Morgunblaðið - 24.12.1959, Page 11
Fimmtudagur 24. des. 1959
MORGXJTSBLAÐ1Ð
59
Bréf
HiHMHMHlHÍHMHMH
FRÉTTAMAÐUR Morgunblaðs-
ins hafði spurnir aí því, að Jó-
hannes Helgi væri fyrir skömmu
kominn heim frá því að liggja
yfir bréfum og handritum Jör-
undar Hundadagakóngs í British
Museum í Lundúnum. Bað frétta-
maðurinn Jóhannes að segja sér
eitthvað frá þessu forvitnilega
verkefni.
Hvað viltu vita?
í fyrsta lagi: liggur mikið af
heimildum um Jörund þarna í
British Museum?
Já, sægur. Ég komst ekki yfir
heminginn af þeim; til þess hefði
ég þurft að dvelja þarna lang-
dvölum, og það vissi ég raunar
áður en ég fór utan. Þarna eru
trúfræðileg rit eftir Jörund, pred-
ikanir, eins konar sjálfsævisaga,
tvö leikrit og bréf hans rituð í
Bretlandi, ýmist prentað eða í
handritum. Byltingin á fslandi
er ekki nema brot af því, :em
þessi furðulegi persónuleiki tók
sér fyrir hendur um dagana. Ég
fór til þess eins að lesa, sjá og
handleika bréfin hans, hitt fæ
ég á mikrofilmum. Þetta eru
ósjáleg og óhrein bréf, enda um
einnar aldar gömul og skrifuð
í sóðalegustu vistarverum þeirra
tíma, fangaskiptum og tukt-
húsum. Sumstaðar mátti greina
fingraför Jörundar, rommbletti,
og eitthvað sem átti að vera tár,
en ég er næstum viss um að er
blávatn blandað salti. Bréf þessi
skrifaði Jörundur grasafræð-
ingnum Hooker, sem varð honum
samskipa til íslands sællar minn-
ingar.
Er það skáldsaga sem þú hef-
ur í huga?
Ja, þegar tími gefst.
Og þú hoíur viljað handleika
bréfin af sálrænum ástæðum,
býzt ég við?
Já, eingöngu. Ég hefði getað
fengið þau á mikrofilmum líka.
Ég er ekki trúaður á annað Uf
að hérvistardögunum liðnum, en
það runnu á mig tvær grímur
fyrsta daginn þarna í handrita-
safninu. Ég var næstum sann-
færður um að andi Jörundar væri
þar kominn og allt annað en
hrifinn af fyrirætlun minni, þvx
að ekki reyndist með nokru móti
unnt að opna skáp þann sem bréf
hans voru geymd í. Var þá hringt
í smið til að brjóta skápinn upp,
kvaðst smiðurinn koma á stund-
inni, en hann forfallaðist ein-
hverra hluta vegna og kom ekki
fyrr en síðdegis næsta dag og
var þá haldinn einhverjum krank
leika. Þetta var ekki beinlínis
uppörvandi byrjun. Um kvöldið
fannst mér ég verða var við
slæðing í herbergi mínu og ég
gat lítið sofið um nóttina sem
fór í hönd. En svo vann meitill
bug á hjátrúnni og lásnum dag-
inn eftir.
Þetta hefur vafalaust verið
Jörundur. En varstu nokkurs rís-
ari um Jörund, sem þú ekki vissir
af heimildum hér heima?
Nei, en ég fékk grun minn
staðfestan. 1 þessu rosamenni
hefur búið gæðasál undir hrjúfri
skel. Á efri árum vann hann
til dæmis kærleiksverk, sem dýr-
lingur hefði verið fullsæmdur af.
Eitt síðasta ágætisverkið sem
hann vann á þessari jörð, var að
kvænast drykkjusjúkri sakakonu
í fanganýlendunni í Van Diem-
enslandi, og hugðist hann þannig
hafa betri tök á að lækna hana.
Og tókst?
Nei, hún dó.
Ha?
Þú veizt að fólk deyr.
Já, þegar það hættir að anda.
Alveg rétt athugað hjá þér. Það
var einmitt það sem konan gerði
— og orsökin var áfengiseitrun.
Og svo?
Sjálfsmynd Jörundar
ana, fyrir því eru óyggjandi heim
ildir.
Þú hefur greinilega samúð með
Jörundi.
