Morgunblaðið - 17.11.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.11.1959, Blaðsíða 16
16 MORGVISBr.AÐltí Þriðjudagur 17. nov. 1959 2)rott nincj. 14 viifci k Sinum EFTIR RITA HARDINGE 5. kafli. Eitt andartak var Janet örvita af hræðslu, meðan greifafrúin stóð frammi fyrir henni með svip sem engu lýsti nema tortryggni. Hinum megin við þilið heyrðust óljóst raddir konungsins og sam særismanna hans. Janet sá, að gömlu konuna grunaði, að hún hefði staðið á hleri, og hún skildi, að ef hún hefði ekki skjót ráð, væri hún í bráðustu hættu. Hún tók á öHu sínu og neyddi sig til að brosa rólega. — Þér vitið ekki, hve fegin ég varð að hitta yður hér, sagði hún. — Ég fór inn í leynigöngin til að leita að konunginum, og nú hef ég villzt. Hún talaði hvíslandi röddu, því að hún vildi sízt af öllu, að mennirnir hinum megin við þil- ið heyrðu til hennar. Á meðan hún talaði, gekk hún af stað og ýtti greifafrúnni aftur á bak á undan sér eftir ganginum. Hún vissi, að afsökun hennar yrði því aðeins tekin trúanleg, að gamla konan kæmist ekki að því að kon ungurinn væri rétt hinum megin við þilið, og hún hefði heyrt sam ræður hans við Bersonin hers- höfðingja og Max Retchard. Ef einhver vissi, að hún hefði heyrt þá brugga Rupert prins banaráð, þá var henni Ijóst, að hún væri glötuð. Nú lét hún sem henni væri fyrir öllu að komast burt úr leyni göngunum, og á þann hátt tókst henni að ýta gömlu konunni góð an spöl, áður en hún áttaði sig. Janet var ljóst, að á þessu augna bliki var allt í veði. Vissi greifafrúin, að hún hafði staðið á hleri úti fyrir einkaher- bergi konungs, eða myndi þessi örvæntingarfulla blekkingatil- raun heppnast? Nú stanzaði sú gamla og vildi ekki láta hrekja sig lengra. Með vasaljósi virti hún fyrir sér and- lit Janet með köldum og tor- tryggnum augum — svo hrollur fór um Janet. Nú var henni Ijóst að þær voru gjörsamlega misk- unnarlausar þessar manneskjur, sem hún hélt að verið hefðu vin ir systur hennar. — Þú segist hafa leitað að kon unginum og villzt? spurði greifa frúin kalt. —• Já — já, ég vissi ekki, að gangarnir væru svona margir. Ég er búin að ráfa um í óratíma. — En þér funduð ekki konung inn? Janet hristi höfuðið sakleysis- lega. Það var alger þögn andartak, og hún skildi, að greifafrúin var í vafa um, hverju hún ætti að trúa. — Við skulum komast héðan út, bað Janet. — Ég er svo hrædd. Það er svo dimmt og draugalegt hérna. En frúin lét ljósið enn skína framan í hana. — Til hvers vilduð þér finna konunginn? spurði hún. — Þér heyrið, að ég er hrædd“, sagði Janet æðislega, og nú var það engin uppgerð. — Þetta er allt svo undarlegt og hræðilegt. Þið hafið hrifið mig burt frá mínu fyrra, einfalda iífi, og látið mig koma hingað í staðinn fyrir systur mína til að gabba fólkið. Ég get það ekki lengur. Og svo þessi sprengja, sem kastað var að vagninum í dag. Já, þér eruð máske vanar öllu þessu, en ég er það ekki! Aftur stóðu þær andartak án þess að segja nokkuð, en svo slðkkti gamla frúin á vasaljósinu og tók vingjarnlega um handlegg inn á henni. Janet fann, að hún hafði unnið enn eina lotu í þess- ari örvæntingarfullu baráttu. — Veslings barn, sagði greifa frúin í sefandi