Morgunblaðið - 10.09.1959, Side 1

Morgunblaðið - 10.09.1959, Side 1
20 sföur 46. árgangur. 197. tbl. — Fimmtudagur 10. september 1959 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mannlausa geim- farið ndð/sf aftur WASHINGTON, 9. se'pternber. — Bandaríkjamenn skutu í dag á loft Atlasflugskeyti, en í því var hylki sams konar því, sem Bandaríkjaménn hafa smíðað fyrir fyrsta geimfarann. Þetta tilrauna- skot misheppnaðist að nokkru leyti, en þó eru vísindamenn ánægðir með þessa fyrstu til- raun. — Eldflaugin átti að flytja geim- hylkið austur yfir Brezku V- Indíur, um 3520 km leið frá Canaveralhöfða. Tæknilegir gall- ar voru því hins vegar valdandi, að hylkið kom inn í gufuhvolf jarðar miklu fyrr en ráðgert hafði verið og féll í sunnanvert Atlantshaf. Flotaflugvélar fundu það skömmu síðar og herskip hafði fiskað það upp fjórum stundum eftir að því hafði verið skotið. Fremsta þrep eldflauginnar hafði ekki losnað frá hylkinu, sem er 3 metra langt. Þessi tilraun var fyrst og fremst gerð til þess að reyna hita einangrunarefni það, sem notað er utan á hylkið til þess að verja geimfarann hinum ofsalega hita, sem loftmótstaðan veldur, þegai komið er inn í þéttari loftlög jarðar úr geimfluginu. Mælitæki í hylkinu munu leiða í ljós hvort einangrunin hefur brugðizt. I hylkinu átti að haldast 27—37 stiga hiti, það er einangrað með „fiberglas". Eftirlitsnefndin mun eiga erfiða daga í Laos VIENTIANE, Laos, 9. september. — Stjórnarvöldin í Laos búa sig nú undir að taka á móti eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna, sem væntanleg er til Laos innan fárra daga. Stjórnarvöldin eru áhyggjufull vegna þess, að erfitt mun reynast að koma nefndinni til víglínunnar, því um mjög illgreiðfæran veg er að fara, frum- skóga, sem margar hættur leynast í. ★ • ★ Er því þess vegna ekki að leyna, að Laosstjórn óttast að geta ekki sannað nefndinni kær- ur sínar á hendur stjórn N-Viet nam þess efnis, að meginhluti herliðs kommúnista sé skipaður hermönnum þaðan. Talsmaður Laosstjórnar sagði i dag, að för éftirlitsnefndarinn- ar til Laos yrði með öllu gagns- laus, ef hún kæmist ekki til Moetainous landamærahéraðsins, en það er mikið skóglendi og ógreiðfært. ★ • ★ Samtímis var tilkynnt í bæki- stöðvum hersins, að hersveitir Laosstjórnar hefðu náð á sitt vald mjög hernaðarlega mikil- vægum stað í Muongson dalnum, en þar er mikill fjöldi kommún- iskra skæruliða. Þetta virki hef- ur fjórum sinnum unnizt ávíxl af Laosher og kommúnistum síð- an átökin hófust — og er talið, að kommúnistar leggi nú ailt kapp á að ná því aftur, en þetta I Dalai Lama biður | SÞ ásjár NEW YOEK, 9. sept. — í kvöld var Hammar- skjöld afhent bréf frá Dalai Lama þar sem þess var farið á leit, að Sameinuðu þjóðirnir tækju Tíbetmálið upp þegar í stað. Sagðist Dalai Lama fara þess á leit í von um að á þann hátt mætti draga úr hin- um miklu þjáningum tíbetsku þjóðarinnar. er í skóglendi miklu um 30 míl- ur frá landamærunum við N-Vietnam. Dalurinn er morandi af skæru- liðum — og þeir hafa líka búið vel um sig í Sam Neua héraðinu og talið er, að þar sé yfirvofandi stórsókn af þeirra hálfu. ★ • ★ Bandaríkjamenn eru nú að hefja flutninga vopna og vista til Laos, aðallega