Nei, hann er dauður. En ég hef
áhuga fyrir manngerðinni. Lífs-
viðhorf hans, tækifærismennsk-
an, hugsjónaleysið, eyiðlagði Hí
hans, og þeir eru margir jörund-
arnir og jörundínurnar í dag.
Og ævintýrin eru að sjálfsögðu
ákjósanlegur efniviður.
Eru ekki þau og Jörundur
nokkum veginn það sama? w
Þú meinar að maðurinn sé i
verkunum sem hann vinnur og
þau í honum.
Já, þegar maðurinn gerir það
sem hann langar til, og það gerði
Jörundur svikalaust.
Hefur aldrei verið skrifuð
skáldsaga byggð á æviferli Jör-
undar?
Nei, en fjöldi ritgerða og fræði-
rita hefur verið skrifaður um
hann, og enn í dag er hann efni-
viður fræðimanna og ritgerðar-
höfunda. En ekki skáldsaga, það
hefur ekki verið farið innan í
Jörund, ef svo mætti að orði kom-
ast. Fræðiritið fjallar á allt ann-
an hátt um menn og málefni en
skáldsagan.
Það er undarlegt að enginn
skáldsagnahöfundur skuli hafa
tekið fyrir þennan ákjósanlega
efnivið.
Undarlegt og ekki undarlegt.
Lífshlaup Jörundar spannar hálf-
an hnöttinn, gerist á stöðum, sem
íslenzkur höfundur a. m. k., hefur
engin skilyrði til að skoða, þ. á.
m. Tahiti, auk þess sem heimildir
um hann eru óþægilega miklar,
það eru í sannleika sagt dráps-
hundadagakóngsins
kosningabarátta ■ London,
safnvörðurinn reykvíski o.fl.
Svo dó Jörundur skömmu
seinna — drakk sig í hel. Hann
smitaðist nefnilega af konunni í
stað þess að lækna hana. Svona
nokkuð kemur stundum fyrir.
Annars sæmir ekki að hafa í
flimtingum um bersyndugan dýr-
ling eins og Jörund og írska vill-
inginn, hana Nóru. Sú heiðurs-
kona var til dæmis dæmd í ævi-
langa útlegð frá írlandi fyrir að
stela seytján shillingum til þess
að verða ekki hungurmorða.
En Jörundur? Hverjir voru
þeir glæpir sem kostuðu hann
útlegð til Ástralíu?
Brot hans geta engan veginr.
talizt til glæpa. Fyrst var hanji
dæmdur til vistar í fangaskipi
fyrir meint brot á drengskapar-
loforði um að yfirgefa ekki Bret-
land, en förin til íslands var brot
á þeirri skuldbindingu. Jörundur
var þá danskur stríðsfangi í Bret-
landi, en fékk að ganga laus fyrir
orð áhriamikilla vina. Þar næst
hafnaði hann í skuldafangelsi,
það var þegar hann stundaði fjár-
hættuspilið, loks veðsetti hann
sængurfatnað sem tilheyrði eig-
anda gistihúss þess sem hann bjó
í, The Spread Eagle Inn. Fyrir
þetta var hann dæmdur til nokk-
urra ára fjarvistar frá Englandi,
en óhlýðnaðist þeim dómi og fór
hvergi, unz þar kom að brezka
dómsvaldið komst að þeirri nið-
urstöðu, að við svona mann væri
ekkert að gera nema hengja hann.
Þá byrjaði Jörundur að predika
yfir þeim dauðadæmdu áður en
þeir voru leiddir út og hengdir,
og klóraði sig með þessu óvenju-
lega uppátæki frá hengingunni,
var í hennar stað fluttur nauð-
ungarflutningi í útlegð til Van
Diemslands. Það var þá, daginn
áður en hann var leiddur á skips-
fjöl, sem hann skrifaði Hooker
sitt síðasta bréf, bað hann um
nokkur pund til að kaupa brýn-
ustu nauðsynjar áður en hin
langa og hættulega sjóferð hæf-
ist. Bréfið er skrifað í flýti, inn-
sigli hans, J, greinlega þrýst
óstyrkri hendi í lakkið, og bréfið
endar á þessum orðum, lauslega
þýtt: Drottinn minn, í hvílik
vandræði hef ég ekki ratað! —
Hooker svaraði aldrei þessu bréfi,
hafði nú fengið nóg af hátterni
lifgjafa síns. En Jörundur átti
enn eftir mörg vandræði í nýja
heiminum. Þar gerðist hann njósn
ari, lögregluforingi, blaðamaðui',
hermaður og landkönnuður, og
það er mikil saga .... Nei, hann
var ekki haldinn glæpanáttúru,
ekki votti. Nær sanni væri ef til
vill að segja að réttarfarið á dög-
um hans hafi verið glæpsamlegt,
en slíkar getgátur eru þó hæpn-
ar. Kaþólsku kirkjunni hefur oft
verið legið á hálsi fyrir harð-
neskju sína á miðöldum og víst
voru voðaverk hennar mörg, en
við hvað átti hún í höggi, hverju
hélt hún í skefjum. Að hve miklu
leyti spratt harkan af nauðsyn?
