Morgunblaðið - 06.01.1960, Síða 6
6
MORCVWTtLAÐlÐ
MiðviTcudagur 6. jan. 1960
Styttri vinnutími er þátt-
ur í efnahagslegri þróun
En allar starfsgreinar geta ekki vænzt
jbess oð fá samtímis styttan vinnutima
Athyglisverð grein í þýzku tímariti
1 V-ÞÝZKA vikuritinu Spiegel er fyrir skömmu stutt grein,
er fjallar um mál, sem lengi hefir verið ofarlega á baugi, ekki
aðeins í Þýzkalandi, heidur hjá öilum félagslega, iðnaðar og
tækniþróuðustu lönduum álfunnar. En það er krafan um
styttingu vinnutímans.
Til fróðleiks og íhugunar fyrir íslenzka Iesendur er greinin
birt hér í iauslegri þýðingu, þar sem af henni má ráða, og
hún gefur hugmynd um, víðar r _ ýmis efnahagsvanda-
mál að stríða en hér h> ur isiendingum.
ATVIN' IKENDUR í Vestur
Þýzkalanai gera nú ýmsar ráð-
stafanir til þess að draga úr yf-
Irvofandi hættu er þeir telja að
steðji að efnahagslegri atkomu
allra fyrirtækja þar í landi á ár-
inu 1960, ef ekkert sé aðhafzt
til þess að afstýra þjóðhagsleg-
um vandræðum. Nú þegar liggja
fyrir kröfur um launahækkanir
hjá 5,2 milljónum starfsmanna
launþegasambanda í opinberri
þjónustu farþega og flutninga-
jcerfis járnbrautanna, póstþjón-
pstunnar og byggingaiðnaðarins.
En auk þessa hafa starfsmanna-
samtök innan fjölda annarra
starfsgreina, fyrir a.m.k. jafn-
margar milljónir launþega, til-
kynnt baráttu fyrir styttingu
vinnuvikunnar á næsta ári.
5 daga vinnuvika.
í járn, stál og byggingariðnaði
ésamt póstþjónustu og nokkrum
fleiri greinum renna samningar
um vinnutíma út í ársbyrjun
1960 fyrir um 8 milljónir starfs-
manna. Og á síðasta DGB-árs-
þingi lýsti formaður samtakanna
Willi Richter yfir því, að ekki
yrði aðeins krafizt hærri launa af
hálfu samtakanna heldur einmg
styttingu vinnutímans. Takmark-
íð væri 5 daga vika, með laugar-
dagsfríi undir kjörorðinu „40
•tundir er nóg“. Sumarið 1956
hóf eitt stærsta félagið innan
samtaka DGB kröfuna um stytt
ingu vinnutímans fyrir 2,2 millj
meðlima sinna úr 48 klst. í 45
klst. á viku. Nær allar aðrar
starfsgreinar fylgdu svo í kjöl-
farið.
Eins og stendur eru í V-Þýzka-
landi nú 8,4 milljónir launþega
er hafa 45 klst. vinnuviku, og
aðrar 3,6 milljónir launþega er
hafa frá 44 til 41 klst. vinnuvisu.
Og rúmlega 75% allra starfs-
manna í V-lþýzku viðskiptalífi
fara nú ekki lengur til vinnu á
laugardögum í verkstæði sín eða
á skrifstofum.
Alvarlegt hættuástand.
Samtök atvinnurekenda Vestur
Þýzkalands, en* fyrirsvarsmaður
þeirra er dr. Hans-Constantin
Paulssen, telja því eins og nú er
komið að nauðsynlegt sé að iðn-
aðurinn fái a. m. k. stundarhlé
áður en lengra er farið út á þessa
braut. Að þeirra áliti er ekki
mögulegt að stytta vinnutímann
meira í bili, án þess að af því
hljótist alvarlegt hættuástand
fyrir V-þýzka þjóðarbúskapim
í heild. í fyrsta lagi þýði hver
töpuð en greidd vinnustund verð-
hækkun. í öðru lagi vaxi verk-
efnin afkastamöguleikunum yfir
höfuð. En það hafi svo þá af-
leiðingu, að afgreiðslutími V-
þýzkra iðngreina dragist svo á
langinn þegar fram í sækir, að
erlendir viðskiptaaðilar snúi sér
til annarra landa með þau verk-
efni sem þeir þurfi að láta vinna
fyrir sig, þar sem þeir fái
skemmri afgreiðslufrest
Óarðbærar vinnustundir.
