Morgunblaðið - 18.09.1959, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.09.1959, Blaðsíða 19
Fostudagur 18. sept. 1959 MORGVNBL 4Ð1Ð 19 — Njála Framh. aí bls. 11 sónum. Nú hagar svo til um Njálu og aðrar íslendinga sögur, að í þeim geta verið íólgnar ýmsar ábendingar, sem samtímamenn gátu skilið, en vér hendum eng- ar reiður á. Eins og kunnugt er, þá er mikið um lifandi mann- lýsingar í sögunum. Engar líkur eru til, að arfsögur um vaxtar- lag og háralit íslenzkra bænda á 10. öld. hafi varðveitzt fram á 13. öld. Hitt er miklu sennilegra, að höfundur sagnanna hafi tek- ið fyrirmyndir úr samtíð sinni. Mig minnir, að Einar Ólafur hafi einhvers staðar bent á, að lýsing- in á Skarphéðni í Njálu sé býsna lík því, sem Sæmundi Ormssyni er lýst í Svínfellinga sögu: „föl- leitur, eygður vel og nokkuð munnljótur". Hafi Svínfellingur skrifað Njálu, eins og haldið hefur verið fram, hvort sem það var Þorvarður Þórarinsson eða einhver annar, má nærri geta, hvort hann hafi ekki þekkt Sæ- mund. Og þeir, sem fyrst hlýddu á Njálu og lásu hana, hafa að sjálfsögðu kannazt við lýsinguna. Um skapgerðarlýsingar í íslend- inga sögum getur gegnt svipuðu máli. Sé þetta rétt athugað, hafa mannlýsingar í fornsögum verið lyklar að réttum skilningi á þeim, lýsingarnar hafa hjálpað mönn- um til að átta sig á, hverjir sam tímamenn voru látnir birtast í gervi fornmanna. Líkingarnar, sem Barði bendir á, með atburðalýsingum Njálu og frásögnum í þrettándu aldar heimildum, eru svo margar og nánar, að fram hjá þeim verður ekki gengið. Hitt er svo annað mál, að vér getum ekki vitað, að hve miklu leyti höfundur henn ar hagaði því svo til af ásettu ráði. En óhugsanlegt er, að sam- tímamenn hans hafi ekki áttað sig fullkomnlega á þeim líkingarat- riðum, sem Barði hefur bent á. Það verður aldrei nógsamlega brýnt fyrir fræðimö'nnum, sem fjalla um íslendinga sögur, að höf undar þeirra voru að rita fyrir samtið sína, og vér getum ekki vænzt þess, að oss verði auðið að skilja sögurnar á sama hátt og for feður vorir á 13. öld. Ein tegund „lykla“, sem Barði leggur áherzlu á, eru gervinöfn. í Njálu koma til að mynda fyrir nöfn norskra stýrimanna, sem eru auðsæilega mynduð eftir heitum Norðmanna, sem komu til íslands um miðja 13. öld. Á það hafði Einar Ólafur áður bent, eins og Barði víkur að í ritgerð sinni. Að hyggju Barða eru nöfn þessi ekki gerð af handahófi, heldur eiga þau að minna menn á til- tekna atburði, sem gerðust á dög- um höfundar. Þá ræðir Barði um gervinöfn, sem eru lík að hljóm- falli, lengd eða merkingu nöfn- um þeirra, sem átt er við. Þannig telur hann, að nöfn feðganna í Njálu Valgarðs og Marðar eigi að minna á nöfn Saurbæjarfeðga Þorvarðar og Þórðar, svo að eitt dæmi af mörgum slíkum nafna- samstæðum sé nefnt. En vitan- lega eru það ekki nöfnin ein, sem áttu að leysa dulmál skáldsög- unnar; höfundi voru tiltæk önn- ur ráð, svo að ekki yrði um villzt. V Ef höfundum Njálu, Ljósvetn- inga sögu og ölkofra þáttar hef- ur verið svo mikið í mun, sem Barði vill vera láta, að ná sér niðri á andstæðingum