Alþýðublaðið - 07.11.1929, Page 2

Alþýðublaðið - 07.11.1929, Page 2
2 AfeÞÝÐUSiíAÐIB 7. nóvember. GsEðffæHikentixaFfioiiE. í dag fyrir 12 árum barst gnýr úr austri. Þá var hatramm- asta au'ðvaldsríki velt í rústir af samhuga verksmiðjulýð og ör- yrkja bændum, sem í aldaraðir höfðu verið hnepptir í áþján og kúgun. Þá tóku vinnuþrælarnir valdið í sínar hendur, en yfir- stéttin var svíft auði, völd- um og sérréttindum. Menn, sem hertir höfðu verið í þraut- um margra ára frelsisbaráttu, stigu upp á opinbera ræðupalla og kunngerðu fjöldanum komu hins nýja. Þeir snéru öllu um. Mólok auðborgaranna var kastað á bál byltingarinnar og jafnaðarstefnan sett í önd- vegið. Engin alþýða. hefir fyr né siðar sýnt jafnmikið þrek og þor og rússnesk alþýða hefir sýnt á undanförnum árum. Hún hefir barist sleitulaust og hlífðar- laust í 12 ár fyrir því að gera ríki sitt að sterkviða samfélagi öreiganna. — Skoðanir eru skift- ar víða um starfsaðferðir hinna leiðandi krafta Sovét-Rússlands, en þrátt fyrir það verður aldrei hægt að segja annað en að al- þýðan rússneska hafi dugað vel í átökunum. Öldur frá rússnesku bylting- unni hafa flætt um öll lönd jarðar. V ■ Bretar taka upp síiórmaála- sambanð víð Mssland. " FB., 6. nóv. Frá Lundúnum er símað: Hen- derson lagði í gær fyrir neðri málstofuna tillögu um að endur- nýja stjórnmálasambandið við Rússland. Tillagan var studd af frjálslynda . flokknum. Var tii- lagan samþykt með 324 atkvæð- um gegn 199 atkvæðum. Um- ræðurnar um tillöguna voru hóg- værar. Fylgi jafnaðarmanna vex hrðð- um skrefum í New Yorb. FB., 7. növ. Frá New-York-borg er símað: Sérveldismenn („Demokratar") hafa unnið mikinn sigur við bæjarstjórnarkosningarnar hér í borg. Walker var endurkosinn borgarstjóri með 865 þúsund at- kvæíhxm, en frambjóðandi Sam- veldismanna (,,republicana“) fékk 368 þúsund atkvæði. Frambjóð- andi jafnaðarmanna, Norman Thomas, fékk 175 þúsund at- kvæði. Hefir það vakið mikla eftirtekt, að atkvæðatala jafnað- armanna hefir ferfaldast síðan við síðustu kosningar. Esperantonámskeiö fyrir þá, sem eitthvað hafa les- ið í málinu áður, hefur ólafur Þ. Kristjánsson esperantokennari innan skamms. í „Verði“ 12. október s. 1. er birtur útdráttur úr fagnaðarboð- skap þeim, er Magnús guðfræði- kennari Jónsson flutti á fundi í „Varðar“-félaginu þá fyrir skömmu. Þar er þetta haft eftir Magnúsi: „Ég er f>ess fulltrúa, að ef saga útgerðarinuar yrðí rann- sðkuð ýtarle'ga, þá myndi sann- ast, að verkamenn hafa farið of geist.“ Magnús hefir orðið að kannast kdð, að rétt sé eftir honum haft. iHann hefir meira að segja árétt- að þessi ummæli í „Mgbl.“ 19. október. Þar segir hann svo: „Ef togaraútgerdin á undan- förnum 20 árum vœri rannsökud 'med petta fgrir augum, lujgg ég, a'(5 ég gœti stadid vid pad, að verkamenn hafi tekið of inikið af ágóða fyrirtækjanna í kaupgjaid jafnóðum. . ; Enginn íslenzkur maður, sem kann að lesa, getur misskilið þetta. Magnús er þarna óvenju- lega skýrmæltur: „Verkamenn hafa farið of geist“, þeir hafa „tekið of mikið af ágóða fyrir- tækjanna í kaupgjald jafnóðum,“ segir hann afdráttarlaust. En einmitt þetta mátti Magnús ekki segja opinberlega. Hann fær því ákúrur frá þeim, sem láta hann skrifa, fyrir að hafa verið svona óskynsamlega opinskár. Og guðfræðikennarinn lætur ekki á sér s’tanda. Hann snýr óðara blaðinu við, étur ofan í sig það, sem hann hefir áður sagt, og skrifar aftur grein í „Mgbl.