Morgunblaðið - 10.09.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.09.1959, Blaðsíða 10
10 MORCVIVBL AÐ1Ð Fimmtudagur 10. sept. 1959 Utg.: H.t. Árvakur Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsirigar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. ÓTTAST EIGID ÚTSVARSFRELSI AÐ hefur löngum þótt merki taugabilunar og lélegrar samvizku, ef maður óttaðist sinn eigin skugga. Ótti Framsóknar vegna útsvars- frelsis SÍS hér í bænum er af svipuðum rótum sprottinn. Altítt er, að mönnum gremjist, hversu skattaálögur eru háar. Hitt er miklu fágætara, að þeir missi stjórn á sjálfum sér, vegna þess að allt of lítið eða ekkert sé á þá lagt. Svo hefur þó nú farið fyrir forsvarsmönnum SÍS. Tíminn telur það til ofsókna „íhaldsmeirihlutans í Reykjavík“ á sam^innufélögin, að SÍS sku.i nú ekkert útsvar greiða! En það er ekki „íhaldsmeiri- hlutinn í Reykjavík", sem ræður útsvarsfrelsi SÍS. Að vísu er það niðurjöfnunarnefnd Reykjavík- ur. sem að þessu sinni komst að þeirri niðurstöðu, að ekki væri unnt að leggja neift útsvar á SÍS. Þar hafa Sjálfstæðismenn meiri- hluta, en þeir voru ekki einir um þessa ákvörðun. Fulltrúar allra flokka í nefndinni voru henni sammála. Nefndin átti einfaid- lega ekki annars kost. Hún verð- ur að fara eftir landslögum, svo sem hæstiréttur segir, að þau skuli skilin ★ Allt þangað til 1955 var taiið að leggja mætti veltuútsvar á SÍS eins og önnur kaupsýslufyrir- tæki. Á meðan svo var, vildu Framsóknarmenn ólmir, að veltu útsvörin væru afnumin eða a.m.k. settar væru um þau ákveðnar reglur, er takmörkuðu mjög þá álagningarheimild. Sérstök netnd vann þá að endurskoðun skatta- laga og var vel komin á veg með að finna lausn þessa vandamáls. En skyndilega misstu Fram- sóknarmenn allan áhuga á nýrri löggjöf um þetta efni. Það var þegar Hæstiréttur kvað upp dóm sinn hinn 29. nóvember 1955 í máli SÍS gegn Reykjavíkurbæ. Með þeim dómi var viðurkennd sérstaða SÍS í þessum efnum og dæmt, að veltuútsvar mætti ein- ungis leggja á viðskipti við utan- félagsmenn. í dómnum segir orð- rétt: „Ber því að leggja veltuútsvar á samvinnufélag í Rvík á skipti þess við utanfélagsmenn, auk tekjuútsvars á arð af þeim við- skiptum. En útsvar má hvorki beint né óbeint leggja á eign samvinnufélags né skipti þess við félagsmenn. Tekju- og veltuút- svar má því alls eigi fara fram úr hreinum arði samvinnufélags af skiptum þess við utanfélags- menn.“ Á árinu 1958 taldi SÍS sig hafa tapað rúmum 5 millj. kr. nákvæmlega 5.052.550,47 — á ut- anfélagsviðskiptum sínum. Niðhr jöfnunarnefnd taldi SÍS að vtsu hafa gert meira úr tapinu en rétt væri, en viðurkenndi þó, að tapið hefði numið hátt á fjórðu millj. kr. — nákvæmlega 3.765.311,71 ★ Að svo vöxnu máli er gersam- lega óheimilt að leggja útsvar á SÍS hér í Reykjavík. Ætla hefði mátt, að Tíminn tæki með fögn- uði þessari viðurkenningu niður- jöfnunarnefndar á þessari góð- gerðastarfsemi SÍS við utanfélags menn. Þegar niðurjöfnunarnefnd birti greinargerð sína, tók Tím- inn henni með fjandskap og tai- aði með lítilsvirðingu um „alls konar tölur og vífillengjur, þar sem reynt er að afsaka það, að íhaldið lætur S. í. S. vera útsvars frjálst að þessu sinni.“ l>á þótci Tímanum ólíkt betur að SÍS búið í Kópavogskaupstað, því að hann hafi „lagt 20 þús. kr. útsvar á S. í. S. vegna verkstæðis, sem það rekur í Kópavogi og varð þó enginn hagnaður á rekstri þess fyrirtækis.“ Sannast hér enn, að gott er að eiga góða að og aldrei bregst Finnbogi Rútur Fram- sókn! Hann gerir það meira að segja fyrir hana að leggja út- svar á SÍS, svo að ranglæti lög- gjafarinnar verði ekki eins auð- sætt og ella! ★ Meginatriði þessa máls er, að útsvarsfrelsi SÍS að þessu sinni, þrátt fyrir nær milljón kr. tekjr.