Morgunblaðið - 20.10.1959, Page 2

Morgunblaðið - 20.10.1959, Page 2
2 MORCVNTtLAÐlÐ Þriðjudagur 20. okt. 1959 Stalinsaðferð!r ekki gleymdar Sendiráðsmaður gripinn á götu í Moskvu MOSKVU — Sl. Iaugardagskviild tilkynnti bandaríska stjórnin, að yfirmaður öryggisþjónustu banda ríska sendiráðsins í Moskvu hefði verið handtekinn af „ó- þekktum, sovézkum yfirvöldum", sem fyrst hefðu sakað hann um njósnastarfsemi, síðan reynt að þvinga hann til að njósna fyrir Rússa, gegn Bandaríkjamönnum, og loks — er það ekki tókst — vísað honum úr landi. - 'k — 1 tilkynningu utanríkisráðu- neytisins í Washington sagði, að Russel A. Langelle, en svo heitir sendiráðsstarfsmaðurinn, hefði verið handtekinn af fimm óein- kennisklæddum mönnum og færður til byggingar nokkurrar í Voroskovo-stræti, þar sem honum hefði verið haldið í nær tvær klst. sakaður um njósnastarfsemi. Þegar Langelle neitaði að ræða slíka ákæru við umrædda menn, segir í tilkynningunni, tóku þeir að hóta honum. Þeir héldu því m. a. fram, að frið- helgi hans sem erlends sendi- manns væri úr sögunni, og væri því hægt að fangelsa hann. Jafn- vel hótuðu þeir honum líkam- legu ofbeldi. — Þegar Langeile neitaði enn sem fyrr að tala við Rússana, reyndu þeir með ým^u móti, eftir því sem bandaríska utanríkisráðuneytið segir, að fá hann til þess að takast á hendur njósnir fyrir Rússa — gegn Bandaríkjamönnum. Beittu þeir til þess jöfnum höndum hótun- um og fjártilboðum. ★ ÞEGAR Langelle var handtekinn var hann að stíga út úr almenn- ingsvagni. Fimmmenningamir gripu hann umsvifalaust, tóku fyrir munn hans og drógu hann upp í fólksbíl, sem þegar ók af stað. Meðan stóð á þófinu milli þeirra í umræddu húsi við Voros- kovostræti, dró einn Rússanna fram vasabók, sem hann sagði ýmsar hernaðarlegar upplýsingar væru skráðar í. Sagði hann þetta vasabók Langelle. Langelle sagðist hins vegar aldrei hafa séð umrædda vasabók — og var honum sleppt eftir að Rússarnir töldu vonlaust að fá hann til njósna, né til þess að játa á sig njósnir. í yfirlýsingu Ráðstjórnarinnar um málið, segir, að mennirnir, sem handtóku Langelle á götunni hafi ekki verið lögreglumenn, heldur óbreyttir borgarar, sem fært hafi Bandaríkjamanninn tii næstu lögreglustöðvar. Þeir hafi séð hann afhenda bandarískum njósnara böggul með 20.000 rúbl- um, en það hafi verið mútufé. Síðan hafi mennimir fylgt Lang- elle eftir og handtekið, en hann hafi samstundis verið látinn laus, er það kom í ljós í lögreglustöð- inni, að hann var banadrískur sendiráðsstarfsmaður. Bandaríska sendiráðið mót- mælti tafarlaust þessari frunta- legu árás, en þegar fulltrúi sendi ráðsins hugðist í dag afhenda formleg mótmæli neitaði Ráð- stjórnin að taka við þeim. Málið væri útrætt. Langelle hélt frá Moskvu í dag, en fjölskylda hans fer þaðan eftir nokkra daga. Mikillar gremju gætir í Banda- ríkjunum vegna þessa máls og finnst mönnum framkoma Ráð- stjórnarinnar furðuleg. Tvær til- gátur eru algengastar: Að Krú- sjeff hafi sjálfur fyrirskipað þetta bragð til þess að draga úr hrifningu Rússa á Bandaríkja mönnum eftir Bandaríkjaför sína —, eða, að sterk öfl önnur en Krúsjeff, innan Ráðstjórnar- innar, hafi gert þetta til þess að draga úr áhrifum ræðu þeirr- ar, er Krúsjeff flutti eftir heim- komuna frá Bandaríkjunum. Þar bar hann lof á Bandaríkjamenn fyrir margar sakir — og sagði m. a. að bandaríska þjóðin vildi frið. Hringuriim af Hedtoft til Grænlands KAUPMANNAHÖFN, 19. okt. — Stjórn Grænlandsverzlun- arinnar ákvað á fundi sínum í dag, að björgunarhringurinn af Hans Hedtoft, sem fannst í Grindavík ekki alls fyrir löngu, yrði komið fyrir í kirkjunni í Julianehaab á Grænlandi. — Julianehaab var bæði fyrsta og síðasta höfnin, sem Grænlandsfarið Hans Hedtoft kom í. — Síðar verður ákveðið hvenær og hvernig athöfnin í