Morgunblaðið - 20.12.1959, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.12.1959, Blaðsíða 17
Sunnudagur 20. des. 1959 MORGUNBLAÐ1Ð 17 Esjubergs-hjónin — Afmæli SÍÐASTLIÐINN vetur áttu merk ishjónin Oddný Árnadóttir og Gísli Guðmundsson á Esjubergi í Kjalarneshreppi 70 ára aldurs- afmæli. í tilefni af þeim tíma- mótum, vil ég þótt nokkuð seint sé, minnast með fáum orðum á nokkra þætti í æviferli þeirra. — Oddný Árnadóttir er fædd 2. apríi 1889 í Víðinesi í Kjalar- neshreppi, dóttir merkishjónanna Árna Björnssonar, er kominn var frá Jóni lögréttumanni ísleifs- syni, Selkoti undir Eyjafjölium og var af Selkotsætt og Sigríði Jónsdóttur frá Bakka í Land- eyjum, og voru ættir hennar úr Skaftafellssýslu. Gísli Guðmundsson er fæddur I Stardal í Kjalarneshreppi 7. marz 1889, sonur merkishjónanna Guðmundar hreppstjóra Kolbeins sonar Eyjólfssonar, Kollafirði og konu hans Sigríðar Gísladóttur, er var systir Gíslínu, seinni konu Einars H. Kvarans, rithöf- undar. Eru bæði hjónin komin af ráð- deildarsömu og dugmiklu bænda fólki, sem kunnugt er. Þau hjónin ólust upp í foreldra húsum, Móum og Esjubergi, í ná- grenni, í ágætu fjölskyldulífi og foreldrar þeirra vel efnum búm. Árið 1917 giftust þau Oddný og Gísli og byrjuðu búskap á Tindstöðum í Kjalarneshreppi þá um vorið og bjuggu þar í tvö ár, en 1919 tóku þau á leigu Esjubeig af séra Eiríki Briem og hafa bú- ið þar til dóttir þeirra og tengda- sonur tóku jörðina á leigu 1957. Hafa þau hjónin Gísli og Odd- ný búið á Esjubergi með dugn- aði og sýnt frábæra fyrirhyggju og ráðdeild í búnaðarháttum. — Gísli Guðmundsson er traustur maður, stilltur og farsæll. Hann er vel greindur, orðheppinn og hrókur alls fagnaðar í glöðum félagshóp. Hestamaður er hann góður og situr vel gæðing sinn. Þá er hann góður fjármaður og hefur ánægju af fjárgeymslu. Oddný Árnadóttir er greind kona, mikilhæf og nýtur trausts í byggðarlagi- sínu, hún hefur verið ljósmóðir síðan 1922 og farnast það starf með afbrigðum vel. Er mér kunnugt um, að oft hér áður fyrr var leitað til henn- ar í veikindatilfellum með ráð, er svo bar undir að erfitt var að ná í lækni eða smákvilla var um að ræða. Þau hjónin hafa nú látið byggja sér íbúðarhús, áfast við íbúðarhús jarðarinnar, mjög vandað að aliri gerð og búa þar nú. En á jörð- inni búa þau Sigríður dóttir þeirra og tengdasonur Snorii Gunnlaugsson. Önnur börn þeirra hjóna eru Guðmundur bifreiðar- stjóri, giftur Fanneyju Gunnlaugs dóttur og Bergþóra gift Valdi- mar Magnússyni húsameistara, eg eru þau búandi í Reykjavík. Eitt barn misstu þau hjónin, sem var á fyrsta ári. Um 1920 keyptu þau Gísli og Oddný jörð- ina af séra Eiríki Briem. Kaup- verðið var rúmlega fasteignamat eða kr. 27.300.00. Við undirskriít kaupsamnings var greitt kr. 4.200 og svo kr. 1.700,00 árega, þar til lokið var. í samningn- um stóð þar meðal annars, ef van- efndir yrðu með greiðslu á rétt- um gjalddaga, þá skyldu kaupin ógild verða og ekkert endurgreitt til baka, sem greitt hefði verið. Var þetta ákvæði mjög algengt þá í kaupsamningum. Nokkru eft ir andlát séra Eiríks Breim urðu tafir á greiðslu ársafgjaldsins. — Fóru þau hjónin í leit að láni í bankana, en ekkert fékkst þar, og þau fóru í aðra staði, sem lík- legir voru, en ekkert lán, — en þó hljóp undir bagga góður kunn ingi þeirra úr sveitinni og lánaði það sem vantaði til að gjöra full skil. Eggert Briem lét gott heita og nefndi engin vanskil á nafn, en mun þó hafa verið ljósthvaðhægt hefði verið að gjöra. Þegar hjón- in sögðu mér frá þessum fjár- mála erfiiðleikum og þeim áhyggjum, er þeim urðu samfara á fyrstu sjálfseignar árunum, er þau áttu í orði ábýlisjörð sína, urðu þau mjög alvarleg á svipinn eins og þetta tilfelli væri nýaf- staðið. Þegar þau hjónin voru leigu- liðar á Esjubergi hofðu þau að eins til slægna túnið og Árvall- ardalinn, því engjar jarðarinnar voru leigðar öðrum. Var heyöfl- un þeirra um 300 hestar, en er þau keyptu jörðina jókst hún upp í 7—800 hesta, og gátu þau einnig lánað slægjur. í leigu af 4 kúgildum voru 8 fjórðungar af smjöri, og í peningum af jörð- inni var greitt 900—1000 krónur árlega. Fjárhagsafkomuna telja þau hjón að hafi verið jafn bezta á árunum 1922—1927—8, því þá var mjólkurlítrinn til þeirra 55 aurar og lækkaði reyndar þessi árin niður í 46—48 