tón. — Þetta hef- ur verið mikil áreynsla fyrir yð- ur. Komið, ég skal fylgja yður til herbergis yðar, og svo verðið þér að hvíla yður. Við reynum að hlífa yður við fleiri opinber- um athöfnum á morgun. Við til- kynnum fólkinu, að drottningin þarfnist hvíldar. En Janet vissi, að hún myndi ekki öðlast neina hvíld. Hún gat ekki eitt augnablik gleymt því, sem hún heyrði í herbergi kon- ungsins — rólega, kalda rödd Max Retchards, er hann sagði: — Þegar þér heimsækið hann á morgun, skulum við láta yður fá meðul í hendur, sem duga til að losa okkur við Rupert prins í eitt skipti fyrir öll. Og nú lá Rupert prins særður og var í hræðilegri lífshættu — ekki af ^árum sínum, heldur vegna þess, að hans eigin hálf- bróðir ætlaði að heimsækja hann og drepa hann. — Ég verð að bjarga honum, hugsaði hún. En hvernig? Hvað gat hún gert, sem ekki gat leitað til neins og var undir gæzlu í höll inni dag og nótt? Rödd greifafrúarinnar truflaði hugsanir hennar. — Nú verðið þér að hátta og sofna, sagði hún biðjandi og klappaði Janet blíðlega á öxlina. — Get ég gert nokkuð fleira fyr- ir yður, áður en ég fer? — Páll litli er líklega kominn í rúmið? spurði hún. — Já, auðvitað. Greifafrúin hleypti brúnum. — Ég er hrædd um, að það hafi ekki verið gott fyrir hann að hitta yður? sagði hún gremjulega. — Hann er orð- inn alveg óviðráðanlegur. Helga, barnfóstran, kvartar um, að hann vilji ekki sofa. — Ó, veslingurinn litli, sagði Janet. Og svo bætti hún við, eins og henni dytti það skyndilega í hug: — Gæti ég ekki fengið hann til mín sem snöggvast? — Það er áhættusamt, and- mælti greifafrúin. — Þá uppgötv ar hann máske, að þér eruð ekki mamma hans. — Hann veit það? sagði Janet. — Hafið þér sagt honum það? — Þess þurfti ekki með. Þó ég líkist systur minni svo mjög, fann hann ósjálfrátt, að ég var ekki mamma hans. En þér þurf ið engar áhyggjur að hafa þess vegna. Hann er sonur föður síns, og hann hefur lofað að varðveita leyndarmálið og láta sem ég sé móðir hans, vegna landsins. Greifafrúin varð reiðileg á svip. — Þér eruð farin að leyfa yð- ur heldur mikið. Ég ætla bara að segja yður —. En Janet greip einbeitt fram í. — Ég leyfi mér bara það, sem þið hafið neytt mig til. Þið kom- uð mér til að taka sæti drottning arinnar. Jæja, þá er ég sem sagt drottningin. Þarf ég að beita hörðu til að fá yður til að biðja Helgu að koma með Pál? Greifafrúin var hvít í framan af reiði, en nú hafði Janet ásett sér að varpa frá sér allri var- færni. — Á ég að neyðast til að kalla á varðmennina og tilkynna, að drottningin verði fyrir móðgun- um? sagði hún, undrandi á sinni eigin dirfsku. — Farið til Helgu og segið henni, að koma með Pál. Sér til mikils hugarléttis sá hún, að það fór að fara um gömlu frúnna. Augu þeirra mættust í hörðu einvígi, en það var greifa- frúin, sem lét í minni pokann. — Það gerir víst ekki mikið, úr því að þér hafið þegar sagt honum það, tautaði hún. „Auðvitað ekki, sagði Janet í ofurlítið mildari tón. — Drengur inn er vitanlega sorgmæddur, af því að mamma hans er dáin. Ég get reynt að hugga hann ofurlít- ið. — En þegar Helga kom með Pál Stúlka óskast til heimilisstarfa. Hátt kaup. Vinsamlegast leggið naín og heimilisfang