Morgunblaðið - 25.08.1959, Blaðsíða 2
2
FRÁ UNGU FÓLKI
Þriðjudaginn 25. ágúst 1959
UM ÞESSAR mundir fara fram
viðræður um efnahagssamstarf
milli sjö ríkja í Norður- og
Vestur-Evrópu, sem standa utan
við tollabandalag sexveldanna,
er einnig hefur verið kallað
efnahagssamsteypan. Viðræður
þessar eru með vissum hætti
framhald þeirra samningaum-
leitana, sem fóru fram í því nær
2 ár um stofnun fríverzlunar-
svæðis í Evrópu og fulltrúar 17
ríkja tóku þátt í. Samningaum-
Ieitanir þessar fóru út um þúfur
á sl. hausti. Meðal þeirra 17 ríkja,
sem áttu aðild að þeim, var ís-
land, en hins vegar eru engir
fulltrúar þess viðstaddir umræð-
ur fulltrúa sjöveldanna. Þessar
viðræður skipta þó miklu máli
fyrir íslendinga og er ástæða til
að gera sér nokkra grein fyrir
bessu máli öllu.
Efnahagssamsteypan
Eins og kunnugt er, var stofn-
un efnahagssamsteypiannar ráð-
in með samningi, sem undirrít-
aður var í Róm 25. marz 1957.
Aðilar eru sex: Ítalía, Frakkland.
Þýzkaland, Holland, Belgía og
Luxemburg. Samningurinn kveð-
ur á um mjög náin efnahagsleg
téngsl, afnám tolla og allra inn-
flutningshafta á 12—15 árum og
sameiginlega tolla gagnvart öðr-
um ríkjum. Sérstakar reglur
gilda um landbúnaðar- og sjáv-
arafurðir, og verða viðskipti með
þær nokkrum takmörkunum háð
ar. Er ástæðan sú, að ýmis þátt-
tökuríkin vilja vernda landbún-
að sinn og útveg gegn samkeppni
frá öðrum ríkjum í efnahagssam-
steypunni.
Fríverzlunarsvæðið
Þegar Ijóst var orðið, að efna-
hagssamsteypan myndi verða að
veruleika, tóku ýmsar þjóðir að
ugga að sér. Þótti sýnt, að sam-
steypan myndi spilla viðskipturn
milli aðildarríkjanna og annarra
ríkja í Evrópu, t. d. sölu á dönsk-
um landbúnaðarafurðum til
Þýzkalands og brezkum iðnaðar-
varningi til Niðurlanda. Þegar
ákvæði Rómarsáttmálans koma
til framkvæmda, hljóta Danir að
standa höllum fæti í samkeppni
við Hollendinga á þýzka mark-
aðnum og Bretar að láta í minni
pokann fyrir Þjóðverjum og
Frökkum á markaði í Hollandi
og Belgíu, því að af hinum
dönsku og brezku vörum þarf að
greiða toll, en ekki af vörum
keppinauta þeirra.
Þetta leiddi til þess, að Bretar
höfðu forgöngu um, að viðræður
hófust um nánari efnahagssam-
vinnu allra aðildarríkja OEEC
(Efnahagssamvinnustofnunar Év
rópu), en þau voru þá 17 talsins
og í þeim hópi flest Evrópuríki
austan járntjalds, þ. á m. öll
ríkin sex, sem stóðu að efna-
hagssamsteypunni. Stefnt var að
því að ná samkomulagi um svo-
nefnt fríverzlunarsvæði. Ríkin
á svæðinu skyldu smám saman
afnema tolla í viðskiptum sín á
milli, svo og innflutnings og
gjaldeyrishöft, en þó var ætlun-
in, að samstarfið yrði allt laus-
ara í sniðum en á milli aðildar-
ríkja efnahagssamsteypunnar. —
T. d. var ekki gert ráð fyrir
jafnháum tollum í öllum ríkjum
á fríverzlunarsvæðinu á vörum
frá ríkjum utan þess.
