Morgunblaðið - 20.10.1959, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.10.1959, Qupperneq 12
12 MORCV1VBL4Ð1Ð Þriðjudagur 20. okt. 1959 Utg.: H.l. Arvakur Reykjavllt. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Ask.riftargald kr 35,00 á mánuði innaniands. 1 lausasölu kr. 2.00 éintakið. HOFMÓÐURINN DUGAR EKKI Varnarskrif Egils Thoraren- sen, sem hann birti í Tímanum sl. laugardag og að var vikið í Morgunblaðinu á sunnudag, mótast fremur af hofmóði en hyggindum. Þannig töluðu lénsherrar áður fyrr við umkomunlausa undirmenn sína. Nú á dögum tjáir ekki fyrir þann, sem misnotað hefur traust almennings, að reyna að villa um fyrir mönnum með þvílíkum herramanns látum. Oft hefur verið undan bví kvartað að neytendur nytu ekki þeirrar þjónustu hjá Mjólkursam sölunni, sem æskilegt væri. Eink- um hafa margir óskað þess að fá mjólk senda heim til sín. Sá hátt- ur var áður á hafður en er nú fyrir löngu afnuminn. Þarf ekki að eyða orðum að því, hversu óþægilegt það er fyr- ir húsmæður, einkum með smá- böm, að þurfa að sækja mjólk, oft alllanga leið, í misjöfnu veðri og bíða svo í þrengslum eftir af- greiðslu. Vafalaust mundu endur- bætur á þessu kosta eitthvað. En af hverju má ekki gefa neytend- um kost á að velja á milli? í stað þess er sagt, að fenginn hafi verið sérfræðingur trá Ameríku og eftir honum haft, að heimsending mjólkur yrði ekki komið hér við vegna kostnaðar. Hvað eru margar borgir í Banda- rikjunum, sambærilegar við Reykjavík, þar sem þvílík þjon- usta á sér ekki stað? ★ Út yfir tekur, þegar Egill Thor- arensen telur það til sérstakrar þjónustusemi við neytendur, að Osta- og smjörsalan skyldi sett á laggirnar. Sú stofnun er einkum fræg fyrir að hafa innleitt hið alræmda gæðasmjör. Nú er kom- ið upp, að það er óvíða eitt á markaði nema í Reykjavík og á Reykjanesskaganum yfirleitt. Fáar ráðstafanir hafa orðið eins óvinsælar um langt skeið og þessi. Flestir Reykvíkingar tel:a hana dæmi um ágengni, sem hættuleg er fyrir hollt samstarf neytenda og bænda. En Egill Thorarensen segir að þetta hati verið gert til þess „að veita við- skiftavinum sem bezta þjónustu í hvívetna". Með þessum orðum er háðung bætt ofan á þá réttar- sviptingu, sem flestir neytendur telja sig hafa orðið fyrir við að mega ekki lengur sjálfir velja á milli smjörtegunda. Með réttu eða röngu er bað almenn skoðun, að á þennan veg sé verið að koma út lélegri vöru, sem ella mundi ekki seljast. Von- andi stendur þetta til bóta með batnandi framleiðslu. Sennilega telja forystumenn mjólkurmai- anna það sér til afsökunar, að ef þessi vara seljist ekki, þá mundu bændur fá minna í sinn hlut fyrir vinnsluvöru og verðið á sjálfri mjólkinni þar með hækka. Að- ferðin við að halda kostnaði niðri, má ekki vera sú að neita mönnum um þá þjónustu, sem þeir óska eftir og neyða þá til þess að kaupa laka vöru í stað góðrar. ★ Fyrst og fremst verður að kanna til hlítar, hvort ekki megi bæta um þjónustu með því að draga úr öðrum kostnaði. Það er til að hindra, að slík athugun verði gerð, að Egill Thorarensen brynjar sig nú með hofmóðinum. Hann veit upp á sig skömmina. Hann er staðinn að því að hafa misnotað aðstöðu sína svo freklega, að jafnvel ráða- menn SÍS héldu, að Kaupfélag Árnesinga væri eigandi allra bíia Mjólkurbús Flóamanna. Mjólkur- búið á þó 54 en Kaupfélag Arnes- inga einungis 16. En Kaupfélag Arnesinga hefur að sögn SÍS