Morgunblaðið - 15.08.1959, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.08.1959, Blaðsíða 19
Laugardagur 15. ágúst 1959 MORCIJTSBL 4Ð1Ð 19 Kr 50. ^gTT. ; Dré<gr»& Húsmæðurnar vilja eignast miða í Landshappdrætti Sjálf- stæðisflokksins vegna þess, að það hefur fjölbreytt úrval af heimilistækjum á meðal vinninga. Philco kæliskápur, Hoover sjálfvirk þvottavél með þurrkara, Pfaff sjálfvirk saumavél í tösku, Rafha-eldavél, Shellgaseldavél með bakaraofni og 10 kg. hleðslu, Passap Automatic prjónavél með kambi, Armstrong strauvél og General Electric hrærivél — létta heimilisstörfin. Látið ekki dragast að kaupa miða. Þeir eru seldir úr happdrættisbifreiðinni við Útvegsbankann, á skrifstofum Sj álfstæðisf lokksins og happdrættisins og hjá umboðs- mönnum um land allt. MUNIÐ LANDSHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Heyskapur óvenjuvel a veg kominn í Borgar- firði eystra Síld til Austfjarðahafna DESJAMÝRI, Borgarfirði eystra, 12. ágúst. — Ágæt heyskapartíð hefur verið hér síðan um miðj- an júlí; stöðugt þurrviðri og oft- ast sæmilegir þurrkar nema hvað fyrsta vikan af ágúst var vot- viðrasöm. Nú síðustu daga hefur verið góður þurrkur. Heyskapur hefur því gengið vel og er víðast lengra á veg kominn en venja er til um þetta leyti sumars. Útjörð er nú mis- jafnlega sprottin og lítið eða ekkert hefur verið heyjað utan túns enn. Háarvöxtur er víðast allgóður og nokkuð hefur þegar verið slegið af há. iskveiðar Fiskilaust var hér með öllu fram um miðjan júlí, en síðari TIL Seyðisfjarðar hafa komið 4 skip í dag með 850 mál. Aflahæst þeirra var Slepnir KE með 500 mál. Verksmiðjan á Seyðisfirði hefur nú tekið á móti 43000 mál- um til bræðslu og saltaðar hafa verið 1450 tunnur. Nú bíða 27 skip löndunar á Seyðisfirði með um 100 mál síldar. REYÐARFIRÐI, 14. ágúst. — Nokkrir bátar eru á leið hingað inn með smáslatta, en óveður er nú komið á miðin og bátornir að tínast í höfn. Hér hefur verið saltað í dag úr tveimur bátum. Örn Amarson kom hingað með 80 tunnur og Helgi frá Horna- firði með 4Ö0. Nokkrir bátar leita enn síldar í firðinum, en þar hafa veiðzt í síðustu hrotu um 40,000 mál. Hér er engin síldar- bræðsla, og er það mjög tilfinn- anlegt þar sem síldin veiðist svo skammt frá. —Arnþór. ESKIFIRÐI 14. ágúst. — Nokkur skip komu hingað í morgun með smáslatta. Nú er farið að bræla hér úti á firðinum og ekkert hefur frétzt um veiði þar í dag. 1 höfninni liggja nú 15—20 skip, anna þar á meðal nokkur norsk. Ekk- ert hefur verið saltað hér í dag, en fólk er önnum kafið við að ganga frá tunnum, sem saltað hefur verið í. —Fréttaritari. Loftferðasamn- ingui* við Þýzka- land í GÆR var undirritaður í Bonn samningur milli íslands og sam bandslýðveldisins Þýzkalands um loftferðir. Af íslands hálfu und- irritaði samninginn Helgi F. Briem sendiherra, en af Þjóð- verja hálfu dr. von Merkatz, sem genir störfum utanríkisráðherra í fjarveru dr. von Brentano. — Samningurinn tekur til allra loft flutninga milli íslands og Þýzka lands með millilendingum í öðr- um löndum. (Frá utanríkisráðuneytinu). en auk þess bíða um sex til átta þúsund mál löndunar í skipum í höfninni. í dag var saltað lítilsháttar á söltunarstöðinni hér, sem þá hef- ur alls tekið við 3000 tunnum til söltunar. Lýsisgeymar hér eru að fyll- ast, en Þyrill er væntanlegur til að taka 'lýsi úr geymum hér og á Vopnafirði. Dettifoss og Lagarfoss hafa leg ið hér í höfninni og tók Detti- foss mjöl, en Lagarfoss frosinn fisk. Dettifoss sigldi til útlanda héðan, en Lagarfoss til