
flokksstjórnarvaldið, því að i
Þingeyjarsýslum báðum hefut
það komið þar nokkuð við sögu,
einnig í sambandi við aðdraganda
að hans eigin framboði.
Árið 1931 átt'i hér sæti á þingi
og var forseti neðri deildar einn
af hinum merkustu þingm. og
frumherjum í sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar, Benedikt Sveinsson.
Hann var í Framsóknarflokknum
þá, hafði verið þingmaður Norð-
ur-Þingeyinga um margra ára
skeið. Hann bauð sig fram við
kosningarnar 1931 sem Framsókn
armaður, eftir ósk kjósenda
sinna, sem hann hafði starfað fyr
ir og þjónað um langan aldur.
Hvað gerist þá? Flokksvaldið í
Framsóknarflokknum vildi ekki
viðurkenna þennan mæta mann,
þótti hann ekki nógu mikill
„flokjcsþjónn", eins og einhver
framsóknarmanna orðaði það
hér áðan. Þess vegna bauð flokks
stjórnarvaldið í Framsóknarfl.
fram annan mann gegn þessum
þjókunna þingmanni Framsóknar
flokksins, og fékk hann kosinn.
Annað dæmið, sem ég vildi
nefna, er einmitt úr kjördæmi hv.
þingm. Suður-Þing. (KK). Það
gerðist 1946. Fyrrverandi formað
ur Framsóknarflokksins, Jónas
Jónsson frá Hriflu, hafði þá fall-
ið í ónáð hjá flokksvaldi Fram-
sóknarflokksins. Hann hafði ver-
ið þingmaður Suður-Þing. um
langan aldur og ákvað að bjóða
sig enn fram eftir ósk kjósenda
sinna, sem Framsóknarflokks-
maður. Hvað gerði flokksstjórn-
arvaldið, sem hv. þingmaður
Suður-Þingeyinga er svo hneyksl-
aður á? Það ákvað að bjóða fram
annan mann í nafni og krafti
flokksins, hvað sem hinum gamla
þingmanni og kjósendum hans
og vilja fólksins liði. „Flokks-
þjónninn", svo ég noti nú orð
Framsóknarmanna sjálfra náði
að vísu ekki kosningu þá, en
þetta var undirbúningur þess, að
áður en langt var liðið, var nú-
verandi hv. þingmaður Suður-
þingeyinga búinn að ná þar kosn-
ingu og situr í því sæti enn.
Aginn í Framsóknar-
flokknum
Þegar litið er á sögu Fram-
sóknarflokksins, þá sætir það því
vissulega furðu, þegar þingmenn
þess flokks leyfa sér að koma
fram fyrir alþjóð manna og Al-
þingi, berja sér á brjóst og tala
klökkum róm og hjartnæmum
orðum um hið ægilega flokks-
stjórnarvald og flokksræði sem
þetta frv. muni efla, alveg eins
og þeir væru hvítir englar, með
hreina og flekklausa fortíð, i
staðinn fyrir, að allir, sem eitt-
hvað þekkja til íslenzkrar stjórn-
málasögu, vita, að flokksræði,
flokksveldi, flokksagi er hvergi
utan kommúnismans, neitt svip-
að því sem er í Framsóknar-
flokknum. Þess vegna er ekki
hægt að taka slík hneykslunar-
yrði alvarlega.
Hv. þingmaður Suður-Þingey-
inga Tæddi um það í sinni síð-
ustu ræðu, að þetta frv. mundi
draga stórlega úr valdi dreifbýl-
isins. Ég vil segja: Maður, líttu
þér nær. Hvaða áhrif hefur þetta
frumvarp t.d. á vald þess lands-
hluta, þar sem hann er þingmað-
ur fyrir? Eftir hinu nýja frum-
varpi eiga Eyjafjarðarsýsla, Ak-
ureyri og Þingeyjarsýslur að vera
eitt kjördæmi og kjósa sex þing-
menn. Þessi kjördæmi kjósa nú
fimm þingmenn. Frumvarpið fer
fram á það, að þessi landshluti
fái einum þingmanni fleira held-
ur en verið hefur. Er þetta að
draga úr valdi þessa landshluta?