byggt upp „stórveldi“ á landi í samgöngum. Engum blandast hugur um, að það er einkum gert fyrir hagnaðinn af rekstri mjólk- urbílanna. Hið eina eðlilega hefði verið, að Mjólkurbúið hefði annazt þennan rekstur sjálft. Það er engin af- sökun fyrir, að svo skyldi ekki gert, að kostnaðurinn við mjólk- urflutningana lendi að landslög- um ekki á bændum heldur neyt- endum. Sennilega er þannig búið um að athæfi Egils Thorarensen varði ekki beint við lög, þó að litlu muni. Hitt er alveg víst, að tortryggn- in, sem af þessu athæfi hefur skapazt, átti mjög ríkan þátt í því að slitnaði upp úr samstarfi neyt- enda og framleiðenda um verð- lagningu landbúnaðarvara nú. Ef ekki verður úr bætt, hljóta slíkar aðfarir í framtíðinni að halda áfram að eitra út frá sér og spilla samkomulagi þeirra, sem san\an þurfa að vinna. Til að bæta úr því sem misfarið hefur, d'ugar enginn hofmóður, heldur verður að tryggja heiðarlega meðferð þessara mála héðan í frá. ANDLAT MARSHALLS r IDAG er borinn til grafar George Marshall, hers- höfðingi og fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Marshall hafði meiri áhrif á gang heimsviðburða um sína ævi en flestir aðrir. Um ýmsar gerðir hans hefur verið og verður deilt. Einkum munu verða skípt- ar skoðanir um för hans til Kína eftir að ófriðnum lauk. Enginn vafi er á því, að þá missýndist honum og öðrum valdamiklum Bandaríkjamönnum mjög um, hver þróunin þar mundi verða. Er þó ærið vafasamt, að peir hefðu nokkuð getað að gert, þó að þeir hefðu réttar séð. Hins vegar er fullvíst, að Marshall-hjálpin sem við hann er kennd, mun ætíð verða taiin Marshall til mikils heiðurs. Hun varð að miklu gagni um alla Vestur-Evrópu, m. a. á íslandi. Vegna hennar munnafnMarshalls komast inn í sögu lands okkar fremur en flestra annarra er- lendra stjórnmálamanna. Löngum verður umdeilt, hver sé mikill, hvað þá mestur. En Truman, þáverandi Bandarík’a- forseti, sagði um það bil sem Marshall lét af störfum, að hann væri mesti Bandaríkjamaður sem þá væri uppi. Þau ummæli sýna skoðun manns, sem flestum bet- ur þekkti tiL l UTAN UR HEIMI Enda þott morg born dreymi eflaust enn um það, munu fá þeirra trúa því í alvöru, nú á þessum tímum kjarnorku og eldflauga, að þau geti flogið af sjálfsdáðum — með hjálp tilbúinna vængja. — Þessi Tékki, sem þið sjáið hér á myndinni, ste ndur aftur á móti á því fastar en fótunum, að hann muni geta flogið á heimatilbúnum vængjum sínum — en börnin í Prag hlæja bara að slíkri fjarstæðu og gera gys upp í opið geðið á honum. — Hann hefur við orð að reyna vængina tii þrautar á næstunni — með því að varpa sér fra m af einhverri af hæstu byggingum Prag-borgar. — Vonandi verður séð til þess, að manngarmuri nn fremji ekki slík heimskupör — eða að hann hafi a. m. k. öfluga fallhlíf með í „Ieiðangurinn“. Baráifan við sjúk- dómana — Aukin framlög til Barnahjálpar Sþ. DAGANA 1.—11. september kom stjórn Barnasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) saman til fundar í New York. Þar var sam- þykkt ályktun um ný fjárfram- lög til sjóðsins, sem alls nema 17.350.810 dollurum, og verður þessari fjárhæð varið til fram- kvæmda Barnasjóðsins í 53 lönd um. Alls hafa 16 ríki þeirra á meðal Finnland, ísland og Sví- þjóð, tilkynnt sjóðsstjórninni, að þau muni auka fjárframlög sín. Barnasjóðurinn starfar eingöngu fyrir fé, sem safnast með frjáls- um framlögum — frá ríkisstjórn- um, félögum