Morgunblaðið - 17.11.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.11.1959, Blaðsíða 3
Þriðjudaerur 17. nóv. 1959 MORCrNTtT,4niÐ 3 Tillögur Sjú En-læs óframkvæmanlegar — segir Nerú. — Hann Keíir borið íram gagniillögur NÝJU-DELHI, 16. nóv. (Reuter). — Nehrú, forsætisráðherra Ind- lands, sagði í dag í ræðu í þing- inu, að fundiur hans og Sjú En- læs, forsætisráðherra Kína, mundi verða harla gagnslítill, nema áður hefðu verið gerðar undirbúningsráðstafanir til þess að leysa landamæradeilu Ind- lands og Kína. — Nehrú kvaðst einnig telja, að tillögur þær, er Sjú En-læ hefði borið fram í bréfi á dögunum til lausnar deilunni, væru óframkvæmanlegar. — Skýrði hann frá því, að hann hefði sent gagntillögur til Peking. Þessar tillögur eru bornar fram 1 bréfi, sem Nehrú hefir skrifað Sjú En-læ og afhent var sendi- herra Kína í Nýju-Delhi í morg- un. Forsætisráðherrann kvaðst ekki geta skýrt frá tillögum sín- um að sinni, þær yrðu birtar, er bréfið hefði verið möttekið í Peking. — Nehrú hélt ræðu sína á fyrsta fundi neðri deildar ind- verska þingsins, eftir tveggja mánaða fundahlé. Næst á undan forsætisráðherranum talaði full- trúi Praja-sósialistaflokksins, Ac- harya Kripalani, sem krafðist þess, að deildin ræddi þegar í stað hið „skammarlega ofbeldi" kínverskra herflokka við ind- verska landamæraverði. 'k Nehrú fékk samþykkt að fresta umræðunni þar til í næstu viku — vegna bréfs hans til Sjú En- læs. — Á þingfundinum lagði hann fram nýja „hvíta bók“ um samband Kína og Indlands síð- ustu vikurnar, og erindaskipti þau, sem farið hafa á milli stjórna ríkjanna. Kemur þar m. a. fram, að það er fleira en landa- mærin, sem deilt hefir verið um undanfarið. Þar er skyrt frá orð- sendingum út af ásökunum Kín- Eyðileggingin í dlafsfirði EINS og skýrt hefir verið frá í fréttum, varð gífur- legt tjón í Ólafsfirði af völdum óveðsins, sem gekk yfir Norðurland fyrir viku síðan. Hafnargarðurinn hrundi á löngum kafla og skemmdir urðu mjög mikl- ar á leiðslum, sem lágu eftir garðinum, svo og á bryggjunni innan á hon- verja um, að indversk skip og flugvélar hafi farið um og yfir kínversk yfirráðasvæði — sömu- leiðis hafa farið á milli ásakanir vegna áróðurs, er bæði ríkin hafa dreift út. — Indverjar hafa hald- ið því fram, að indverskir em- bættismenn í Tíbet, pílagrímar og fleiri hafi orðið fyrir ofsóknum Kínversja — o. s. frv. Nehrú kvaðst vissulega vera sammála Sjú En-læ um það, að mjög æskilegt væri, að þeir hitt- ust til þess að ræða vandamálin — en tillögur Sjús í þessu efni „virðast okkur óframkvæmanleg- ar“, sagði hann. Ef slíkur fund- ur ætti að bera árangur, væri nauðsynlegt að ná fyrst einhvers konar bráðabirgða-samkomulagi — a. m. k. undirbúningur með einhverjum hætti nauðsynlegur. ★ Forsætisráðherrann gat þess, að indverski herinn hefði nú stjórnina á öllum norðurlanda- mærum ríkisins, þar með talið landamæraríkið Sikkim, og ítrek aði jafnframt yfirlýsinguna um það, að árás á smáríkið Bhutan yrði skoðuð sem árás á Indland sjálft. Ekki kvað hann stjórnina þó hafa i hyggju að senda herlið til Bhutan að sinni — það væri stjórnarinnar þar að biðja um aðstoð, ef hún teldi slíkt nauðsyn I legt. um. Þá varð að sigla mót- orskipinu Stíganda á land upp til að bjarga því, tré- bryggja inni í höfninni brotnaði og fleiri skemmd- ir urðu og er tjónið talið skipta miljónum. Myndirnar tók Stefán E. Sigurðsson útvarpsvirki, en hann dvaldist í Ólafs- firði óveðursdagana. Efri myndin sýnir hina miklu eyðileggingu, sem orðið hefir á hafnargarð- inum og bryggjunni. 