Morgunblaðið - 20.10.1959, Síða 8

Morgunblaðið - 20.10.1959, Síða 8
8 MORCTIlVTtT Jfíffí Þriðjudagur 20. okt. 1959 ASTARSAGA Þróun íslenzkru efnahagsmúla Steinar Sigurjónsson: Ást-l arsaga. Fyrsta bók. 110 ois. Reykjavík 1958. Í»ÉSSI litla bók er ekki árennileg, og kemur þar bæði til að stafsetn- ing höfundarins er með allóvenju legum haetti og upphafsstafir sjást ekki, þó punktar og kommur séu á sínum stað. Lesandinn verð- ur satt að segja að beita sig þó nokkurri hörku til að komast gegnum textann, og er fyrsti spretturinn erfiðastur. Svo kem- ur þetta smám saman upp í vana. En erfiðið er fyllilega ómaksins vert. Steinar Sigurjónsson hefur með þessari bók slegið því föstu, að hann er snjall stílisti og slunginn sálkönnuður. Samtöl hans eru einstaklega vel unnin, þannig að varla bregður fyrir falskri nótu, og sagan er öll sögð með þeim undirfurðulega dularblæ sem aðeins næst með mikilli þjálfun og fullkomnu valdi yfir söguefn- inu. Sagan er mestanpart samin í þeirri stíltegund sem á ensku er nefnd „stream of consciousness“ og frægust er úr verkum James í Joyce. Lesandinn fylgir hugrenn- ingum og geðbrigðum persón- anna, tekur beinan þátt í tilfinn- ingalífi þeirra og hugsanagangi og sér alla hluti með þeirra aug- um. í skáldverki er þessu hug- rehningaflóði að sjálfsögðu beint í ákveðinn farveg, að öðrum kosti yrði verkið óskapnaður eins og daglegur hugsanaferill flestra ein staklinga er, ef hann er kannaður í heild sinni. Eitt einkenni þessa sérkennilega stíls er sífelld endur tekning sömu hluta með ýmsum tilbrigðum. Steinar fer mjög vel með þennan þátt stílsins: „enginn tími til að hanga í pils- vmum á þeim eins og þessir döfl- ar í landi, þessir við borðin að mæla klóla og svoleiðis drasl, siss og léreft og tjúll og svoleiðis brjálæði og hafa alltaf nóg í hár- inu úr krukkunum og dollunum, bara krafsa í hillurnar. eintóm fínheit, og svo eru þeir allan dag- inn klárir og eitt allsherjar ball hjá svona delum, þær að trítla á götunum og líta inn, vantar alltaf eitthvað á sig, blúndur og svo- leiðis, og sjá þá svona snjalla; þyrlast bara á hælunum við borð- ið og láta sjá í kjaftinn á sér. Já, mikil ósköp, allt burstað og fínt, tennurnar eins og í bíóstjörnum og hárið eintómt krull. hvað var það fyrir dömuna?! eina blúndu, takk! og svo veður hann að hill- unum og þekkir á þetta eins og krumlurnar á sér og flækir svo fingurna í blúndudraslinu eins og einhver feeerlegur doktor. lekk- ert! segja þessi fífl. óóó! tísta þær, og svo brosa þessir þrælar og þyrlast eftir þessu duddi. svo hlátrar og kurteisi og spurningar. ætlarðu á ballið? jæja þá, sú litla! þá það, þá þaaað!“ (bls. 24). Þetta eru þankabrot sjómanns sem er að hugsa um hlutskipti sitt og svo „þessara á kontórun- um og svoleiðis blóka“. Hér er stafsetningin skapleg, eins og lesandinn sér, en stafsetningar- tiktúrurnar eru langmestar í sam tölunum. Á þennan hátt fylgjumst við með hugrenningastraumi fimm persóna í sögunni, fylgjumst með þeim í endurminningum þeirra, hugsunum um aðra og hugleið- ingum um lífið. Inn í þennan stríða hugsanastraum er svo ofið samtölum og á stöku stað beinni frásögn. Það sem mér finnst einni merlci legast við „Ástarsögu" er, hve frábærlega höfundinum hefur tekizt að halda hugblænum og hinum sérkennilega sefjandi stíl. Aðeins á einni blaðsíðu (79) finnst mér kveða við dálítið ann- an tón, en það er lítilvægt frávik. „Ástarsaga" fjallar um líf nokk urra sjómanna á Akranesi og ger ist á einum sólarhring