Morgunblaðið - 31.12.1959, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.1959, Blaðsíða 14
14 MORGVNBL4fí1fí Fimmtudagur 31. des. 1959 Ég sagði, að ég hefði ekki get- að fundið það, en hún sagði að- eins: Það er indælt, þá getið þér sagt mér það í staðinn. Það er líka iklu betra. Lag eftir Schubert.. Framh. af bls. 13. Ég hafði reyndar lofað frænku að taka þátt í samsærinu, og það fór hrollur um mig við þá hugsun mina, að kannski* vildi ég helzt vera laus við það . . . Þetta voru í senn indælustu og erfiðustu jól, sem ég hefi nokk- urn tíma lifað. Það var eins og hver snara, sem frænka lagði fyr- ir þig, vefðist um fætur mér. Hvert bros frá Vibeke var sem sætbeiskur ávöxtur. En að frænka skyldi ekki sjá, að við gátum ekki annað en brosað að skringilegum ákafa hennar og illa duldum áformum; og að þög- ull skilningur okkar í milli batt okkur sterkari böndum með hverri stundinni, sem leið. Hvað átti ég að gera? Þetta var svo sem nógu auðvelt fyrir Vibeke. Frá hennar sjónarmiði var betta aðeins leikur, sem auðvitað myndi enda með giftingu þinni og hennar, því að þú hlaust sann arlega að vera viti þínu fjær, ef þú létir ekki ánetjast. Og nún sá mig sennilega í sama Ijósi og frænka, eins og hvern annan mann, sem engu máli skipti og aðeins lék sitt hlutverk í gaman- leiknum. Ég sver þér, Vilhelm, að aldrei hefi ég gefið þér betri sönnun fyrir vináttu minni en þá. Hugsaðu þér, hvernig mér hlaut að finnast örlagadísirnar hrópa upp í eyrun á mér, að hér væri draumadísin mín, sem mig hafði dreymt um og ég hafði þráð allt mitt líf — sú, sem við töluð- um um, þegar við vorum ungir og hárprúðir og fórum í kvöld- göngu á Löngulínu. Ég varð að halda fyrir eyrun á mér til þess að heyra ekki hrópin. Ég vildi ekki heyra hrópin, því að það var vissulega til þín, sem hún var komin, það var svo sannarlega þú, sem hún beið eftir hér. Það var þín vegna, sem hún gerði heimili mitt að dásamlegri para- dís. Og þegar hún sat á kvöldin og söng lög Schuberts, sem ég hefi elskað allt mitt líf, þá gat ég ekki þolað það, því að ég vissi svo vel að hún söng til þín, þó að hún þekkti þig alls ekki. Og ef mér varð það á að láta glepjast af draumum mínum, þá leið ekki á löngu, áður en frænka vakti mig af þeim. Gat hún alls ekki skilið, hvernig komið var fyrir mér? Ég held það. En hún naut þess; því að það sýndi henni, að gildrur hennar voru réttilega gerðar. Þegar svona lítilfjörleg mús gekk í þær, þá hlaut rottan líka að láta veiða sig. • Stundum var ég í þann veginn að verða örvilnaður, Vilhelm. Og ég reyndi að telja mér trú um, að ég ósk- aði þess, að hún gæti orðið kon- an þín. En ég vissi, að ég laug. Og þá gat ég roðnað svo af skömm, að ég fann, að mig hitaði í andlitið. — Nei, taktu ekki fram í fyrir mér, Vilhelm. Láttu mig nú segja frá öllu saman, og segðu mér svo á eftir, hvort ég hefi gert þér órétt og hvort þú getur fyrirgefið mér. Aðfangadagskvöld og jóladag ur liðu; og hefði ég haft vald yfir hugsunum mínum, hefðu þetta verið notalegustu og yndis legustu jól, sem ég hefði lifað. En hvað ég þjáðist! Það var ómögulegt að gleyma, hvað þetta allt merkti, hver var til- gangurinn með því. Og hefði ég annað veifið gleymt þessu, var ég fljótlega minntur á það af íbyggnum svipnum á frænku eða tali hennar um, að þú myndir koma. Það kom fyrir, að Vi- beke leit á mig augum, sem vúrt- ust segja mér, að þetta væri bara uppátæki frænku, sem hún ætti engan þátt í, ekki fremur en ég. En ég óttaðist þessar stundir, þorði ekki að eiga neitt með henni, sem við værum aðeins tvö um. Ég mun aldrei gleyma öðrum í jólum. Þú varst væntanlegur um átta-leytið um kvöldið. En hvað sá dagur var óendanlega langur! Frænka lék á als oddi frá því eldsnemma um morgun- j inn. Herbergið þitt var skreytt og hitað upp, og Vibeke setti ! blómvönd á borðið við rúmið þitt; hún gekk brosandi um, og frænka sagði henni fyrir verk- j um. En jafnframt tók hún ótal ( hluti til handargagns hér og þar \ í húsinu; og þá brosti hún ekki. j Ég hef aldrei séð neinn fara jafn i mildum höndum um gamlan vasa, blóm eða gulnaða Ijósmynd i Á aðfangadagskvöld sá ág þessar tvær