í raunveruleikanum eru óarð-
bærar vinnustundir orðnar enn.
þá fleiri en áður var, — ekki að
eins fyrir greidda veikindadaga
og vegna annarra slíkra fríðinda
greiddra vinnustunda — heldur
verður einnig að taka með í
reikninginn 15 vinnufrídaga
og ennfremur reikna með allt að
19 öðrum fjarvistardögum af ýms
um áðrum ástæðum árlega. Er því
raunverulegur vinnustundafjöldi
í hverri viku nú aðeins um 41,5
klst. á móti 48 klst. vinnuviku
árið 1950.
Það er ekki langt síðan Erhard
viðskiptamálaráðherra minntist á
það í ræðu, hve áberandi væn
skortur á starfslöngun meðal al-
mennings, og andúð manna gagn-
vart yfirvinnu. Og á alþjóöa-
mælikvarða um iðjusemi, heíur
aðstaða starfandi manna í Vestur
Þýzkalandi versnað stórum. í stað
þess að árið 1950 var V-þýzki
starfsmaðurinn efstur á listanum
yfir iðjusemi, þá skráði UNO-
nefnd, er rannsakaði þessi mái
á alþjóðlegan mælikvarða, átta
árum síðar (þ. e. 1958) niðurstöð-
ur sínar þannig um vikulegar
vinnustundir nokkurra þjóða:
V-Þýzkalandi .... 41,5 klst.
Sviss .............46,8 —
Englandi........... 45,3 —
Frakklandi ........ 45,1 —
Japan.............. 50,2 —
Poulsen hefur reynt að vitna
til metnaðarkenndar fólksins með
því að segja: „Þýzka þjóðin var
eiinu sinni talin iðjusamasta þjóð
Evrópu, sem einnig kom greini-
lega fram við uppbyggingarstarf-
ið eftir 1945. Nú er slíkur dugn-
aðlur að hverfa í skuggann fyrir
barnalegum slagorðum eins og:
Það fegursta í lífinu eru frístuna-
irnar. — Siðgæði og heiðarleiki
vinnunnar er að missa mátt sinn“.
Þar sem slík hvatningarorð eru
varla talin hafa veruleg áhrif í
raun og veru, hafa ýmsir fram-
kvæmdasamir aðilar í hópi at-
vinnurekenda stofnað til samtaka
er þeir nefna „Arbeitskreis Sozi-
ale Sicherheit", ASS, með það
verkefni að hefja stórfelldan aug-
lýsingaáróður fyrir gildi vinnunn
ar, er nái hámarki um svipað leyti
og samningar renna út í ársbyrj-
un 1960. Forstöðumaður samtaka
þessara er Dr. Kurt Pentzlin,
mjög kunnur skipulagsfræðingur.
Hann lætur sér ekki nægja að íá
forustumenn framleiðslunnar til
stuðnings við þetta verkefni, held
ur snýr sér beint til sjálfra laun-
þeganna til þess að fá þá til þess
að gera sér alvarlega grein fyrit
hvaða áhrif hin hraða sókn um
styttan vinnutima, hafi á þeirra
eigin lífskjör og afkomumögu-
leika.
„Sinn eigin herra“.