frá Japan. Þeir hafa heitið Laosstjórn mikilli að- stoð, sem aðallega er fólgin í sendingu léttra vopna «g skot- færa til landsins. ★ • ★ Utanríkisráðherra kínversku kommúnistastjórnarinnar lét svo um mælt í dag, að afskipti Sam- eínuðu þjóðanna af Laosmálinu yrðu aðeins til þess að gera mál- ið erfiðara og alvarlegra. Gagn- rýndi hann harðlega málsmeð- ferð Öryggisráðsins og sagði, að bandarískir ráðamenn stæðu að henni — og þessir sömu menn vildu líka senda hersveitir Sam- einuðu þjóðanna til Laos. Þetta er fyrsta opinbera yfir- lýsingin af hálfu Pekingstjórnar ínnar um Laosmálið. Mannslífi bjargað PARÍS, 9. sept. — Sérstakur plastútbúnaður til þess að ná vatni út úr höfuðkúpunni var i dag sendur með þotu frá Wash- ington til Lundúna. Á flugvellin- um þar beið skrúfuþota, sem sam stundis flaug með lækningatæk- in til Parísar, en á flúgvellinum þar beið hjúkrunarlið og lögregla, sem óku á 80 mílna hraða um göt- ur Parísar — til sjúkrahúss eins — þar sem sex mánaða gamall dauðvona drengur lá. Skömmu eftir fæðingu var drengurinn skorinn upp á höfði til þess að fjarlægja vatn, sem safnazt nafði í heilabúinu. Fyrir skemmstu tóku foreldrar litla drengsins svo eftir þvi, að höfuð hans tók að gildna óeðlilega mikið. Læknir gaf þann úrskurð, að skurðaðgerð yrði þegar í stað að fara fram, en nauðsynleg tæki skorti og var beðið um þau frá Philadelphiu 1 Bandaríkjunum. Líðan drengsins hefur nú batnað. Þessi litli drengur (til hægri) með vélbyssuna flúði undan kommúnistaherjunum, sem nú sækja á í Laos. Faðir hans særðist, þegar kommúnistar gerðu árás á þorpið Xieng Kho í nánd við landamæri Laos og N-Vietnam. Faðirinn lét litla son sinn hafa vopn sitt og bað hann að reyna að komast undan og bera hvatningarorð til hermanna stjórnarinnar. Drengur- inn brauzt 60 km leið gegn um frumskóginn með félaga sín- um, sem er með honum á myndinni — og fleiri flóttamönnum. Vill Mao spilla fyrir vesturför Krúsjeffs? LONDON, 9. september. — Ráðstjórnin hefur farið þess á leit við stjórnir Indlands og hins kommúníska Kína að jafna landamæra- deilur sínar á friðsamlegan hátt til þess að valda ekki of miklum viðsjám á alþjóðavettvangi svona rétt áður en þeir Eisenhower og Krúsjeff skiptast á gagnkvæmum heimsóknum. Hefur þessi afstaða Rússa vákið mikla athygli. ★ 1 opinberri tilkynningu, sem TASS-fréttastofan gaf út í dag sagði, að leiðtogar Ráðstjórnar- ríkjanna væntu þess, að þessi stærstu ríki Asíu héldu ekki áfram erjunum, sem ýmis öfl á Vesturlöndum notuðu til þess að blása upp nýja stórsjóa í sam- skiptum austurs og vesturs. Á Vesturlöndum væri nú meiri hljómgrunnur en áður fyrir samningum við kommúnistarík- in — og ekki mætti gefa and- róðursmönnum þessarar nýju stefnu tækifæri til andróðurs. ★ Yfirlýsing þessi hefur vakið áthygli á Vesturlöndum — fyrst Maria Callas og Onassis? MÍLANO, 9. sept: — Herskari lögfræðinga vinnur nú að því að jafna reikninga þeirra Mariu Callas og Giovanni Meneghini og gera út um skipti fjármuna, því að nú eru þau að skilja. Bæði hafa þau undanfarna daga ráðg- azt mikið við lögfræðinga sína — og bíða nú í sitt hvoru hótelinu eftir því að lögfræðingarnir ljúki störfum, en hvorugt hefur viljað ræða við blaðamenn