Morgunblaðið - 31.12.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.12.1959, Blaðsíða 3
■Fimmtudagur 31. des. 1959 ftfnitcriNnr a m n 3 m íslenzka nútímaljóðlist Hannes Pétursson: íslenzk Ijóð- hef ð og mód- ernisminn íslenzk ljóðlist gengur nú gegn- um hreinsunareld, ef til vill þann mesta í langri sögu hennar. Mörg undanfarin ár hafa staðið harðar deilur um ljóðmálið og bragform- ið, hlutverk skáidskaparins og markmið hans. Hafa ljóðalesend- ur, og reyndar þjóðin öll, skipað *ér í fylkingar sem standa gráar fyrir járnum hvor gegn annarri, og hefur stundum slegið í brýnur. Ég efa ekki að þessar deiluv hafa verið hollar, þær hafa „viðr- að út“ eins og Magnús Ásgeirs- son tók eitt sinn til orða svo ég heyrði. Samt er því ekki að neita að þær hafa borið dálítið hreppa- pólitískan svip vegna þess að þær hafa oftast snúizt upp í það að vera eins konar argaþias mitli gamla og nýja tímans, og hefur þá ýmsum óviðkomandi atriðum verið ruglað saman við kjarna málsins. En það sem er að gerast er í stuttu máli þetta: það við- horf í ljóðagerð sem nefnt er módernismi hefur borizt til lands ins og krefst rýmis eins og þær erlendu stefnur sem áður hafa komið hér við sögu. Út aí þessan sjálfsögðu kröfu hefur lcitt stymp ingar, eins og títt mun hafa verið forðum þegar menn urðu að ryðja sér til rúms ef þeir áttu að fa sæti. Á þeim hálftíma sem mér er aetlað að tala hér langar mig að ræða hitt og annað sem við kem- ur þessum stympingi. En ég ótt- ast að það verði hvorki fiskur né fugl vegna þess hve tíminn er naumur. í hverju landi ríkja sérstakar bókmenntalegar aðstæður. Á það ef til vill hvergi jafn vel við og um ísland. Ljóðagerð hlýtur að teljast meginbókmenntagrein okk ar frá öndverðu fram undir okk- ar daga. Að vísu tók skáldskapur í lausu máli forystuna á 13. öld, en brátt var ljóðagerðin á ný orð- in aðalviðfangsefni skáldanna í landinu. Af þessu hefur leitt óvenju heilsteypta tradisjón, sem ekki var borin uppi af fámennum hópi menntamanna, heldur allvi þjóðinni — lærðum og leikum. Segja má að öll helztu menning- artímabil í sögu þjóðarinnar hafi eignazt skáldverk í bundnu máli þar sem andi tímabilsins hlýtur fullkomna listræna túlkun: Vík- ingaöldin í kvæðum Egils og Hávamálum, umbrotaskeiðið þeg- ar heiðni og kristni slær saman þar sem er Völuspá, kaþólskan þar sem er Lilja, rétttrúnaðurinn þar sem eru Passíusálmarnir, róm antíkin og endurvakningin þar Bem eru ljóð Bjarna og Jónasar, dögun tæknialdarinnar þar sem eru verk Einars Benediktssonar og Stephans G., — svo eitthvað sé nefnt sem skýr dæmi. Og þeg- ar betur er að gáð kemur í ljós, að öll þessi óbrotgjörnu verk, a. m. k. þegar Agli sleppir, eru í eðli sínu syntesur hins erlenda og innlenda eða réttara sagt hins evrópska og norræna, skáldin hafa vitandi vits að því stefnt að auðga tradisjónina evrópskum anda og formum. Tökum bróður Eystein sem dæmi. Hann er ka- þólskur í anda, yrkir kristið lof- kvæði, er að því leyti samevrópsk ur í hugsun, en velur sér ljóð- form sem er norrænt, ber með sér heiðinn, veraldlegan andblæ svo að ljóðabálkurinn verður kyn legur samleikur hins evrópska og norræna, tvær antitesur renna saman í nýja syntesu. Eða lítum á Loft Guttormsson. í stað hins kaþólska anda hjá bróður Ey- steini er komin blær riddara- menningar fyrir tilstilli dans- kvæðanna sem þá voru farin að berast til landsins. En formið er norrænt. Þessari upptalningu mætti halda áfram. Og enda þótt mörg skáld gengu lengra en þessi tvö til móts við hina erlendu strauma og kæmu með nýja suð- ræna hætti, svo sem