Morgunblaðið - 20.10.1959, Page 24

Morgunblaðið - 20.10.1959, Page 24
wtMa 231. tbl. — Þriðjudagur 20. október 1959 Meðan V-stjórnin sat að völd- / um minntust kommúnistar * ekki einu orði á hið stórkost- Iega hneykslismál olíufélag- anna á Keflavíkurflugvelli. 1 gær segir hlaðið hins vegar, „að olíufélög Framsóknar- flokksins hafa smyglað til landsins milljónaverðmætum, þar á meðal þremur mikil- virkum og vönduðum dælu- stöðvum, sem notaðar eru til að fylla á flugvélar! Þetta er þó aðeins einn þráður í stór- felldri flækju svika og lög- brota.“ Með þessu vilja kommún- istar auðsjáanlega gefa til kynna að það sé bezt fyrir Framsókn að koma til sam- starfs við þá, svo þeir geti stundað iðju sína í friði. Ekk- ert nema ný V-stjórn geti bjargað framsóknargæðingun- um frá réttmætri rannsókn. Alþýðuflokkurinn bíður átekta fram yfir kosningar. , Hreppstjóri á Framsóknarlista brýtur kosningalögin EGILSSTÖÐUM, 19. okt. — Eins og kunnugt er, er bannað í lög- um, að menn, sem eru í fram- boði, hafi með höndum utankjör- staðaatkvæðagreiðslu. Hreppstjór inn hér í Egilsstaðakauptúni, Stefán Einarsson, er á lista Fram- sóknarmanna á Austurlandi, en eigi að síður hefur hann látið utankjörstaðakosningu fara fram á heimili sínu. Hefur þetta atferli hreppstjór- ans nú verið kært til sýslumanns, og þess jafnframt krafizt, að at- kvæði þau, er greidd hafa verið heima hjá honum, verði gerð ó- gild. — Fréttaritari. Útvarpsumræður í kvöld í KVÖLD og annað kvöld vetð- ur útvarpað stjórnmálaumræðum frá ríkisútvarpinu. Verður ein umferð fyrra kvöld- ið og hefur þá hver flokkur 15 mínútur til umráða. Síðara kvöld ið verða þrjár umferðir, 20, 15 Yfirgefur Uþýðuflokkinu AKUREYRI, 19. okt. — Sá at- burður gerðist nú fyrir skömmu, að maður sá, er var annar á lista Alþýðuflokksins í Eyjafjarðar- sýslu við kosningarnar í sumar, gekk í Sjálfstæðisfélagið í Ólafs- firði og hefur þar með sagt skil'ð við Alþýðuflokkinn. Hér er um að ræða Gísla M. Gíslason, stýrimann á m.b. Gunn- ólfi. Gísli er fæddur og uppalinn á Hofsósi, en fluttist til Ólaís- fjarðar fyrir sjö árum. Hann er formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Ólafsfjarðar. Sjálfstæðismenn í Ólafsfirði fagna því, að fá þennan kunna og ötula mann til samstarfs og bjóða hann velkominn í félag sitt. — vig. r Okeypis skólavist í Noregi TVEIR ísl. unglingar geta fengið ókeypis skólavist á lýðháskólum í Noregi í vetur. Hér er um við- bót að ræða við það sem áður hefur verið veitt á vegum Nor- rænafélagsins. Væntanlegir umsækjendur, sem skulu ekki vera yngri en 17 ára, snúi sér sem fyrst til Magnúsar Gíslasonar framkvæmdastjóra Norrænafélagsins í Reykjavík. og 10 mínútur til handa hverj- um framboðsflokki. í kvöld verður röð flokkanna sem hér segir: Alþýðubandalag, Þjóðvarnarflokkur Islands, Fram- sóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Sj álf stæðisf lokkur. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins tala í kvöld: Ólafur Thors, Ragn- hildur Helgadóttir, séra Gunnar Gíslason, Sigurður Bjarnason, Jónas Pétursson, Bjartmar Guð- mundsson og Gunnar Thorodd- Vegna SÍS hækkun um 220 krónur á barn EF LEYFILEGT hefði verið að leggja á SÍS eftir sömu reglum og önnur atvinnufyrirtæki hér í bæn- um, mundi útsvar þess hafa orðið 4,5 millj. kr. Útsvarsskyldir einstaklingar hér í bænum voru að þessu sinni 22.19S. Af þeim hafa 9.604 einstaklingar 20.538 börn undir 16 ára aldri á framfæri sínu. Ef niðurjöfnunarnefnd hefði getað lagt áðurnefnt útsvaj á SÍS, hefði verið unnt að auka harnafrádrátt um 220 kr. á barn. Hjón með 5 börn hefðu þá fengið lækkun á útsvari sínu um 1100 kr. Neyzlumjólk flutt að norðan til Reykjavíkur — til að koma í veg fyrir mjólkurskort LÍTILLEGA hefur borið á mjólk- urskorti hér í bænum og öðrum markaðsstöðum Mjólkursamsöl- unnar. Hefur slíkt eigi átt sér stað um langt árabil. Átti Mbl. í gærdag tal við Stefán Björnsson, forstjóra Samsölunnar, um þetta mál. Stefán kvað ástandið vera alv- arlegt. Engum getum verður nú að því leitt hve mjólkurfram- leiðslan á enn eftir að minnka. Við höfum þegar gripið til ráð- stafana til þess að mæta þessu vandamáli. Allt verður reynt til að tryggja næga neyzlumjólk, áð- ur en að til skömmtunar hennar verður gripið. Við