eða svo. Uppistaða hennar er hjónaband Kristjáns kokks og skakkaföllin í því, og er sú saga öll sögð af mikilli kunnáttu og kostulegri íróníu í lokin. Inn í þá sögu er svo fléttað köflum úr lífssögu og hugrenningum þriggja félaga Steinar Sigurjónsson Kristjáns, þeirra Jóns, Gísla og Ólafs. Eru þeir þremenningarnir dregnir fáum og skýrum drátt- um, en eftirminnilegust verður myndin af Kristjáni og Láru konu hans, og þó einkanlega af henni. Saga hennar og hugsanir eru raktar af fjölkunnugri íþrótt og næmu innsæi. Við kynnumst henni aðeins í hugrenningum hennar og í viðbrögðum tveggja manna við henni, eiginmannsins og Ólafs. Steinar gerir sér ekki sérstakt far um ljósa framsetningu, og fyrir kemur að lesandinn á bágt með að átta sig á, hver sé að hugsa í það eða það skiptið, en þegar lengra er haldið kemur það venjulega á daginn. Þessi þáttur í stílbrögðum höfundar gerir sög- una kannski þéttari í sér og dul- magnaðri, en það er vissulega veikleiki hennar að blærinn á hugsunum sjómannanna er svo keimlíkur, að auðvelt er að rugla þeim saman víða í bókinni. Sagan fjallar um unga menn og þess vegna er kannski eðli- legt að oft sé vikið að veika kyn- inu — og ekki alltaf mjög tepru- lega. En sagan er hvergi klúr, þó sumar lýsingar í henni séu opin- skáar og harðsoðnar. Maður finn ur að þær eru sannar og kannast við þetta æskufólk. Það er ekki alið upp í stássi eða siðfágun: við brögð þess við lífinu eru frum- stæð og á sinn hátt heilbrigð. Það eru aðstæðurnar sem eru ekki alltaf sem heilbrigðastar. Ég veit ekki um margar lýsingar í íslenzk um bókmenntum á viðhorfum ungra nútíðarsjómanna til.lífsins, sem séu innvirðulegri og sann- leikanum samkvæmari en ýmsar lýsingar í „Ástarsögu". Sé höf- undurinn ekki sjómaður sjálfur, þá hefur hann óvenjunæma skynj un á sálarlíf ungra sjómanna. Og þá komum við að stafsetn- ingunni, sem er í sjálfu sér auka- atriði, en getur ráðið úrslitum um það, hvort bókin er lesin. Það gefur efninu óneitanlega sinn eigin blæ í huga lesandans að sjá hvergi upphafsstaf. Þetta er á vissan hátt í samræmi við eðli sjálfs stílsins: stanzlausan hug- renningastrauminn. En mér finnst höfundurinn gera lesand- anum óþarflega erfitt fyrir.Úr því punktar og kommur eru notuð, væru upphafsstafir engin frá- gangssök. Þó eru þetta smámunir hjá sjálfri stafsetningunni. Fyrir höfundinum vakir sjáanlega að komast sem allra næst mæltu máli í ritun orða, en sannleikur- inn er bara sá, að mælt mál verð- ur aldrei skrifað nákvæmlega eins og það er talað, og tilraunir í þá átt lenda í hálfgerðu klúðri. Hér er stuttur kafli úr samtali hjónanna, Láru og Kristjáns, þeg ar hann kemur heim aftur eftir að hann hafði rokið burt af heim- ilinu: „eeeelskan! þú kooomst? já — éé koom. þú varst ljúvur a gera þa. oooo. svooona. ládum nú gæðin í mér veeera. þú vilt nú ekki tal um ða, elsk- an. jæa. ég hev nú grenjað.“ (90). Hér gerir höfundur augljóslega tilraun til að herma nákvæmlega eftir mæltu máli: sýna lengd orð- anna í munni mælandans með misjafnlega mörgum sérhljóðum. En þessi hermilist ber vafasaman árangur og er auk þess lítilvægt atriði í skáldskap. Sé stíllinn og efnið það magnað, að lesandinn verði gripinn af því, þá lifa orðin í sál hans og fá sinn rétta hljóm, án þeirrar hjálpar sem sérkenni- leg stafsetning á að veita. Ég játa fúslega að stundum getur verið nauðsynlegt og happasælt að staf setja orð sérkennilega til að gefa efninu réttan blæ, en mér finnst stafsetningin á „Ástarsögu" vera