Nei, vissulega er þessl fullyrð-
ing hv. þingm. svipuð rökleysa
eins og fjölmargt fleira, sem
fram hefur komið í þessu máli frá
fullrúum Framsóknarmanna.
Kjördæmi Jóns Sigurðs-
kjördæmi: V-ísafjarðarsýsla, N-
ísafjarðarsýsla og ísafjörður. Á
dögum Jóns Sigurðssonar var
þetta allt eitt kjördæmi. Var það
eitthvert lýðræðisbrot, var það
eitthvert hermdarverk gagnvart
þessum landshluta, eða gegn
strjálbýlinu, að þessi þrjú héruð
kusu þá sameiginlega til þings?
Nei, að kalla það árás á héruðin
og sjálfstæði þeirra, þó að ákveð
ið sé, að nokkrar sýslur gangi
saman og kjósi sameiginlega þing
menn, er hin mesta fjarstæða.
Og enn meiri fjarstæða er þó
kjörorðið, sem Framsóknarmenn
hafa valið sér, þar sem þeir segj-
ast berjast fyrir „byggðastefn-
unni‘ Ég hef í rauninni aldrei
heyrt annað eins öfugmæli í
stjórnmálum eins og þetta. Fram-
sóknarmenn, sem vilja halda
dauðahaldi í gamalt skipulag og
taka lítið sem ekkert tillit til
fólksflutninga, þ. e. a. s. til byggð
arinnar í landinu, þeir telja sig
fylgja byggðastefnunni. Fram-
sóknarmenn vilja ekki miða kjör-
dæmaskipun við, hvar fólkið
býr, hvar byggðin er. Ég hef á-
litið, að það væri fyrst og fremst
fólkið sjáflft, en ekki fermetrar
lands, sem eigi að velja þing-
þroski og manndómur af Fram-
sóknarmönnum að taka þessu
eins og það er, að skilja þróun
tímanna, og að ganga í tæka tíð
til skynsamlegrar lausnar á þessu
máli. Langsamlega hyggilegasta
lausnin fyrir þjóðina í heild og
fyrir strjálbýlið líka er einmitt
sú leið, sem við förum að dæmi
frændþjóða okkar á Norðurlönd-
um —| stór kjördæmi með hlut-
fallskósningum.
Réttari mynd af þjóðar-
viljanum
" Tilgangur þessa frumvarps er
sá að jgfna kosningaréttinn meir
en nú er og gera Alþingi íslend-
inga að réttari mynd af þjóðar-
viljanum. Frumvarpið miðar að
því að draga úr því mikla mis-
ræmi, sem er um áhrifavald
byggðarlaga og stjórnmálaflokka
í landinu, á skipun Alþingis. Ég
er viss um það, og ég er sannfærð
ur um það, að sú kjördæmaskip-
un og kosningatilhögun, sem
þetta frumvarp gerir ráð fyrir,
mun verða til verulegra umbóta
frá því úrelta og ósamstæða skipu
lagi, sem við nú búum við.
Oddur Steíngrímur Tryggvason
Minningurorð
ÞANN 9. júní í sumar skeði sá
hryggilegi atburður norður í
Skagafirði, að ungur maður beið
bana með sviplegum og hörmu-
legum hætti. Hann var á minka-
veiðum og varð fyrir voðaskoti,
og hefur verið sagt frá þeim vá-
veiflega atburði í blöðum. Með
menn. Vitanlega verður að miða. fráfalli þessa unga manns var
þingmannatölu og áhrif á Al-
þingi við það, hvar fólkið er i
landinu. Að kalla þessa baráttu
Framsóknarmanna „byggða-
stefnu", er auðvitað hið argasta
rangnefni, það væri miklu nær
að kalla hana stefnu óbyggðanna.
