Morgunblaðið - 24.12.1959, Page 8

Morgunblaðið - 24.12.1959, Page 8
5ö MORCVTSIÍLÁÐIÐ Fimmtudagur 24. des. 1959 M1N fyrstu kynni af ífígeníu voru í rústunum af Herodusar Attikusar leikhúsinu utan í Akropolishæðinni í Aþenu. Ein frægasta ífígeníuleikkona Grikkja, Synodinou, var að túlka æfi og örlög hennar, eins og Evrípídes lýsir þeim, uppi á svið- inu. Ég sat meðal 5000 áhorf- enda á einum af upphækkuðu steinbekkjunum og gætti þess að rétta úr bakinu, til að hallast ekki upp að hnjánum á næsta manni fyrir ofan. Sviðsetningin var hin sama og í upphafi, á 5. öld f. Kr., og leik- húsið eins og þá tíðkaðist. Hero- dus Attikus hafði látið reisa það til minningar um konu sína, Rig- ilíu, á 2. öld f. Kr. Framhlið þess stendur enn uppi og lítið hefur verið lagfært á leiksviði eða áhorfendabekkjum. Stjörn- urnar tindra yfir höfðum manns, blærinn leikur í skikkjum kór- meyjanna og hljómburður er slíkur að það heyrist upp á efsta bekk ef bréf er rifið niðri á svið- inu og sést ef kveikt er á eld- spýtu. Harmleikur Atreus- konungs- ættarinnar. Eins og okkar sögumenn gerðu jafnan, byrjar ífígenía á að rekja ættir sínar. Hún er dóttir Aga- memnons, konungs í Mykene, og Klytemnestru, drottningar hans. Menelaus föðyrbróðir hennar er eiginmaður Helenu fögru, sem París nam á brott til Tróju, og varð það upphaf Trójustríðsins, sem skáldið Hómer segir frá. Agamemnon ætlar að hjálpa bróður sínum að hefna fyrir rán Helenu og liggur með stóran flota í Aulis, en fær ekki byr. Hann fær þá að vita að grísku skipin fái ekki leiði til Tróju, til að verja heiður ættarinnar, fyrr en hann hafi fórnað gyðj- unni Artemis Ífígeníu dóttur sinni. Það gerir hann. Hún er flutt til Aulis og lögð á fórnar altarið. En um leið og sverðið blikar, bjargar Artemis henni, lætur hjört á altarið og nemur hana brott til Tauris, þar sem hún verður meyprestur í hofi gyðjunnar. * Harmleikurinn í Aulis er um garð genginn, þegar seinna leik- ritið, Ífígenía í Taurus, hefst á leiksviðinu í Herodusar Attikusar leikhúsinu. Ifígenía hefur um langt skeið þjónað trélíkneski af Artemis í hofi í Tauris og búið alla þá Grikki, sem þar hefur borið að landi, undir að vera fórnað á altari gyðjunnar. Hún harmar örlög sín og kór- inn, hirðmeyjar hennar sem líka eru grískir fangar í hofinu, taka undir. Þær leika á miðgólfinu, framan við sjálft leiksviðið og stíliserað látbragð þeirra, dans og söngur er svo hnitmiðað og glæsi- legt að unun er á að horfa. Eins og í íslendingasögunum er vá- legum atburðum spáð strax í upphafi — með draumi. fréttir hún um afdrif ættmenna sinna. Trójustríðið er úti og Helena fagra aftur komin heim til manns síns. Er Agememnon kom heim úr hinni sigursælu her- för, hefur móðir ífígeníu drepið hann með aðstoð ástmanns síns. Var það hefnd fyrir að hann hafði ætlað að deyða dóttur sína í Aulis? Og hvað um móðurina? Sonur hennar, Orestes, hefur drepið hana til að hefna föður : mý.fmmím Synodinou í hlutverki Ífígeníu í leikriti Evípídesar. Orestes bróðir ífígeníu, og Pylades tilvonandi mágur henn- ar, koma til Tauris, til að ræna úr hofinu gyðjustyttunni af Artemis að boði guðsins Appoll- ons. Þeir eru teknir höndum og nú á Ífigenía að fórna þeim. Er hún hefur þekkt bróður sinn, síns. Og sjálfur er hann svo hundeltur af samvizkunni í líki grimmra norna sem ásækja hann, að hann reynir að kaupa sér frið með því að fara þessara erinda til Tauris fyrir Appollon. Eftir að Ífígenía hefur þekkt sinn kæra „litla bróður“, ákveð- ur hún að gabba Þoas konung í Tauris og flýja með styttuna af gyðjunni úr hofinu, ásamt föng- unum tveimur, sem hún á að fórna. Þau komast um borð í grísku skipin, en mótvindur kem- ur í veg fyrir að þau geti siglt. Flóttamennirnir hljóta því að verða gripnir og drepnir. En þá kemur gyðjan Aþena til sögunn- ar. Hún kveður niður