Jónas Hall- grímsson, sem fyrstur manna mun hafa ort sonnettur á íslenzku þá hafa þau aldrei talið rétt að varpa fyrir borð höfuðsérkenni hins norræna forms, stuðlasetn- ingunni. Öll erlend form hafa því fram undir þennan dag venð sveigð undir lögmál hennar, og er ekki að sjá að það hafi staðið nokkru skáldi fyrir þrifum. Af þessum sökum hafa sérkenni ís- lenzkrar ljóðlistar aldrei skolazt burt, enda þótt þungir boðar er- lendra áhrifa hafi riðið hér á land vegna þess, að við höfum verið algerir þiggjendur í sögu hugs- unar síðustu aldir. Hvers vegna skáld héldu hér í stuðlasetningu á sama tíma og aðrar germanskar þjóðir létu hana lönd og leið get- ur varla átt sér nema eina ástæðu. Áhugasamir bókamenn víða um land sátu við að afrita bundinn skáldskap — eddukvæði og drótt- kvæði — og form þessa stór- brotna skáldskapar sem þá átti ekki sinn líka meðal germanskra þjóða hefur grópazt svo í hug manna að þaðan varð því ekki þokað. Vafalaust hefði stuðla- setningin glatazt ef þessi fornu kvæði hefðu ekki verið jafn mik- ill skáldskapur og raun ber vitrn, því þar með var sannað að hún stóð ekki í vegi fyrir frumlegri listsköpun. En nú er risin öld svo ólík öll- um öðrum tímabilum í sögu þjóð- arinnar að furðu sætir. Maður sem ólst upp við jafn frumstæða lífshætti og tíðkuðust hér á land- námsöld hlustar á hljóðmerki frá gervitunglum í útvarpi sínu. Hljóðfall tímans hefur breytzt. í stað hins gamla andante er kom ið hið upplitsdjarfa skerzó, hið þreyjulausa stakkató. Hið nýja tromp stórveldanna, vetnis- sprengjan, vofir yfir höfðum okk- ar, sem aldrei höfum kynnzt stór- um styrjöldum öðru vísi en í myndskreyttum bókum eða i kvikmyndahúsi; í brjósti flestra manna geisar stríð andstæðra líís viðhorfa, milli trúarinnar á misk- unnsama forsjón og handleiðsiu og vitneskjunnar um dýnamísk, ópersónuleg lögmál efnisins sem ekki virðast skipta sér neitt af því hvað við hugsum eða gerum, eru óskiljanleg í innsta eðli sínu, firrt hinum nálæga föður, þ. e. a. s. guði. Einstaklingurinn er því ekki lengur í algeylega öruggum höndum, heldur einn og óstuddur með brothætt fjöregg sitt í lófan- um. Þessi grundvallarbreyting á högum mannsins, óvissan, hætt- an, þrátt fyrir v.ald hans yfir náttúruöflunum, hið opna ber- svæði sem hann er nú staddur á, hlýtur að hafa mikil áhrif á list- ina sem hefur verið og er enn sál mannsins. Menn hljóta því að spyrja: Hvaða þýðingu hefur tradisjón á slíkum tímum, er hún ekki fyrir skáldinu, tekst því að sjá hinn nýja heim sem það lifir í með opnum, vökulum augum ef það tekur tillit til listar sem áður var? Verður ekki ljóðið að taka algerum hamskiptum eins og sú veröld hefur gert sem skáldið byggir? Er það hlutverki sínu vaxið nema það velti öllu í rúst og byggi á ný? Hvernig ber að svara þessu? Eins og ég gat um áðan hefur þróun íslenzkrar ljóðlistar ein- kennzt af syntesum hins evrópska anda og innlenda forms, eða þá að erlend ljóðform hafa vertð sveigð undir lögmál stuðlasetn- ingarinnar. Nú er spurningin hessi: er slík syntesa mögul. enr í dag, eða eru hamskipti þess lífs sem skáldið verður að vinna þrátt fyrir hin mörgu og ólíku stórskáld sem uppi hafi verið eft- ir síðustu aldamót. Þaff sem Hugo Friedrich tekur sér fyrir hendur í bók sinni, sem vakið hefur mikla athyglj er að lýsa þessum ein- kennum, þ. e. a. s. gera grein fyrir hvað sé „Modemitat". Skil- greining hans er í senn skýr og víðtæk en alltof viðamikil til að hægt sé að rekja hana hér nema lauslegá. Höfundurinn byrjar á því að sýna fram á, hvernig mód- ernisminn er beint framhald