Steinrunnið afturhald
Það var komið svo í Bretlandi
fyrir mörgum árum, að sum
hinna gömlu kjördæma voru
orðin svo að segja mannlaus. Aft-
urhaldsmennirnir þar, eins og
Framsóknarmennirnir hér, héldu
dauðahaldi í hina gömlu „forn-
helgu“ skipan, það væri árás á
„hípar dreifðu byggðir" að fara
að taka þingmeánina af þessum snemma
kjördæmum, þar sem eftir voru
kannske örfáar manneskjur, en
flest allt fólkið flutt burt á aðra
staði.
Nei, þetta steinrunna aftur-
hald gengur alltaf aftur og
aftur, — hér í líki Framsóknar-
flokksins, í öðrum löndum í líki
einhverra annarra afturhalds- og
kyrrstöðuflokka, sem í lengstu
lög reyna að halda í þau forrétt-
indi, sem þeim hefur tekizt að
ná í, eins og aðlinum í möjgum
löndum á sínum tíma. Auðvitað
barðist aðallinn heiftúðugri bar-
áttu, með mörgum sömu kjörorð-
um og slagorðum eins og Fram-
sóknarflokkurinn nú, fyrir að
halda sínum sérréttindum. Það
hefði verið meiri stjórnmála-
34-3-33
Þungavinnuvélar
Málflutningsskrifstofa
EiuM. B. Guðmundsson
Guðlaugur Þorláksson
Guðniundur Pcti rsson
Aðulstræti 6, III. liæð.
Símar 12002 — J3202 — 13602.
Rósir
og nellikur, mjög ódýrt. —
Gróðrarstöðin við Miklatorg.
Jími 19775.
ekki aðeins kveðinn sár og átak-
anlegur harmur að foreldrum
hans, heldur beið hér lítil sveit
mikinn mannskaða. er efnismað-
ur, sem miklar vonir voru tehgd
ar við, hvarf af vettvangi dags-
ins í blóma aldurs og starfsorku.
Hann hét Oddur Steingrímur
og var fæddur á Siglufirði 19.
marz 1935. Foreldrar hans voru
þau hjónin Tryggvi bóndi í Lóu-
koti í Sléttuhlíð Guðlaugsson,
Eyfirðingur að ætt og kona hans
Ólöf Oddsdóttir, ættuð af Siglu-
nesi. Aðeins Oddur einn af þrem
ur börnum þeirra hjóna náði
aldri og ólst hann upp með þeim
þar í Lóukoti ,var þeim hugljúf-
ur og góður sonur og gerðist
hinn mesti dugnaðar-
og efnismaður. Hann stundaði
nám við Gagnfræðaskóla þeirra
Siglfirðinga og var gagnfræðing
ur þaðan. Námsmaður reyndist
hann góður, enda greindur vel,
kappgjarn og ástundunarsamur.
Vel hefði fyrir honum legið að
ganga áfram menntaveg, en þeg
ar á þessum árum mun Otdur
hafa ráðið við sig að taka við
búi á jörð foreldra sinna, og tók
hann strax að skólaárum liðnum
að undirbúa og treysta þá fram-
tíð sína. Á vetrum stundaði hann
atvinnu utan heimilis og allan
fjárafla sinn lagði hann til hags-
bóta Lóukots-jarðar, svo að hún
enn fremur fyrir þessar tiltekjur
Odds og áhug jókst að ræktun
og húsabótum.
