Morgunblaðið - 20.10.1959, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 20.10.1959, Qupperneq 22
22 MOnCTlTVni. 4Ð1Ð T>riðiudaEur 20. okt. 1959 Ríkhar&ur skritar trá London: Pl Hér er það harkan og hraðinn er gildir iÞRÓTTASÍÐUNNI hfeur borizt bréf frá fyrirliða ísl. landsliðs- ins, Ríkharði Jónssyni, sem nú dvelur hjá hi*iu fræga enska knattspyrnuliði Arsenal í Lon- don, en svo samdist um fyrir brottför hans, að hann mundi lofa ísl. knattspyrnumönnum að fylgjast með Englandsdvöl sinni fyrir milligöngu íþróttasíðunnar. Kaflar úr bréfi Ríkharðs fara hér á eftir. 'A’ Ekkert gauf „Ég bý hér með þremur leik- mönnum Arsenal, tveimur frá Glasgow og einum frá Dublin. Ég hugsa að um helmingur leik- manna Arsenal séu Skotar og írar. Við æfum á hverjum morgni frá kl. 10 til 12. Þessar æfingar eru svipaðar og undir- búningsæfingar sem ég hef van- izt, og álíka erfiðar. En munur- inn er sá að þetta er á hverjum degi. Aðrar æíingar með knött- inn miða allar að sama marki, en það er að hlaupa í auða rúm- ið. Ef menn eru of svifaseinir að hlaupa í eyðuna, bíður ekki sá er boltann hefur, heldur gefur þangað eigi að síður — því þar á að koma maður. Svona er þetta hér, og það þýðir ekkert gauf. Hér gildir ekki hálf ferð. Og það þarf hörku líka — já ég sagði hörku, hún er mikil hér, bæði hraði og harka. Þetta tvennt mótar hverja hreyfingu á hverri æfingu. Mér finnst harkan full mikil. Hér sjást varla innanfótarsendingar, ekki þetta stutta spil frá manni til manns, heldur langar sending ar og hraðari hlaup, sneggri augnablik og stundum skemmti- legri. -A Sjón er sögu ríkari Af því sem ég enn hef séð af leikjum ber hæst leikur Úlfanna við Tottenham í Tottenham, en þetta eru tvö efstu liðin í deild- arkeppninni. Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn, en Úlfarnir sem eru frægir fyrir hörku, ætluðu sér auðsjáanlega að vinna á henni, en Tottenham svaraði í sömu mynt, og bættu spili við, og var staðan 2—1 í hléi. í síð- ari hálfleik réði Tottenham öllu um gang leiksins og léku snilld- arlega á köflum og unnu 5—1. Bobby Smith skoraði 4 mörk — gráðugur leikmaður það. Eitt markið kom þannig að Úlfunum var dæmd aukaspyrna á Totten- ham rétt við sinn eigin vítateig. Fyrirliði Úlfanna ætlaði að gefa til markvarðar síns — og gerði — en ekki betur en það að Smith komst á milli og skoraði. Ekki þætti það gott heima?“ Síðan horði ég á Arsenal sigra „Grasshoppers" lið frá Zurich í Sviss, 8—2 á Highbury. Sá leik- ur fór eins og aðrir kvöldleikir fram í flóðljósum. í gær sá ég f Millwall leik Portsmouth gegn Millwall (2. deild) og endaði sá leikur sem var mjög lélegur með 2—2. Miðherji Portsmouth slas- aðist illa á fyrstu mínútum leiksins, er honum var hrint út af vellinum og á steinkant sem er umhverfis völlinn. Lenti höfuð hans á steinkantinum. Honum var vart hugað líf í gær- kvöldi. Hart það. Með áhugamannaliði í kvöld verður svo á High- bury leikur Arsenal og Chelsea og að sjálfsögðu fer maður þang- að. Svo þú sérð að það er nóg að gera. Nú var alveg búið að taka fyr- ir að áhugamenn leiki með þess- um atvinnuliðum hér. Það var al gengt að Norðurlandaleikmenn léku hér, sem áhugamenn, en hér fær enginn atvinnuleyfi. En svo tíðkaðist það að borga þeim bak við tjöldin, og það vissu all- ir, þó enginn sæi. Fyrir þetta var alveg lokað. En mér hefur boðizt að leika með áhugamannaliði hér J Lon- don, nokkuð góðu segja þeir hér. Ég reikna með að úr því verði. Með enska landsliðinu En svo hljóp heldur betur á snærið hjá mér í gær. Það er búið að velja enska landsliðið sem leika á gegn Wales á laug ardag (17. otk.) Er enska landsliðið almennt talið lélegt og landsliðsnefndin versla nefnd í heimi — sko, svona alveg eins. Ég frétti ekki af því fyrr en í fyrradag að Winterbottom sem hefur með landsliðið að gera, hafði óslc- að eftir að fá leik við Arsenal á móti landsliðinu og