- afgang — réttara sagt 882.000,00. — sannar hversu skatta — og út- svarslöggjöfin er gersamlega úr- elt orðin. Með því að segja þenn- an nær millj. kr. gróða vera af innanfélagsviðskiptum gerir SÍS sjálft sig útsvarsfrjálst. Þeir, sem svo fara að, eru óneitanlega snjall ir fjármálamenn, eða kunna að minnsta kosti að telja „rétt“ fram. Það er hins vegar ánægjulegt vitni þess, að gagnrýni Morgun- blaðsins á misnotkun SÍS að und- anförnu hefur þegar borið nokk- urn árangur, að Tíminn skuli nú kippast við og skilja, að of langt er gengið. Almenningur sættir sig ekki lengur við aðfarir SÍS-herranna. Með þeim er einungis verið að auka álögur á fólkið sjálft. í stað þess að stærsta verzlunar- fyrirtæki landsins taki á sig rétt- mætan hluta af skattbyrðinm, safna SÍS-herrarnir í sjóði, sem þeir síðan verja, eins og þeim sjálfum þóknast og gleyma þa aldrei hinni „vissu samstöðu" við valdabraskarana í forystuliði Framsóknar. NÓG KOMIÐ UTAN UR HEIMI Hæfileikaskortur milljóna virði ItöEsk kvíkmynd, sem engínn vildi líta við í fyrstu, reynist nú mesta tekjulindin á markaðinum ALLT getur gerzt í Ameríku — segja sumir að minnsta kosti. — Til dæmis það, að kvikmynd, sem helzt ekkert kvikmyndahús upphaflega vildi kaupa, kvikmynd með óþekktri „stjörnu“ í aðalhlut- verki — sem auk þess er alls ekki kvikmyndaleikari — verði „aðstandendum“ sínum meiri tekjulind en áður hefur þekkzt. >v Umrædd kvikmynd hefir þeg- ar verið gerð í 600 eintökum. Hún er um þessar mundir sýnd í ekki færri en 135 kvikmyndahúsum í New York-borg einni — og er i þann veginn að verða „tekju- hæsta“ kvikmynd á bandaríska markaðinum. — Og allt er það vegna þess, að einn sniðugur ná- ungi sér peningana velta, þar sem aðrir sjá ekki neitt, og hikar ekki við að eyða nokkrum milljónum í auglýsingastarfsemi, í þeirri bjargföstu trú, að hánn fái þær aftur — margfaldar. Sem sagt — ,,spennandi“ ♦ Maðurinn heitir Joseph E. Lev- fne, 53 ára gamall Bandaríkja- maður, sem fengizt hefir við hin margvíslegustu störf um dagana. Hann hefir verið blaðasali, söiu- maður, veitingaþjónn og öku- kennari — svo að nokkuð sé nefnt. Og loks tók hann að fást við dreifingu kvikmynda. —- Fyrir nokkru sá Levine ítalska kvikmynd, sem nefnist „Herkúl- es“. Myndin þykir gersneydd list- rænum hugmyndum, en aftur á móti er þar gnótt litríkra atburða — og fjöldi fagurra kvenna. Sýnd ir eru skipstapar, landskjálftar og aðrir æsandi viðburðir — sem sagt „spennandi". — Og síðast en ekki sízt, að dómi Levines, er aðalhlutverkið, Herkúles, „leik- ið“ af Steve nokkrum Reeves, sem á sínum tíma var kjörir.n „Herra Ameríku", en það þýðir, að hann hefir óvenjulega vöðva- stæltan líkama. Tvö hjörtu ! MOSKWJ, 8. sept. (Reuter). — Rússneskur vísindamað- ur lét svo um mælt hér í dag, að þess verði e. t. v. ekki langt að bíða, að skurðlæknar gæti fjarlægt sjúkt hjarta eða lungu úr mönnum og grætt heilbrigt líffæri í staðinn, sem tek- in væru úr látnu fólki, er dáið hefði af öðrum orsök- um en hjarta- eða lungna- sjúkdómum. Ennfremur sagði vísinda- maðurinn, Vladimir Domi- kov, að það væri „vísinda- legur möguleiki“ að búa sjúkling tveim hjörtum, sem störfuðu samtímis. Framleiðendur kvikmyndarinn ar höfðu um nokkurra ára skeið reynt að koma henni á framfæri við bandaríska umboðsmenn — án árangurs. Þeir vildu ekki við henni líta. — En Levine þóttist viss um, þegar hann sá hana, að I einmitt slíka mynd mundi al- menningur flykkjast til að horfa á, ef hann aðeins fengi um hana að vita. Hann keypti því kvik- myndina, lét setja í hana enskt tal — og hóf einhverja hina mögn uðustu auglýsingaherferð, sem um getur í Bandaríkjunum — og er þá nokkuð sagt. ☆ Vinsæll hrærigrautur ♦ Talið er, að auglýsingakostnað- urinn nemi til þessa sem svarar 20—25 milljónum ísl. kr. — Lev- ine auglýsti í útvarpi og sjón- varpi, hann gaf út litmyndahefti um Herkúles, og hanh fékk mat- sölustaði til þess að selja „Her- kúles-hamborgara“ — svo nokk- uð sé nefnt. Brátt