myndir þarna af foreldr- um mínum standa á sínum stað, en skreyttar fallegum greni- sveig eins og nú er festur á þær. Ég ætlaði að þakka henni fyrir þetta en það varð víst ekkert úr því nema klaufaleg vitleysa. Og þannig var þetta allt. Gerði hún í raun og veru allt þetta vegna ókunnugs manns, sem frænka vildi, að hún krækti sér í? Ég lagði þessa spurningu fyrir sjálf an mig hvað eftir annað, en ég þorði ekki að svara henni eins og mig langaði mest til, því að j það var eins og ekkert hefði gerzt svo framarlega sem ekkert var sagt. Það var enginn snjór í fyrra, svo að ekillinn fór á járnbraut- arstöðina í gamla fereykisvagn- inum, sem pabbi átti. Og siðan sátum við og biðum. j Ég get ekki sagt þér, hvað var — Vi'helm, reyndu nú að setja þig í mín spor: Allt hafði snúizt um þig undanfarna daga. Og ailt í einu varst þú úr sögunni. Það var raunar eins og þú hefðir horfið með öllu. Ég hafði verið með hugann bundinn við þig undanfarna daga til að verjast mínum eigin hugsunum og draumum. Nú símaðir þú, að þú kæmir ekki. Og skildir mig eftir einan. Einan með Vibeke. Það voru engir til í heiminum ne'ma við; og hún bað mig að segja ævintýri! 0, að ég gæti sagt henni ævintýri, sem entist allt lifið. Bara að ég þyrði það. En ég gat nærri ekkert sagt. Það var rétt eins og þegar P. C. V. Hansen gamli lagði fyrir mig spurninguna um talnadilka, og þið sátuð allir þarna niðri og biðu eftir því að ég yrði mér til skammar. Hvers vegna eru það alltaf vir karlmennirnir, sem verðum okkur til skammar og auðmýkj- um okkur, Vilhelm? Hvers vegna verðum við alltaf að heyra orð um vináttu bróður og systur, sem er sú uppbót, er góðar konur veita fyrir blátt nei? Ég vissi, að ég — fertugur maðurinn —■ myndi þetta kvöld gera mig hlægilegan með því að segja ungu stúlkunni frá draumum mínum. Og þá myndi hún segja mér allt um innilega vináttu og margt annað. Og hún myndi segja það fallegar en nokkur ann ar í öllum heiminum- gæti gert það. En hvað mundi verða um mig á eftir, Vilhelm? En þá gerði Vibeke nokkuð, sem móðir hennar eða amma hefðu aldrei gert, en Guð blessi hana fyrir, að hún gerði það! Hún dró stólinr sinn nær mér, tók í hendina á mér og sagði: Þegar drengir vilja lifa ævin- týri, langar þá til að halda lítilli hönd í sinni. Og litlar stúlkur geta alls ekki verið án þess að halda í sterka hönd. Og þarna í rökkrinu fyrir fram an arininn, þar sem eldurinn kulnaði hægt og hægt út, héld- um v:'*' saman á vit þess ævin- týraheims, serrc mun endast alla ævina. — Hvað heldur þú að frænka segi, sagði hún, þegar við buð- um hvort öðru góða nótt í hálf- um hljóðum. — Og hvað sagði frænka svo? spurði ég brosandi. — „Sér grefur gröf, þótt grafi“. — Nú, já, mér finnst öllu betra að orða það þannig, að sá, sem leitar gæfunnar öðrum til handa. hlýtur hana sjálfur. að brjótast um í í mér þennan tíma, en framar öllu það eitt: að nú var öllum þessum gamanleik bráðum lokið og ákvörðun tekin, svo að ég gæti gert mér hlutina að góðu eins og þeir voru. Það var eins og aðeins það, að bú varst að koma, nægði til þess áð binda endi á málið. Það hvarfl- aði ekki einu sinni að mér, að þú hafðir ekki hugmynd um, að Vibeke var til og að þið mynduð kannski alls ekki verða ástfang in hvort af öðru, þegar þið hitt- ust. Frá mínum sjónarhóli var það sjálfsagður hlutur, að koma þín boðaði það, að þjáningar und anfarinna daga tækju enda. Þú hlauzt að koma og taka löglega eign þína í þínar hendur, og þá var ekkert meira til að láta sig dreyma um. En þá kom skeyti frá þér um, að þig langaði til að doka við, þar sem í Kaupmannahöfn væri mikilvægur fundur, sem þú yrðir að sækja. Frænka varð reið og vonsvikin; og það var eins og allur dugnaður hennar hjaðnaði niður. Hún varð gamalleg og þreytuleg í útliti; o. þegar klukk an var níu, fór hún að hátta. Við Vibeke vorum skilin alein eftir. Ég stamaði eitthvað um, að við ættum kannski líka að fara upp, en Vibeke sagði: Nei, heyrið þér mig nú, nú þegar hér er orðið svoria yndislega hlýtt. Nú skuluð þér lesa fyrir mig jóla- ævintýrið, sem þér lofuðuð mér í fyrradag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.