lesandanum meira til trafala en hjálpar, þó hún sé oft skemmti- lega hugkvæm. Það er erfitt að fella endanleg- an dóm um „Ástarsögu", þar sem hér virðist aðeins vera um að ræða fyrsta hluta stærra verks. Sumir þræðir sögunnar eru full- endasleppir, og á ég þá einkan- lega við sjómennina þrjá, Jón, Gísla og Ólaf. Lesandinn vill vita meira um þá: þeir hljóta að eiga stærra erindi í sögunni en hér kemur fram. Eins og ég sagði í upphafi er sagan ótvírætt stílafrek og ein af betri skáldsögum sem ungir ís- lenzkir höfundar hafa sent frá sér á síðustu árum. Ég mundi telja hana í flokki með skáld- sögum eins og „Vögguvísu“ eftir Elías Mar, „Strandinu" eftir Hannes 'Sigfússon og „Maríumynd inni“ eftir Guðmund Steinsson. Sigurður A. Magnússon. MORGUNBLAÐIÐ birti þann 10. þessa mánaðar grein um „þróun íslenzkra efnahagsmála í tíð V- stjórnarinnar" eftir Ólaf Stefáns- son, viðskiptafræðing. Með greininni er. tafla um þjóðarframleiðslu árin 1953— 1958. Greinarhöfundur segir að „tölur þessar (séu) fengnar frá Framkvæmdabankanum" og að „samkvæmt upplýsingum Fram- kvæmdabankans .... (er) ta'ið að tölurnar fyrir 1958 eigi að líkindum að hækka eitthvað. Þetta er þó það, er næst verður komizt á þessu stigi“. Þótt það sé sennilega ekki til- gangur höfundar, munu víst flestir lesendur greinarinnar komast að þeirri niðurstöðu, að tölurnar fyrir 1958 samsvari því, sem bezt er vitað um það ár, og að Framkvæmdabankinn álíti að svo sé. Þetta er þó ekki rétt og mun það nánar skýrt hér. Þjóðarframleiðslutölur þær, sem tilfærðar eru í töflunni eru teknar úr skýrslu, sem gerð var fyrir Efnahagssamvinnustofnun Evrópu (O.E.E.C.) nú í sumar. 1958-tölurnar eru líks eðlis og t. d. áætlunartölur fjárlaga rík- isins eða fjárhagsáætlana bæjar- félaga, þ. e. a. s. varlegar lág- marksáætlanir um ráðstöfunarfé. Tölur áranna 1953—56 og tölur ársins 1957 að mestu, eru hins vegar „reikningstölur“ og 1958- tölurnar því ekki beint sambæri- legar við þær. Það myndi varla vera álitin .:#■»: ■ ■ Var Chessman dæmdur fyrir glæpi annars manns? STOKKHÓLMI. — Sænska síðdegisblaðið „Expressen“, er gert hefir sér mikið far um að kynna mál „frægasta fanga heimsins“, sem svo hefir ver- ið nefndiur, Bandaríkjamanns- ins Caryl Chessmans, og lagt sig fram um að fá lífi hans bjargað, telur sig nú hafa fengið nýjar upplýsingar í mái inu, sem haft geti úrslitaþýð- ingu. Blaðið upplýsir sl. laugar- dag, að ítalskur stúdent, Pi- erro Chippone að nafni, sem nemur lög í Stokkhólmi, hafi um miðja síðustu viku snúið sér til van de Velde, málflutn- ingsmanns við ítalska sendi- ráðið, með upplýsingar, sem valda kunni straumhvörfum í Chessman-málinu. — ítalinn sagði málflutningsmanninum, að hann hefði oft sl. þrjú ár, 1957, ’58 og síðast í sumar, haft samband við 35 ára gaml- an Bandaríkjamann í Stokk- hólmi, sem hefði sýnt óvenju- legan áhuga á Chessman-mál- inu og oft hvatt Chippone til þess að kynna sér það frá upp- hafi. Er þeir hittust síðast — það var í júní sl. — sagði Chipp- one, að Bandaríkjamaðurinn hefði trúað sér fyrir því, að hann — en ekki Chessman — væri glæpamaðurinn „Rauða ljóskerið“, og að hinn dauða- dæmdi væri saklaus. Glæpamaður með þessu nafni varð m.a. „frægur“ fyr- ir það, að hann stöðvaði bif- reiðar ungra elskenda í Los Angeles, nam stúlkurnar á brott og svívirti þær. — Við réttarhöldin gegn Chessman, hélt saksóknarinn því fram, að hann væri „Rauða ljósker- ið“ — og fékk hann dæmdan m.a. fyrir fyrrgreind afbrot. — Chessman hefir alltaf