Gegn áróðursspjaldi launþega-
samtakanna, af litla stráknum,
sem segir: „Samstags gehört Vati
mir“ (á laugardögum á ég pabba)
stilla nýju samtökin annarri
hugsjónamynd, er hún af alvar-
lega hugsandi og iðjusömum
verkamanni: „Herr Unsereiner"
(sinn eigin herra). Samkvæmt
útskýringum höfunda hans, að-
skilur „Herr Unsereiner" sig frá
hinum 20 milljóna lifandi starfs-
bræðra sinna, aðeins á einn hátt,
með þeim boðskap er hann flyt-
ur þeim: Hann hugleiðir alvar-
legar kröfur séttarsambands síns,
og verður þess þá undrandi var,
að framkvæmd þeirra myndi hafa
mjög afdrifaríkar og alvarlegar
afleiðingar í för með sér fyrir
hann sjálfan.
Einn hinna nýju ofna í sláliðjuv erinu Westfalenhútte í Dortmund
Ef öllum launþegasamtökum
V-Þýzkalands tækist að koma á
hjá sér 5-daga-vinnuviku — hugs
ar „Herr Unsereiner" á auglýs-
ingaspjöldum og upplýsingakvik
myndum — þá fær hann ekki
lengur póstinn sinn á laugardög-
um, sennilega engin dagblöð og
ekkert nýbakað brauð á morgun-
borðið. Hann verður að sitja kyrr
heima hjá sér eða fara gangandi
það sem hann þarf að komast um
helgar, því starfsmenn almenn-
ingsvagna og járnbraúta eiga
kröfu til hinna auknu frístunda.
Matvöruframleiðsla, styrtistofur,
sk'emmtistaðir, o. s. frv. allt væri
lokað á laugardögum.
Liður í þróun.
Dr. Pinzlin skilgreinir afstöðu
samtakanna þannig: Við mótmæl-
um ekki á grundvallaratriðum
kröfunni um styttingu vinnutim-
ans, en teljum óhjákvæmilegt að
ná slíku takmarki með eðlilegri
þróun. Nútíma vinnuveitenda er
augljóst, að styttri vinnutími er
þáttur í efnahagslegri þróun og
félagslegum þroska undir sam-
heitinu bætt lífskjör. En félags-
skrifar úr j
daglegq lifínu J
* Áramótauppgjör
Fyrstu dagana eftir áramót
er víða allsherjaruppgjör hja
fyrirtækjum og stofnunum og
jafnvel á heimilum einstakl-
inga.
'Sums staðar setur húsbónd-
inn sjálfsagt upp hátíðlegan
svip og segir: — Heyrðu góða
mín, nú höfum við aftur eytt
meiru en kaupinu mínu á ár-
inu. En við hættum bæði að
reykja, og fækkum kjötmái-
tíðunum, þá þurfum við ekki
að slá fleiri lán, og getum
sennilega haldið húsinu. Ann-
ar heimilisfaðir segir kannski:
— Jæja, nú erum við búin að
borga tengdapabba skuldina
frá í fyrra, og ef við höldum
útgjöldunum innan sama
ramma á næsta ári, þá getum
við farið til útlanda í vor.
Einstaka eiginmaður humm
er sjálfsagt fram af sér upp-
gjörið eða lætur á engu bera
þó það sé ekki sem hagkvæm-
ast. Og eiginkonan heldur
áfram að kaupa alla þessa
aukahluti, sem gaman er að
hafa, og maðurinn heldur
áfram að slá lán, svo þau
þurfi ekki að leggja það á sig
að draga úr sígarettureyking-
unum og öðrum munaðL
Þetta síðasta er vafalaust
auðveldasta lausnin l— í biii.
En hve margar húsmæður
mundu kjósa þá lausn? Hve
margar mundu vilja byggja
húshald sitt á slíkum grund-
velli?
• Meiru eytt en aflað
Þannig er ástatt í þjóðar-
búinu. Málin hafa verið rann-
sökuð og útkoman er allt ann-
að en hagstæð hvað fjárhaginn
snertir. Okkur er skýrt hrein-
skilnislega frá öllu saman. Við
höfum eytt meiru en tekjurnar
nema að undanförnu og við
höfum safnað miklum skuld-
um. Við getum ekki selt af-
urðir okkar fyrir hærra verð
og því geta tekjurnar ekki
hrokkið fyrir jafn miklum út-
gjöldum á næstu árum, ekki
sízt þar sem alltof mikill hluti
þeirra fer í afborganir af göml
um lánum.