Aðild Islands
tsland er aðili að OEEC og átti
fulltrúa við umræðurnar um frí-
verzlunarsvæðið. Þessir fulltrú-
ar skýrðu sérstöðu Islands. Virt-
ist horfa svo um hríð sem líkur
væru fyrir hvoru tveggju: að
samið yrði um fríverzlunarsvæð-
ið og að þeir samningar yrðu
þannig, að ísland gæti verið að-
ili að þeim.
Sérstaða fslands skapast af
ýmsum aðstæðum: Sjávarafurðir
eru því nær einu útflutnings-
vörur okkar og þess vegna kom
ekki til mála, að við gætum
verið á fríverzlunarsvæðinu
nema samningarnir um það
tryggðu, að við gætum flutt
sjávarafurðir út til annarra
landa á svæðinu. í öðru lagi höf-
um við haft mikil viðskipti á
jafnkeypisgrundvelli við löndin
í Austur-Evrópu og urðum að
hafa aðstöðu til að halda þeirri
verzlun áfram. Þess vegna var
gert ráð fyrir, að nauðsyn bæri
til, að við gætum látið vissar
vörur frá Austur-Evrópu lönd-
unum njóta forréttinda, jafnvel
í svo ríkum mæli, að innflutn-
ingúr þeirra gengi fyrir inn-
flutningi á sams konar vörum
frá löndum á fríverzlunarsvæð-
inu. Loks þörfnumst við Islend-
ingar mjög fjármagns til að efla
og breyta atvinnulífi okkar og
i'íflegan frest til að framkvæma
slíkar breytingar.
Eins og áður segir, virtist svo
um hríð sem tillit yrði tekið til
sérstöðu íslands innan hins vænt
anlega fríverzlunarsvæðis. Því
hafði fengizt framgengt, að sér-
stök nefnd fjallaði um viðskipti
með fiskafurðir og önnur nefnd
athugaði þarfir þeirra ríkja, sem
mest skorti fé til að treysta efna-
hag sinn. Auk íslands töldust
Grikkland, Tyrkland og írland í
þeim hópi.
En til að koma á fót fríverzl-
unarsvæði þurfti að semja um
fleira en sérréttindi handa ís-
landi. Einkum urðu greinir með
Bretum og Frökkum, og er
skemmst frá því að segja, að sá
ágreiningur varð til þess, að
samningaumleitanirnar um frí-
verzlunarsvæðið fóru út um þúf-
ur í nóvember á sl. hausti. Fyrstu
Finnar munu e. t. v. eiga ein-
hverja aðild að samtökunum. Er
talað um, að það verði fyrir
milligöngu norræns tollabanda-
lags, sem þeir yrðu í ásamt Sví-
þjóð, Noregi og Danmörku. Við-
ræður um norræna tollabandlag-
ið hafa staðið lengi yfir, en Is-
lendingar verið þar utangarðs.
Þó er enn allt í óvissu um þátt-
töku Finna í samstarfi Norður-
landa og sjöveldanna og veldur
afstaða Rússa mestu þar um.
ísland og sjöveldaviðræðurnar
Um afstöðu íslands til samn-
ingaumleitana sjöveldanna er
margt á huldu.
Hinn íslenzki forseti Norður-
landaráðsins, Sigurður Bjarna-
son, lýsti því yfir á fundi for-
seta ráðsins og efnahagsmálaráð-
herra Norðurlandanna, sem hald
inn var í Konungahellu 12. júlí,
að íslendingar myndu nú bíða
átekta og taka síðan afstöðu eftir
því, hvaða reglur yrðu settar
um verzlun með sjávarafurðir.
Dr. Jóhannes Nordal banka-
stjóri, sem á sæti í nefnd fjög-
urra sérfræðinga, er var ríkis-
stjórninni til ráðuneytis um frí-
verzlunarmálið og virðist * enn
staifa, flutti stutt útvarpserindi
um þegsi efni 16. júlí sl. Var er-
indið birt í Morgunblaðinu dag-
inn eftir. Þar segir m. a.:
„Það virtist ekki vera um ann-
Blað ungra Sjálfstæðismanna.
Fylgirit Mórguriblaösins.
Útg.: S.U.S. og Heimdallur, F.U.S. í Reykjavík.