þáði ég það að sjálfsögðu. Arsenal hafði kvöldið áður leikið við „Grasshoppers“ cg notaði þá helming úr varaliðinu. Á móti landsliðinu léku 6 úr A-liðinu, 3 úr B-liðinu og 1 úr C-Iiðinu. En allt fannst mér þetta „topp“-menn. — En ég fékk að fljóta með. Og við unnum landsliðið 3—1 og skoraði ég þriðja markið framhjá út- hlaupandi markverði. Leikur inn fór fram á Highbury og verður eflaust fyrsti og síðasti leikurinn minn þar og jafn- framt fyrir Arsenal. — Rikharður. Þannig segir Ríkharður í bréf inu til íþróttasíðunnar. Því má við bæta að Arsenal bað ekki um keppnisleyfi fyrir hann fyrr en eftir að bréf hans er skrifað svo það lítur helzt út fyrir að þeim háu herrum hafi litizt vel á leik hans gegn enska landsliðinu og viljað fá hann fyrir Arsenal en ekki áhugamannaliðið sem áður er nefnt. Danska blaðið „Ekstrabladet" skýrir frá leiknum við landslið- ið og segir að „íslendingurinn Richi Johanson“ hafi skorað þriðja markið, en hann dvelji nú í London og „muni leika fyrir áhugamannaliðið Kingstonian. Þetta segir Ekstrabladet —en við fáum vonandi fljótt að heyra aftur frá Rikharði. — A.St. Giæsií&ff sundutreik í iandskeppni r trm rm m , m SvMpjao SVÍÞJÍÆ) og Austur-Þýzkaland efndu um helgina til landskeppni unglinga í sundi. Fór keppnin Svíþjóð vann Noreg 6:2 í FÖGRU haustveðri léku Svi- þjóð og Noregur knattspyrnu landsleik á Ulleval leikvangin- um í Gautaborg á sunnudaginn. 50 þús. áhorfendur voru að leikn um sem lauk með sigri Svíþjóðar 6 gegn 2. Staðan í hálfleik var 3 gegn 0. Það voru liðnar 66 mínútur af leik er Norðmönnum tókst að skora en við það jafnaðist leik- urinn. Fram að því var mikil ringulreið í norsku vörninni og leit út fyrir stórsigur Svía — skrifað með tveggja starfa tölu. fram í Gautaborg og lauk með sigri Svíþjóðar 101 stig gegn 89. Ný sænsk met voru sett í 100 m baksundi kvenna þar sem Bibi Segerström synti á 1:12,8 mín (gamla metið var 1:13,8 mín.), í 4x100 skriðsundi kvenna 4:25,5, í 100 m flugsundi kvenna þar sem Kristina Larson synti á 1:12,5 (gamla metið var 1:12,8), í 400 m skriðsundi kvenna þar sem Bibi Segerström synti á 4:56,6 (gamla metið var 4:57,4) og loks í 4x100 m fjórsundi kvenna þar sem sænsku stúlkurn ar syntu á 4:55,4 mín. Eitt A-þýzkt met var sett — í 100 m skriðsundi kvenna þar sem Giesela Weiss synti á 1:04,9 mín. Heide Menge, upprennandi stjarna synti 200 m bringusund kvenna á 2:49,9 mín., sem er einhver bezti tími sem náðst hef- ur í heiminum í ár. — Fréttaritari. ÍR sígraði í hraðkeppni leik eftir fvísýnan leik Og KR-stúlkurnar sigruðu í kvennaflokki ÞRÓTTUR gekkst fyrir hrað- keppni í handknattleik um helg- ina og var keppni fjörug og skemmtileg. í karlaflokki fór ÍR með sigur af hólmi, sigraði Ár- mann f úrslitaleik eftir tvífram- lengdan leik. í kvennaflokki sigr uðu KR-stúlkurnar eftir harða og jafna keppni við Ármann. Sex lið tóku þátt í keppni kvenna og fóru leikarnir svo: Ármann vann Þrótt með 8—1. KR vann Víking með 11—4. Og í úrslitaleik á sunnudags- kvöld sigraði KR lið Ármanns með 5 mörkum gegn 4. í keppni karla tóku þátt 9 lið. Á laugardaginn fóru leikar svo: Fram — KR 11:9. Ármann — Afturelding 8:6. ÍR — Þróttur 7:6. FH — Valur 11:6. Víkingur sat yfir. Mynd þessi birtist í ýmsum þýzkum blöðum daginn eftir að FH lék fyrsta leik sinn í Þýzkalandsferðinni. Þá vann FH lið Lúbeck með 28 gegn 19. A myndinni sést er Árni Ziemsen ræðismaður afhendir Valgarð Thoroddsen, form. FH, gjöf. FH mjög hrósað fyrir góða leiki í Þýzkalandi ÍSLANDSMEISTARAR FH í handknattleik hafa nú leikið 4 leikiíÞýzkalandsför sinni. Hafa íslandsmeistararnir ávallt farið með sigur af hólmi. Ekki er kunnugt um hvaða lið Hafnfirðingarnir hafa sigrað en blaðaklippur hafa borizt með umsögnum um fyrsta leikinn við Lubeckers Turnerschaft. Þann leik vann FH jneð 28—19. „Lúbecker Morgen" segir: ísl. liðið var fyrsta flokks lið og staðan