Eskifjarð- ar og síðán til útlanda. — Fréttaritari Ráðherrar deila Santiago r I VOPNAFIRÐI, 14. ágúst: — Hér er komin NA-bræla og eru síld- arskipin að streyma inn. Hafa þau komið með nokkurn afla og verður einhver löndunarbið. í sumar hefur verksmiðjan tekið á móti rúmum 90 þúsund málum til bræðslu, en hún bræðir 3000 mál á sólarhring. — S. J. NESKAUPSTAÐ, 14. ágúst: — Norðaustan bræla er komin á miðunum hér úti fyrir og er flot- inn því kominn inn á hafnirnar. Nokkrir bátar reyna þó veiðar inni í Reyðarfirði. Hót í höfn- inni liggja um 60 skip og komu sum þeirra með nokkurn afla, t. d. hafði Faxaborgin um 1000 mál. Nú hefur verið landað 45 þús. málum til verksmiðjunnar hér, Síldarlevsi á Sigluíirði SIGLUFIRÐI, 14. ágúst. — Engin síld hefur sézt hér alla vikuna. Þó komu tveir bátar með rek- netjasíld hingað í dag. — Tog- arinn Hafliði landaði hér í gær 296 tonnum af karfa frá Vestur Grænlandi. Karfinn er ailur unninn hér í Frystihúsinu. __ Skipið fór á veiðar aftur í dag. —Guðjón SANTIAGO. 14. ágúst. Reuter. — Umræður hafa staðið yfir í tvo daga á ráðstefnu Ameríkuríkj- í Santiago í Chile. Rætt hefur verið um tvö mál, sem eru skyld í eðli sínu vegna á- standsins í sumum ríkjum Ameríku: Einræðisstjórn og af- skipti ríkja af innanríkismálum annarra. í gær varð hörð senna milli utanríkisráðhrra Kúbu og utanríkisráðherra Dóminíska lýð veldisins. Sakaði hinn fyrri ein- ræðisstjórn Trujillos í Dóminíska lýðveldinu um að standa að inn- rásarfyrirætlunum Batista, en fylgismenn hans hafa gripið til vopna gegn stjórn Cas.tros Kúbu. Utanríkisráðherra Dómin- íska lýðveldisins sagði að þessar ásakanir væru ósvífinn rógur. Utanríkisráðherra Argentínu krafðist þess í ræðu að hætt yrði afskiptum af innanríkismálum annarra þjóða. Utanríkisráðherra Uruguay krafðist þess að almenn mannréttindi yrðu í heiðri höfð, svo amerískt lýðræði fengi staðizt. Hann kvaðst vona, að ekkert ríki mundi framvegis styðja þær fáu einræðisstjórnir, sem enn færu með völd í ríkjum Ameríku. Kommúnistar reknir frá írak BEIRUT, Líbanon, 14. ágúst. Reuter. — Um 12 kommúnistar frá Jórdaníu, sem dvalizt hafa í írak, hafa verið reknir úr landi síðustu dagana, samkvæmt góð- um heimildum í Beirut. Sömu heimildir herma, að þessir menn hafi beðið um land vistarleyfi í Líbanon, en fer.gið synjun. Neyddust þeir þá til að fljúga aftur til Jórdaníu, þar sem nokkrir þeirra höfðu þegar verið dæmdir í fjarveru sinni. Þessir kommúnistar komu til fraks fyrir tveimur mánuðum. Allir stjórnmálaflokkar eru nú bannaðir í Jórdaníu, og síðustu vikurnar hefur öryggislögreglan verið önnum kafin við að fletta ofan af undirróðursmönnum kom múnista. hluta þess mánaðar gekk fiskur hér á miðin. Hefur fiskazt vel síðan og gæftir verið fremur góðar. Síldarsöllun Lítilsháttar var saltað hér af síld í sl. viku og vonir standa til að áframhald verði á því ef síldin veiðist hér fyrir austan. Aldrei verður þó um neina veru- lega söltun að ræða hér á meðan ekki er hér verksmiðja til að vinna bræðslusíld. Merkisbónda fylgt til grafar í sl. mánuði var hér til mold- ar borinn að viðstöddu fjölmenni Árni Einarsson bóndi á Hóls- landi hér í sveit. Árni var mesti dugnaðar- og atorkumaður til algengra verka á sjó og landi. Hann og Þórdís Hannesdóttir, kona háns, eignuðust þrettán böm og náðu tólf þeirra full- orðinsaldri, er þau ólu upp al- gerlega af eigin rammleik. Öll þessi tólf börn Árna fylgdu honum nú til grafar, enda nær öll búsett hér í sveit, allt táp- mikið og mannvænlegt fólk. — Árni var ekki