kirkjunni fer fram, þegar björgunar- hringnum verður komið þar fyrir. Þórarinn 02 Evsteinn sóttu um útsvarslækkun MORGUNBLAÐINU barst í gær endurrit úr fundargerðarbók Nið urjöfnunarnefndar, og mun það sent blaðinu vegna skrifa Tím- ans sl. sunnudag þar sem látið er að því liggja, að umræddir menn hafi ekki sótt um lækkun á útsvari sínu. Endurritið er svohljóðandi: Ár 1959, mánudaginn 19. okt., kl. 4 síðdegis, hélt nefndin fund á venjulegum stað. Allir nefnd- armenn mættu nema E. Á. Þetta gerðist: 1. Formaður skýrði frá því, að í Tímanum í gær hefði birzt grein, þar sem því sé haldið fram, að nefndin hafi lækkað útsvör þeirra Þórarins Þórar- Hafin bygging á nýju Tónlistarfélagsbíói 1300 sæta aukning væntanleg í kvik- myndahúsum bæjarins í SKIPHOLTI teygir sig nú húsgrunnur upp úr jörðinni. Er það hið nýja kvikmyndahús Tón- listarfélagsins. Er þessi bygging aðeins fyrirhuguð sem kvik- myndahús fyrir um 550 manns, þv£ hljómleikasalur mun eiga að koma annars staðar. Eisenhower til Parísar Hittir þar Macmillan, de Gaulle og Adenauer LONDON, 19. október. — Haft er eftir áreiaðnlegum heimildum, að Eisenhower muni koma til Evrópu í næsta mánuði og halða fund með Macmillan, de Gaulle og Adenauer, sennilega í París. Ennfremur er sagt, að Eisen- hower hafi sent þessum leiðtog- um persónuleg bréf um helgina og rætt málið. Lokaákvörðun um fund leið- toga austurs og vesturs verður því ekki tekin fyrr en að þess- um fundi loknum. Margt er enn á huldu um afstöðu Vesturveld- anna, sem leitt mun til lykta á Parísarfundinum. Það er t. d. skoðun Adenauers, að afvoþnun- armálin eigi að vera efst á dag- skrá, þegar sezt verður að fund- arborðinu með Krúsjeff. Mac- millan hefur hins vegar mestan áhuga á Berlínarmálinu. Þá er ekki vitað hver sameig- inleg afstaða Vesturveldanna verður, ef Krúsjeff krefðist þess, að fulltrúi kínverskra kommún- KOSNIN G ASKRIF - STOFA SJÁLF- STÆÐISFLOKKSINS í REYKJAVÍK er í Morgunblaðshús- inu, Aðalstræti 6, II. hæð. — Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 10—22. — k ★ k Stuðningsfólk flokksins er beðið að hafa sam- hand við skrifstofuna og gefa henni upplýs- ingar varðandi kosn- ingarnar. k ★ k Athugið hvort þér séuð á kjörskrá í síma 12757. k ★ k Gefið skrifstofunni upp- lýsingar um fólk sem verður fjarverandi á kjördag, innanlands og utan. k k k Símar skrifstofunnar eru 13560 og 10450. Aðeins 5 dagar til kosninga ista yrði með á fundinum — og heldur ekki, hvort Vesturveldxn eru þeirrar skoðunar, að fulltrú- ar A- og V-Þýzkalands eigi að sitja fundinn. De Gulle ræddi við ráðherra sína um undirbúning að París- arfundinum og Macmillan og Lloyd ræddust einnig við um málið í dag. Ráðagerðin um Washingtonför Macmillans er því að engu orðin með þessu. Væntanlega mun sætum í kvik myndahúsum bæjarins því fjölga mjög á næstunni. Auk Tónlistar- félagsbíósins er að rísa upp nýtt Háskólabíó á Melunum fyrir um 980 manns og í nýja Laugarás- bíóinu verður rúm fyrir 500 manns. Ekki er vitað hvort lögð verða niður hin gömlu bíó þess- ara stofnana Tjarnarbíó og Tri- pólíbíó, en þau eru bæði mun minni en nýju kvikmyndahúsin. Þó þau verði lögð niður eykst sætafjöldinn eitthvað um 1300 sæti. Kvikmyndahúsin í bænum munu nú taka um 4.500 manns og auk þess sækja Reykvíkingar kvikmyndasýningar í Kópavogs- bíó, sem tekur 285 og í kvik- myndahúsin í Hafnarfirði, sem taka samtals 644 bíógesti í sæti. Einnig eru í bænum tvö leikhús, sem taka 967 sýningargesti í sæti, Þjóðleikhúsið 661 og Iðnó 306. Kvikmyndahúsin, sem nú starfa í bænum taka: Gamla bíó 598 manns, Nýja bíó 494, Tjarn- arbíó 387, Austurbæjarbíó 787, Stjörnubíó 512, Tripólíbíó 355, Hafnarbíó 422. Fjölsóttir framboðs- fundir á Norðurlandi UNDANFARIÐ hafa staðið yfir , bænda á Alþingi, um langt ára- bil þótt