Morgunblaðið - 20.12.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.12.1959, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 20. des. 1959 Barnaverndar- félag styrkí** kennara 1 FRÉTT, sem blaðinu hefur bor- izt frá Landssambandi íslenzkra barnaverndarfélaga, segir, að á hinum árlega fjársöfnunardegi barnaverndarfélaganna 1. októ- ber hafi safnazt 145 þúsund krón- ur. 1 Reykjavík og Kópavogi söfnuðust 75 þúsund krónur, á Akureyri 25 þús. og 19 þús. á ísa- firði, en minna hjá 7 öðrum fé- lögum. Barnaverndarfélag Akureyrar he*" 'ú flutt leikskólastarfsemi s sið glæsilega hús, sem fé- la&— .et reisa og fullsmiðað var í haust. Fleiri barnaverndarfélög reka leikskóla eða dagheimili fyrir börn mæðra, sem stunda vinnu utan heimilisins, þó að þau hafi ekki ennþá ketað komið sér upp eigin húsnæði. Bamaverndarfélag Reykjavík- ur ver árlega allmiklu fé í náms. styrki handa kennurum, sem dvelja erlendis ,við sérnám í kennslu og uppeldi erfiðra barna. EFTIR nokkra daga verður kveikt á kertum jólatrjánna. í>á leita hugir okkar til Guðs- barnsins í jötunni í Betlehem. Hugsum við þá einnig til þeirra milljóna af börnum, sem í dag liggja í jötum? í bröggum eða undir berum ■ Tvö þúsund á viku himni? Sem svelta skjálfandi af kulda daglega? Sem enn í dag hafa ekki fundið sér heim ili? Til þeirra 15 milljóna manna af öllum kynþáttum, sem hafa flúið undan ofsókn- um, einræði og kynþáttahatri. Hugsum við þá um hundruð- in, sem daglega flýja yfir landamærin frá einu þýzku landi til annars? í dag, á morg un og næsta dag. Berlín er mið stöð flóttamanna frá Austur- Þýzkalandi. Þangað leita enn hælis um 2.000 manns á viku hverri. Liggja leiðir þeirra í flóttamanhabúðir, eða tekst þeim að finna sér ný heimili? Brezkt blað spyr: Hvað Iiggur bok við tillögu íslenzko utunríkisráðherrans ? Manchester, 19. des. — Einka skeyti til Mbl. frá Reuter. BREZKA blaðið „Manchester Guardian“ lét i ljós óánægju i dag yfir þróun fiskveiðideilunn- ar milli Breta og íslendinga. — Sagði blaðið m. a., að íslending- ar virtust hafa jafnrikan áhuga á að halda fram rétti sinum til að gera einhliða ráðstafanir og á útfærslu fiskveiðitakmarkanna. Blaðið segir, að tilboð islenzka utanríkisráðherrans, um bráða- birgðamálamiðlun í fiskveiðideil- unni geti varla talizt grundvöll- ur fyrir neinu samkomulagi í bili. Minnist blaðið á fregnina um að Guðmundur í. Guðmunds- son hafi lagt til við brezka ut- anríkisráðherrann, að brezkum togurum yrði gefið leyfi til að sigla inn að fjögurra mílna mörk- unum gegn loforði um að þau stunduðu ekki veiðar innan 12 mílna markanna. Blaðið segir: „Þessi tillaga fel- ur ekki einu sinni í sér viðleitni til að virða hinn enska skilning á málamiðlun“. í tillögunni sé í rauninni gert ráð fyrir því að Bretar virði í verki 12 mílna mörkin, sem íslendingar ákváðu upp á sitt eindæmi árið 1958. Brezka tillagan enn í gildi. Blaðið kveður það því ekki vekja neina undrun, að Lloyd, utanrikisráðherra Breta hafi hafnað tillögunni. Það segir að brezka tillagan sé enn í gildi, þar sem boðið sé upp á þau kjör, að brezku herskipin haldi sig utan við 12 mílna mörkin, ef íslenzku 6 mílna mörkin. Þessi tillaga hafi verið virt að vettugi af íslenzku ríkisstjórninni, enda þótt í henni felist viðurkenning á auknurn einkaréttindum til fiskveiða handa íslendingum. Síðan bætir blaðið við, að íslendingar virðist hafa jafnríkan áhuga á að halda fram rétti sinum til einhliða ráð- stafana og á útfærslu fiskveiði- lögsögunnar. Sé það rétt, þá sé mjög ósennilegt að nokkur lausn fáist á fiskveiðideilunni áður en alþjóðaráðstefnan um réttarregl- ur á hafinu kemur saman í Genf í apríl. Blaðið segir hins vegar að lokum, að ekki sé alveg útilokað að með hinu óaðgengilega tilboði sínu hafi Guðmundur t. Guðmundsson verið að gefa í skyn, að íslendihgar væru nú reiðibúnir að ræða málin á nýj- an leik. Ef þannig liggi í málinu, muni Lloyd vafalaust reyna að komast eftir því, hvort nokkur von sé til að koma á aftur hinni gömlu vináttu milli ríkjanna. Kristmann Guðmundsscm skritar um BÓKMENNTIR Bókin um heimshöfin sjö. Eftir Peter Freuchen. Hersteinn Pálsson þýddi. ísafoldarprentsmiðja. SKÖMMU áður en Peter Freuc- hen andaðist, vann hann sextíu og fjögur þúsund dollara í sjón- varpskeppni einni vestan hafs og varð heimsfrægur fyrir bragð