Morgunblaðið - 24.12.1959, Page 2
V
50
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 24. des. 1959
4
— Afeð Valtý
Framh. af bls. 49.
Jón Hjaltalín tók við íslenzku
kennslu í M.v. skóla, voru stíl-
arnir mínir ekki annað en
rauð strik, svo varla mátti
greina nokkurt orð. Ég hafði
ekki vanizt því, að stílarnir
væru leiðréttir, en nú horfði
öðruvísi við, t. d. var strikað
í j í jeg og kunni ég því held-
ur illa, enda komst j-ið alla
leið inn í Morgunblaðið og réð
þar ríkjum um nokkurra ára
skeið, setjurum blaðsins til
mikillar hrellingar. Áhugi
minn beindist mjög snemma
að náttúrufræðinni, einkum
grasa- og jurtafræði, eftir því
sem ég hafði þolinmæði til.
Mér fannst það heyra til, að
ég legði sérstaka rækt við
þetta fag, en þó var ég ekki
sterkari en svo í grasafræð-
inni, þegar ég tók fyrrahluta
prófið við landbúnaðarháskól-
ann í Höfn hjá U. G. Peder-
sen, að hann neyddist til að
gefa mér „temmelig godt,
mínus“. Ég var mjög leiður
yfir þessari frammistöðu. Mér
var ljóst, að faðir minn var
brautryðjandi í grasafræði-
rannsóknum hér á landi og
vildi ekki vera eins og álfur
út úr hól, þegar hana bar á
góma. Ég varð því að herða á
kunnáttunni. Eg vissi að flest-
allar íslenzkar jurtategimdir
voru varðveittar í grasasafni
föður míns, og þegar ég kom
heim í sumafrí eftir þessa lé-
legu frammistöðu, ræddi ég
málið við föður minn og
spurði hvort hann gæti ekki
kennt mér grasafræði, kunn-
átta mín væri í molum og
gæti ég ekki unað því. Hann
tók málaleitan minni vel og
lánaði mér grasasafnið sitt,
svo ég gæti hreinskrifað etik-
etturnar í safninu. Ég lagði
mig mjög fram um námið og
vissi nú, að grasafræðiþekk-
ingu minni yrði ekki við
bjargandi, ef þessi fyrirhöfn
bæri ekki tilætlaðan árangur.
Faðir minn fylgdist vel með
þessu námi, en þegar hann sá,
að það gekk sómasamlega,
sleppti hann af mér hendinni.
Lærði ég svo grasafræði upp
á eigin spýtur eftir það. Þeg-
ar ég fór að fást við nafn-
greiningu á ættum og læra
latnesku nöfnin, kannaðist ég
við þau og bóttist þess þá full-
viss, að það væri erfð frá föð-
ur mínum, því öll þessi nöfn
voru honum handgengin, en
mér alókunnug áður. Ég eyddi
samt ekki tímanum í hugleið-
ingar um þetta mál, heldur
hrósaði happi yfir því, hve
námið var mér auðvelt. Þegar
ég kom til Reykjavíkur
nokkru síðar, hafði ég gaman
af að slíta upp allskonar tún-
grös, á Arnarhóli og sýna það
kunningja mínum Tryggva
Þórhallssyni og spyrja hann,
hvaða tegund þetta væri.
Vallarsveifgras er auðþekkt á
blöðunum, en Tryggva tókst
ekki að þekkja það frá öðrum
grösum á Arnarhóli, hann
hristi höfuðið og sagði: „Þetía
er bara taða!“ Gafst ég svo
upp á þessari „vísinda-
mennsku".
II.
„Náhljóð”
Nú heldur Valtýr Stefáns-
son áfram að lýsa fólkinu á
Möðruvöllum:
— Ég hafði afskipti af
mörgum á Möðruvöllum, bæði
skólapiltum og heimilisfólki.
En samt hafa foreldrar mínir
nú sennilega haft mest áhrif
á mig, því næst Stefán gamli
afi frá Heiði í Gönguskörðum
og ömniur mínar báðar, Guð-
rún og Jórunn.