Ritstjórar: Magnús Þórðarson og Þór Vilhjálmsson.
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
fríverzlun tæki ekki til. Ekki
liggur fyrir, hverja afstöðu aðrar
þjóðir taka til þessarar tillögu,
en vænta má, að hún nái fram
að ganga“.
f lok skýrslunnar segir síðan m.
a.: „Ríkisstjómin og sérfræðinga-
nefnd sú, sem ég hef ráðgazt við
um þetta mál, síðan það komst á
dagskrá telur ekki tímabært að
sinni að taka upp neina ... samn-
inga við hvorugt bandalagið. Rík
isaijórnin telur heppilegast að
bíða átekta um sinn og sjá hver ju
fram vindur. Ef næstu mánuðir
líða án þess að teknir verði að
nýju upp samningar um við-
skiptabandalag, er taki til allra
aðildaríkja Efnahagssamvinnu-
stofnunar Evrópu, telur ríkis-
stjórnin tímabært og nauðsynlegt
að leita hófanna um samninga
Hvers vegna taka Islendingar
ekki þátt í viðræðum sjöveld-
efnahagssámvinnu ?
anna um
/iðræður jbessor auka enn hættuna á
viðskiptalegri einangrun íslands
<J>^X®XÍX$X^XÍ^X$>^X$X$XÍXÍ^X»<$>^XÍX$><®^>!SX®><ÍX$^X$^KÍX$XS>.
— og a.m.k. má telja víst, að þær
telji litla ástæðu til að hugsa til
íslands og hagsmuna þess, ef þau
eru ekki samningsbundin þar að
lútandi. Hinir nýtilkomnu erfið-
leikar á síldarsölu til Austur-
Evrópu eru dæmi um, hvernig
farið getur, en þeir eru skýrðir
svo, að veiðar Rússa hafi stórauk
izft, svo að þeir þurfi minna að
kaupa sjálfir og gangi þar að auki
fyrir okkur um síldarsölur tii
Austur-Þýzkalands og Póllands.
Miklar tilslakanir.
Það er að vísu ljóst, að við
höfum ekki jafnmikinn hag af að
vera aðilar að samningi sjöveld-
inna, og við myndum hafa haft
af aðild að fríverzlunarsvæðinu.
Þó myndum við hafa mikinn hag
af að sjöveldasamstarfinu. Af
þeim gögnum, sem fyrir liggja,
verður ekki séð, að fyrirfram hafi
verið útilokað, að við fengjum
að njóta hjá sjöveldunum sér-
stakra kjara vegna allra að-
stæðna eins og við vildum fá að
njóta á fríverzlunarsvæðinu og
líkur virðast hafa verið taldar á,
að fást myndu. Það er þvert á
móti ljóst af fréttum, að samn-
ingaumleitanir sjöveldanna hafa
leitt til tilslakana, sem harla ó-
líklegar hefðu þótt, áður en við-
ræðurnar hófust. Er þar átt við,
að fallizt hefur verið á að leyfa
aukinn flutning danskra landbún
aðarvara til annarra aðildarríkja
m. a. til Bretlands og Svíiþjóðar.
Hafa Danir þar með e. t. v.
fengið betri kjör en þeir gerðu
sér vonir um, meðan samningar
um fríverzlunarsvæðið stóðu yf-
tollalækkanir skv. Rómarsátt-
málanum um efnahagssamsteyp-
una komu síðan til framkvæmda
1. janúar á þessu ári, en nokkr-
ar ráðstafanir voru gerðar til
að draga úr skaðlejfum áhrifum
þeirra á viðskipti við lönd utan
samsteypunnar.
Viðræður fulltrúa
sjöveldanna
Þegar hér var komið sögu
hófust umræður á nýjum for-
sendum, og munu Bretar og Sví-
ar einkum hafa beitt sér fyrir
því. Sjö ríki eru fullgildir aðilar
að þessum viðræðum: Svíþjóð,
Noregur, Danmörk, Bretland,
Portúgal, Sviss og Austurríki.
