Morgunblaðið - 17.11.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.11.1959, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 17. nóv. 1959 Renault /960 „Dauphine", til sölu. Þetta er mjög fallegur, lítilli bíll, enda vinsælasti smábiiJinn £ Amer íku í dag. — MalBÍLASMM Aðalstr., 16, simi 15-0-14 Glæsilegur bíll Seljum í dag glæsilegan Mercury Station, árgang ’55. Vökvastýri, loftbremsur. Bi IasaIan Klapparstíg 37. — Sími 19032. Moskwitch station '60 Nýr. — Volkswagen ’60, nýr Taunus Station ’60 Ford ’58 „Taxi-cab“ óuppgerður, ódýr. — Chevrolet ’58 Alls konar skipti. tM BÍLASALAN Aðalstr., 16, simi 15-0-14 6ÍLASALIHIN við Vitato.g. Sími 12 500 Reno ’46, í góðu Iagi Moskwitch ’59 Fæst með góðum kjörum. Ford Zodiac ’55 Mjög vel með farinn. Austin 16 ’47 Nash ’47 Mercedes Benz 170 ’51 Nýkominn til landsins. Volkswagen ’57 Sérstaklega vel með far- inn. — Chevrolet ’53 Selst á mjög góðu verði, ef samið er strax. BÍLASALINN við Vitatorg. Sími 12-500. Tjarnargötu 5. — Sími 11144. Chevrolet ’51, ’52, ’53, ’54, ’55, ’57, ’58, ’59 Ford ’42, ’47, ’50, ’53, ’55 Opel Capitan ’55, ’57 Volkswagen ’55, ’56, ’58 ’59 — Moskwitch ’55, ’57, ’58, ’59 Ford Prefect ’47, ’55, ’57 Morris ’46, ’47, ’49, ’55 Höfum einnig jeppa, sendiferða- og vörubíla j Tjarnargötu 5. — Sími 11144. Hlustað á útvarp A KVÖLDVÖKU, nýlega, flutti Sigurður Jónsson frá Haukagili visnaþátt. Sigurður er manna fróðastur um skáldskap í bundnu máli og þá ekki sízt vísur og kann ógrynni af kvæðum og vís- um. Er því vel fallinn til að flytja eða sjá um þennan þjóð- lega þátt, sem vafalaust mun gleðja marga. Þótt mikið af vís- um, rímum og raunar öllum kvaðskap sé lítils virði, eru þó í mörgum rímum og öllum þeim fjölda, sem menn þekkja af lausavísum, fjöldi af skínandi perlum, sem sóma sér mætavel við hlið hins bezta, sem orkt hef- ur verið á íslenzka tungu. Væri sannaríega mikill skaði ef unga kynslóðin hætti við að hafa gam- an af slíku andlegu sælgæti og ekkert er heldur á móti því að ungir menn reyni að „kasta fram“ stöku, þótt stundum verði ekki um mikinn skáldskap að ræða. Það er a. m. k. vissulega betra en hið innflutta jazzgaul þeirra Ameríkananna, sem fjöldi manna lítur á sem eitt af því böli, sem fylgt hefur hern- aði og hersetu hér á okkar frið- sama landi. En — ég var að tala um vísnaþátt Sigurðar frá Hauka gili, og vona að hann flytji þessa þætti við og við í vetur. ★ Einn af vinsælustu þáttum útvarpsins hefur verið Spurt og spjallað í útvarpssal, sem Sigurð- ur Magnússon, fulltrúi, stjórnar. Sunnudaginn 8. þ. m. hófst þátt- urinn á ný, með því að mættir voru í útvarpssal ásamt Sigurði, þeir séra Emil Björnsson, sem einnig er fréttamaður útvarpsins, Hendrik Ottósson, rithöfundur og fréttamaður, Helgi Þorláks- son, skólastjóri, og séra Jóhann Hannesson, prófessor í guðfræði við Háskóla Islands. Allt eru þetta landskunnir menn. Um- ræðustjóri, Sig. Magnússon, gat þess fyrst, að hann væri nýkom- inn heim úr ferð til útlanda, þar sem hann hefði hlustað á og at- hugað hvernig hagað væri til um líka þætti. Hafði hann komizt að þeirri niðurstöðu, að heppilegast myndi að hafa þættina með svip- uðu formi og áður, sem sé, að fá vel til fallna menn til þess að ræða einhver tiltekin mál frem- ur alvarlegs efnis,mál er flestir hefðu áhuga á, þeir er á annað borð eitthvað hugsa. Hann kvaðst ekki vilja gera þetta spjall áð gamanþætti. Var fyrsta spurning hans á þá leið, hvort þeir er til andsvara voru, vildu leggja niður þjóðkirkju (ríkis- kirkju) hér á íslandi. Háskóla- þrófessorinn og skólastjórinn vildu athuga það mál mjög grandgæfilega, áður en út í það væri farið og voru á móti því að j leggja út í skilnað ríkis og i kirkju að svo komnu máli. Hendrik Ottósson var eindreg- inn skilnaðarmaður, kvað það skerðing á frelsi manna að vera neyddur til að greiða til ríkis- kirkju (menn geta nú greitt til Háskólans ef þeir vilja það held- ur). Enda mun Hendrik persónu- lega enga þörf þykjast hafa fyrir evangelisk-lútherska presta, hverju sem hann annars kann að trúa. Séra Emil Björnsson var alveg á móti þjóðkirkju og taldi þeirri stofnun flest til