“ 2. þ. m. segjandi: „Of hátt kaup.“ Alpbl. skrökvar pví hvad eftir annaö, ad ég telji kaup verka- manna hafa verid of hátt. — En sannleikurinn er sá, að ég hefi haláið því fram, að kaupið þyrfti að vera hærra, og gæti verið það. . .“ Þessi þjónn háskólans og þjóð- kirkjunnar er sannarlega ekki feiminn. Eftir að hafa fullyrt í fyrirlestri og blaðagrein undir- rltaðri af honum sjálfum, að verkamenn hafi „farið of geist", „tekið of mikið af ágóða fyrir- /tækjanna í kaupgjald jafnóðum", gerir hann sér lítið fyrir og segir hálfum mánuði síðar: „Sannleik- urinn er sá, að ég hefi haldið því fram, að kaupið þyrfti að vera hærra", það er bara ólukku Alþýðublaðið, sem „skrökvar" því „að ég telji að kaup verkamanna hafi verið of hátt“. Jafnvel í íhaldsflokknum mun leit á manni, sem gæti leikið þetta eftir þessum kennara í guðfræði við Háskóla Islands. Það mun sjaldgæft, jafnvel þar, að menn beri svo takmarkalausa fyrirlitningu fyrir sjálfum sér og sínum eigin orðum, að þeir vís- vitandi auglýsi sig í blöðunum sem ósannindamenn. En Magnúsi verður ekki óglatt af slíkum smá- munum. Hann heldur áfram og segir: „... Allar pœr umbœtur, sem Alpbl. er alt af ad hampa, hefir verkamannaflokkurinn fengid jneð atkvœdum pessara manna ...“ (þ. e. Ólafs Thors, Magnúsar Guðmundssonar, Jóns Þorláks- sonar, Jóns Ólafssonar og Sig- urðar Eggerz). Fátt lofsvert er nú hægt að tína til, þegar Ólafi Thors og 'Jóni ólafssyni er hælt fyrir, að þeir hafi verið með t. d. togara- vökulögunum og Magnúsi Guð- mundssyni og Ólafi fyrir stuðn- ing þeirra við lögin um verka- mannabústaði. Örðugt er að gizka á það, hvernig óbrjáluðum manni getur tíottið í hug að gefa slilct í skyn. Hver einasti kjósandi veit, að einmitt þessir menn börðust heift- úðlegast gegn þessum umbótum, eins og yfirleitt öllum umbótum í hag verkalýðsins. Ólafur Thors hefir t. d. farið víða um sveitir landsins og hælt sér af þvi í á- heyrn bænda, að hann vilji „ein- beina getu rikissjódsins í sveit- irnar,“ og hafi því ekki viljað verja einum eyri úr ríkissjóði til verkamannabústaÖa í kaupstöð- um. En einmitt þar á heima fólk- ið, sem með erfiði sínu á sjó og landi hefir skapað auð hans og félaga hans. Það verður að haf- ast við í rándýrum, oft heilsu- spillandi, köldum, rökum og dimmum íbúðum, eins og segir í skýrslum húsnæðisnefndarinnar. Og svo spígsporar Ólafur Thors og skoðanabræður hans um sveit- ir landsins og hæla sér af því við bændur, að þeir hafi barist gegn því, að ríkissjóður legði fram örlítinn styrk til þess að bæta úr sárasta húsnæðisleysinu í kaupstöðum og kauptúnum. — Og svo kemur guðfræðikennarinn og hælir þessum sömu mönnum fyrir, að „með atkvæðum“ þeirra hafi fengist „allar þær umbætur", sem verkamannaflokkurinn hefir komið fram. — Er Magnús viljandi að spotta flokksmenn sína? Eða skrökvar hann alveg ósjálfrátt? Þá snýr guðfræðikennarinn sér áð „hagfræðinni“. Ekki treystist hann að neita því, að hluthafar sumra útgerðarfélaganna hafi tek- ið syo hundruðum þúsunda kfóna skifti af ágóða fyrirtækjanna og stungið í vasa sína, enda væri gagnslaust fyrir hann að. neita slíku. En honum finst þetta ekk- ert tiltökumál, spyr að eins, hvort ritstjóri Alþýðublaðsins sé svo heimskur að halda, „ap hlut- hafarnir gangi ált af med pessi Imndrud púsunda í vasanum.