Ólöf gamla á Hlöðum og
Halldór, maður hennar, komu
oft heim að Möðruvöllum og
þekkti ég þau vel. Daginn
eftir að Steindór (d. 1902)
var jarðaður, brann skól-
inn á Möðruvöllum. Fað-
ir minn sagði að það
hefði verið einskonar líkbál
yfir honum. Ég saknaði Stein-
dórs fjarskalega mikið og naut
hans ekki eins lengi og ég
hafði óskað. En svo ég snúi
mér að foreldrum mínum, þá
var móðir mín óvenjusterk og
þrekmikil kona og án áhrifa
hennar hefði ég vel getað orð-
ið eins og reyr af vindi skek-
inn. Þó lét hún ekki mikið yf-
ir sér á heimilinu, en það sóp-
aði einhvernveginn að henni,
án þess að maður tæki bein-
línis eftir því. Hún lagði afar-
mikið kapp á að gera úr mér
nýtan mann, gat t. d. ekki þol-
væru unnin og annað þess
háttar og þótti mér það bæði
fróðlegt og skemmtilegt. Og
þegar voraði, lét hann mig
fara með sér til lambfjárins
að athuga, hvaða ær væru
bornar og hvernig þeim hefði
reitt af við burðinn. Þetta var
hentugt fyrir hann, því ég var
svo viljugur að hlaupa á eftir
ánum. Allt glæddi þetta áhuga
minn á bústörfum og hef ég
búið að uppfræðslu Steina
ráðsmanns æ síðan. Snemma
vors 1904 man ég t. d. vel eftir
því, að ég hafði það starf á
Möðruvöllum að vera með
honum við lambféð. Það spar-
aði honum mikla snúninga, að
ég skyldi vera með honum í
fjallshlíðinni ofan við Möðru-
velli að athuga, hvernig sauð-
burður hefði gengið. Mér
þeir sjónum mínum. Var engu
líkara en þeir kæmu frá
kirkjugarðinum. Steindór var
glaðlegur, en Ólafur virtist
alvarlegur á svip með slút-
andi roðhattinn fram á ennið,
svo trauðla mátti greina and-
litið. Fannst mér þeir félagar
hafa einhver persónuleg áhrif
á mig og þótti sem Steindór
leiddi Ólaf á minn fund. Dag-
inn eftir fór ég aftur að gæta
lambfjárins með Steina og
sagði honum alla söguna, en
yfirleitt var ég ófús að flíka
fyrirburðum sem þessum. Ég
man að Steini ráðsmaður
sagði eitthvað á þessa leið,
þegar ég hafði skýrt honum
frá atburðinum: „Ef gamla
fólkið vissi þetta, héldi það
að það mundi vita á stórtíð-
indi“.
settur á Akureyri en ekki á
Möðruvöllum. Þó hafði hann
aldrei látið þessa skoðun í
ljós opinberlega. Sumir þoldu
ekki létta lund föður míns,
þennan gáska og þetta odd-
hvassa háð. — Hann gat
verið svo meinhæðinn, að
margir þoldu hann ekki
í daglegri umgengni og
vanmátu hann, og fram eftir
öllum aldri átti ég sjálfur
erfitt með að þola hann með
köflum vegna hæðni hans, en
samt elskaði ég hann heitt og
innilega og virti hann öðrum
fremur. Með háðinu særði
hann fólk, stundum svöðusár-
um, sem voru lengi að gróa.
Guðmundur Ólafsson (dáinn
1957), sem var einn bezti
nemandi hans á fyrstu árun-
um eftir að skólinn var flutt-
ÞESSI mynd er tekin af há-
tíðargestum sunnan við kirkju
garðinn á Möðruvölium (í
Barnalautinni). Myndin er
tekin á 20 ára afmæli Möðru-
vallaskóla.
Skólahúsið er lengst til
vinstri, þá kemur „Ieikhúsið“
og gamli Möðruvallabærinn,
(sést ógreinilega) íbúðarhúsið
nýja og kirkjan lengst til I
hægri á myndinni.
(Ljósmyndari séra Bjarni
Þorsteinsson á Siglufirði).
að að ég léki mér í ljánni í
túninu.
Ég minntist á Ólaf Davíðs-
son áðan. — Hann var
mikill Brandesarsinni. Hann
kom aldrei í kirkju að hlýða
messu hjá föður sínum. Hann
kallaði föður sinn alltaf „séra
Davíð“. Það fannst mér ein-
kennilegt, barninu, að hlusta
á þessa kaldhæðni Ólafs í
samskiptum við föður sinn.
Ég skildi ekki afstöðu hans,
fannst hún ekki til fyrirmynd-
ar. Ólafur skrifaði m. a. um
„náhljóðið í Möðruvallar-
kirkjugarði". Jón Hjaltalín
skólastjóri, sem var mjög
myrkhræddur, fór að athuga,
hvað þetta væri, og kom þá í
ljós, að það var marr í sálu-
hliðinu og hafði Ólafur gaman
af hræðslu Hjaltalíns og
reyndi að stríða honum með
sögunni. Hann var mikill grín-
isti er svo bar undir.
Ég held ég hafi verið sam-
týmdastur Steina ráðsmanni.
Þegar ég var kominn á legg
var ég alltaf utan í honum.