nema liðlega hálf sjötugur er hann lézt og því mesti mannskaði að honum. Hann var vinsæll og vel látinn af öllum, sem hann þekktu. — I. I. — 27 stúlka Framh. af bls. 9 Steinunn A. Einarsd., Borgar- fjs., námsgr. enska og enskar bók mentir í Bretlandi, kr. 1500,00. Steinunn Marteinsd., Rvík, námsgr. hagn.myndlist í Þýzkal., kr. 1500,00. Zita Kolbrún Benediktsd., R- vík, námsgr. tónlist í Danm. kr. 1000,00. Þóra Þórleifsdóttir, Akranesi, námsgr. bókvarzla í Noregi, kr. 1500,00. Kappreiðar Harðar í Kjós KAPPREIÐAR Harðar í Kjósar- sýslu verða háðar á morgun á velli félagsins við Arnarhamar á Kjalarnesi. Þár koma fram ýms- ir þekktir garpar í skeiði, t. d. Gulltoppur í Varmadal, Óðinn gamli í Gufunesi og sonur hans, Kolskeggjur á Reykjum. Er þátt- taka í kappreiðunum mikil, eink- um í 250 metra hlaupi viðvan- inga og skeiði. Þar hafa aðeins rétt til þátttöku hestar sem aldrei hafa keppt áður, og er þátttaka ekki bundin við neinn ákveðinn aldur. Fjölmenni hefur ávallt sótt þessar kappreiðar, enda er staðurinn mjög skemmtilegur. Héraðsmót U.M.S. K. í dag HÉRADSMÓT U.M.S.K. verður háð á velli Aftureldingar v ð Varmá í dag og á morgun. — fþróttasvæðið er stórt, en þar er aðeins fullgerður malarvöllur fyrir knattspyrnu æfingar msð aðstöðu til frjálsíþróttaiðkano. Afturelding hefur vandað mjög til mótsins og má búast við skemmtilegri keppni. Félög- in eru fimm í Ungmennasam- bandi Kjalarnesþings, frá Hval- fjarðarbotni til Hafnarfjarðar. - Utan úr heimi Framh. af bls. 10 um að sinna í frítíma sínum. — Rannsókn, sem nýlega fór fram hér í Danmörku meðal verka- fólks í verksmiðju nokkurri, leiddi í ljós, að þreyta' og alls kyns smákvillar voru algengari meðal þeirra, sem ekki áttu sér nein sérstök tómstundaáhuga- mál, heldur en hinna, sem dag hvern gátu glatt sig við þá til- hugsun að hverfa á vit tóm- stundagamans síns, er heim kæmi. Hjá hinum síðarnefndu var nefnilega hvert kvöld eins og dá- 1-ítið orlof. Við þökkum innilega fyrir auðsýnda vinsemd á 25 ára hjúskaparafmæli okkar þann 14. júlí s.l. María og Óskar Friðbergsson, Laugarnesvegi 104 Hjartans þakkir til allra sem sýndu mér vinsemd á 80 ára afmæli mínu 2. ágúst Hans Hoffmann Costro nær einkallugmnnní Batista HAVANA, 14. ágúst. Reuter. — Útvarpsstöðin í Havana skýrði frá því í dag, að stjórnarherinn hefði náð á sitt vald flugvél sem átti að lenda á laun nálægt Villas, en þar eiga hermenn stjórnarinnar í höggi við menn Ratista, fyrrverandi einræðis- herra á Kúbu. Stjórninni höfðu borizt njósnir af flugferð þessari og lágu hermenn hennar í laun- sátri, þegar flugvélin lenti. Skothríð hófst og féllu þegar tveir af sjö mönnum sem í flug- vélinni voru. Þarna voru komn- ir trúnaðarmenn Batista með mik ið af vopnum og skotfærum sem áttu að fara til uppreisnarmanna. Flugstjórinn var enkaflugmaður Batista, sem stýrði flugvélinni er hann flúði í, eftir að uppreisn- armenn Castros höfðu sigrað í vetur sem leið. Systir okkar^ INGVELDÚR GlSLADÓTTIR andaðist að hjúkrunarheimilinu Sólvangi, föstudag. 14. þessa mánaðar. Systkini hinnar látnu Við þökkum hjartanlega samúð og vinarhug við fráfall móður okkar, tengdamóður og ömmu, VILBORGAR EINARSDÓTTUR frá Krossgerði Börn, tengdabörn og barnabörn Þökkum hjartanlega samúð og vináttu sýnda við fráfall og útför móður okkar, -- ÞURÍÐAR NIELSDÓTTUR * Synirnir Þökkum innilega öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför konunar minnar, SIGURJÓNU JÖNSDÓTTUR Bárugötu 35 Árni Jónasson I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.