sínum, verður að gera ráð fyrir því, að höfundar hafi treyst því, að verk þeirra yrðu fljótt kunn. Og raun- ar bendir margt til þess, að ís- lendinga sögur hafi náð furðu skjótri útbreiðslu. í sjólfu sér liggur beinast við að telja, að hinn óseðjandi markaður fyrir skemmtirit á fslandi á 13. öld hafi séð fyrir því, að sögurnar bær- ust fljótt og víða. En séu þess- ar sögur að verulegu leyti „níð- rit“, er sennilegt, að höfundar hafi látið sér annt um, að sög- umar bærust sem fyrst til eyma þeim, sem níðið átti að bíta, ekki sízt þar sem svo var um hnútana búið, að málssóknir gátu ekki hafizt af níðinu. Ég get ekki var- izt því að hugsa mér, að ölkofra þáttur hafi verið saminn í því skyni að skemmta með alþingis- gestum. Um alþi ígistímann hafa sögur verið lesnar upp tii skemmt unar mönnum, og hafi ölkofra þáttur verið lesmn upp á Þing- velli, getur naumast hjá þvi hafa farið, að þeir, sem hnúturnar voru ætlaðar, aafi verið þar til viðtöku. Þá er það einnig senni- xegt, að sumar sögurnar hafi ver- ið samdar í því skyni að skemmta mönnum við ákveðið tækifæri; mætti láta sér til hugar koma, að sumar sögurnar hafi verið ritaðar upphaflega til að skemmta með brúðkaupsgestum í veizlum þeim, sem lýst er í Sturlungu. Hversu sem þeim mál um er farið, þá er hitt sennilegt, að höfimdur Njálu hafi haft á- kveðna áheyrendur 1 huga. Eins og mörg önnur fornrit vor mun hún upphaflega hafa verið sam- in í ákveðnum tilgangi; hlutverk hennar hefur í öndverðu verið miklu þrengra en síðar varð. VI f sambandi við þá kenningu, , að sumar íslendinga sögur séu dulbúnar skáldsögur, er rétt að athuga, hvort nokkur almenn bókmenntaleg rök séu henni til stuðnings. Einar Ólafur Sveins- son hefur haldið því fram, að Njála sé of mikið listaverk til að vera lykilróman um samtímann. Hann skýrir áhrif samtímans á söguna á þá lund, að höfundur hennar hafi að vísu stuðzt við reynslu sína, en hafi hins vegar að öllum líkindum „haft óbeit á óunninni stælingu atburða sam tímans, nema hrein smáatriði væru“. Skilningur Eihars Ólafs er því allur annar en Barða. Ég fæ ekki séð, að Njála þurfi að vera minna listaverk, þótt hún sé dulbúin skáldsaga um sam- tímann. Áhrif sögunnar á áheyr- endur og lesanda hafa vitanlega verið magnaðri, ef hún fól í sér tilvitnanir til nýorðinna atburða. Og hafi höfundur verið að túlka samtímamenn sína með mann- lýsingum sögunnar er það vitan- lega ekki mmna listaafrek en hitt, að hann hafi glæít hinar fornu hetjur nýju iífi. í íslenzkum fornkveðskap leik ast á samtíð og fortíð. Það er eitt af höfuðeinkennum drótt- kvæða, að samtímaviðburðum sé iýst með því að vísa til atburða í hetju- og goðasögum. Skáldin þekktu aragrúa af sögum og sögn um, sem þau beittu til að skýra samtímann. Þetta kemur greini- lega fram í notkun kenninga, sem drengar eru af slíkum sögum. Kenningarnar gegndu meðal ann- ars því hlutverki að minna menn á fornar sögur, sem vörp- uðu einhverju ljósi á það, sem verið var að lýsa. Áhrifum náðu skáldin með fjölbreyttum hug- renningatengslum, þau knúðu menn til að