mótvind- inn, skipar konungi að láta fang- ana í friði, og segir Ífígeníu að sigla heim með gyðjulikneskið og reisa Artemisstyttunni hof á ákveðnum stað, þar sem hún skuli upp frá því dýrka hana. Skáldskapur eða veruieiki. Örlög Ifígeníu hafa löngum verið skáldunum eftirsóknarvert yrkisefni. Tvö ofannefnd leikrit gríska snillingsins Evrípídesar hafa t. d. verið leikin víða um heim síðan á 5. öld f. Kr., Racine samdi eitt af öndvegisverkum franskra leikbókmennta um Ifí- geníu í Aulis árið 1674 og Goethe annað verk um Ífígeníu í Tauris hundrað árum síðar og á árunum 1774—1779 samdi Glúck tvær þekktar óperur um þetta efni. Alltaf var þó litið á hinar dramatísku sögur klassísku leik- ritahöfundanna og söguljóð Hóm ers sem hreinar goðsagnir og heilaspuna skáldanna, sem enga stoð ættu í veruleikanum. Þann- ig leit ég auðvitað líka á þetta heillandi leikrit, er ég gekk út úr leikhúsinu í Aþenu. Daginn eftir var ég í þeirri aðstöðu að þurfa í veizlu að halda uppi samræðum við einn þekkt- asta fornleifafræðing Grikkja og yfirmann allra fornleifarann- sókna þar í landi, dr. John Papa- dimitriou. Og hvað var þá nær- tækara en að hafa orð á því hve heilluð ég hefði orðið af hinum klassíska harmleik Evrípídesar og ífígeníu hans? — Ég var svo heppinn að finna hof Artemisar í Brauron, þar sem Ífígenía þjónaði gyðjunni eftir heimkomuna frá Tauris og þar sem gröf hennar er, sagði hann. — Hvað? hváðí ég, á íslenzku í undrun minni. — Já, hofið er á austurströnd Attíkuskaga, mitt á milli Rafinu og Porto Rafti. Ég verð þar upp frá um helgina. Eg þér viljið koma þangað, getið þér fengið að skoða það. Þannig stóð á því, að daginn eftir steig ég ásamt tveimur ferðafélögum mínum út úr áætl- í Dyonisusar leikhúsinu utan í Akropolishæðinni voru leik- rit Sofoklesar, Æskillusar og Evipídcsar fyrst leikin. Það er frá 4. öld f. Kr. unarbílnum í litlu sveitaþorpi í vínræktarhéraði í Attíku,, ákveð- in í að leigja asna til reiðar ,ef ekki væri hægt að komast á upp- greftrarstaðinn öðru vísi. Við sáum þó brátt bíl á ferð, veif- uðum honum .nefndum með alls kyns framburði staðinn sem við vildum komast á og loks nafn dr. Papadimitriou. — A-a, Papa, hrópaði bílstjórinn. Okkur var ýtt inn í bílinn, sem ók fram og aftur um þorpið. Allir voru spurðir og loks fannst „Papa“ sitjandi á veitingahúsi. Hann var sjálfur ekki kominn lengra áleiðis og bíllinn er við rákumst á var einmitt bíll fornleifarann- sóknanna og um leið eini bíll- inn sem skrönglaðist á ákvörð- unarstað okkar. Rústirnar standa utan í hæð og hluti af þeim niðri i dalverpi. Þar er mýrlent og verður alltaf að dæla um 1 m. djúpu vatni upp úr þeim hluta rústanna, áður en hægt er að vinna þar. Þarna voru 15 þjálfaðir uppgraftar- menn að hefja vinnu, ög ung aust- urrísk stúlka, fornleifafræðingur að menntun, stjórnaði verkinu. Þegar hún gekk þarna um rúst- irnar, há og tíguleg, var ekki erfitt að ímynda sér að þarna væri ífígenía sjálf komin — I síðbuxum. Stúlkan kvaðst vera búin að vera þarna í eitt ár, stundum nærri ein og stundum með hópi uppgreftrarmanna og allir ungir fornleifafræðingar öfunduðu sig af þessu einstaka tækifæri, að fá að vinna með dr. Papadimitriou og að þessum merka fornleifafundi. Tilvera ífígeníu sönnuð Uppgröfturinn hófst árið 1948, að ráði og undir eftirliti dr. Papadimitrious. Þá sást aðeins votta fyrir steinum, sem reynd- ust síðar vera úr norðurvegg hofsins. Aðalheimildina um hofið hafði hann einmitt í leikriti Evrípídesar, einkum seinasta hlutanum, þar sem Aþena segir Orestesi að fara með trélíkneskið af Artemis til Halae, og stofna þar hof, tileinkað Artemis frá Tauris. Gyðjan segir við Ifígeníu (lauslega þýtt í óbundið mál); „Þú, Ífígenía, skalt þjóna gyðj- unni við hinar heilögu tröppur í Brauron. Þar muntu deyja og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.