Morgunblaðið - 06.11.1959, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 06.11.1959, Qupperneq 17
Föstudagur 6. nóv. 1959 MORCVNTÍL4ÐIÐ 17 Frú Elísabet SSgurÖar- dóttir Hagen Minning ÞANN 14. október andaðist í Ála- sundi í Noregi, frú Elísabet Sig- urðardóttir Hagen, eftir erfiðan sjúkdóm, og oft sárþjáð, sem hún bar með stillingu og þolinmæði. þar til yfir laulc. Elísabet ólst upp á ísafirði, hjá foreldrum sín- um, Guðbjörgu Eyjólfsdóttur og Sigurði Þórðarsyni, sem bæði eru látin. Tvö systkini Betu eru á lífi, því svo var hún kölluð í dag- legu tali. Þau eru Eiður, og frú Helga, búsett í Reykavík. — Ég sem þessar línur rita man hana sem barn í glöðum systkinahóp, og einnig, þegar hún var ung stúlka, trygg og vinföst. Við Beta stunduðum sömu atvinnu í mórg ár, og hef ég ekki átt betri vin- konu en hana. En síðan skiidu leiðir, því að Beta sigldi til Nor- egs og ílengdist þar. Hún giftist norskum pilti, Harald Hagen, að nafni, stofnuðuþausitt eigið heim ili, er bæði var hlýlegt og myndar legt. Tvo syni eignuðust þau, annan drenginn misstu þau ung- an, en hinn lifir móður sína, og á eflaust um sárt að binda, því h«nn hefur misst mikið, enda þótt fáðirinn sé góður, þá er móður- höndin betri. Ég veit að sökn- uðurinn er sár hjá peim feðg- um. Bið ég guð að styðja þá og styrkja, sömuleiðis systkini henn a-. — Beta k^..i kkrum sinnum til fslands, að hitta systv.r sína og frændfólk. Nú er hún horfin af sjónarsviðinu, sem allir verða að hlýða, þegar kallið kemur. Bvo kveð ég þig, vina mín og þakka þér fyrir allt, fyrr og síðar. Belssuð sé minning hennar. Vinkor.a. Hvað líðisr lygg- ingu „Ævikvölds44? JÓHANN heitinn Jóhannesson, kaupmaður (d. 1914), óskaði þess eindregið ,að kjör ellimæddra einstæðinga yrðu betri en þau voru í æsku hans. Af þeim sök- um ánafnaði hann í því skyni álitlegri upphæð að þeirra tíðar mælikvarða, er skyldi ávaxtast. Um þetta hefur nokkuð verið rætt og ritað fyrr og siðar, og hefi ég áður minnzt á þetta í dagblaðinu Vísi og hirði ég ekki um að rifja það upp fyrir lesendum. Aðalatriðið er, að nú verði haf- izt handa um að hrinda í fram- kvæmd þessu hugsjónamáli Jó- hanns heitins Jóhannessonar, er varð honum jafn hjartfólgið og raun ber vitni (sbr. skipuiags- skrá „Ævikvölds", s6m prentuð er í Stjórnartíðindum). Leyfi ég mér því að beina þeirri áskorun til forráðamanna ,,Ævikvölds“, að nú verði hafizt handa um bygg- ingu elliheimilisins, sem stofn- andi sjóðsins ætlaðist til að yrði að veruleika. Á hundrað ára afmæli látmnar eiginkonu Jóhanns heitins, frú Sigurbjargar Guðnadóttur eða 13. apríl 1973, skyldi elliheimilið opnað til afnota. Og tíminn líður fljótt, fyrr en oss varir. Sand- kornunum fækkar i stundaglasi tímans. Mér vitanlega hefir erm ekkert verið gert í málinu, hvað sem því veldur. En þannvg má ekki lengur verða í þessu nauð- synjamáli. Því verður nú að hefj- ast handa. Einkasonur þeirra látnu hjóna, sem ég hefi minnzt á, hr. Óskar J. Jóhannsson starfs maður í vélsmiðjunni Hamri, myndi óefað verða fús til þess að starfa í þessu hugsjónamáli föð- ur síns, sem enn virðist eiga langt í land að verða að veruleika, því að hann hefir lifandi áhuga á því, að þetta komist hið fyrs'.-. til fram kvæmda og að nú verði hafizt handa um byggingu elliheimilis- ins. Atvinna Oss vantar lagtækan mann til að annast viðhald, endurnýjun og eftirlit á farþegarými flugvéla félags- ins. Væntanlegir umsækjendur sendi skriflegar um- sóknir er greini aldur og fyrri störf, fyrir 15. nóv. næst komandi. Alit á sama stað C H AIVIP10 H kRHFTKfRTIH fáaiileg í alla bíla Það er sama hvaða tegund bifreiðar þér eigið, það borgar sig að nota það bezta — CHAMPION-KRAFTKERTIN Skiptið reglulega um kerti Egill Vilhjálmsson hf. Laugavegi 118, sími 22240 BILLINN Simi 18-8-33 Til sölu og sýnis í dag F O R D 1954 Ný komin til landsins. Lítil keyrður og allur í mjög góðu lagi. B í L L IIV IM VARÐARH ÚSIIMU Sími 18-8-33 Hef opnaA' tannlœkningastofu að Skjólbraut 2, Kópavogi. Skoðun og viðgerð á tönn- um skólabarna í Kópavogskaupstað fer fram kl. 9—12 f. h. og er sá tími ekki ætlaður öðrum. I Almcnnur viðtalstími er kl. 2—7 e.h., nema laugar- daga. Sími 11998. tiI.l'AK HELGASON, tannlæknir SKRCFUVIFTUR 300—600 mm í þvermál dæla allt að 11000 ten.m. lofts á kist. Í'KVS’ITBLÁSARAR Dæla allt að 15600 ten.m. lofts á klst. þrýstiorka allt að 180 mm WS. Til loftræstingar „THURM“ loftblásarar smiðjublAsarar Dæla atlt að 400 ten.m. lofts á klst. þrýstiorka allt að 125 mm WS. Uínboðsnienn. K. Þorsteinsson & Co., Tryggvag. 10 Reykjavík — Sími: 1-93-40 Þessi bók örlaganna er hin merkilegasta spádómabók, sem mannlegur heili hefur framleitt — Það þarf því enginn að óttast nein vonbrigði, þegar hann spyr þessa merkilegu véfrétt til ráða. — Hún mun svara afdráttarlaust, ótvírætt og nákvæmt. Til þess að skemmta mönnum í samkvæmum er hún tilvalin, og mun þar þykja bæði eftirtektarverð og skemmtiieg. — Fæst hjá bóksölum og kostar aðeins 50 kr. — Utgefandinn, pósthólf 462. Rvík. Ragnar Benediktsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.