í Box 1031, Reykjavík. Kona óskast til að smyrja brauð (dagvinna). Einnig kona við bakstur. SÆI.ACAFÉ, Brautarholti 22 litla, fann Janet, að það var allt annað en auðvelt að segja þeim j þrð, sem hún var neydd til. Hún leit rannsakandi á ungu stúikuna, með hið laglega og að- laðandi andlit. Hún fann, að Helga leit dálitið undarlega til hennar, og hana grunaði, að unga stúlkan hefði þekkt Gloríu nógu vel til að taka eftir smávægi legum mun í fasi þeirra. En blá augu hennar, báru vott um hrein skilni og góðvild. Hún ákvað að I taka áhættuna. — Helga, sagði hún, — þér var , mjög hlýtt til drottningarinnar, var ekki svo? — Yðar hátign, byrjaði Helga, en svo var eins og ský drægi yíir andlit hennar. — Hvers vegna segið þér „var“ hlýtt til, stamaði hún. — Mér var alltaf hlýtt til drottningarinnar — En — en — Þegar Helga var svo ringluð, að hún gat ekkert sagt, leit Jan- et á Pál litla, sem stóð og starði á þær. — Það er allt í lagi, Janet frænka, sagði hann rólega. — Þú getur treyst Helgu. Það gerði mamma alltaf. Janet leit á ungu stúlkuna og sá, að hún þurfti ekkert að ótt- ast úr þeirri átt. — Ég er ekki drottningin, Helga, sagði hún svo rólega. — Nei, frú. Ég, ég fann, að þér voruð það ekki. Þér eruð systir hennar. Hún hefur svo oft sagt svona, útskýrði Helga og bankaði í borðplötuna. — Og þegar varð maður anzaði, sagði hún bara eitt orð: „Páll“. Þá var lokið upp. Eg fylgdi henni stundum þangað. — Þakka þér fyrir, Helga, sagði hún. — Nú fer ég. En allt í einu sagði Páll litli eitthvað. Hann hafði setið svo grafkyrr og aðeins hlustað og horft á. þær, svo Janet hafði gleymt því, að hann var þarna. — Janet frænka, sagði hann. — Ég hef verið að hugsa um dá- lítið. — Já, Páll, en nú má ég ekki bíða lengur. Við tölum saman, þegar ég kem. — En það er dálítið um það, að þú ferð út, sagði hann alvöru- gefinn. — Þú gætir villzt í Dovino, svo ég held að Helga verði að fara með þér. — En það getur hún ekki, Páll. .....$parið yður hiaup 6 roilli tn&xgru. vcrzlana! WHWOl flWIUM HKíW Ausfcurstrseti mér frá yður. En hvar er drottn ingin þá? — Ég skal segja þér það allt seinna, Helga, lofaði hún. — Hér eru hræðilegir hlutir að gerast núna, og ég ætla að reyna að gera það, sem ég veit, að systir mín hefði gert. En ég þarfnast hjálp- ar, því að ég er hér alein. Viltu hjálpa mér, Helga? —- Já, auðvitað, sagði hún hik- laust, og Janet viknaði, er hún heyrði, að Helga varð strax á hennar bandi. — Ég er neydd til að fara út í kvöld, sagði hún. — Já, frú. — En það má engin þekkja mig sem drottninguna. — Nei, frú sagði Helga rólega. — Ég vil að þú verðir hérna hjá Páli, sagði hún fljótt. — Þú verður að láta sem þú sért ég. Og svo vil ég gjarnan fá lánuð fötin þín. — Það er alls ekki nauðsyn- legt, sagði Helga hæversklega. — Ðrottning hefur sveitastúlkubún- ing hérna. Hún — hún fór oft út, án þess nokkur vissi. Janet starði á hana. Já, auð- vitað, hugsaði hún — Gloría hafði farið út til að hitta Rupert. Framkoma hans hafði glöggt sýnt, að hann hefði verið elsk- hugi hennar, enda þótt Janet hefði barizt á móti þeirri hugs- un. Hún flýtti sér að fara í litríku sveitastúlkufötin, sem Helga tók út úr einum stóra