skoða samtímavið- burði í Ijósi fornra sagna. Oft eru tilvitnanir næsta myrkar, en stundum gerast skáldin berorð, eins og til að mynda Gísli Súrs- son, þegar hann ber brigðlyndi systur sinnar saman við tryggð Guðrúnar Gjúkadóttur, sem réð bónda sínum bana til að hefna bræðra sinna. Um þetta ein- kenni dróttkvæða mætti fara mörgum orðum, en hér er á það minnzt í því skyni að sýna fram á, að fornmönnum var tamt að nota sögur til að skýra samtím- ann. Ef fornsögur vorar eru dulbún- ar skáldsögur um samtíð höfunda, hefur merkileg bókmenntaþróun gerzt. Islenzkir höfundar á 13. öld hikuðu ekki við að lýsa samtíð sinni berum orðum og á Iistrænan hátt, og er íslendinga saga Sturlu Þórðarsonar fegursta dæmi þess. Hvers vegna gripu aðrir höfundar til þess úrræðis að dylja samtímamenn sína í gervi fornmanna? Er sennilegt, að það hafi verið gert, ef þjóðin hafði ekki vanizt slíku fyrirbæri? Freistandi væri að rekja þetta atriði nánar, en hér er þess ekki kostur. Til gamans get ég minnt á söguna af Haraldi harðráða og Þjóðólfi skáldi. Þeir komu eitt sinn að skinnara og járnsmið, sem voru að fljúgast á. Konung- ur það þá Þjóðólf að kveða um áflogin og láta annan verá Geir- röð jötun og hinn Þór. Konung- ur var því að fá skáldið tii að heimfæra alkunna goðsögu á þessa kumpána. Þegar Þjóðólfur hafði ort vísu um þetta, bað kon- ungur hann að yrkja aðra vísu og láta annan vera Sigurð Fáfnis- bana og hinn Fáfni. Þetta dæmi og aðrar svipaðar sögur getur verið gott að hafa í huga, þegar rætt er um bókmenntalega ann- marka á því, að fslendingar að fornu hafi samið dulbúin rit. í vísum Þjóðólfs er það vitanlega gert ljóst, að verið er að fjalla um tvennt: hin fomu sagnaminni annars vegar og skinnarann og járnsmiðinn hins vegar. Næsta stig hefur verið að taka forna sögu að yfirskini og nota hana til að lýsa með samtíðarmönnum án þess að hafa berorðar tilvitnanir til þeirra. VII Það var ekki ætlun mín að skrifa ritdóm um verk Barða, enda hefur það ekki verið gert. Þessar hugleiðingar mínar eru næsta sundurleitar athugasemdir um geysivíðtækt efni. Ég get ekki skilizt svo við þetta mál, að ég hvetji ekki menn til að lesa „Höfund Njálu“. Mörgum aðdá- endum íslenzkra fornsagna mun eflaust þykja miður, að hinn látni fræðimaður varði svo mikl- um lærdómi til að gjörbreyta skilningi manna á höfuðverki ís- lenzkra bókmennta. En hinu mega tortryggnir menn þó ekki gleyma, að langar aldir hafa lið- ið, síðan Njála var rituð, og því er eðlilegt, að skilningur vor á henni sé annar en ætlazt var til í — Kvikmyndir Framh. af bls. 6. gömlu nemenda hennar að heim sækja hana og við það rifjast upp fyrir henni líf hennar frá því hún gerðist kennslukona og af- skipti hennar af börnunum, sem hún alltaf hefur reynt að leið- beina og styðja í vandamálum þeirra. Eru þessar hugleiðingar kennslukonunnar meginefni myndarinnar. Hugmynd þessi er góð og þannig á henni haldið, að ég held að flestir munu hafa ánægju af að sjá myndina enda þótt því verði ekki neitað að mjög slái útí fyrir höfundinum í lok myndar- innar, eins