af rómantíkinni, hvernig hann er ný * Hannes Pétursson HINN 21. dcsember sl. efndu Félag íslenzkra fræða og Mímir, félag stúdenta við ís- lenzkudeild Háskólans, til svonefndrar rannsóknaræfing- ar, þar sem flutt voru tvö framsöguerindi um íslenzka nútímaljóðlist, en síðan var orðið gefið frjálst. Þessar rann sóknaræfingar eru árlegur við burður, og koma þá saman stúdentar í Háskólanum cg þeir sem útskrifaðir eru í is- lenzkum fræðum. Að þessu sinni voru fyrirlesararnir þeir Sigurður A. Magnússon Hannes Pétursson skáld og Sigurður A. Magnússon blaða- maður. Hafa þeir góðfúslega gefið Morgunblaðinu leyfi tii að birta erindi sín. Sigurður er á förum til Grikklánds og mun dveljast þar næstu sex mánuði i boði grísku stjórnarinnar, en hefur lofað að senda blaðinu bókadóma öðru hverju. Hann es Pétursson mun jafnframt hlaupa í skarðið fyrir hann og skrifa ritdóma fyrir blaðið á- samt Kristmanni Guðmunds- syni. Tvö háskólaerindi kvæði sitt úr það gagnger, hin er- lendu áhrif sem krefjast við- bragðs svo andstæð öllu sem áður þekktist, að nú verið að taka upp algerlega nýjan þráð? Þetta er það vandamál sem íslenzk ljóð- skáld eiga nú við að glíma. Ég er á þeirri skoðun nú, hvað sem síðar kann að verða, að enn sé hægt og eigi að fara gömlu leið- ina. Ég skal reyna að skýra þá skoðun mína nokkru nánar og þá svara því um leið, hvers vegna hið forna sérkenni íslenzkrar ljóðagerðar eigi ekki að róa sinn sjó. Þau einkenni ljóðlistar sem kölluð eru módern eru ekki upp komin á 20. öld, rætur þeirra liggja aftur í tímann, jafnvel svo langt að miðaldaskáld eiirs og Andalúsíumaðurinn Gongara (1561—1627) ber módernan svip. Var Lorca mjög hrifinn af skáld- skap hans og skrifaði um hann ritgerð. Fleiri nútímaskáld hafa leitað til skálda fyrri alda, svo það sýnir að fyrr hefur verið lagt út á svipaðar brautir í ljóðagerð og módernisminn er. Meira að segja tekur Hugo Friedrich, þýzk ur bókmenntafræðingur, mennt- aður í rómönskum málum, svo djúpt í árinni í bók sinni, „Struk tur der modernen Lyrik“ (1955), að hann segir að ljóðagerð 20. aldar komi ekki fram með nein grundvallareinkenni sem ekki sé að finna í verkum þeirra Baudel- aires, Rimbauds og Mallarmés, rómantík í eðli sínu, eða eins og hann kemst að orði „entroman- isierte Romantik", með öðrum orðum rómantík þar sem hið'til- finningalæga, sentimentið, er horfið; eftir er „die absolute Phantasie", „das absolute ichi‘ skáldsins. Og með hina absólútu fantasiu að vopni tekur módern- istinn sér fyrir hendur að „entrea lisera“ umheiminn, og gengur stundum svo langt í því að nema brott allt realitet, að ljóðin hafa enga ákveðna merkingu, eru hugs uð sem sjálfstæð heild orða, sem eru, en merkja ekkert. Módernist anum er kappsmál að kalla frain ný, óvænt og oft furðuleg hugs- anatengsl, og hann vekur upp nýjar myndir og líkh.gar. En hvers vegna stefnir hann að því að „entrealisera" allt hið sjáan- lega og áþreifanlega? Það gerir hann til að vinna gegn þeirri þróun sem fylgt hefur í kjölfar raunvísindanna og leitt hefur t'l þess að flest al þ’ví sem mönnum var áður óskiljanlegt framaodi og þar af leiðandi leikvangur fantasiunnar, er orðið skiljanlegt og kunnugt. Raunvísindin hafa þokað svo út mörkum veruleik- ans að hann er farinn að teygja sig um allt sköpunarverkið. Skáld ið gerir uppreisn, ræðst með sínu skapandi ímyndunarafli á þenn- an veruleika og brýtur hann nið- ur, skapar nýjan „kosmos" þar sem ekki er spurt um rökrétt sam hengi, heldur hitt hvort þar ríki skáldleg fegurð, skiljanleg eðst óskiljanleg, það skiptir ekki máli. Þetta