eftir skamma stund. vhr 8—0 því í vil og í hlei stóð 18 gegn 6. í síðari hálfleik náðu Lúbeck-menn betri tökum á leiknum sem lyktaði 28—19. ísl. liðið sem telur 7 landsliðs menn sýndi kunnáttu í innan- húshandknattleik í sínu æðsta veldi. Sérstaklega snjall var Ragnar Jónsson og einnig sýndi Birgir Björnsson framúrskar- andi leik. Allir aðrir leikmenn féllu vel í ramma liðsins og var liðið í heild að minnsta kosti einum flokki ofar og betra hinu þýzka. Blaðið hrósar og Hjalta Einarssyni markverði mikið. „Lúbecker Nachrichten“ segir m.a. Yfirburðamaður á vellinum var Ragnar Jónsson sem skoraði 16 mörk. Blaðið hrósar og Birgi Björnssyni og Hjalta markverði og segir að hæfileikar hans hafi verið undraverðir og hann hafi með frábærum leik gert Lúbeck- menn höggdofa. Ragnar skoraði 16 mörk, Birgir 5, Pétur Antonsson 3, Birgir Jónsson, Einar Sigurðsson og Sigurður Júlíusson sitt hvert. Togararnir afla nú dável HAFNARFIRÐI. — Tveir togar- ar héðan, Röðull og Surprise, hafa siglt með afla sinn á Þýzka- landsmarkað, en hinir enn sem komið er lagt aflann á land hér. Röðull hefir selt tvívegis, án þess að koma við í heimahöfn, og í bæði skiptin náð mjög góðum sölum. Surprise seldi fyrir nokkr um dögum — fyrir tæp 90 þús. mörk — og er nú á heimleið, en hann heldur beint á miðin án þess að koma hér við. Hafa tog- ar þeir, sem siglt hafa með afla sinn, einkum verið að veiðum fyrir austan land, en hinir út af Vestfjörðunum, á Halanum og víðar. Ágúst. sem kom í síðustu viku með 265 tonn af karfa, var t.d. á Nýfundnalandsmiðum, — og Júní kom af sömu miðum í gær, og mun hann vera með um 220 tonn. — Bjarni riddari er nú á veiðum fyrir erlendan markað. Af bátunum er það að frétta, að þeir hafa verið í „klössun“ hér i slippnum eða við bryggj- urnar eftir síldveiðarnar í sum- ar, en eru nú að búa sig á rek- netjaveiðar. Engin síldveiði hef- í handknatt- Á sunnudag mættust fyrst Vík- ingur og Fram og vann Fram 10:6. Þá mættust ÍR og FH og sigraði lið ÍR með 10 gegn 7. Ár- mann og Fram mættust síðan og sigraði lið Ármanns óvænt með 13 gegn ll og mættust þá í úr- slitaleik lið ÍR og Ármanns. Var sá leikur afar jafn og tvísýnn, og varð tvívegis að framlengja til þess að fá úrslit. Fyrir aðra framlengingu hafði Ármann náð 1 marks forskoti en á síð- ustu sekúndu var dæmd víta- spyrna á Ármann sem ÍR tókst að jafna úr — og síðan að sigra 12 mörk gegn 11. ir verið fram að þessu, en nú gera sjómenn sér vonir um að síldin fari að láta sjá sig. — G.E. — Gjöf F. í. I. Frh. af bls. 3. ustu, samtímis því að veita þeim sem við hann starfa bezta lífsaf- kOiiiu. Því takmarki teljum við að bezt verði náð með aukinni verk- fræðslu, sem tímarnir krefj. ast. Okkur þótti því viðeigandi að sýna starfsfólkinu nokkurn virðingarvott á 25 ára afmæli fé- lags þess, sem jafnframt gæti orðið til gagns fyrir alla aðila um ókomna framtíð. — Er mikið samstarf milli fé- lags iðnrekenda og félags verk- smiðjufólksins? — Eins og gefur að skilja hef- ur alltaf verið mikið samstarf milli þeirra sem starfa fyrir fyrir tækin og þeirra sem stjórna þeim. Og alltaf hefur þurft að vera nokkuð samstarf milli félaganna. — f tillögunni um sjóðsstofn- unina er talað um að markmið hans sé að stuðla að aukinni menntun og þjálfun iðnverka- fólks. Er gert ráð fyrir að sjóð- urinn verði notaður á einhvern ákveðinn hátt? — Nei, það verður ákveðið fé- lagslega af hálfu Iðju og Félags iðnrekenda hvernig þessu máli verði skynsamlegast ráðið, sagði Sveinn Valfells að lokum. BAGDAD, 16. okt. — Almennt er álitið í Bagdad, að Nasser haíi staðið á bak við banatilræðið við Kassem. Skýrt hefur verið frá því, að afhjúpað hafi verið enn eitt samsæri gegn Nasser og stjórninni. Alþýða manna í Bag- dad undirbýr nú miklar sauða- fórnir og hátíðahöld í sambandi við komu Kassems úr sjuxra- húsinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.