Auk þess hafa fulltrúar frá Finn-
landi fylgzt með því, sem fram
hefur farið. Samningaumleitan-
irnar fara ekki fram innan vé-
banda OEEC. Tilgangur þeirra
virðist tvíþættur: sá að koma
upp fríverzlunarsvæði ríkjanna
sjö og auðvelda á þann hátt sölu
vara, sem hingað til hafa verið
seldar í löndum í efnahagssam-
steypunni — og að stofna banda-
lag, sem síðar getur samið við
efnahagssamsteypuna um gagn-
kvæm fríðindi.
Haldnar hafa verið tvær aðal-
ráðstefnur um málið, báðar í Sví-
þjóð. Fyrri ráðstefnuna, sem
haldin var snemma í júní, sóttu
ýmsir embættismenn, en 20. júlí
komu ráðherrar frá öllum ríkj-
unum saman. Eftir blaðafréttum
að dæma ríkti sátt og samlyndi
á þessari ráðstefnu, og má telja
mjög líklegt, að af hinni
umræddu samvinnu verði. Svo
er að sjá sem ákveðið hafi verið
að slá á frest viðræðum um
fisksölumál, en jafnframt náðst
samkomulag um, að þær skyldu
skildar frá umræðum um við-
skipti með landbúnaðarafurðir.
Nýlegar fréttir herma, að nú
sé eitthvað farið að gera athug-
anir varðandi fiskviðskipti og
gangi það stirðlegar en við var
búizt.
að að ræða að sinni en bíða á-
tekta og sjá, hversu fram vindur
í samningium sjö ríkjanna. Eins
og nú er ástatt, geta íslendingar
í hvorugt bandalagið gengið. Þeir
verða að treysta á það, að Efna-
hagssamvinnustofnun Evrópu tak
ist að koma á heildarsamning-
um, er nái til allra þátttökuríkj-
anna, og þeir verða að beita á-
hrifum sinum, eftir því sem þeir
megna, til þess að slíkt samkomu
lag geti tekizt.“ — Hér er átt við,
að líklegt sé, að OEEC beiti sér
fyrir því, þegar sjöveldin hafa
stofnað bandalag sín á milli, að
efnahagssamsteypan og sjöveldin
semji um gagnkv. ívilnanir og
tryggingu hagsmuna þeirra ríkja,
sem utan við bæði bandalögin eru
en þó eiga aðild að OEEC. Eru
það þau fjögur lönd, sem áður
eru talin, og helzt var álitið að
þyrftu að fá fé til að efla atvinnu
líf sitt í sambandi við stofnun
fríverzlunarsvæðisins. Auk þess
má minna á, að Spánn hefur ný-
lega gerzt aðili að OEEC.
Loks flutti Gylfi Þ. Gíslason,
viðskiptamálaráðherra „skýrslu
um fríverzlunarmálið" á Alþingi
12. ágúst. Er þar sagt nokkuð frá
því, hvernig gert er ráð fyrir að
meginatriðin í samningum sjö-
veldanna verði og að nánari til-
lögur sérfræðinga eigi að leggja
fyrir nýjan ráðherrafund 31. okt.
Um meðferð fiskafurða sagði ráð-
herrann:
„Norðmenn lögðu fram tillögu
um að fríverzlunin næði til svo-
nefnds iðnaðarfisks, þ.e.a.s. lýsis,
mjöls, freðfisks og niðursoðinna
fiskafurða. Útlit er fyrir, að sam-
komulag verði um, að fríverzlun-
in taki til lýsis og mjöls, en hins
vegar er andstaða, einkum frá
Bretum, gegn því að fríverzlunin
nái til annarra unninna fiskaf-
urða. Ennfreinur hafa Norðmenn
lagt til, að sérstakt samkomulag
verði gert til að stuðla að aukn-
um viðskiptum milli þátttöku-
ríkjanna með þær fiskafurðir, er
við helztu viðskiptalönd okkar í
bandalögunum eða bandalögin í
heild, í því skyni að þessi nýju
viðskiptasamtök torveldi ekki við
skipti íslendnga við aðildarríkin
og rýri ekki viðskptaaðstöðu þjóð
arinnar".