var talað um hann Herkúles um gervöll Banda ríkin — og svo kom kvikmyndin, þegar búið var að vekja nægi- legan áhuga á efninu. — Hún er ,Herra Ameríka“ sem Herkúles — „vöðvaleiklist" þegar orðin einhver mesta tekju- lind, sem um getur, á sínu sviði — enda þótt „efni“ hennar sé nánast ekki neitt, eða a. m. k. einstæður hrærigrautur. Þar er t. d. hvað eftir annað ruglað sam- an sögunum um Herkúles pg Samson, og annað eftir því. Og Steve Reeves, sem virðist ger- samlega sneyddur leikhæfileik- um — notar vöðvakraftinn í stað inn. Áhorfendum virðist hins vegar líka sá „leikmáti“ ágæt- lega. „Vöðvafjallið" Reeves, sem var kjörinn „Herra Ameríka" árið 1947 — en var löngu fallinn í gleymsku — er nú skyndilega kpminn í tölu tekjuhæstu kvik- myndaleikara heimsins — þó svo honum sé fyrirmunað að gsta sýnt af sér nokkuð, sem kalla má leiklist. ☆ Meira af svo góðu ♦ Og nú ætlar ítalsk-amerískt kvikmyndafélag að gera fram- hald af myndinni um Herkúles — og auk þess á Reeves að „leika'* í tveim öðrum myndum, sem að líkindum verða af svipuðum gæðaflokki og hin fyrsta. Mynd- irnar eru „Síðustu dagar Pomp- eii“ og „Orrustan við Marathon“. „Ef t. d. annar hvor þeirra Victors Matures eða Clarks Gables hefði verið látinn leika aðalhlutverk í slíkum myndum, hefði ekki nokkur lifandi sál viljað sóa fjármununum í að sjá þær.“ er haft eftir Levine. „En nú er það Reeves — allir vilja sjá vöðvana hans, og satt að segja kemur fjöldi manns aðeins til þess að forvitnast um, hvort myndin sé raunverulega eins ié- leg og af er látið. En það gerir ekkert til — það, sem skiptir máli, er að fólkið sæki myndina, af hvaða ástæðum sem það er.“ „Mótmæladogur" n Möltu ☆ STÖÐUGT berast nýjar fregnir af yfirgangi og lögbrotum varnarliðs- manna á Keflavíkurflugvelli. Tíminn og Þjóðviljinn gera nú raunar mun meira úr árekstrum við varnarliðsmenn en á meðan V-stjórnin sat. Þá þótti henta að reyna að draga dul á það, sem miður fór í því skyni, að fremur gleymdust svik Framsóknar og kommúnista á loforðinu um brott rekstur hersins. En óheilindi þess ara flokka í varnarmálunum skipta hér minnstu máli. Sá yfirgnæfandi meirihluti ís- lendinga, sem enn telur þörf á vörnum íslands, krefst þess hik- laust, að varnarliðsmenn virði íslenzk landslög. Tafarlaust verð ur að bæta úr því, sem misfarið hefur í þessum efnum. Þeir, sem af sér hafa brotið verða að hljóta þá refsingu, sem þeir hafa unnið til. Umfram alt ber að tryggja, að sams konar hneyksli endurtakist ekki héðan í frá. VALETTA, Möltu, 8. sept. — (Reuter) — Dom Mintoff, foringi verkalýðsflokksins og fyrrver- andi forsætisráðherra, hélt ræðu á fjölmennum útifundi, sem hann hafði boðað til í dag til þess að mótmæla brezkum yfirráðum á Möltu. Nefndi hann daginn í dag „Mótmæladaginn“. — Mintoff kvaðst hafa gert uppkast að „mót mælabréfi“ til Macmillans for- sætisráðherra. Las hann það upp fyrir mannfjöldanum og óskaði ■ eftir samþykki við því, að hanu sendi það. MikiII meirihluti við- staddra rétti upp hönd til sam- þykkis. I bréfinu segir m. a, að Möltu- búar muni hafna allri samvinnu við 3reta „í friði og stríði“, þar til þrezkum yfirráðum á Möltu sé lokið. Einnig er í bréfinu vís- að til stofnskrár og mannréttinda yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna og Bretar beðnir að halda þær í heiðri „með því að veita Möltu- búum sjálfsákvörðunarrétt“. Og fólkið streymir til þess að horfa á „vöðvafjallið“ — i milljónatali. En Josep Levine mokar upp peningum fyrir kvik- myndina, sem enginn vildi sja í fyrstu. — í allri auglýsingaherferðinni hefir hann vandlega forðazt emn hlut. Hann vill alls ekki sjá Reeves í Bandaríkjunum. „Hann lítur ósköp hversdagslega út full- klæddur," segir Levine, „og það gæti spillt fyrir „businessinum“, ef fólk fengi að sjá hann þannig."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.