Ég fór á fætur fyrir dagrenn-
ingu til að komast í fjár-
húsin méð honum. — Hann
gat sagt mér Svo iríargt um
bústörfin, í hvaða röð þau
þótti upphefð að því að hann
skyldi trúa mér fyrir þessu
starfi og rækti það eftir beztu
getu. Um pað bil sem sauð-
burður var hálfnaður á þessu
vori, voru nokkrir krakkar
gestkomandi á Möðruvöllum
seinni part dags og lékum við
okkur úti í leik, sem kallaður
var „Ásgrímur snoðinkollur",
en það var uppáhaldsleikur
okkar. Það var hægur and-
vari og ljónslappadrífa, en
samt ekki svo að tæki fyrir
skyggni. Olafur Davíðsson
var nýlátinn og hafði ég treg-
að hann mjög en var nú að
ná mér. Ég var einn „inni“ í
leiknum og var tilbúinn að
fara út úr Vesturdyrunum á
íbúðarhúsinu á Möðruvöll-
um, en þá allt í einu sá ég
góða kunningja mína tvo
koma gangandi fyrir suðvest-
urhornið á húsinu. Það voru
þeir Ólafur og Steindór, báðir
látnir. Ég stóð í suðvestur-
skúrnum og horfði fram á
hlaðið. Ég varð svo undrandi
yfir þessari sýn að mér féll-
ust hendur, ekki sízt vegna
þess hve þeir voru einkenni-
lega búnir, Ólafur, sem
drukknaði i Hörgá öndverðan
september haustið áður, í blá-
um grófum fötum, eins og í
lifanda lífi og með roðhatt á
höfði, en Steindór í viðhafnar-
fötum, hvítum og bar breitt
band yfir hægri öxlina, eins
og ég hafði séð á myndum,
þegar stórmenni voru með
heiðursmerki. En Ólafur virt-
ist mér haltur, því hann studd
ist við Steindór og eins og lá
fram á öxlina á honúm. Þeir
gengu í átt til mín óg sá ég
þá nokkur aUgnablik, en þeg-
ár þeir vorú miðja vegu milli
mín og hússhornsins hurfu
Siðasta veturinn sem Ólafur
Davíðsson lifði dreymdi hann
að Steindór kæmi til sín og
byðist til að sýna honum
kirkjugarðinn á Möðruvöllum,
hvernig þar væri umhorfs
neðanjarðar. Ólafur féllst á
það. Eftir lýsingunni að dæma
sem ég fékk nokkrum árum
síðar hjá fólki sem til þekkti,
ferðuðust þeir í garðinum
neðanjarðar og sáu kist-
urnar, sem þar voru. Þótti
þetta fyrirboði þess, sem
gerðist um haustið, þegar Ól-
afur drukknaði í Hörgá og
var það trú manna að Stein-
dór hefði viljað vara vin sinn
við því, sem í vændum var.
Allt í hófi
Möðruvallaheimilið hafði
sérstöðu á uppvaxtarárum
mínum, vegna þess hve fjöl-
mennt það var. Þar voru 40
nemendur í tveimur bekkjum,
20 í hvorri kennslustofu. Þeir
höfðu með sér matarfélag og
kusu sér „matarstjóra". Hann
var alltaf kosinn úr röðum
efri bekkinga. Ég heyrði oft
talað um, að húsnæði skólans
væri óhentugt. Það var reist
á grunni „Friðriksgáfu"
gömlu og því of lítið, en eld-
urinn réð bót á þessum vand-
kvæðum. Skólinn brann
néfnilega í marzmánuði 1902
til kaldra kola. Um það leyti
bar á því, að menn sem
höfðu horn í síðu föður míns
kenndu honum um brunánn,
því þeir vissu sem var, að
hann vildi flytja skólann til
Ákureyrar. Þar þótti honum
bétra að nafa sambánd við
mértntamenn og vissi að auð-
veldara ýrði um Öll áðföng áð
skólanum, ef hann væri stað-
ur til Akureyrar, síðar kenn-
ari á Laugarvatni, hefur sagt
mér að hann hafi aldrei getað
gleymt því, þegar faðir minn
hæddist að skóbúnaði hans.
Fyrstu árin sem Möðruvalla-
skóli var á Akureyri, var
hann til húsa í barnaskólan-
um og þá einungis kennt
seinni part áags. Guðmundur
átti heima í Fnjóskadal og
eina helgina fékk hann heim-
fararleyfi, en þegar hann kom
aftur lenti hann í illri færð
og þurfti að fara Eyjafjarðará
á ís. Þegar hann kom í barna-
skólann, höfðu íslenzku leður-
skórnir, sem hann gekk á,
snúizt upp á ristina. Fyrst í
stað sagði faðir minn ekkert,
en síðar um daginn hittust
þeir. Þá lítur faðir minn á
fæturna á honum og segir
ertnislega: „A skónum enn!“
Þetta sagði Guðmundur að
sér hefði sviðið lengi á eftir.
Faðir minn hrinti á þennan
hátt frá sér þeim mönnum,
sem voru viðkvæmir að eðlis-
fari og móðgunargj arnir og
reyndu þeir oft að ná sér
niðri á honum, þó síðar væri.
Þeir gátu hugsað sér að losna
við hann úr nágrenninu og þá
var bruninri hentugt tækifæri
til að rægja hann burt. Ég
man eftir því, þegar Jón Arn-
firinssori, bóndi í Litla-Dun-
haga, sem er ftæsti bær við
Björg, sem faðir minn lagði
undií* Möðruvelli á seinustu
árum sínUm þár, trúði hórium
fyrir því skömmu áðúr en við
fluttumst til AkUreyrar, að
hann hefði aldrei gleymt því,
þégar hann sagði við hann í
glensi: „Það er leiður galli á
þér Jón, að þáð érú eintómár
kvarnir í hausnum á þér“ -—
en Jón þessi var enginn orð-