um ástandið. Skipakóngurinn Onassis hefur verið Mariu Callas mjög hjálp- legur í skilnaðarmálinu — og sumir segja, að hann hafi bein- línis verið valdur að skilnaðin- um, því Maria fór í langa skemmtisiglingu með honum ásamt fleiri gestum á snekkju Onassis á dögunum. Onassis fór með Mariu Callas til Mílano henni til aðstoðar, en í dag hélt hann þaðan til Feneyja, fór þar um borð í snekkju sína og sigldi með konu sinni úr höfn. Neitaði hann með öllu, að um einhverja ást væri að ræða milli hans og Callas. — Síðar fréttist, að Onassis hefði hætt við siglinguna — og farið aftur til fundar við Callas. og fremst vegna þess, að Ráð- stjórnin styður ekki opinberlega kröfu Kínverja, sem sett er fram í bréfi Chou En-lai til Nehru, en þar krefst hann þess, að indverskar landamærasveitir verði dregnar til baka, því að þær hafi tekið sér bólfestu á ákveðnum „kínverskum“ land- svæðum. ★ Ýmsir telja ljóst, að Kínverja og Rússa greini á um afstöðuna til Bandaríkjanna — og enda þótt leiðtogar kínverskra komm- únista hafi opinberlega fagnað Bandaríkjaför Krúsjeffs, bendir margt til þess, að þeir séu sár- óánægðir. Ýmsir stjórnmálafregn ritarar hafa meira að segja vilj- að halda því fram, að Kínverjar efni nú til þessara erja með Ind- verjum til þess að reyna að spilla fyrir Krúsjeff í Banda- ríkjaförinni. Styðja Verka- mannaflokkinn BLACKPOOL, 9. sept. — í dag felldi ársþing brezku verkalýðs- samtakanna með miklum meiri- hluta að taka upp aðra stefnu i kjamorkumálum en þá, sem Verkamannaflokkurinn berst fyrir. Forseti flutningaverka- mannasambandsins bar fram til- lögu, þar sem gert er ráð fyrir að Bretar hætti öllum tilraunum með kjarnorku- og vetnisvopn og einnig framleiðslu á þeim. Var tillaga þessi felld með at- kvæðum rúmlega 5 milljóna verkamanna, en fulltrúar 2,8 millj. verkamanna samþykktu hana. Aftur á móti var sam- þykkt að styðja stefnu Verka- mannaflokksins í málum þessum, en hún er sú, að öll ríki afsalí sér kjamorku- og vetnisvopnum nema Bandaríkin og Sovétrikin. Samþykkti þingið með naum- um meirihluta að mótmæla þeirri fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að koma upp flugskeytastöðvum fyr- ir bandarisk flugskeyti. JMiprgumlilaííi^ Fimmtudagur 10. september. Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Sápa borin tvisvar í Geysl. — 6: Stóraukin útlánastarfsemi bóka safnanna. Skákbréf frá Júgóslavíu. — 10: Ritstjórnargreinar: Óttast sltt eigið útsvarsfrelsi — Nóg kom- ið. — 11: í vondri veröld er ekkert frið- lýst land. Rætt við Thor Thors sendiherra. — 18: íþróttir. De Gaulle boðar nýja stefnu PARÍS, 9. september: — De Gaulle sagði í dag, að fundir hans og Eisenhower hefðu verið mjög vel heppnaðir í alla staðl. Jafnframt var upplýst, að de Gaulle mundi 16. þ. m. gefa ná- kvæma skýrslu um Alsírmálið og boða stefnu stjórnarinnar j því máli. Alsírmálaráðherrann lét þess getið við þetta tækifæri, að Frakkar ættu nú betri skilningi að mæta meðal bandamanna sinna á þeim erfiðleikum, sem við væri að etja í Alsír. Ekkert var upplýst um þáð, hver helztu atriði hinnar nýju Alsírmála- stefnu væru, en fullvíst er talið, að hér sé um nýja stefnu að ræða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.