er megineinkenni módern- ismans, en mörg fleiri einkenni fylgja í kjölfarið og þá í misjafn- lega ríkum mæli hjá einstökum skáldum vegna þess að þau eru ólík sem menn. En þótt stefnan eigi sér menn:ngarsögulegan grundvöll, eins og allar meiri- háttar bókmenntastefi.ur, eru auðvitað ort bæði góð og vond kvæði undir merkjum hennar; veldur þar hver á heldur Eitt skáldið er meiri "heimspekin.gur en annað, á sér víðari sjónhring, býr yfir ríkara formskyni og list- rænni ögun. Kvæði þess skálds verða því betri en kvæði hins. Þetta tek ég fram vegna þess að mönnum hættir til að skrifa hin nýju kvæði, séu þau vor.d, á reikn ing stefnunnar, og eins virðast sum skáld halda að nóg sé að gerast áhangandi módernismans til þess að hverju ljóði sem frarn gengur af munni þeirra sé borgið inn í eilífðina. Við höfum í aðalatriðum séð hvað módernisminn er, semsagt andsvar við hinni allsherjar af- hjúpun raunvísindanna Hann er runninn upp í öllu sínu veldi á síðasta hluta 19. aldar í Frakk- landi og hefur síðan blómstrað áfram í ljóðum helztu stórskálda álfunnar á 20. öld. Hann er einnig andsvar við hinu háborgaralega þjóðfélagi, hann er stefna stór- borgarskáldanna. Hann er sprott- inn upp í skjóli hins borgaralega öryggis, hann er afturhvarf frá því til hins óbundna innra lífs einstaklingsins, til hinnar um- skapandi fantasíu. Nú hljótum við að spyrja: Á þessi stefna erindi við okkur, á hún ítök í okkur sém nú erum að alast upp? Ég svara þessu játandi. Söguleg þróun okkar er að vísu býsna mikið öðru vísi en Evrópu- þjóðanna, en bilið milli okkar og þeirra hefur aldrei verið minna en nú. Þó þjóðfélag okkar sé ekki nándarnærri eins borgaralegt og þeirra, lifum við að mesiu í san a heimi og aðrir Vesturlandabúar; það er ekki orðinn mikill eðlis- munur á Reykjavík og öðrum borgum nálægra landa Og þá er ég kominn að spurningunni sem ég varpaði fram áðan: Er enn möguleg syntesa erlendia áhrifa og innlendrar formtradisjónar? Það sem eftir er tímans ætla ég að spjalla um þetta atriði. Módernismanum fylgir nýtt ljóðmál, þar sem allar skírskot- anir eru meira einkamál skálds- ins en tíðkazt hafði, þar sem hið hugboðskennda og hálfsagða, hið myndræna, vísjónera, kemst til meiri áhrifa en áður. Af þessum sökum hefur modernismanuih ótvírætt tekizt að færa út landa- mæri hinnar skáldlegu skynjun- ar, og það er þessi þáttur hans sem við eigum að tileinxa okkur. Til þess að þetta mætti takast hafa mörg skáld litið svo á að nauðsynlegt væri að fjarlægja allt sem þau kalla ytra skraut málsins, rím og þ. h. vegna þess að það stæði í vegi fynr endur- nýjun orðanna, eða eins og Paul la Cour kemst að orði í ritgerð sinni, „Nydannelser í moderne Lyrik“: „Rim og klassiske Metrer kunde forfalde sem dekorative Elementer, blændende Udsmykn- inger, som Goethe kaldte dem. I Stedet ingik de to nögne, Poesien og Ordet, til et nyt og inderligere Samliv". Þessi stefna í formi (þ. e. frjáls hrynjandi rímlausra ljóðlína) er þó ekkert ófrávíkjanlegt skilyrði þess að „hið nýja og innilega sam líf póesíu og orðs“ megi takast, hafa ýms nútímaskáld sýnt það, auk þess sem það hefur verið sannað áður, því það sem Pita Cour talar um gerðist t.d. í ljóð- um Jónasar Hallgrímss. Margir líta svo á að frjálsa formið sé ei hæfara til að gegna skyldu sinni í þágu módernismans en hitt sem lýtur ákveðnum bragfræðilegum lögmálum, og fásinna sé að gripa ekki til alls sem málið hefur upp á að bjóða, ríms og þ. h. eða svo ég vitni til orða Snorra Hjartarss. Framh. á bls. 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.