Morgunblaðið - 15.08.1959, Page 16
16
MÖR CrNTiT 4Ð1Ð
Laugardagur 15. ágúst 1959
Hún hafði ekki sagt börnunum,
að Antóníó væri föðurbróðir
þeirra. Varð hún ekki að gera það
nú, á siðustu stundu? Hún hafði
ekki heldur sagt Hermanni neitt
frá heimsókn leikbróður þeirra.
Hvernig átti hún að fá Pétur og
Silvíu íil að þegja um það? —
Henni var það á móti skapi, að
láta börnin vita um leyndarmál
sitt. Hún hafði aldrei átt neitt
leyndarmál gagnvart Hermanni.
Henni varð allt í einu ljóst, hve
ógreið braut lyginnar var, þegar
komið var út á hana. Hún fékk
ekki tækifæri til að taka ákvörð-
un. Stofustúlkan tilkynnti herra
Antóníó. Hún lagaði í skyndi
hinn einfalda, en síða kvöldkjól,
sem hún hafði farið í. Það var
ljósbrúnn kvöldkjóll, sem náði
upp í hinn langa, mjóa háls henn-
ar. Anton kom til hennar út úr
húsinu. Hann var í svörtum,
þröngum buxum, hvítum smók-
inga-jakka og í hvítri silkiskyrtu.
Hálsmálið á skyrtunni var óvenju
lega vítt og bar þvi meira á hin-
um vöðvamikla, dökka hálsi
'ians.
Börnin hlupu til hans. — Vera
étti honum höndina.
„Þakka yður fyrir hinar fallegu
rósir", sagði hún.
Hann hneigði sig lítið eitt og
sneri sér þegar aftur að börnun-
um.
„Hermann kemur rétt undir
eins“, sagði hún. „Hann bað að
afsaka sig“.
Anton settist á barminn á litl-
um gosbrunni, sem var nálægt
matborðinu.
„Ég kem með dálítið handa
ykkur báðurn", sagði hann við
Pétur og Silvíu.
„Hvar er það?“ spurði Silvía
áköf.
„Ég er búinn að senda ykkur
það upp til ykkar. Og verið þér
nú ekki svona forvitin, ungfrú
litla. Það er nefnilega talsvert
hættulegt“.
„Hættulegt?" spurði Pétur.
„Já, og lítur út alveg eins og
þú“. Hann sneri sér að Veru. —
„Vonandi takið þér mér það ekki
illa, frú. Ég kom með úttroðinn
apa handa börnunum. Engan
górilla-apa. Það er sjimpansi og
meira að segja dverg-sjimpansi“.
Hann beindi orðum sinum aftur
að Pétri: „Dverg-sjimpansi, á
latínu Panpamicus, kemur fyrir
á milli Kongó-fljótsins og Kasai.
Falleg skepna, ekki stærri en
leikfang".
Börnin föðmuðu Anton bæði
að sér.
En hvað þetta er undarlegur
maður, hugsaði Vera. Þegar
hann kom í fyrsta skiptið, leit
hann út eins og flakkari. Nú væri
hægt að halda, að hann væri lá-
varður, eða landstjóri á einhverri
Suðurhafseyju.
Börnin báðu um leyfi til að
fara inn í herbergið sitt til að
skoða „Pan Panicus".
Veru létti og hún ætlaði að
fara að gefa þeim leyfið, þegar
Hermann kom út úr húsinu. —
Hann hafði líka farið í hvítan
smóking.
Bræðurnir heilsuðust með
handabandi.
„Hafið þið kynnst gestinum
okkar áður?“ spurði Hermann
börnin.
Veru virtist, að snöggvast yrði
vandræðaleg þögn, en þá hagði
„Við erum gamlir vinir“.
Anton:
Hermann virtist ekki taka eft-
ir neinu.
„Antóníó kom með apa handa
okkur“, sagði Silvía, „og hann
lítur út eins og Pétur“.
„Hvaða vitleysa", muldraði
bróðir hennar.
Hermann tók ekki heldur eft-
ir því, að Silvía kallaði hinn
ókunna mann blátt áfram Antó-
níó. Hann var að festa hina dökk
rauðu nelliku, sem var í hnappa-
gati hans.
„Hafið þér sjálfur skotið ap-
ann?“ spurði Pétur.
„Ef ég segði já, þá myndir þú
ekki trúa mér“, svaraði Antóníó.
„Jú, ég trúi öllu sem þér segið“.
Nú fyrst fór Hermann að
hlusta. Hann hnyklaði brýrnar.
Hann elskaði börn sín og hugði,
að þau elskuðu sig. En þau voru
aldrei eins vingjarnleg í mál-
rómnum við hann, eins og Pétur
var nú við aðkomumanninn.
