Morgunblaðið - 25.08.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.08.1959, Blaðsíða 1
Þriðjudagínn 25. ágúst 1959 3. tbl. 1. árg. Skipting miðað við hinna 60 þingsæía úrslit síðustu kosninga SÉ reiknað út, hvernig þingsæti hefðu skiptst eftir kosningarnar 28. júní sl., ef hin nýja kjördæma skipun hefði þá verið í gildi, kemur í ljós, að Sjálfstæðismenn á þingi hefðu orðið 27 (voru 20), Framsdknarmenn 17 (voru 19), kommúnistar 9 (voru 7) og Al-' þýðuflokksmenn 7 (voru 6). — Eins og kunnugt er fjölgar þing- mönnum úr 52 í 60 samkvæmt hinum nýju stjórnarskrárákvæð- um. — Rétt er að hafa í huga, að eftir framburði Framsóknarj manna sjálfra fengu þeir í kosn- ingun\im í júní fylgi fjölmargra kjósenda, sem ekki kjósa Fram- sókn ella, en töldu sig ekki geta fellt sig við kjördæmabreyt- inguna. I hinum einstöku kjördæmum hefðu úrslitin orðið sem hér segir: Reykjavík Sjálfstæðisfl. 17943 atkv og 7 þm. Framsóknarfl. 4446 _ 1 Kommúnistar 6598 2 Alþýðufl. 4701 2 Þjóðvarnarfl. 1498 0 — Reykjanes Sjálfstæðisfl. 4813 atkv og 3 þm. Framsóknárfl. 1519 •— — 0 — Kommúnistar 1736 ---------1 — Alþýðufl. 2599 1 — Vesturland Sjálfstæðisfl. 2335 atkv og 3 þm. Framsóknarfl. 2284 -------2 — Kommúnistar 542 0 — Alþýðufl. 700 0 — Vestfirðir Sjálfstæðisfl. 2091 atkv og 3 þm. Framsóknarfl. 1897 -------2 —- Kommúnistar 407 — — 0 — Alþýðufl. 597 0 — Norðurland vestra Sjálfstæðisfl. 1836 atkv og 2 þm. Framsóknarfl. 2261 3 — Kommúnistar 594 ----------0 — Alþýðufl. 442 0 — Norðurland eystra Sjálfstæðisfl. 2621 atkv og 2 þm. Framsóknarfl. 4695 3 — Kommúnistar 1262 1 — Alþýðufl. 863 0 — NÝTT hefti af STEFNI, tímariti Sambands ungra Sjálfstæðis- manna, er komið út ekki alls fyrir löngu. Er það fyrsta hefti þessa árs. Geir Hallgrímsson ritar for- ystugreinarnar að þessu sinni og ræðir um ýmis atriði varðandi efnahagsmál íslendinga svo og um stjórnarskrárbreytinguna, sem nú hefur verið samþykkt. I>á er í tímaritinu greinin Tog- araútgerðin og Sjálfstæðisflokk- urinn eftir Valgarð Briem, hug- leiðing eftir séra Braga Frið- riksson, sem höfundur nefnir Þjónustu og þátturinn Á leiksviff- inu, þar sem birtar eru myndir úr tveimur leikritum, sem sýnd voru í Reykjavík nýlega og nokk uð frá þeim sagt. Kommúnista- flokkur — Sósíalistaflokkur — Alþýðubandalag nefnist grein eftir Baldvin Tryggvason; „Engl- ar og djöflar" er stutt grein eftir Sven Stolpe um Egil Skallagríms son og þá er í tímaritinu grein eft- ir dr. Jakob Magnússon: Karfa- Austurland Sjálfstæðisfl. 1091 atkv og 1 þm. Framsóknarfl. 3011---------3 — Kommúnistar 893 1 — Alþýðuflokkur 194---------0 — Súðurland Sjálfstæðisfl. 3299 atkv og 3 þm. Magnús Jónsson ,óperusöngvari, var nýlega hér heima í orlofi. Hann hefur nú um rúmlega tveggja ára skeið verið í Kaup- mannahöfn og starfað við óperu veiðar og fiskileit. Birtur er ræðu kafli eftir Spaak, greinin Sjó- hernaður og landhelgi eftir Ólaf Val Sigurðsson og loks þáttur um erlend stjórnmál auk smáglefsna úr ýmsum áttum. Svo sem sjá má af þessu, er efni Stefnis hið fjölbreyttasta. Ritið er 68 bls. og búningur þess hinn snotrasti. Ritstjóri er Guð- mundur H. Garðarsson. — Af- greiðslu Stefnis annast skrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Sjálfstæðis- húsinu við Austurvöll. Framsóknarfl. 2948 ------3 — Kommúnistar 897 ---------0 — Alþýðufl. 