aura. Þá berst í tal við þau hjónin sá mikli sorgarviðburður, sem gerðist á útmánuðum 1909, er feð- ur þeirra beggja drukknuðu á Kollafirði. Þeir fóru saman á bát — nágrannarnir, því eins og kunn ugt er, þá bjó Guðmundur á Esju bergi og Árni í Móum — til Reykjavíkur og voru á heimleið, komnir vel miðja leið frá Lund- ey til lands. „Ég var“, segir Odd- ný, „úti við læk að þvo gólfklúta, því móðir mín vildi hafa þá hreina. Allt í einu hvessir á suð- vestan með koldimmu éli og á svipstundu er komið eitt hið \ versta ofstaveður, élið birti upp fljótlega, en veðrið hélzt fram undir morgun næsta dag“. Pilt- arnir fóru fljótt niður til sjávar og sáu þá bátinn skammt frá landi á kafi í sjó og rak bátinn brátt að landi. Feður okkar hafa aldrei fundizt né önnur stúlkan, en piltur og stúlka fundust fljót- lega, sem með þeim voru. FRAKKAR standa allframarlega í bílaiðnaði, og eru sum frönsku „merkin" þekkt víða um heim. Fátt sést þó af frönskum bílum á götum og þjóðvegum hér heima á íslandi — viðskiptunum á þessu sviði er beint í aðrar áttir, sem kunnugt er. — Við birtum nú hér til gamans um bifreiðum, sem athygli hafa myndir af nokkrum nýjum, frönsk- vakið. Á mynd nr. 1 sjáið þið „Simca- Talbot“. Reyndar sést aðeins afan á hann, en það er nóg til þess að gera sér grein fyrir megindráttun- um í útlitinu, sem einkennist fyrst og fremst af mjúkum boglínum. — Vagn þessi er enn á tilraunastigi og ekki farið að framleiða hann til al- mennings nota. — Mynd nr. 2: Lítill og snotur Citroen-sportvagn — vagn húsið smíðað af fyrirtækinu Chap- ron. — Mynd nr. 3: „Facellia*4 nefn ist þessi tveggja sæta sportvagn — og við vitum það um hann, að hann nær hámarkshraða 180 km. á klst. og eyðir 10 ltr. á 100 km. — — Mynd nr. 4: Þetta þykir mörgum fallegur bíll. Hann nefnist „Floride“ og er „sportútgáfa“ af „Drauphine“. — Mynd nr. 5: Og hér er loks allsér- kennilegur, lítill Citroen-vagn með plastyfirbyggingu. Byggingarlagið einkennist af brotnum línum eins og sést á myndinni, en það er dá- lítið óvenjulegt nú á dögum. Allar þessar bifreiðir voru sýndar á bílasýningunni miklu í París í okt. sl., sem flestir helztu bílafram- leiðendur heimsins tóku þátt í. Þau hjónin Oddný og Gísli eru glöð og hress í anda. ÞaU hafa kynnst mörgu fólki. Þau telja samferðafólkið hafa verið vin- samlegt, gott í samvinnu og öll misklíð verið jöfnuð í sátt og samlyndi. Engin óvinátta, en góð vinátta við alla. Ég vil með þessum fáu orðum mínum senda þeim kæru hjónum, Oddnýju og Gísla, okkar beztu vinsemdar kveðjur á þeirra merkis aldursafmæli og þakka frábæra vinsemd og góða fram- komu. Megi þau enn njóta góðr- ar heilsu og langra lífdaga, enn á meðal ættingja og vina. Ó. B. Tottenham eist 22. UMFERÐ ensku deildarkeppninnar fór fram í gær og urðu úrslit leikjanna þessi: 1. deild: Bolton — Blackpool ............. 0:3 Burnley — Leeds ................ 0:1 Fulham — Blackburn .............. 0:1 Leicester — West Ham ....:...... 2:1 Luton — Everton ................ 2:1 Manchester U. — W.B.A........... 2:1 N. Forest — Manchester City .... 1:1 Preston — Chelsea............. 4:5 Shefield W. — Arsenal........... 5:1 Tottenham — Newcastle........... 4:0 Wolverhampton — Birmingham .... 2:0 2. deild: Aston Villa — Brighton .......... 3:1 Bristol City — Scunthorpe ...... 0:1 Charlton — Rotherham .......... 2:2 Derby — Sheffield U............ 1:1 Huddersfield — Ipswich ....... 3:1 Leyton Orient — Bristol Rovers .... 1:1 Lincoln — Swansea .............. 2:0 Liverpool — Cardiff ............ 0:4 Plymouth — Hull ................ 3:1 Portsmouth — Middlesbrough ..... 6:3 Sunderland — Stoke ............. 0:2 Að 22 umferðum loknum er staðan þessi: 1. deild (efstu OR neðstu liðin): Tottenham 22 11 8 3 48:24 30 Preston 22 12 5 5 46:36 29 W ol verhampton 22 13 2 7 58:42 28 Burnley 22 12 3 7 52:35 27 Blackburn 22 12 3 7 43:34 27 N. Forest 22 7 3 12 25:42 17 Leeds 22 5 6 11 33:52 16 Birmingham 22 5 5 12 29:44 15 Luton 22 4 6 12 24:44 14 2. deild (efstu og ncðstu liðin): Aston Villa 23 16 3 4 56:19 35 Rotherham 22 13 7 2 43:28 33 Cardiff 22 13 6 3 46:30 32 Huddersfield 22 10 6 6 42:26 26 Portsmouth 22 5 5 12 32:42 15 Derby 22 5 5 12 32:46 15 Hull 22 5 4 13 25:51 14 Bristol City 21 5 2 14 27:50 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.