Morgunblaðið - 06.01.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.01.1960, Blaðsíða 1
20 siður V.b. Rafnkcll. Myndin tekin í sumar er hann kom inn með fullfermi af síld. Bandarlkin og Kanada vilja, ab Bretar breyti um landhelgisdeilunni Rafnkels úr Garði saknað Á honum eru 6 menn Úr frétt i Dagens Nyheder DANSKA blaðið Dagens Ny- heder skýrir frá því, sam- kvæmt Washington-fregnum frá fréttastofunni UPI, að Bandaríkin og Kanada líti svo á, að stefna Breta í landhelgis- deilunni við íslendinga sé ákaflega óheppileg, eins og komizt er að orði, og að þessi ríki leggi hart að Bretum að breyta um stefnu. Fregnin er höfð eftir áreiðanlegum heim- ildum í Washington, að sögn blaðsins. Þá segir, eftir sömu heimild- um, að þess megi vænta, að Bandaríkin og Kanada hafi bein- | Gy&ja frjóseminnar 5,600 ára gömul TEL AVIV, ísrael 5. janúar. (Reuter): — Látil líkneskja af „gyðju frjóseminnar" hefir verið grafin úr jiirðu nálægt Beersheba, að því er blöð hér hafa skýrt frá. Likneskja þessi er talin um 5.600 ára gömul. Haft er eftir franska forn- fræðingnum Jean Perrot, sem stundað hefir uppgröft við l Beersheba sl. átta ár, að „ekk- ert jafnfagurt og þessi stytta hefði fundizt í Miðjarðarhafs- löndunum frá sama tímabili“. — Höfuðið vantar á styttuna, en að öðru leyti má hún heita óskemmd. Er gyðjan sýnd sem nakin, þunguð kona. — Þar sem styttan fannst, hefir verið grafið upp þorp, hvar lífið hef ir blómgazt 6000—4000 árum fyrir Krist. línis frumkvæði um það innan skamms, að fá hina brezk-ís- lenzku deilu leysta. Viðkomandi ríkisstjórnir telji það ákaflega mikilvægt, að deilan verði leyst, áður en sjóréttarráðstefnan í Genf kemur saman hinn 17. marz London, 5. jan. (Einkask. frá fréttaritara Mbl.) — í SAMBANDI við fregn um það, að brezkir togaramenn hafi snú- ið sér til dr. Kristins Guðmunds- sonar sendiherra með beiðni til islenzkra stjórnvalda um, að brezkum togurum verði leyft að leita í var við ísland, án þess að eiga á hættu, að íslenzku varð- bátarnir taki þá fyrir landhelgis brot, sagði talsmaður íslenzka sendiráðsins hér í dag: — Hvaða skipi sem er, frá hvaða þjóð sem er, er heimilt að leita vars innan íslenzkrar landhelgi, hvenær sem er — að því tilskildu, að það hafi ekki brotið íslenzk lög og hafi lögreglan umbúnað á veið- arfærum sínum. ★ Talsmaðurinn kvaðst búast við, að sendiherrann mundi veita togaramönnum viðtal innan skamms, en hann fór í dag til Hollands í embættiserindum og kemur ekki til baka fyrr en á sunnudag. í vikunni mun nefnd togara- manna hitta togaraeigendur í Hull, en á þeim fundi mun ætl- unin að ganga frá tillögu, sem væntanlega verður síðan lögð fyrir íslenzka sendiherrann. — Síðar í þessum mánuði mun mál togaramanna verða lagt fram hjá þingmannanefnd þeirri, sem fjall ar um deiluna um fiskveiðitak- mörk. ★ íslenzka sendiráðið birti í dag bréf, dags. 6. nóv. sl., sem Jón stefnu í nk. — án þess telji þær, að ógem- ingur muni reynast að ná sam- komulagi á ráðstefnunni um hin erfiðu vandamál — stærð lög- sögu- og fiskveiðilandhelgi. — Menn óttist, að það muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir sam- heldni vestrænna þjóða, ef ekki reynist auðið að finna lausn þess- ara mála á ráðstefnunni. Framh. á bls. 2. Sigurðsson, formaður sambands sjómannafélaganna á fslandi, sendi alþjóðasambandi flutninga verkamanna í London. — í bréf- inu segir m.a., að það sé full- kominn misskilningur, að ekki sé leyft að flytja sjúka eða særða sjómenn til íslenzkrar hafnar. ís- lenzka stjórnin hafi tilkynnt brezku stjórninni það 30. sept. 1958, að „sérhverju erlendu fiski- skipi mun verða leyft að leggja