neit- að, að hann væri umræddur glæpamaður. Aftur á móti hef- ir hann gefið í skyn, að hann þekkti hann — en vildi ekki koma upp um hann. t__ Samkvæmt uppl. ítalska stúdentsins, sem nú hafa ver- ið sendar til lögregluyfirvald- anna í Kaliforníu og lögíræð- inga Chessmans, hefir hinn óþekkti Bandaríkjamaður dval izt í Svíþjóð um langt skeið, þar sem hann hefir ekki getað rétt vinnuaðferð að bera saman endanlegar niðurstöðutölur ríkis- reikninga árið 1957 við fjárlög ársins 1958 og draga af þeim sam- anburði víðtækar ályktanir um raunverulega afkomu ríkissjóðs árið 1958. Vinnubrögð hliðstæð þessu hefir greinarhöfundur samt viðhaft hvað viðvíkur þjóð- hagsreikningatölunum. Væru endanlegar niðurstöður fyrir árið 1958 ekki til, væri eðlilegt að áfla þeirra upplýsinga, sem fáanlegar væru, áður en samanburður er gerður. Ég skýrði greinarhöfundi í tveimur ítarlegum samtölum frá eðli þessara talna og bauðst til þess að láta honum í té upplýs- ingar um raunverulega afkoma ársins 1958, eftir því sem vitað er nú. Þótt langt sé í land með úr- vinnslu gagna fyrir 1958, er nú þegar (okt. 1959) hægt að segja með talsverðri vissu að aukning raunverulegra þjóðartekna er a. m. k. þrisvar sinnum hærri en sú 2,5% aukning, sem greinar- höfundur fær með því að bera saman reikningstölur fyrir 1957 og eldri áætlunartölur fyrir 1958. Af ástæðum, sem undirrituð- um eru ekki vel skiljanlegar, hafnaði hann að notfæra sér þessar upplýsingar, en kaus að birta eldri áætlunartölurnar ó- breyttar méð áðurnefndri at- hugasemd um að „tölurnar fynr 1958 eiga að líkindum að hækka eitthvað. Þetta er þó það, sem næst verður komizt á þessu stigi“. Síðari setningin er ekki rétt. Ég leiði hjá mér að ræða þann dóm, er greinarhöfundur fellir um afkomu þjóðarinnar árin 1956—58, en það er varla heppi- legt að grunda þann dóm að nokkru leyti (þ. e. a. s. varðandi 1958) á samanburði ósambæri- legra talna og hafna tilboði um nýrri og réttari upplýsingar. Torfi Ásgeirsson Hagdeild Framkvæmdabanka Islands. ATHUGASEMD FRÁ ÓLAFI STEFÁNSSYNI VEGNA athugasemdar Torfa Ás- geirssonar við grein mína um þróun íslenzkra efnahagsmála í tíð V-stjórnarinnar, vil ég taka fram eftirfarandi: Það er rétt, að við áttum tvö Frh. á bls. 23 .CHESSMAN — Hvað gerist nú?< farið aftur til Bandaríkjanna af „vissum ástæðum". — Blað- ið „Expressen“ telur, að til- tölulega auðveit ætti að vcra að hafa hendur í hári iranns- ins. Hann kvað vera mjög lík- ur Chessman í útliti. Þegar einn af lögfræðinguin Chessmans, Rosalie Asher, fékk að vita um frásögn Chipp ones, sýndi hún mjög mikinn áhíuga — og upplýsti jafn- framt, að hún ein — auk Chessmans sjálfs — vissi, hver „Rauða ljóskerið" væri í raun og veru, en hefði hundizt lof- orði um að beita aldrei þeirri vitneskju til þess að reyna að frelsa líf Chessmans. __;_ Eins og frá var sagt í Mbl. nýlega, átti að fullnægja dauðadóminum yfir Chessman hinn 23. þ. m. í San Quentin- fangelsinu, en einn af lögfræð- ingum hans fékk því þá til leiðar komið, að mál harns yrði tekið upp enn einu sinni — með náðun fyrir augum. Chess man hefir hins vegar mótmælt slíkri málsmeðferð, þar sem hún mundi raunverulega vera viðurkenning á sekt hans. — Hann krefst sem fyrr ógild- ingar dauðadómsins — sem hann hefir fengið frestað sex sinnum til þessa, en 26 sinnum hefir hann fengið málið tekið upp að nýju, þar sem honum tókst að benda á galla á hinni upphaflegu málsmeðferð. — Hvað gerist nú?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.