fataskápnum. — Það er dimmt í kvöld og það er ekki mikil götulýsing í Dovino, sagði Helga róandi. — Hvert ætlið þér? — Til Eftkastala, sagði Janet og hugsaði til þess, er hún hafði heyrt í herbergi konungsins. Það leit ekki út fyrir, að Helga yrði vitund hissa, og Janet hugs- aði með nokkurri beizkju til þess að þangað hefði Gloría verið vön að fara. Hún bað Helgu að vísa sér leiðina og varð fegin, þegar hún fékk að vita, að þangað var auðratað, því kastalinn lá fyrir enda aðalgötu borgarinnar. „Það eru litlar dyr á múrnum og drottning drap ætíð á þær — SHUtvarpiö Þriðjudagur 17. nóvember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik- ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Amma segir börnunum sögu. 18.50 Framburðarkennsla í þýzku. 19.00 Tónleikar. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Daglegt mál. (Aml Böðvarsson cand. mag.). 20.35 Utvarpssagan: ,,Sólarhringur“ eft ir Stefán Júlíusson; III. lestur (Höfundur les). 21.00 Hljómsveitartónleikar Ríkisút- varpsins í Dómkirkjunni á 200. ártíð tónskáldsins Georgs Fried- richs Hándel. Hljómsveitarstjóri Hans Antolitsch. — Inngangsorð flytur dr. Páll Isólfsson. a) Forleikur að óp. ..Agrippina*'. b) Konsert í h-moll fyrir lágfiðlu og hljómsveit. — Einleikari; Jón Sen. c) Rezitativ og aría (Largo) úr óp. „Xerxes" og aría úr óratór- íinu ,,Messías“. — Einsöngvari: Kristinn Hallsson. d) Konsert fyrir orgel og hljóm- sveit op. 4 nr. 6 í B-dúr. — Einleikari: Dr. Páll Isólísson. e) Concerto grosso op. 6 nr. 5 1 D-dúr fyrir strokhljómsveit. 22.10 Fréttir og veðurfregnir. 22.20 Tryggingamál (Gunnar J. Möller hæstar éttarlögm.). 22.40 Lög unga fólksins (Kristrún Ey- mundsdóttir og Guðrún Svafars- dóttir),. 23.30 Dagskrárlok. Miðvikudagur 18. nóvember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfr. — 9.20 Tónleikar). I 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „Við vinnuna": Tónleikar af plötum. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfr.). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Siskó á flækingi" eftir Estrid Ott; VI. lestur (Pétur Sumarliðason kenn- ari). 18.55 Framburðarkennsla 1 ensku. 19.00 Tónleikar. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Daglegt mál (Ami Böðvarsson Gjótan er við næstu beygju, SirrL Sjáðu, pabbi, það hefa steinar hlaðizt fyrir munnann. — 1 að krafsa sig inn á milli stein- Sjáðu, hvolpurinn er að reyna- anna. Hvað, Depill, er Andi þarna inni? cand. mag.). 20.35 Með ungu fólki (Guðrún Helga- dóttir). 21.00 Finnsk þjóðlög. Finnskir lista- menn flytja. 21.30 Framhaldsleikrit: „Umhverfis jörðina á 80 dögum" gert eftir samnefndri sögu Jules Verne; II. kafli. — Leikstjóri og þýðandi: Flosi Olafsson. Leikendur: Róbert Arnfinnsson, Erlingur Gíslason, Þorsteinn O. Stephensen, Karl Guðmundsson, Herdís Þorvalds- dóttir, Haraldur Björnsson, Krist ján Jónsson, Baldvin Halldórsson, Flosi Olafsson, Helga Bachmann, Bryndís Pétursdóttir, Helgi Skúla son og Þorgrímur Einarsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Leikhúspistill (Sveinn Einarsson). 22.30 Djassþáttur á vegum Jazzklúbbs i Reykjavíkur. 23.10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.