mælast vel og frammi- staða hans öll sérstök. í Norðurlandskjördæmi hinu vestra, framboðsfundir, hafa þeir verið sameinlegir, og fram- bjóðendur allra flokka leitt sam an hesta sína. Hafa fundirnir verið mjög fjölsóttir. Ræðumenn Sjálfstæðisflokks- ins á fundunum hafa verið þrír efstu menn listans: Séra Gunnar í Glaumbæ. Einar Ingimundar- son bæjarfógeti og Jón Pálmason á Akri. Undirtektir fundarmanna und ir ræður þremenninganna hafa verið með afbrigðum góðar, enda hafa þeir haldið skörulegar ræð- ur og túlkað afstöðu Sjálfstæð- isflokksins gagnvart hinum ýmsu þjóðmálum, á glöggan og skilmerkilegan hátt. Hafa þeir og þjarmað óspart að andstæðing- um sínum, einkum þó Framsókn armönnum og kommúnistum sem lagt hafa allt kapp á að verja v-stjórnina og feril henn ar. Það hefur komið mjög berlega í ljós á fundum þessum að kjós- endur almennt í hinu víðlenda kjördæmi, hafa fullan hug á því, að Jón Pálmason, 3. maður á lista Sjálfstæðisflokksins megi fagna glæsilegum kosningasigri. Prýðilejí kvöld- vaka Sjálfstæðis- marma á Akranesi AKRANESI, 19. október. — Kvöldvakan, sem Sjálfstæðis- menn á Suðvesturlandi hélau sunnudagskvöldið 18. október á Hótel Akranesi, hófst kl. 9. Njáll Guðmundsson, íorm. Sjálfstæðisfélags Akraness, setti samkomuna. Ræðumenn voxu Sigurður Ágústsson, alþingismað- ur, Friðjón Þórðarson, alþingis- maður, Ásgeir Pétursson, deild- arstjóri og Jón Árnason, aiþmg- ismaðúr. Fjölmennt var og var ræðum þeirra mjög vel tekið. Til skemmtunar voru leikþætt- ir og söngur. Jón Sigurbjörnsson söng mörg lög með undirleik Fritz Weisshappels. Dansað var á eftir til kl. 2 um nóttina. Var kvöldvakan prýðileg í alia —.*■.*■.*■.*■■*—-Hefur þessum virðulega fulltrúa staði. — Oddur. inssonar ritstjóra og Eysteins Jónssonar fv. ráðherra án kæru eða beiðni af þeirra hálfu. í tilefni þessa tekur Haraldur Pétursson fram, að Þórarinn Þórarinsson hafi persónulega til hans leitað í hinum aug- lýsta viðræðutíma nefndarinn ar og spurzt fyrir, hvort hann gæti fengið lækkað útsvar sitt. Þótti nefndarmönnum nokkur ástæða til linunar á útsvars- upphæðinni vegna fjölskyldu þunga gjaldandans og annars kostnaðar, gerði því tillögu um 2100 kr. lækkun, og var hún síðar samþykkt í nefnd- inni. Nefndarformaður getur þess i sambandi við lækkún á út- svari Eysteins Jónssonar, að til sín hafi komið í hinum auglýst viðtalstíma nefndar- arinnar Ragnar Ólafsson, deildarstjóri á Skattstofunni, og farið fram á lækkun út- svars Eysteins vegna breyttra aðstæðna hans. Var Ragnar mættur á fundinum og viður- kenndi frásögn þessa rétta. — Kvaðst nefndarformaður hafa getað fallizt á hina frambornu ástæðu, gert tillögu um 5400 kr. lækkun á útsvari gjaldandans, og hafi sú til- laga siðar verið samþykkt af nefndinni, m. a. vegna þess, að gjaidandinn mundi hafa lægra kaup á yfirstandandi ári en sl. ár vegna missis ráð- herralauna. • • • Guttormur Erlendsson. Sigurbjörn Þorbjörnsson, Haraldur Pétursson, Björn Kristmundsson. Friðrik vann Benkö BELGRAD, 19. okt. — Síðasti hluti kandidatamótsins hófst hér í gær. í 22. umferð vann Tal Smyslov. Fórnaði Tal manni og virtist skákin honum töpuð, en hann snéri á Smyslov í tíma- þröng og sigraði. Biðskák varð hjá Keres og Fischer, Gligoric og Benkö og Friðrik og Petrosjan. Keres og Gligoric standa betur að vígi í sínum skákum. Staðan í skák Friðriks og Petrosjans er sem hér sýnir (Friðrik hefur hvítt): abcdefgh Skákin er tvísýn, en jafntefli þó líklegt. Svartur lék biðleik. —•— í 23. umferð fóru leikar þannig, að Friðrik Ólafsson vann Benkö og Smyslov vann Keres. Jafn- tefli varð hjá Petrosjan og Fisc- her, en biðskák hjá Gligoric og Tal. — Friðrik vann mann í 17. leik og skákina í 32. leik. Smys- lov vann fallega í 40 leikjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.