536 ------0 — Uppbótarsæti Sjálfstæðisflokkur 3 Framsóknarflokkur 0 Kommúnistar 4 Alþýðuflokkur 4 Konunglega leikhússins. I blað- inu birtast í dag myndir af Magn úsi í hlutverkum þeim, sem hann hefur sungið í Höfn. Hér að ofan sést hann í hlutverki Gústafs III. í Grímudansleiknum eftir Verdi. Hinar myndirnar eru á blaðsíðu 3. Ferbir Heimdallar HEIMDALLUR hefur að venju efnt til nokkurra ferða í sumar. Hin fyrsta var farin í vor og þá gengið á Snæfellsjökul, en í júlí og ágúst hefur verið farið þrí- vegis upp í óbyggðir á vegum fé- lagsins. Fyrst var farið í Þórs- mörk, þá að Landmannalaugum og loks í Kerlingarfjöll og Þjófa- dali. — Formaður ferðanefndar Heimdallar er Haraldur Teitsson. S.U.S í nóvember STJÓRN Sambands ungra Sjálfstæðismanna hefur ákveðið, að 15. þing sambandsins skuli haldið í nóvember n. k. í Reykjavík eða annars staðar á Suff-Vesturlandi. Nánar verð- ur skýrt frá þingtima og þingstað siðar, en æskilegt er, að félög í sambandinu hefji þegar undirbúning af sinni hálfu. Minna má á, að um fulltrúakjör gilda ákvæffi 16. gr. laga SUS. — Nýtt Stefnishefti Magnús Jónsson j Stjórnarskrárbreytingin, sem fel- ur í sér ákvæði um nýja kjör- dæmaskipun, er nú orðin að veruleika. Kosningar í sam- ræmi við hinar nýju reglur fara fram sunnudaginn 25. október. Utan kaupstaða og kauptúna verður einnig kosið daginn eftir, eins og áður hef- ur tíðkazt, þegar kosningar hafa farið fram að haustlagi. Samkvæmt hinum nýju stjórnar- skrárákvæðum eiga 60 þing- menn sæti á Alþingi, — 49 kjörnir með hlutfallskosning- um í 8 kjördæmum og að auki 11 uppbótarþingmenn. Reikn- að hefur verið út, hvernig þingsæti hefðu skipzt milli flokka í kosningunum í júní sl., ef hin nýja skipan hefði þá verið í gildi. Niðurstaðan er sú, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefði fengið 27 þingmenn, Framsóknarflokkurinn 17, kommúnistar 9 og Alþýðu- flokkurinn 7. Hlutur hvers hinna fjögurra flokka í heild- aratkvæðafjöldanum var sá, að Sjálfstæðisfl. fékk 42,6%, Framsóknarfl. 27,2%, komm- únistar 15,2% og Alþýðufl. 12,5%. Megintilgangur hinnar nýju kjör dæmaskipunar er að tryggja, að þingmannafjöldi flokkanna sé í sem beztu samræmi við fylgi þeirra meðal þjóðarinn- ar. Að því er Sjálfstæðisflokk- inn varðar eru áhrifin fyrst og fremst þau, að mjög aukn- ar líkur eru fyrir því, að flokknum muni takast að vinna meirihluta meðal þjóð- arinnar og á Alþingi. Fylgi flokksins hefur vaxið í kosn- ingum á undanförnum árum. Það fylgi hefur þó ekki einatt leitt til hlutfallslega aukinnar þingmannatölu. T. d. fór svo 1 kosningunum 1956, að þing- mönnum flokksins fækkaði um leið og fylgið jókst. Með hinni nýju kjördæmaskipun á að vera tryggt, að fólkið geti með atkvæðum sínum raun- verulega ráðið skipun Al- þingis. Þegar svo er komið, munu Sjálfstæðismenn herða baráttuna fyrir meirihluta, og þegar kjósendur vita, að von er til, að einn flokkur geti náð meirihluta á þingi, í fyrsta skipti síðan núverandi flokka- skipun komst á, er þess að vænta, að margir verði til að Ijá Sjálfstæðisflokknum fylgi Það er ekki sízt æskan í landinu, sem flokkurinn treystir á til liðveizlu. Mikil verkefni bíða á stjórnmálasviðinu, og það mun hafa áhrif á alla afkomu þeirra, sem búa munu á Is- landi á næstu áratugum, hvernig til tekst um lausn þessara verkefna. Ef ekki er fyrir hendi á Alþingi sam- hentur meirihluti, er hætt við, að úrlausnum verði skotið á frest eða að samningar milli stjórnmálaflokka leiði til þess, að farnir verði mílliveglr, sem ekki leiða til fullnægj- andi aðgerða. íslendingum hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum árúm. Þegar lýðveldið var stofnað árið 1944, voru landsbúar 128.000, þeir eru nú 170.000 og áætlað er, að þeir verði um 380.000 