Andspænis þessu vandamáli
standa ráðsmenn þjóðarbúsins.
Og þeir hafa kosið að leggja
það fyrir okkur, en ekki reynt
að láta okkur halda að allt sé
í fínasta lagi og engin þörf á
að neita sér um neitt.
* Fyrstaðvita —
þá að bæta úr
Flestir munu kunna því bet
ur að vita hvernig málin
standa, eins og hver góð hús-
móðir og reyndar heimilisfólk
alls, þegar fjárhagur heimil-
isíns er annars vegar. Og eins
og húsmæðurnar, eru borgar-
arnir fúsir til að gera eitthvað
til að ráða fram úr öngþveit-
inu, þegar þeir vita nákvæm-
lega hvernig í því liggur. — í
þjóðfélaginu eru auðvitað til
einstaklingar, sem kæra sig
kollótta, alveg eins og til eru
heimili, þar sem húsmóðurinni
finnst alveg ótækt að geta
ekki keypt allt sem hugurinn
girnist og finnst það hreinasta
fjarstæða að hægt sé að kom-
ast af án alls þess sem léttir
lífið. Fyrir slíkt fólk dugir
ekkert áramótauppgjör og yfir
leitt engar staðreyndir.
legar framfarir standa aðeins und
ir nafni, ef hægt er að fullyrða
að þær nái sem jafnast til allra.
Þess vegna er það álit samtk-
anna, að ekki sé nema eðlilegt
að velþjálfuð, skipulögð og fyrir
framleiðsluna mikilvæg samtök
eins og t. d. starfsinenn járn-,
stál- og byggingariðnaðarins fái
styttan vinnutíma, en jafnfráleitt
sé að allar aðrar starfsgreinar
geti þjóðfélagslega séð vænzt þess
að fá jafnhliða styttan vinnu-
tíma. Slíkt sé alls ekki fram-
kvæmanlegt jafnhliða almennum
launahækkunum. Meirihluti
starfandi manna verði að færa
þá fórn, til þess að mögulegt
sé að mæta auknum tilkostnaði.
Dr. Penzlin höfðar til sam-
ábyrgðar almennings og gagti-
kvæms skilnings allra launþega
á því, að ennþá verði óhjákvæmi-
lega að vera misræmi í vinnu-
stundafjölda eftir þjóðhagslegu
mikilvægi starfsins.
Vertíðar- og skóla-
fólk streymir
suður
HÚSAVÍK, 4. jan. — Sl. laugar-
dag fóru þrír bátar frá Húsavík
til Sandgerðis á vetrarvertíð og
verða gerðir út þaðan. Það eru
Helga, Pétur Jónsson og Smári.
Þeir eru allir mannaðir Húsvík-
ingum. í gær fóru með tveimur
flugvélum 54 manns héðan bæSi
vertíðar- og skólafólk. Hefur því
mikið dofnað yfir bæjarlífinu.
Hagbarður verður gerður út hér
heima í vetur, eins og undanfar-
ið, og auk hans róa í vetur fra
Húsavík fjórir til fimm minni
dekkbátar.
Það þarf ekki að taka það fram,
að áramótin fóru friðsamlega
fram hér. íþróttafélagið Völsur.g-
ur hafði mikla brennu og flug-
eldar fuku yfir bæinn um mið-
nætti. Menn söfnuðust saman á
götunum og skemmtu sér við
söng en engin skrílslæti.
— Fréttaritari.
Góðar horfur
í Pakistan
LAHORE, Pakistan, 4. janúar. —
(Reuter) — Samningaviðræður
hófust hér í dag varðandi landa-
mæradeilur Indlands og Pakisfc-
ans. Eru þær framhald af við-
ræðum, sem fram fóru í Nýju
Delhi og Dacca í októbermánuði
síðastliðnum.