ið. Raunar hafði hann áður ver- ið kunnur vel um heiminn fyrir bækur sínar, einkum spennandi og skemmtilegar frásagnir frá Grænlandi. í keppni þessari var hann spurður út um heimshöfin sjö, og svaraði þar öllu svo rétt og skýrlega að undrum þótti sæta. Að lokinni þraut þessari mun hann hafa séð í hendi sér, að hann gæti gert allmiklu meira úr efninu, en þegar var orðið, og tók þá að rita bókina um heims- höfin sjö. Skrifaði hann hana á ensku, méð aðstoð annars manns, er nefnist David Loth, og lauk við handritið tveim dögum áður en hann andaðist, í september 1957. Hann var þá sjötíu og eins árs að aldri, og í þann veginn að leggja af stað í rannsóknarleið- angur til norðurhjarans. Að þeim leiðangri loknum ætlaði hann að hitta dóttur sína í Thule á Grænlandi, en sá staður var honum jafnan kær, því að þar hafði hann dvalizt mörg af fyrstu manndómsárum sínum. Þar ger- ast og margar af skáldsögum hans. Sjálfur segir hann svo frá, að það hafi einmitt verið á þeim tíma, er hann sat á strönd Græn- lands og var að horfa á ísjakana, er rak til suðurs, að áhugi hans vaknaði fyrst fyrir hinum miklu höfum heimsins. Hafði hann þá nógan tíma til að hugsa, og láta ímyndunaraflið skapa allt það, er hann vildi, og framkalla í minhingunni það, sem hann hafði lesið og heyrt um sögu hafanna sjö. Lesandinn finnur einnig glögglega, að enda þótt hann hafi tekið bók sxna saman á furðulega stuttum tíma, jafn stórt verk, er hún hvergi yfir- borðskennd, heldur byggð á raun hæfri, altækri þekkingu, og að | verkefnið hefur verið höf. kært. I Það er víst fátt sem fer framhjá honum af því sem viðkemur höf- unum; hann virðist vita allt um þau, sem mönnum hefur tekizt að fá vitneskju um, allt frá.því að þau skópust í fyrstu á glóarxdi Peter Framchen jarðskorpunni og þar til á vorri tíð. Auðvitað er víða farið fljótt yfir sögu; en í tveim heimsálfum hafa vísindamenn lagt blessun sína yfir bókina og telja að hægt sé að reiða sig á allt eða flest það, sem þar er fram borið. Hún hefur farið sigurför um heiminn, bæði vestan og austan járntjalds, og hvarvetna verið vel tekið, bæði af gagnrýnendum blaðanna og lesendahópnum ,sem fer vax- andi. Höf. byrjar á þvi að lýsa sköp un hafanna og segja frá því lífi er hrærist í þeim. Eins og flest- um er kunnugt, eru hafdjúpin hin mesta furðuveröld og hvar- vetna morandi af lífverum, jafn- vel í ystu myrkrum dýpisins á Kyrrahafi, þar sem aldrei sér ljósglætu. Kafli þessi er vel gerður og ævintýralegur, svo 9«ui höf. var vo* og vísa, því að hann var veiðimaður góður og mikill náttúruskoðri. Svo held- ur sagan áfram. Mennirnir birt- ast á spjöldum hennar og menn- ing þeirra. Þeir leggja út á höfin, fyrst í eintrjáningum og síðar á seglskipum, sigra hin miklu djúp, fara landa á milli, og loks koma gufuskipin. öll er þessi ævintýralega kröníka sögð af list og leikni, sem heldur lesandan- um föstum frá byrjun til enda. Kaflinn um skipin er skemmti legur, ekki sízt þegar höf. kemur að hinum miklu landkönnuðum, er lögðu út í óvissuna og fundu ókunn ævintýraríki. Baráttan um pólana er einnig vel sögð. Þá er fjallað um hinar meiri sjóorust- ur; orustuna við Salamis, örlög spánska flotans, síðan sjóorustur á okkar tímum. — Það var svo sem auðvitað að ævintýramað- urinn Peter Freuchen kynni vel að segja frá sjóræningjum og vikingum hafsins, og engum mun leiðast kaflinn um veiðar á sjó. — Sagt er frá fjársjóðum, sem fundizt hafa í djúpinu, og loks er langur kafli um dularfull fyrir- brigði, furður og undur á sjón- um, draugasögur, og gátur ýms- ar óleystar. Frá þessu öllu er sagt með þeirri glæsilegu frásagnargáfu, er gerði Peter Freuchen heimskunn an fyrir sögur sínar frá Græn- landi, löngu áður en þessi bók varð til. Það skal sagt gamla manninum til verðugs hróss, að honum hefur ekki farið aftur. Það leiðist engum á meðan hann á eitthvað eftir ólesið af þessari bók. En auðvitað er þetta fyrst og fremst bók handa karlmönn- um; hún er skrifuð handa drengj- um á aldrinum tíu til hundrað ára. Fjöldi góðra mynda prýðir bók ina, sem er glæsilega útgefin og virðist ekkert til hennar sparað. Þýðingin hefur tekizt mjög vel, og er sýnu betri en á dönsku út- gáfunni, sem ég hef nýlega lok- ið við. Þetta er stórmerkileg bók og í alla staði eiguleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.