Þeir tímar, sem Jörundur lifði á,
tímar ægilegrar örbirgðar, fá-
fræði og langvinnra styrjalda,
voru gróðrarstía fyrir hryllileg-
an skríl. Ég minnist t. d. einnar
sögu, sem Jörundur segir af ein-
um meðfanga sínum. Brotamað-
ur sá, kvæntur maður og faðir
margra barna, hafði verið dæmd-
ur til hengingar. Kona hans heim-
sótti hann dag eftir dag meðan
hann beið lífláts, síðast nokkrutn
mínútum fyrir henginguna, og
grátbað hann um að láta sig hafa
það fé, sem hann hafði undir
höndum, því að hún og börnin
syltu heilu hungri. Hann þver-
neitaði — og var hengdur með
ellefu gíneur í vösunum, sem saro
kvæmt hefð runnu til böðulsins.
Þrátt fyrir langvinnan félagsskap
slíkra manna vann Jörundur ekki
eitt einasta óþokkaverk um dag-
klyfjar, bæði illt verk og mikið
að pæla í gegnum þetta og úr-
vinnslan ekkert áhlaupaverk.
Hvenær gerirðu ráð fyrir að
þetta verk sjái dagsins ljós.
Ómögulegt að segja. Menn sem
ekki ráða yfir tíma sínum vita
aldrei hvenær þeir skila ritverki
eða hvort þeir gera það yfirleitt
nokkurn tíma. Skáldsögur þarf
helzt að skrifa í einni lotu. Nái
ritunin yfir mörg ár er hætt við
að verkin verði mislit og hnökr-
ótt, og þá er ruslakarfan nærtæk
lausn. Það hafna fleiri íslenzkar
skáldsögur í ruslakörfunni en
gefnar eru út. 'Smásagan og Ijóð-
ið samrýmast tíma hérlendra
höfunda, ekki skáldsagan, nema
í undantekningartilfellum.
En segðu mér: varstu nokkuð
var við viðhorf almennings til
landhelgisdeilunnar?
Nei, ekki vitund, það minntist
enginn á það við mig svo mikið
sem einu orði, og sat ég þó oft
hér og hvar á tali við Breta. Ég
er jafnvel á því, að ég hafi mætt
hlýlegra viðmóti í London núna
heldur en áður þegar ég dvaldi
þar. En það féll ekki eitt orð um
þetta efni. Ég veit ekki hvort
veldur, að þeir skammast sin fyr-
ir þennan ójafna leik, eða hitt,
að þetta átta milljóna mannhaf,
sem er svínbeygt undir þarfir
stórborgarinnar frá morgni til
kvölds, sé svo upptekið af lífs-
baráttunni, bjórþambinu og sjón-
varpsglápinu, að það gefi sér ekki
tíma til að leiða hugann að smá-
erjum uppi við íslandsströnd. —
Stórborgarmúgur hugsar á allt
annan hátt en annað fólk. Rétara
væri kannski að segja, að hann
hugsaði lítið sem ekkert, það eru
slík firn fyrirbæra sem glepja.
Þú virðist ekki sérlega hrifinn
af stórborgum.