„Nú megið þið fara upp til
ykkar“, sagði Vera, „og vera kyrr
uppi“, bætti hún við brosandi.
Silvía gekk þegar til móður
sinnar til að kveðja hana, en Pét
ur stóð kyrr fyrir framan Anton.
„Hvenær komið þér aftur?“
spurði hann.
Hermann leit á Veru. Hún sá
það á augnaráðinu, að það var
vöknuð tortryggni hjá honum.
„Bráðum“, sagði Anton.
Silvía fór aftur til Antons og
kyssti hann á báðar kinnarnar.
Hann lyfti henni upp hlæjandi.
„Góða nótt, ungfrú litla“, sagði
hann. „Og apinn er annars ekk-
ert líkur Pétri, heldur þér“.
Hann rétti Pétri höndina. Pét-
ur hristi hana mjög karlmann-
lega. — Því næst gekk hann til
föður síns til að bjóða honum
góða nótt.
Þegar börnin voru farin varð
Vera að loka augunum andartak.
Spennan síðustu mínúturnar
hafði verið of mikil fyrir taugar
hennar. Hún titraði í hnjáliðun-
um. Hún heyrði rödd mannsins
síns eins og úr fjarska, er hann
sagði:
„Hvað vilt þú drekka, Anton? “
„Glas af viský, án íss“.
Hermann gekk að litlu hjóla-
borði. Á því stóðu nokkrar flösk
ur og glös, sódavatnsflaska og ís.
Hann hellti í glösin. Hann rétti
Anton annað glasið, en hélt á
hinu í hendinni.
„Yðar skál, frú“, sagði Anton.
„Drekkið þér ekki?“
„Nei, þakka“.
„Þér ættuð að venja yður á
það. Hérna er aðeins ein vörn
gegn sjúkdómum, alkóhól“.
Karlmennirnir sátu báðir á
barminum á gosbrunninum. Vera
stóð kyrr.
„Þina skál, Hermann", sagði
Anton. „Þú átt hrífandi konu og
indæl börn“.
Hermann lyfti glasinu, en
hann drakk ekki.
„Eruð þér ekki kvæntur?"
sagði Vera og sneri sér að Anton.
Hún vissi ekki, hvernig hún ætti
að koma samræðunum á.
„Það er ekki hægt að nefna
það því nafni. Ég bý með lítilli,
innfæddri stúlku. Þess vegna á
ég líka heima í innfæddra hverf-
inu. Fólkið þar er orðið vant því
að sjá mig. Að minnsta kosti
venst fólk í innfæddra hverfinu
auðveldlegar hvítum mönnum,
en öfugt.
„Hvers vegna komuð þér ekki
með vinkonu yðar?“
Hún vissi ekki, hvers vegna
hún spurði. Ef til vill vildi hún
sýna, hve henni var sama um,
með hverri Anton bjó og hvar
það var.
Hermann leit á hana ásakandi
augnaráði. Henni fannst hún
verða að ögra honum.
„Allt bíður síns tíma, frú“,
sagði Anton. „Það er nógu illt, að
maðurinn yðar verður að þola
það, að sjá mig. Ég vil ekki reita
hann til reiði“.
„Hvers vegna að verða að þola,
Anton?“ sagði Hermann og
tæmdi glas sitt. „Ég gleðst af
því, að sjá þig loksins aftur“.
Vera tók eftir þvi, að það var
nærri því eins og hanr. grát-
bændi Anton með augnaráði
sínu. Hvaða vald hafði Anton á
Hermanni? Jafnframt var henni
það Ijóst, að Anton kom aðeins
til að sjá hana aftur. Hvernig
ÞVOTTAVÉLAR
Höfum fengið sendingu af þessum
rafknúnu Servis-þvottavélum með og
án suðu.
Pantanir óskast sóttar.
Leiklisfarskóli
ÆVARS KVARANS
Hekhi
Austurstræti 14
Sími11687
tekur til starfa í byrjun september. — Væntanlegi
umsækjendur gefi sig fram í síma 12458.
a
r
L
ú
ó
i
i
f AUSS LANE
WANTED TO SIVE
ME THE EARRING9,
BUT I REFUSEP
THEM...SHE MUST
HAVE PROPPEP
THEM IN MV 1
POCKET BEFORE ,
SHE PIEP/ -A
RANSER JENKINS
FOUND THEM IN
YOUR COAT
¥ POCKEX 1
L MR.TRAIL/ J
IF VOU DIDN'T
TAKE THE JEWEL9, TRAIL,
HOW DID VOU GET
THESE EARRINGB?...
IT'S TOO BAD
MISS LANE CAN'T
VERIFV VOUR
STORX TRAIL /^
1) Ef þér tókuð ekki gimstein-
ana, Markús — hvernig fékkstu
þá þessa eyrnalokka?