og svo oft vill verða um svipaðar myndir af svipuðu tagi. Jennifer Jones leikur kennslu- konuna með ágætum. Aðrir leik- endur fara einnig vel með hlut- verk sin. Bátur til sölu Tæplega 2ja smálesta vél- bátur í Hnifsdal er til sölu. Báturinn er fjögra ára gamall með sex hestafla Gautavél, sem er tveggja ára gömul. Semja ber við Guðjón Sig- urðsson Hnífsdal eða Sigurð Bjarnason alþingismann, síma 2-24-80, Reykjavík. Til sölu 4ra herb íbúð, 109 ferm., vest arlega við Sólvallagötuna. — Sérstaklega hagkvæmir greiðsluskilmálar. Upplýsing- ar veitir: Gunnlaugur Þórðarson, hdl. Sími 16410. öndverðu. Og hafi rit Barða fært oss nær þeim skilningi þá hljót- um vér að taka hann fram yfir barnatrú vora. Kenningar Barða munu gjalda þess, hve málið er viðkvæmt. En jafnvel þeir, sem fordæma niðurstöður bókarinnar, munu njóta þess að lesa hana, því að hún er skemmtileg af- lestrar, rituð af mikilli þekkingu og sums staðar af mikilli iist. Og bókin er ekki sízt auðug heimild um mikinn lærdóms- og gáfu- mann, sem beitti frábærri hug- kvæmni og þekkingu til að leysa einhverja torræðustu gátu ís- lenzkra bókmennta. Hermann Fálsson. Við þokkum hjartanlega alla vinsemd okkur sýnda á 60 ára afmælum okkar 6. júlí og 13. sept. Guðríður Nikulásdóttir, Öskar Guðmundsson, Skerseyrarvegi 3, Hafnarfirði Atvinnurekendur Vélvirki óskíir eftir vel launaðri vinnu. Er vanur allri járnsmíði og viðgerðum á þungavinnuvélum, einnig akstri vörubifreiða. Þeir sem vildu sinna þessu leggi nafn og símanúmer á afgreiðslu blaðsins, merkt: „Vélvirki — 4754“. Stahl Wille . verkfærin eru komn. Verzl. B. H. Bjarnason JOHAN VILHEM LINDBERG lézt að Elliheimilinu Grund 16. sept. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. sept. kl. 1,30 e.h. Gils Sigurðsson Sonardóttir mín HELGA SIGURÐARDÓTTIR sem lézt 11. sept. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju 19. sept. kl. 10,30 f.h. Athöfninni verður útvarpað. Gísli Sigurðsson, Óðinsgötu 16 og ættingjar. Jarðarför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu MAGNEU V. MAGNÚ SDÓTTUR Höfðaborg 47, fór fram þriðjudaginn 15. þessa mánaðar. Þórður Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Kveðjuathöfn um BJARNEYJU J. EINARSDÓTTUR frá ísafirði fer fram frá Dómkirkjunni, laugardaginn 19. sept og hefst kl. 1,30 e.h. Jarðað verður á ísafirði þriðjudaginn 22. september. Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeir sem vildu minn- ast hinnar látnu er bent á Kvennadeild Slysavarnafélags íslands í Reykjavík og á Isafirði. Fyrir hönd ættingja. Karvel Sigurgeirsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför BJARNA ARNASONAR frá Einarsbúð á Brimilsvöllum Vandamenn Hjartans þakkir til allra f jær og nær sem sýndu okkur hluttekningu og vinarhug við andlát og jarðarför JÓNU MAGNÚ SDÓTTUR frá Bolungarvík. Aðstandendur hinnar látnu. Þökkum innilega hluttekningu og vinsemd við andlát og jarðarför ÓLlNU ANDRÉSDÓTTUR THORODDSEN frá Vatnsdal Ólafur E. Thoroddsen, börn, tengdaböm og bamabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.