60 m. af garðinum hafa brotn- að niður sinn hvoru megin við bryggjuskúrinn. Á bryggjunni má sjá stein- stykki úr garðinum en mest fór þó inn í sjálfa höfnina. Stórgrýtishnull- ung má sjá fram undan bryggjuskúrnum og kast- aði brimið honum allt neð- an úr fjöru norðan við garðinn og upp á bryggju. Þá sést rifrildið úr bryggj ubrúninni liggja inn í höfnina. Á neðri myndinni getur að líta eyðileggingu þá er orðið hefir á leiðslum þeim, sem liggja fram bryggjuna innan á hafnargarðinum. Voru leiðslurnar steyptar í stokk en sjórinn braut steinstokkinn hlémegin við brimið og tætti leiðslurnar frá og beygði í hring eins og sjá má á myndinni, sem tekin er um hádegið á þriðjudag, en þá er veðr- inu heldur tekið að slota. STAKSTEIHAR Ú tflutnings v erzlunin og vinstri stjórnin Eins og kunnugt er hefur sú skip an verið á sölu sjávarafurða á erlendum markaði um mörg und- anfarin ár, að samtök útvegs- manna sjálfra hafa annazt söl- una. Hafa kommúnistar og Fram- sóknarmenn mjög oft ráðizt af hinu mesta offorsi á þessi sölu- samtök framleiðenda og borið þau hinum verstu sökum. Jafn- framt hafa þessir flokkar haldið því fram, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefði með þessum samtök- um komið á nokkurskonar „ein- okun útflutningsverzlunarinnar". Ný nefnd Áður en vinstri stjórnin vaf Imynduð lofuðu flokkar hennar því, að skipulagi útflutningsvedzl unarinnar skyldi verða ger- breytt. En í þeim efnum, eins og fleirum, varð lítið úr efnduni. Stjórnin beitti sér að vísu fyrir því, að skipuð var 3ja manna Inefnd, sem á að vera sjávarút- vegsmálaráðherra til ráðuneytis um sölu og útflutning sjávaraf- urða, og má engar sjávarafurðir bjóða til sölu erlendis nema að fengnu leyfi nefndarinnar. Enn- fremur var gert ráð fyrir þvi, að hin nýja nefnd réði sér nauð- synlegt starfslið á kostnað ríkis- ins. Eina breytingin, sem vinstrl stjórnin gerði á skipulagi út-l flutningsframleiðslunnar, var þá skipun þessarar 3ja manna nefnd ‘ ar, scm skipaðir voru í þrír menn, er aldrei höfðu neitt komið nálægt verzlun með sjávarafurð- ir. Og niðurstaðan varð auðvit- að sú, að skipulag útflutnings- verzlunarinnar er gersamlega óbreytt. Sölusamtök framleið- enda halda áfram að annast sölu afurðanna. Er þeim auðvitað miklu betur treystandi til þess heldur en opinberum aðilum, nefndum og ráðum. Eitt dæmi af mörgnni Þetta er einungis eitt dæmi af mörgum um það, hvernig vinstri stjórnin efndi fyrirheit sín, og hvað lá á bak við stóryrði og sleggjudóma flokka hennar, áð- ur en þeir mynduðu ríkisstjórn sína. Þeir héldu því þá hiklaust fram, að sölusamtök framleið- enda sjávarafurða hefðu valdið þjóðinni stórtjóni, og að óhjá- kvæmilegt væri, að framkvæm* gerbreytingu á öllu skipulagi út- flutningsverzlunarinnar. Þegar þeir sjálfir voru komnir til valda, heyktust þeir svo á öllu saman, viðurkenndu að fram- leiðendur hefðu sjálfir byggt upp skipulag i þessum málum, sem fullnægði þörfum sjávarút- vegsins og þjóðarinnar í heild. Átu ofan í sig stóryrðin Síðan flokkar vinstri stjórnar- innar átu ofan í sig stóryrðin og slcggjudómana um útflutnings- samtök framleiðenda sjávaraf- urða hafa kommúnistar og Fram- sóknarmenn að mestu látið nið- ur falla umræður um þessi máL Þeir hafa í raun og veru viður- kennt það hreinlega, frammi fyr- ir alþjóð, að fyrri ummæli þeirra hafi ekki haft við minnstu rök að styðjast. Ganga aftur Þrátt fyrir þetta má vel gera ráð fyrir því, að hinir fyrrl sleggjudómar þessara flokka og málgagna þeirra um afurðasölu- málin gangi fljótlega aftur eftir að þeir eru komnir í stjórnar- andstöðu. Þá byrja þeir enn á ný að lofa nýju skipulagi á útflutn- ingsverzlunni og hefja gamla . róginn um samtök framleiðenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.