og öðrum samtök- um, og frá einstaklingum. Á stjómarfundinum tilkyimti for- stjóri sjóðsins, Maurice Jate, að allmörg riki hefðu nú tekið fram lög til Barnasjóðsins upp í reglu- leg fjárlög sín. ★ Af þeim 17.350.810 dollurum, sem að framan getur, fer hlut- fallslega langmest í baráttuna við mýrraköldu. Er þar um að ræða 5.757.500 dollara, sem var- ið verður í 26 löndum, þar sem baráttan fyrir útrýmingu mýr- arköldu er þegar hafin. Næst- hæsta upphæðin, 3.005.600 doll- arar, fer í matgjafir handa börn- um, upplýsingaherferðir til að koma á heilbrigðari manneldis- háttum, mjólkurbú og aðrar stofnanir . sem stuðla að bættu manneldi og betri heilbrigði. ★ 2.930.000 dollurum er varið til ýmissa stórframkvæmda, svo sem bættra heilbrigðisskilyrða í grennd við stórborgir, til hjálpar Maurice Pate, forstjóri Barnahjálparinnar við bækluð og lömuð börn og við börn sem fæðast fyrir tímann. — 874.600 dollurum er varið til berklavarna og til baráttunnar við ýmsa skæða sjúkdóma, t. d. framboesia (yaws), trachoma (skæður augnasjúkdómur), kyn- ferðissjúkdóma, holdsveiki og taugaveiki. — Afgangurinn af fjárhæðinni, eða 643.000 dollar- ar, er notaður til skyndihjálpar víðs vegar um heiminn — teppi handa flóttabörnum í Marokkó og Túnis, fjöréfnatöflur og þurr mjólk handa börnum á flóða- svæðunum á Formósu og mat- gjafir handa vanhöldnum börn- um í landamærahéruðum Jórdaníu. LONDON, 16. okt. — Talið er fullvíst, að Kínverjar hafi gert þá kröfu, er Krúsjeff var í Pek- ing að kínverskum kommúnist- um yrði boðið að senda fulltrúa til fundar leiðtoga austurs og vesturs, ef áformað yrði að ræða þar um eitthvað annað en Berlín- ardeiluna. Ekki hefur neitt samkomulag náðst um dagskrána og fullvíst er, að engar orðsendingar hafi farið milli viðkomandi stjórna Pnppírsnotkun — og lífskjör PAPPÍRSN OTKUN hefur tvö- faldazt í heiminum síðan árið 1938, en hún er mjög misjöfn á hinum ýmsu svæðum heimsins. Þannig er pappírnotkun tiltölu- lega lítil í ýmsum vanræktu land- anna. Þessar uppl. er að finna í nýútkominni skýrslu frá Mat- væla- og landbúnaðarstofnun S. Þ. (F.A.O.). Skýrslan sýnir að pappírnotkun til blaða, bóka og skrifta hefur aukizt úr 28 millj. lestum árið 1938 í 36 milljón lest- ir árið 1948 og 56 milljón lestir árið 1955. Árleg pappírsnotkun í dagblöð á hvern íbúa er 24 grömm í Ug- anda, en 34.310 grömm { Banda- ríkjunum. Séu niðurstöðurnar bornar gaumgæfilega saman, kemur í ljós, að beint samband er milli lífskjara og pappírsnotkunar (hér er átt við allar tegundir sem meðalárstekjur árið 1956 pappírs). í Norður-Ameríku, þar voru 2.146 dollarar, var pappírs- notkun sama ár 182,34 kíló- grömm. í Vestur-Evrópu, þar sem meðalárstekjur árið 1956 voru 646 dollarar, var pappírs- notkun 43.83 kílógrömm. í Mið- og Suður-Ameríku voru þessar tölur 237 dollarar og 9,44 kíló- grömm, í Afríku 150 dollarar og 5,26 kílógrömm, og í Asíu 80 dollarar og 0,79 kílógramm. um það síðan Eisenhower ræddi við Krúsjeff. Heyrzt hefur á rússneskum sendimönnum á Vesturlöndum að Ráðstjórnin sé ekki allt of bjartsýn á að samkomulag ná- ist um þennan fund — og það mun skoðun brezkra leiðtoga, að fundur leiðtoganna verði ekki á þessu ári úr því að frekari urid- irbúningur er ekki hafinn. Sel- wyn Lloyd fer til Parísar á næst- unni til skrafs og ráðagerða. Kinverjar vilja vera með

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.