“ Nei! Ekki heldur ritstjóri Al- þýðublaðsins það. Sumt af; þessu fé er komið út í veður ogvindvegna heimskulegs brasks og gróðabralls. Sumt hefir „farið til húsbygginga", segir Magnwr. sjálfur. Rétt er það. Sumir út- gerðarmenn hafa bygt sér eðs keypt „hallir", eins og Árni Páls- son segir, með dýrum og glæsi- legum búnaðy fyrir ágóðann, sem þeir stungu í sína vasa. Ekkert af þessu fé hefir farið til þess að auka fyrirtækin eðla hækka Raup fólksins, sem starfar að útgerð- inni. Af ágóða eins útgerðarfyrirtæk- isins liér, „Kveldúlfs", hafa veriÖ tekin mörg hundruð þúsunda,. sennilega á aðra milljón króna, til þess að koma upp stórbúi á Korpúlfsstöðum. Víst er það góðra gjalda vert, úr því ágóðinn á annað borð er tekinn frá út- gerðarfyrirtækjunum, að hann sé notaður til gagnsamlegra framkvæmda, en ekki eytt i ein- tóman óþarfa eða brask, en ekk- ert af þessum hundruðum þús- unda hefir þó farið til þess að auka eða tryggja útgerðarfyrir- tækið eða bæta kjör verkafólks þess á sjó og landi. Þvert á móti. Mikið af þessu fé er einmití tekið frá útgerðinni á sama tíma sem útgerðarmenn fullyrða hver í kapp við annan, að gjaldþoli útgerðarinnai' sé ofboðið með kaupgreiðslum til verkalýðsins. Sjálfur játar Magnús, að „ein- hver hluti“ ágóðans hafi „farid t óparfa eg'ö\slu“. En honum finst það ekkert tiltökumál. Að hans dómi munar stórt atvinnufyrir- tæki ekkert rnn það, þótt eigand- inn eyði t. d. „20 púsund krónum umfram parfir“, og jafnvel ó- parfa eydsla „hleypir auknu fjörí í atvinnureksturinn", segir hann. Togarafélögin hér munu vera milli 25 og 30 talsins. Ef eigend- ur hvers þeirra eyða 20 þús. krónum á ári umfram þarfir, nemur það 500—600 þús. krón- imi á ári. Væri þetta fé lagt í varasjóði félaganna, en ekki í „óþarfa eyðslu", rnyndu vara- sjóðaaukningarnar nema 2i/a—3 milljónum auk vaxta og vaxta- vaxta á hverjum 5 árum. Otgerð- in er ekki svo illa stödd sem útgerðarmenn halda fram, ef hana munar ekkert um þetta. Væri þessu fé hins vegar varið. til þess að bæta kjör sjömann- anna beinlinis og þessum 20 þús„ skift á milli sjómannanna á tog- urunum gæti hver þeirra fengið til uppjafnaðar um 800 krónur á ári til uppbótar á kaupi sínu. Sjómennina munar áreiðanlega um minna en þetta. Óþarfa eyðslan „hleypir auknu fjöri í atvinnureksturinn", segir guðfræðikennarinn. Rétt er það. Erlendar þjóðir, sem hingað selja vín, skartgripi og aðrar óhófs- vörur, fá meira að starfa, en féð:, sem eytt er í slík kaup, er bein- linis tekið frá íslenzkum at- vinnurekstri. Heldur M. J. áð það „hleypi auknu fjöri“ í útgerð- ina, að eigendurnir eyði „20 þús. kr. á ári“ í erlendan óhófsvarning og fánýtan hégóma. Og er ekki sjálfur guðfræðikennarinn ásamt flokksbræðrum sínum sífelt að

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.