menn af áhöfn sinni á land í ís- lenzkri höfn, til lækninga". UM klukkan hálfeitt í gærdag barst út fregnin um að óttazt væri um vélskipið Rafnkel úr Garði, undir skipstjórn Garð- ars Guðmundssonar, sem er kunnur aflamaður. Hafði bát- urinn, sem er tveggja ára gamall, farið í sinn fyrsta róð- ur á nýbyrjaðri vetrarvertíð, um kl. 2 aðfaranótt mánudags. Garðar Guðmundsson, skipstjóri Báturinn hefur eigi komið fram síðan, en með honum eru sex menn, og er ókunnugt um afdrif þeirra. Nóttina, sem Rafnkell fór í róðurinn úr Sandgerði, höfðu farið þaðan nokkrir aðrir bátar. Út á miðin er talin um hálfs annars tíma sigling. Eru þau beint vestur af Garðskaga, 10— 15 mílur. Ekki var í gær vitað um ferðir annarra skipa á þess- um slóðum, en fiskibáta úr ver- stöðvum á Suðurnesjum. — Á miðunum var slæmt veður og munu Rafnkels-menn ekki hafa lagt línuna. Á svipuðum slóðum var og Víðir II. úr Garði, og einnig vélbáturinn Mummi. Sást síðast á mánudags- morgun. Um klukkan fimm á mánu* dagsmorgun hafði Eggert skip stjóri á Víði II. samband við Rafnkel. Víðir var þá að leggja línu sína. Um borð í Rafnkeli var þá allt með eðli- legum hætti. Skömmu eftir þetta samtal milli bátanna, hafði skipstjórinn á Mumma, Sigurður Bjarnason, séð til Rafnkels. Rétt á eftir brá Sig- urður sér niður til þess að fá sér kaffisopa, en þegar hann kom upp í brúna aftur, sá hann ekki ljósin á Rafnkeli. Mun Sigurður þá ekki hafa talið ástæðu til að grennslast um ferðir Rafnkels. Þetta er hið síðasta sem til Rafnkels sást, og síðan hefir ekkert til skipsins spurzt. Aðrir Sand- gerðisbátar komu úr róðri á áætluðum tíma um kl. 8 i fyrrakvöld. Var þá þegar farið að undrast um bátinn. Leitað var til Slysavarnafélags ins, og í fyrrinótt var hafin leit á sjó og í landi. Fóru björgunar- sveitir af stað með fram strönd- inni, en björgunarskipið Sæ- björg, sem var á næstu grösum, hóf leit. í gærdag var leitinni haldið áfram, en árangurslaust. Var þá einnig leitað úr lofti. Veiðarfærin rekin. Menn, er gengu á fjörur I Kirkjuvogi, fundu ýmis veið- arfæri merkt Rafnkeli, svo og þilfarsplanka. — Verður leit- inni að Rafnkels-mönnum haldið áfram í dag. Garðar Guðmundsson, skip- stjóri á bátnum, er meðal kunn- ustu aflamanna hér á Suð-Vest- urlandi. Hann er sonur hins þjóð kunna atorkumanns, Guðmund- ar Jónssonar útgerðarmanns á Rafnkelsstöðum í Garði, en hann er eigandi bátsins. — Rafn- kell var byggður í Þýzkalandi 1957 og er 70 tonn. Fjórir menn af hinni dug- miklu áhöfn Garðars skipstjóra, eru úr Sandgerði, og sjötti skips- maðurinn er til heimilis í Kópa- vogi. Örfóir Innd- helgisbrjótor BREZKIR togarar hafa verið mjög lítið að veiðum innan nýju fiskveiðilínunnar í desembermán uði, samkvæmt upplýsingum frá Gunnari Bergsteinssyni hjá Land helgisgæzlunni. Haldið hefur ver ið uppi tveimur ólögiegum veiði- svæðum fyrir Austurlandi, en þar hafa aðeins verið örfáir land- helgisbrjótar að veiðum. Aukning ldnsfjar til íbúðabygginga liíkisstjórnin hefur útvegað 15 millj. kr. bráðabirgðalán BLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá félagsmálaráðuneytinu: 1 stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar var því heitið að greiða fyrir auknum lánveitingum á vegum Húsnæðismálastofnunar ríkisins. Samkvæmt þessu var, sem fyrsta aðgerð í málinu, þegar eftir að ríkisstjórnin tók við, leitað eftir því við Seðlabankann að veita bráðabirgðalán í þessu skyni. Var það veitt skömmu fyrir jólin, að upphæð 15 millj. króna. Þegar er hafinn undirbúningur að úthlutun þessa lánsfjár. Dr. Kristinn ræðir brátt við togaramenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.