Mikil viðskipti.
Engar uppiýsingar hafa koxnið
fram um, hvort íslandi hefur ver-
ið boðið að taka þátt í umræðun-
um um hið nýja samstarf eða að
fylgjast með þeim á svipaðan hált
og Finnar gera. Ekkí er heidur
vitað, hvort íslendingar hafa
reynt að fá slíka aðstöðu. Verð-
ur þó að ætla, að æskilegt sé, að
íslendingar komi hér við mál.
Viðskiptin við sjöveldin og
Finnland eru verulegur hluti af
útflutningsverzlun okkar. A síð-
asta ári komu um 30% af mn-
flutningnum frá þessum löndum
og um 25% af útflutningnum fór
þangað. Þegar af þessari ástæðu
er mikilvægt að við höfum auga
á hverjum fingri, þegar útlit er
fyrir, að viðskiptaaðstaðan geti
breytzt.
Efnahagsleg einangrun
Þá er þess að gæta ,að það eyk-
ur hættuna á efnahagslegri ein-
angrun íslands, ef samningar tak
ast á milli sjöveldanna án þess
að við eigum þar hlut að. Er þó
sízt við þá hættu bætandi, því að
hún hefur farið mjög vaxandi að
undanförnu. Ef samningar takast
milli sjöveldanna, verður megin-
hluti utanríkisverzlunar okkar
við fjórar stórar viðskiptaheildir:
sjöveldin, efnahagssamsteypuna,
Bandaríkin og Austur-Evrópurík-
in, en á þau má líta sem eina
viðskiptaheild. Ef einhverjir
samningar takast síðar milli sjö-
veldanna og efnahagssamsteyp-
unnar, verða viðskiptaheildirnar,
sem viðskiptum við, aðeins þrjár.
— Telja má líklegt, að hver þess
ara stóru og öflugu heilda verði
sjálfri sér nóg að verulegu leyti
ir. *
Einnig er vert að benda á,
að Finnar fylgjast með viðræðum
fulltrúa sjöveldanna og gera sér
vonir um einhverja aðild að sam-
starfi þeirra. Sérstaða Finna er
þó mjög mikil, m. a. vegna þess,
að þeir urðu á sínum tíma að
koma sér upp ýmsum iðnaði til
að framleiða vörur, sem þeir
voru skuldbundnir til að afhenda
Rússum sem stríðsskaðabætur.
Þessi iðnaður á erfitt uppdráttar,
þegar stríðsskaðabæturnar eru
greiddar og hann þarf að keppa
við iðnað landa í Vestur-Evrópu.
Má af því sjá, að fleiri þjóðir en
fslendingar þurfa að fá tekið til-
lit til sérstöðu sinnar.
Óvissa um síðari samninga
Að lokum mælir það gegn því,
að íslendingar sitji með hendur
í skauti, meðan sjöveldin semja
sín á milli, að ekkert liggur fyr-
ir, sem bendir til, að nein trygg-
ing sé fyrir því, OEEC muni tak-
ast að tryggja hagsmuni íslands
og annarra utangarðsríkja, þegar
sjöveldin hafa samið sín á milli.
Er athyglisvert, að viðskipta-
málaráðherra ítrekar ekki um-
mæli dr. Jóhannesar Nordal um
væntanleg afskipti OEEC.
Þörf á meiri upplýsingum
Með tilliti til alls þessa er full
ástæða til að óska frekari upp-
lýsinga um ástæðurnar fyrir því,
að ísland kemur hvergi nærri
umræðum sjöveldanna.
Hafa þau haldið okkur utan
við af því að þau telja ekki æski-
legt, að við séum aðilar að hin-
um vabntanlegu samtökum? £f
svo er, væri æskilegt að fá upp-
lýst, hvort slíkar skoðanir byggj-
ast á þeirri trú, að við myndum
verða öðrum þátttökuríkjum til
byrði, eða hvort annað býr á bak
við. Mönnum gæti jafnvel komið
í hug, að Bretar, sem eru öflug-
astir af sjöveldunum, vildu ekk-
ert hafa með okkur að gera