Morgunblaðið - 24.12.1959, Side 9

Morgunblaðið - 24.12.1959, Side 9
Fimmtudagur 24. des. 1959 MORCVNBLAÐIÐ 57 verða grafin, og þér mun verða fórnað fínustu klæðum, sem eftir eru skilin á heimilum kvenna þeirra, er látast af barnsburði." Það kom í ijós að staðar- ákvörðun hofsins er alveg rétt hjá Evrípídesi og lýsing hans á dýrkun gyðjunnar sannleikanum samkvæm. Brauronnafnið reynd- ist meira að segja enn til á þess- um stað, lítið breytt. Hofið hefur verið úr kalksteini og súlnaröð framan við það. — Inni hafa einnig verið tvær súlna raðir, sem skiptu því í þrennt. Ekki fundust þó nema brot af súlunum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að hof þetta var byggt á fyrsta hluta 5. aldar f. Kr. En þá hefur annað eldra hof verið þar fyrir, og er hluti af gólfi þess enn sjáanlegur. Suðurhluti hofs- ins hefur staðið á kletti, en norð- urveggur hvílir á sterkbyggðum undirstöðuvegg, og voru tröppur niður þeim megin. Eru þrjú þrep enn sjáanleg, en hin hverfa niður í mýrina. Evrípídes hlýtur að hafa haft þessi þrep í huga þegar hann lýsir hofinu og talar um heilögu tröppurnar í Braur- on. — Fórnargjafir frá barnshafandi konum Einnig hefur fengizt þarna staðfesting á öðru atriði í leik- riti Evrípídesar, þar sem hann spáir um dauða og greftrun ífí- geníu í Brauron („þar muntu deyja og verða grafin“). Norð- austur af aðalhofinu fannst lítill lælgidómur og innar af honum klefar, sem höfðu staðið inni í helli, en loftið í honum brostið og grafið allt undir grjóti. Við uppgröftinn á þessum stað komu fram í dagsljósið margar litlar fórnargjafir og skrautmunir kvenna, fjölmargir bronzspeglar, dó þar sem meyprestur Artemis- ar og vörður hofsins (sbr. frá- sögn Evrípídesar). Seinna hlýtur sá siður að hafa komizt á, að grafa meypresta Artemishofsins í námunda við hana. Því tæplega verður því trúað, að skáldið og heimspekingurinn Evrípídes hafi ekki þekkt eða farið rétt með hofsiðina og það hvar Ifígenía átti að vera grafin, þegar hann skrifaði fyrir samtíðarmenn sína í Aþenu á árunum 414—412 f. Kr. — Af fjárhagsástæðum lagðist niður vinna við uppgröft á Arte- misarhofinu árið 1950. í fyrra- sumar var svo byrjað þar af full- um krafti aftur. Á staðnum hefur verið reistur skáli. Þar standa á hillum raðir af dýrmætum fornum munum, sem komið hafa upp úr jörðinni, leirskálum, litl- um leirstyttum, marmarastytt- um o. fl. Artemis í Brauron var, eins og Evrípídes segir, gyðja barnshafandi kvenna, Gengi konu illa að fæða, var gyðjunni fórnað öllu því fallegasta á heim ilinu og dæi hún af barnsför- um, var allt sem hún lét eftir sig sent í hofið. Einhver merki legasti fornleifafundurinn þarna eru steintöflur, sem skráðar eru á fórnargjafir til Artemis Ifí- geníu. Eru einkum á listanum gersemar kvenna, eins og dýr- mæt klæði frá Taras og Amorg- os, hálsmen, eyrnalokkar og armbönd. Allt var þetta skráð í hofinu en síðan flutt til Akro- polis í Aþenu til öruggrar geymslu. Þar hafa líka fundizt samhljóða skrár, sem sanna að sá háttur hefur verið hafður á. Með uppgreftri þessum hefur ýmislegt fundizt, sem staðfestir gamlar heimildir um það, hvern- ig gyðjan var tignuð og um há- * Það er ekki