2; Tómas fann þá í vasa yðar,
Markús.
Ungfrú Lane vildi gefa mér
þessa eymalokka — en ég neit-
aði að taka við þeim. — Hún
hlýtur að hafa komið þeim ein-1 3) Það er slæmt ,að ungfrú
hvern veginn í vasa minn, áður Lane skuli ekki geta staðfest
en hún dó. I þessa sögu yðar, Markús.
hafði hann komið því fyrir? —.
Hvernig stóð á því, að Hermann
tók ekki eftir því?
Hvitklæddur þjónn kom og
hneigði sig fyrir Veru.
„Við getum gengið til borðs“,
sagði hún.
Karlmennirnir lögðu frá sér
glösin. Vera settist við borðsend-
ann og bauð Anton til sætis
hægra megin við sig.
Nokkrar mínútur var tekið
upp léttara hjal, á meðan for-
réttarins var neytt.
„Mosel-vín“, sagði Hermann,
þegar víninu var hellt í glösin.
„Hérna vex líklega ekkert vín?“
„Tæplega“, svaraði Anton. —
„Hver sem á landspildu, leitar
að fjársjóðum í jörðu. Menn róta
upp jörðinni en rækta hana
ekki“.
„Eigið þér ekkert við námur?"
spurði Vera.
Anton hristi höfuðið.
„Þér megið ekki spyrja mig
um atvinnu mína, frú. Ég er dag-
þjófur. Dagþjófar eru þeir kall-
aðir, sem stela deginum.
„Anton er að gera að gamni
sír.u“, tók Hermann fram í.
„Engan veginn. Við dagþjóf-
arnir erum hreyknir af því, að
við stelum ekki öðru en degin*
um. Við lítum niður á þjófa,
sem stela jarðneskum gæðum.
Við erum allir þjófar, frú. Dag-
þjófarnir eru meinlausastir".
Vera 'úrti báða mennina fyr-
ir sér, kertaljósið blakti á and-
litum þeirra. Andlit dagþjófsins
var rólegt og glaðlegt. Andlit
verkfræðingsins bar vott um
dulda órósemi.
Með hverri mínútur.ni, sem
leið, fann hún meira til þess, hve
þessir samfundir voru óeðlileg-
ir. Tveir bræður höfðu ekki sézt
í fjórtán ár. Annar hafði kallað
hinn afbrotamann og óskað þess,
að hann væri dauður. Nú hafði
hann boðið honum heim og þeir
sátu hvor á móti öðrum í hvítum
smóking-fötum, en hvorugur tal-
aði um endurfundina. Báðir létu
eins og ekkert væri eðlilegra en
að þeir sætu hvor á móti öðrum
vio skrautbúið matborð í höfuð-
borg Kongó.
Hún ásetti sér að binda endi
á þessi leiðindi. Hún sneri sér
að Hermanni og mælti:
„Finnst ykkur báðum það ekki
merkilegt, að þið hittizt aftur í
Kongó eftir fjórtán ár?“
Anton svaraði í stað Hermanns:
„Einhvern tíma hlaut það að
verða“.
„Hittuzt þið af hendingu?“ Og
við Anton: „Maðurinn minn-hafði
ekki tækifæri------“
Hún renndi augunum aftur
frá Anton til Hermanns og frá
Hermanni til Antons.
„Leopoldville er smáborg",
sagði Anton skjótlega. „Það þarf
ekki að ganga nema einu sinni
um Boulevard Albert I., til þess
að hitta hvern sem er“.
Hún vissi að hann laug, en
þegar kjötrétturinn var borinn
fram, sagði hún aðeins:
„Fórst.. þú til Adams Sewe I
dag, Hermann? Þú lofaðir að
segja mér frá heimsókninni".
Hún sagði það, til þess að segja
eitthvað. Hana grunaði ekki,
hvaða áhrif þessi meinlausa at-
hugasemd hennar myndi hafa.
ailltvarpiö
Laugardagur 15. á.gúst:
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. —*
8.05 Tónleikar. — 8#0 Fréttir. —
8,40 Tónleikar. — 10.10 Veður-
fregnir).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
13.00 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig-
urjónsdóttir).
14.15 „Laugardagslögin*4 — (16.00
Fréttir og tilkynningar).
16.30 Veðurfregnir.
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Tónleikar: Paul Robeson syngur
amerísk lög.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Upplestur: íslenzkt heljarmenni,
smásaga eftir J. Magnús Bjarna-
son (Sigurður Skúlason magister
les).
20.55 Tónaregn: Svavar Gests kynnir
sérstæðar dægurlagahljómplötur,
21.30 Leikrit: „Fíflið'* eftir Luigi Pir-
andello. (Leikstjóri og þýðandi
Karl Guðmundsson).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.