foráttu samanborið við fríkirkju og var afstaða hans ákveðin. Umræður þessar voru lærdómsríkar, eink- um fannst mér lærdómsríkt að hlusta á prófessor Jóhann Hann- esson og vel má segja að þetta fyrsta „spjall“ hafi farið ágæt- lega fram svo sem vænta mátti, þar eð gáfaðir og menntaðir menn áttust við orðræður um mál, sem nokkuð hefur verið á dagskrá lengi. y- Þættir úr sögu íslenzkra hand- rita nefndist erindi er prófessor Einar Ól. Sveinsson flutti 9. þ. m. Prófessor Einar hefur alveg sér- stakt lag á að segja þannig frá vísindalegum efnum að sæmilega greind og fróðleiksfús alþýða hafi gagn og unun á að hlusta. Ég vona að framhald verði á þessum fræðslulestrum próf. Ein- ars Ól. Sveinssonar, og er viss um að hann hefur mjög marga áheyrendur. Afvinna \ <• Óskum eftir að ráða nokkra bifvélavirkja eða menn vana bifvélavirkjun, nú þegar á verkstæði vort. Uppl- lýsingar gefur verkstjórinn, Árni Stefánsson. EGILL VILHJÁLMSSON H.F. Sími 22240 Pípur svartar og galvaniseraðar. H. Benediktsson hf. — Sími 11228 — Smíðajárn í plötum, 3—6 mm. H. Benediktsson hf. — Sími 11228 — Merkið sem markar tímamót í þjónustu vi5 viðskiptavini vora Falur h. f. Kópovogl Samkvæmt lögum er óheimilt að selja óviðurkennd rafföng merkir að Rafmagnseftirlit ríkisins raffangaprófun hafi viðurkennt vöruna. Fyrirtæki vort, mun eftirleiðis, fyrst á íslandi, merkja allar vörur er- vér flytjum inn. Takmark vort er betri vara, betri þjónusta. Kaupið ÍJtvegum allar tegundir af gangsetjurum og öryggisrofum frá Metzenauer & Jung Gambh, einnig allar aðrar rafmagns- vörur er standast öryggismat. FALLR HF. 0 merkta rafmagnsvörur nmboðs- og heildverzlun Hlíðarveg 8 — Kópavogí — Sími 12687. Um daginn og veginn talaði Stefán Jónsson, fréttamaður út- varpsins. Gat hann um rigninga- tíðina og kvað marga kvarta um, að slíkt orkaði á skap manna. Sagði svo að maður einn, er hann þekkti, væri nýkominn úr dvöl í sólríku landi og væri skap þessa manns engu betra en áður. Það mun vera rétt, að illa lyntir menn eru alltaf illfygli og góð- lyndir menn ætíð notalegir í við- móti. Þá talaði Stefán um stjórn- málarifrildið og ljót orð blaða um helztu'menn andstæðinganna. Sem betur fer er þetta þó mest í „nösunum", yfirleitt geta þessir menn vel unnið saman að vel- ferðarmálum þjóðarinnar. Loks talaði hann um meðferð áfengis- sölu hér, sem hann taldi í versta óefni og eru margir á sama máli. Stefán Jónsson talaði áheyrilega og skemmtilega. ★ Minnzt var 200 ára afmælis stórskáldsins Friedrichs von Schiller. Prófessor Alexander Jóhannesson flutti ágætt erindi um Schiller, eftir það var lesið úr ljóðum hans og fluttur kafli úr leikritinu „María Stuart", sem dr. Alexander hefur þýtt. Þegar ég var unglingur voru þýðingar á ljóðum Schillers mjög mikið lesnar og lærðar, löng kvæði svo sem „Kafarinn", „Klukkuljóðin", „Riddarinn af Toggenborg" o. fl. — Allir kunna „Dunar í trjá- lundi“ og „Sat við lækinn". Með ungu fólki, þáttur Jóns R. Hjálmarssonar, skólastjóra, var ágætur. Hann talaði við nokkra nemendur í Skógaskóla. Það var sannarlega skemmtilegt að hlusta á þetta unga fólk, með sínar björtu framtíðarvonir. Hafði það margar skynsamlegar og eðlileg- ar tillögur að flytja, t. d. hefur allt ungt fólk ætíð frá því ég man fyrst eftir óskað þess, að aldurstakmark til kosningaréttar væri fært niður. Ég tel að 19 ár væri hæfilegur aldur. Einnig að 16 ára unglingum væri heimilt að aka bifreið. Uppástunga pilts- ins á Skógum að ökuheimild væri tekin af öldruðum mönn- um, sem eðlilega eru farnir að sljófgast, er athugunarverð. Það var unun að hlusta á unga fólkið á Skógum. Nýlega var sungið í útvarp lag við kvæði úr Lénharði fógeta. Þulur, sem mun hafa verið Jón Múli Árnason, sagði að kvæðið væri eftir Indriða Einarsson. Eins og flestir vita, er kvæðið eftir Einar H. Kvaran og ætti Jón Múli, sem bæði er skáld og tónskáld að vita þetta engu síður en aðrir. Svona óþarfa hroð- virkni á ekki að koma fyrir hjá þeim er undirbúa dagskrá út- varpsins og þulirnir ættu ekki að fara með það hugsunarlaust sem fyrir þá er lagt. Þorsteinn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.