erfitt að ímynda sér að ífígenía sé þarna komin — í síðbuxum — þegar þessi austurríski fornleifafræðingur geng- ur um hofrústirnar. gute9 jót! | Hattabúð Soffíu Pálma dásamlega fallegar leirstyttur og vasar frá 6. og 5. öld f. Kr. Heldur austar hefur verið graf- inn upp hinn heilagi bústaður meyprestsins, og þó einkennilegt sé, fundust þar nokkrar grafir. Til forna voru greftranir ekki leyfðar á helgum stöðum í Grikklandi, svo óhætt er að draga þá ályktun að ífígenía hafi verið grafin á þessum stað, þegar hún Höfuð frá 5. öld f. Kr., f u n d i ð við hofið í Vra- ena í september- mánuði í haust. tíðir, sem haldnar voru á ári hverju henni til heiðurs. T. d. má sjá litlu rúmbálkana, sem 8—11 ára telpur, þjónustumeyj- ar gyðjunnar, sváfu á. Og gerð- ar hafa verið af þeim styttur, sem fundizt hafa brot úr. Af öðrum heimildum er vitað, að þessar ungu telpur voru kall- aðar „birnur“. Þær klæddust appelsínugulum kjólum og líktu eftir björnum á hátíðum, en birn- ir voru heilög dýr Artemisar. Tortryggni á gamla sögu eytt Sízt datt mér í hug, þegar ég horfði á leikritið um Ífígeníu, að ég ætti eftir að standa tfið gröf hennar. Það virtist alltaf góður skáldskap til þess, að hugsan- leg tværi, að sagan gæti nokkurn tíma verið raunveru- leg. En það er ekki aðeins gröf hennar, sem hefur fundizt, held- ur líka fæðingarstaður hennar, borgin Mykene. Þýzki fornleifa- fræðingurinn Schliemann fann borgina árið 1874—1879 eftir til- vísun söguljóða Homers. Aðrir fornleifafræðingar héldu síðan áfram því verki að grafa Myk- ene upp, og fundu ýmislegt sem þar átti að vera skv. frásögnum um atburði á öðru árþúsundinu f. Kr. Þeir telja sig t. d. hafa fundið gröf Agamemnons, föður Ífigeníu og höggvið inn í klett- inn í konungshöllinni er baðker- ið, þar sem Klytemnestra að sögn átti að hafa drepið eiginmann sinn, Agamemnon. A seinni árum eru menn farnir að fara varlegar í að tortryggja hinar gömlu grísku sagnir,' þar eð alltaf er að koma í ljós að margar þeirra a. m. k. eiga ein- hverja stoð í veruleikanum, eins og t. d. sagan um Ifígeníu. E. Pá. Kórinn leikur á framsviðinu í gömlu grisku leikjunum. ífigenía ásamt hirðmeyjum sinum á leik- sviðinu. —■ ‘ ' w * Ur og klukkur Heimilisklukkan hefir jafnan verið uppá- haldsgripur heimilisins hjá háum sem lágum. - Margar fornar klukkur gerð- ar af list við hæfi síns tíma, þykja nú merkir erfðagripir og safnmunir. ^ Við höfum undanfarið lagt okkur eftir að flytja inn klukkur, sem að gerð og formi samræmist húsbúnaði og heimil- isháttum nútímans. Við höfum nú hið fegursta og f jölbreyttasta úrval á boð- stólum, — úrval, sem er alveg sér- stætt hér á landi. tJr flytjum við einungis inn, af traustum og kunnum svissneskum merkjum. — Við höfum umboð hér á landi fyrir Mondia úrin, sem er velþekkt merki í svissneska úraiðnáðinum. Það eru gæðaúr á góðu verði. Við förum einnig með umboð hér á landi fyrir hin dýru og dýrmætu Rolex- og Tudor-úr. Viðgerðastofa okkar fyrir úr og klukkur veitir viðskiptavinum okkar greiða og örugga þjónustu. CJtektecj jótl 3ön Sipunílsson Skarlpripaverziun qripur er œ til ijnclis u

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.