höfum' hafið flutning á mjólk alla leið norðan frá Hvammstanga og Blönduósi, til þess að fylla upp í það sem á Þrjú skip í ís við Angmagsalik Katalína send á vettvang KATALÍNUBÁTUR Flugfélags- ins kom í gær úr óvenjulegri Grænlandsferð. Hafði hann far- ið á sunnudag áleiðis til Ang- magsalik til þess að leiðbeina skipum út úr höfninni, en þar var þá mikill ís fyrir landi. I Angmagsalik voru þrjú smá- skip á vegum konunglegu dönsku Orðsending frd ijdröflunar- nefnd SjólísfseðisQokksins Þeir, sem fengið hafa söfnunarlista og merki Sjálfstæðis- flokksins, eru hvattir til að vinna vel og ötullega að söfnun- unni og gera skil svo fljótt, sem auðið er. Einnig er tekið við framlögum í kosningasjóðinn á skrif- stofu fjáröflunarnefndarinnar í Morgunblaðshúsinu á II. hæð. Símar 24059 og 10179. — Sjólfboðolið óskast í dag HEIMDELLINGAR og annað sjálfstæðisfólk, mætið í dag eftir hádegi í Valhöll vegna dreifingar á bæklingi. Það er mjög áríðandi, að sem flestir komi, svo að starfið gangi greiðlega. Lítið fréttist af síld í i gær TVEIR reknetjabátar frá Akra- nesi voru úti aðfaranótt mánu- dags. Fékk Keilir 21 tunnu síld- ar í Miðnessjó. og landaði síld- inni á Akranesi. Hinn báturinn, Svanur, fékk ekkert. Á laugardag mældi Ægir á stórum sildartorfum vestur af Einidrang. En bæði Ægir og síld- arlitarskipið Fanney vo‘ru inni í gær, síðarnefnda skipið vegna smávægilegrar bilunar á astik- tækjum Fanney fór út um fimm íeytið í gærdag. Grænlandsverzlunarinnar.. Eitt var norskt, nokkur hundruð lesta stálskip, en hin voru minni, bæði dönsk tréskip. » — ★ — Þegar Katalínabáturinn kom yfir Angmagsalik síðla sunnudags eftir þriggja stunda flug frá Reykjavík, var þar þungskýjað, mikil samfelld ísbreiða fyrir ströndinni og ekki vænlegt að reyna að komast í gegn, því skammt var til myrkurs. Var því horfið að því að lenda í Kulusuk, sem er skammt frá Angmagsalik og gista þar um nóttina. í gærmorgun var veður orðið betra, en hiti þó um frost- mark. ísinn hafði þá hreinsað mjög mikið frá strandlengjunni út frá Angmagsalik. Sigldu skip- in greiðlega út á auðan sjó með leiðsögn flugmanna. Var Kata- lína yfir skipunum í liðlega klukkustund, en hélt síðan heim- leiðis. — För norska skipsins var heitið til Narssarssuak á vestur- ströndinni, en dönsku bátarnir eru á leið til Kaupmannahafnar. Flugstjóri á Katalínu var Ólaf- ur Indriðason. vantar, sagði forstjórinn. Einnig er nú allur rjóminn sem Samsal- an hefur á boðstólum fluttur hingað að norðan. Stefán Björnsson kvaðst vona að svo góð skipan væri komin á mjólkurflutningana að norðan á miðvikudaginn að nægileg mjólk yrði þá í öllum mjólkurbúðunum. Um áframhald þessara flutn- inga er ekki vitað. þvl pað fer að sjálfsögðu eftir þörfinni, en einnig eftir samgöngum. Verði mjólkurflutningarnir nauðsynleg ir um ófyrirsjáanlegan tíma, þá eru þeir að sjálfsögðu undir því komnir, að færð á vegum spillist ekki. Hið stöðugt minnkandi mjólkur magn stendur m.a. í sambandi við hina hrakviðrasömu tíð hér sunn- anlands. Sem kunnugt er af frétt- um hefur nyt í kúm hríðfallið ,nú í haust. Friðrik Gunnars- son látinn FRIÐRIK Gunnarsson, forstjóri, andaðist síðastliðinn laugardag, sjötugur að aldri. Friðrik var einn af mestu athafnamönnum þessa bæjar. Hann var einn af stofnendum „Friðrik Magnússon & Co“ árið 1916 og framkvæmda stjóri þess fyrirtækis 1916—1924. Einnig átti hann hlutdeild í stofn- un smjörlíkisgerðanna^ „Smjör- líkisgerðin“ 1918 og „Ásgarður“ 1922, og var hann framkvæmda- stjóri þeirrar síðarnefndu allt frá stofnun hennar. Hans verður get- ið nánar hér í blaðinu síðar. SUÐURNESJAMENN! — Sjálf- stæðisfélögin á Suðurnesjum halda sameiginlega skemmtun í samkomuhúsi Njarðvíkur fimmtu daginn 22. október kl. 8,30. Stutt ávörp flytja: Ólafur Thors, Matthías Á. Mathiesen og Alfreð Gíslason. Hljómsveitin Fimm í fullu fjöri leikur fyrir dansi til kl. eitt. Fró fulltrúaraði Sjólfstæðis- U iélogonna í Reykjavík SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN þarf á miklum fjölda sjálf- boðaliða að halda á kjördegi. Þeir, sem vildu leggja fram vinnu á kjördegi, eru beðnir að koma eða hringja á skrifstofu flokksins í Sjálfstæðis- húsinu, uppi. Sími 17100.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.