Ekki til Iangdvalar, ég vildi
ekki búa í stóborg, en dvöl i
slíkum borgum er holl að því
leyti til að þær skerpa skyn
manna á mannlífið, en þessar
stóru skellur úr grjóti og gleri
á andliti jarðarinnar geta af sér,
þegar til lengdar lætur, harð-
neskjulegt og óviðfeldið lífsvið-
horf. Einhvern tíma las ég, að líf-
ið í stÓTborgum væri svo tilbreyt
ingarsnautt, að ef hundur lyfti
upp fæti utan í ljósastaur næmu
tíu þúsund manns staðar til að
gálpa á það. Ég veit ekki hvort
þetta er satt, ég hef hvorki séð
fyrirbærið dónalegan hund í Lon
don né í öðrum borgum
heldur, en ég hef séð dauðaslys
í London, og enginn lét það sig
neinu skipta. Indversk hefðar-
kona í sari og á gullflúruðum
sandölum gerði snúðug lykkju á
leið sína, og litfríð dansmær brá
nettum fæti í lófa fótsnyrtara á
horninu á Piccadilly og Regents-
street, hún þurfti að fá neglurn-
ar á tánum málaðar. Ég gæti
brugðið upp skyndimynd af
Piccadilly, taugahnút borgar-
innar, þar sem spenna Lundúna
rís hæst, en það hafa svo margir
komið til þessarar borgar, að það
væri út í hött. Ég held að við ætt-
um að fara að hætta þessu spjalli.
Láttu myndina bara flakka,
það er nóg pláss í jólablaðinu.
Ég sat þarna stundum á kvöld-
in; á tröppunum undir Erosar-
brunninum á torginu miðju, þeg-
ar kveikt hafði verið á auglýs-
ingaljósunum. Þetta er eins og
þröngt hringlaga leiksvið, þétt-
riðið auglýsinganetum, sterkir
rafmagnsblossar sem snældast og
snúast, kvikna, slokkna: Fáðu
þér kók. — Wrigly-tyggigúmmi
smakkast bezt, — og þrílitur
sprellikarl, hátt á dökkum himni
Lundúna, rekur þrútið nef á bóla-
kaf í bjórfroðu. Og á tröppunum,
í úðanum frá gosbrunninum,
glitrar á silkiblússur hlátur-
mildra telpna, sem sitja þarna í
vafasömum erindagjörðum, hárið
litað grátt samkvæmt nýjustu
tízku, persónuleikalausar eins og
hænur, og horfa hugfangnar a
djöfulskap svartra bílvarga, sem
knúðir eru dag og nótt í tvöfaldri
röð umhverfis og fram hjá Erosar
styttunni, og þetta er ekki umferð
eins og við þekkjum hana, þetta
er kappakstur sem þyrmir engu,
blóðrás borgarinnar, flaumur,
sem borgin krefst að flæði ó-
hindrað bjartan dag og myrka
nótt, árið út og árið inn, án til-
lits til lífs og lima. Borgin er allt,
einstaklingurinn ekkert. Svo sést
svart flykki þyrlast yfir Picca-
dilly, gömul kona sem orðið hef-
ur sein fyrir á ljósi vegfarenda
og heyr örvæntingarfull kapp-
hlaup við dauðann á hnullunga-
grjótinu, og þrymjandi bílararnir
bruna svo nálægt henni á báðar
hendur, að kápan blaktir eins og
svartur fáni í rafmognsblossun-
um: Fáðu þér kók, gamla hró.
Sá sem situr nokkur kvöld á
Piccadilly og horfir á mannfólk
og bifreiðar hrannast yfir torgið,
skilur allar stórborgir veraldar-
innar....
Varstu þarna í London þegar
kosningabaráttan stóð sem hæst.
Já, ég hlustaði á einn fram-
bjóðanda í Holborn. Hann flutti
ræður sínar hér og hvar í Holborn
af palli vörubíls, og hélt jafn-
framt sýningu á konunni sinni.
Hún sat á stól á palli bílsins,
doktor að nafnbót, svo sem tekið
var fram í bækling, sem aðstoð-
armaður dreifði meðal áhoríenda
og á stóð: Kynntist hérna Geoff-
rey Brown. Frúin var viðbúin að
hlæja þegar hann sagði fyndni-
yrði, en þriðji aðilinn, bróðir
doktorsins sýndist mér, sá um til-
færingar á hljóðnema og magn-
ara. Ég heyrði frambjóðandann
halda nákvæmlega sömu ræðu.na
annars staðar í Holborn sama
daginn. Konan sat á pallinum og
var viðbúin að hlæja þegar kom
að fyndninni.
Virtist þér ræðumennska hans
standa framar eða að baki ræðu-
mennsku kollega hans hér heima?
Að baki, held ég. Hann talaði
mikið, en sagði lítið sem ekkert,
eiginlega ekkert nema þetta sama
sem frambjóðendur yfirleitt segja
með framboði sínu, að undan-
Framh. á bls. öU.