um næstu aldamót. Það hefur því þurft og þarf í náinni framtíð að skapa mikl- um fjölda ungs fólks, sem er að hefja lífsstarf sitt, afkomu- skilyrði. Til að það megi tak- ast og jafnframt verði unnt að treysta grundvöll alls atvinnu lífsins, verður að breyta um stefnu frá því sem verið hef- ur. Það verður að treysta á borgarana sjálfa og örva þá til athafna í fiskveiðum, landbún aði og iðnaði í stað þess að leggja ótal hindranir í veg fyrir, að framtak þeirra fái notið sín. Á það hefur einnig margoft verið bent, að þaS myndi tryggja mjög afkomu þjóðarinnar, ef ekki væri lát- ið við það eitt sitja að efla þær atvinnugreinar, sem fyrir eru, heldur jafnframt fariS inn á nýjar brautir við hag- nýtingu auðæfa landsins. Stór iðja byggð á orkuvinnslu úr fallvötnum og jarðhita er það, sem virðist hljóta að vera markmiðið. Þetta skapar þó ný viðhorf, sem horfast þarf í augu við af fullri einurð. Ný sjónarmið skapast einnig vegna þeirra breytinga, sem eru að gerast meðal ýmissa viðskiptaþjóða okkar og varða afnám gamalla búskaparhátta, er grundvallast hafa á tilraun um ríkjanna til að búa aS sínu að meira eða minna leyti. Ef tryggja á festu og framtak við stjórn landsins, verður þjóðin að fela Sjálfstæðisflokknum einum forystuna. Hann er eini flokkurinn, sem getur náð meirihluta í fyrirsjáan- legri framtíð. Það fylgi, sem hann hefur þegar náð, hefur fengizt vegna þess, að kjós- endum hefur verið ljóst, að stefna Sjálfstæðisflokksins er líklegust til farsældar. Áhrif flokksins hafa verið mikil og góð, en þau þurfa enn að auk- ast. Reynslan af opinberum afskiptum, höftum og bönn- um, hefur orðið slík, að tími er kominn til að fela þeim flokki einum völdin, sem klippa vill slíka dragbíta burtu og veita fólkinu frelsi og tækifæri til að byggja sjálfu upp öflugt atvinnulíf. Reynslan af samningum milli flokka um ríkisstjórnir og úr- lausnir málefna sýnir, að eina leiðin til að unnið sé af þrótti og festu að lausn vandamál- anna er að veita einum flokki völdin. Reynslan sýnir því, að á miklu veltur, að gert sé stórt átak til að efla Sjálf- stæðisflokkinn. Nú hefur verið ákveðið, að næsta þing Sambands ungra Sjálf- stæðismanna verði haldið í nóvember nk. Er það 15. þing sambandsins, en það hefur starfað í tæplega 30 ár, og er langöflugasti stjórnmálafélags skapur ungs fólks hér á landi. I sambandinu eru 28 samtök í öllum landshlutum. Síðasta þing S.U.S. var haldið haustið 1957. Auk umræðna og ákvarðana um málefni sambandsins sjálfs fóru að venju fram á þinginu umræð- ur um ýmsa þætti þjóðmál- anna, og gerðar voru ályktan- ir varðandi þau. Á þinginu var nokkuð brugðið út af fyrri venju um þessar al- mennu umræður, leitazt við að takmarka þær við færri málaflokka en áður, en nota þeim mun lengri tíma til að fjalla um þau efni, sem fyrir voru tekin. Er þess að vænta að svo verði einnig á næsta sambandsþingi. — Ungir Sjálfstæðismenn munu á næstu tveimur mánuðum ein- beita kröftunum að kosninga- undirbúningnum og flytja mól sitt í samræmi við stefn- una, sem S.U.S. og samtök innan þess hafa markað. A sambandsþinginu í nóvember munu þeir síðan marka stefnu sína með tilliti til nýrra við- horfa. Þær samþykktir munu nú sem endranær hafa áhrif á þróun mála, því að hvort tveggja er, að hið bezta sam- starf er milli ungra Sjálf- stæðismanna og annars flokks fólks og að ungir Sjálfstæðis- menn eiga fulltrúa til að skýra og fylgja eftir stefnu sinni í miðstjórn, þingflokki og nefndum Sjólfstæðisflokks- ins. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.