Oddur hafði þegar tekið að
nokkru við búi af föður sínum, og
raunar má svo segja að búnaður
allur í Lóukoti hafði hvílt á herð-
um þessa unga manns, og ekki
aðeins störf utan dyra heldur
einnig heimilisverk, því að sá
skuggi hefur hvílt yfir heimilinu
í Lóukoti í langa tíð að húsfreyj-
an þar, móðir Odds, hefur átt við
mikla vanheilsu að búa. En öll
fóru þessi störf Oddi vel úr hendi
og hjálpaði til verklagni hans og
verkhyggni, sem hann átti í rík-
um mæli. Og þegar ég nú hugsa
til þessa unga manns, þá er mér
það saknaðarefni ljóst, að hér er
á bak að sjá manni, sem orðið
hefði sveit sinni hinn nýtasti bú
andi og héraði sínu og þjóðfélagi
hinn þarfasti þegn, ef lengri líf-
daga hefði orðið auðið. Dýra-
vinur var hann mikill og er það
bóndans aðalsmark.
Oddur í Lóukoti var maður
framtaks og sjálfsbjargarvið-
leitni. Það var því í fyllsta sam-
ræmi við þessar eigindir hans, að
hann skipaði sér í flokk með
Sjálfstæðismönnum. í hópi ungra
Sjálfstæðismanna innti hann
störf af höndum og var þar vel
metinn. Þar í sveit er hans nú
saknað og vel þakkað, og hlýjar
eru þær "minningar sem þeir fé-
lagar eiga um þennan góða dreng.
En beztar eru þær minningar, sem
foreldrarnir eiga um ástfólginn
son. Þeim helgu minningum er
ekki fært né þörf að lýsa með
fátæklegum orðum mínum. Svo
er oftast að minningum og til-
finningum sem kærleikurinn og
dauðinn helga í sameiningu
verða ekki lýst með orðum ann-
arra en þeirra, sem minningarnar
eiga. Harmandi foreldra og okkur
öll vil ég svo minna á þetta vers
úr einu fegursta ljóði, sem til
er úr íslenzkri tungu:
„í hendi Guðs er hver ein tíð
í hendi Guðs er allt vort stríð,
hið minnsta happ, hið mesta fár.
hið mikla djúp hið litla tár.
Reykjavík, 10. ágúst 1959
G. G.
Einangrunar-
CUDOCLER HF
8R4UTARHOLTI*/ *
Vinna
Hreingerningamiðstöðin
Símar 12545 og 24644. —
Vanir og vandvirkir menn til
hreingerninga.
Félagsláf
Ítalíuferð 7. september
★
Þórsmerkurferð laugardag
★
Surtshellisferð laugardag
★
Ferðaskrifstofa Páls Arasonar
Hafnarstræti 8. — Sími 17641.
Ámenningar, piltar og stúlkur!
Sjálflboðaliðavinna heldur á-
fram í Jósefsdal um helgina. Far
ið frá BSR kl. 2 á laugardag. —.
Fjölmennum í dalinn. — Stjórnin.
Gróðramold
Unglingameistaramót ísiands
(19—20 ára)
fer fram í Reykjavík dagana
29.—31. ágúst n.k. Keppt verður
í eftirtöldum greinum:
29. ágúst: 100, 400 og 1500 m.
hlaup, 110 m. gr.hlaup, hástökk,
langstökk, kúluvarp og spjótkast.
30. ágúst: 200, 800 og 3000 m.
hlaup, 400 m. gr.hlaup, stangar-
stökk, þrístökk, kringlukast og
sleggjukast (6 kg.).
31. ágúst: 4x100 m. og 1000 m.
boðhlaup og 1500 m. hindrunar-
hlaup. — Þátttaka tilkynnist
stjórn FRÍ (pósthólf 1099, Rvík)
í síðasta lagi 24. ágúst.
Frjálsíþróttasamband íslands.
sonar
í framhaldi af þessu er sífellt
tönnlazt á þessu sama, að það sé
verið að afnem kjördæmin, leggja
niður öll kjördæmi utan Reykja-
víkur. Á Vestfjörðum eru nú þrjú
fæst mokuð á bíla við Eskihlíð 18
frá kl. 11—3 í dag.
Samkomur
K. F. U. M.
Samkoma fellur niður annað
kvöld vegna vígslu kapellunnar
í Vindáshlíð á morgun.