Morgunblaðið - 06.01.1960, Qupperneq 8
8
MORCVNTtLAÐlÐ
Miðvikudagur 6. jan. 1960
Gerda Gilboe og Mogens Wieth.
„MY FAIR LADY“ var loks
frumsýnd í Kaupmannahöfn
sl. laugardag, viku eftir að
frumsýning átti að vera. —
Vegna veikinda aðalleikkon-
unnar, varð að skipta um i
aðalhlutverkinu, og fékk sú,
sem við tók, aðeins eina viku
til að aefa og læra hlutverkið.
En það er ekki í fyrsta sinn
sem Gerda Gilfeoe tekur að
sér hlutverk með stuttum fyr-
irvara, því eitt sinn tók hún
að sér aðalhlutverk í óperettu
með sama fyrirvara og nú og
fór þá allt vel. Ekki leit samt
eins vel út nú, því daginn fyr-
ir frumsýningu féll hún og
meiddist illa á hnéi. Þurfti
hún að fá kvalastillandi
sprautur til að geta leikið.
Engu að síður gekk allt vel og
eru leikdómarar Kaupmanna-
hafnarblaðanna sammála um
frábæra frammistöðu Gerdu
Gilboe.
Þannig segir til dæmis í BT
hinn 4. jan.: „Gerda Gilboe
átti auðvitað fyrirfram samúð
og velvilja. Þegar sýningu var
lokið var hún hyllt, ekki
vegna þess að hún gerði þetta
og þorði það, heldur vegna
þess að hún var hin rétta
Eliza“.
„Lady-in“ hefur nú verið
sýnd í Helsingfors, hefur geng
ið í eitt ár í Stokkhólmi án
þess að dragi úr aðsókn, nú
hefur Kaupmannahöfn bætzt
við og í kvöld verður hún
frumsýnd í Ósló, en þar leik-
ur Mona Hofland Elizu, Georg
Lökkeberg prófessor Higgins
og Henri Kolstad leikur Doo-
little.
Frá æfingu í Ósló.
•***' ** “ - —i—i-----1---i—i—i—i—i~i~i~i~m~»~»~»~M~Li~LriLnj'j
Jóhannes S. Kjarval;
,,Moldin rýkur - í logninu,
( en þið vitið ekki af hverju )
jbað varð nefnilega jarðskjálfti ifjallinu"
ÞEGAR samtal, sem gerist fyrir
meir en tuttugu árum, er gefið
lesendum á prenti, eiga hlutað-
eigendur greiðari aðgang með að
skilja hvað um ræðir, ef ártalið er
látið fylgja, vegna þess að önn-
ur og nýrri málefni eru orðin
dægurmál, hin eldri málefni al-
gerlega gleymd.
En því fer fjarri að ekki hrjóti
sífelldlega nægilegir molar af
borðum þeirra, sem einráð eiga
að hafa um alls konar fram-
kvæmdir handa þeim, sem gjarnt
er að hneykslast, en ég tel mig
til þeirra.
Eg upplifði það við Heklugos
að verða hissa á sjálfum mér,
er eg stóð þar í skrúðgrænu
hrauni, víðis-, birkis, blóma og
valllendis — að horfa á glóð-
þrungið gjall nýja gossins —
flæða og ýtast ofan yfir hin upp-
grónu hraun, — þarna datt stór
glóandi hnullungur ofan í víði-
runna, — eg hljóp til, tvíhenti
molanum til baka, upp í nýja
flóðið. Eg hugsaði ekki, einung-
is sjón mín og tilfinning réðu
eðlilegri athöfn — í ýtrustu neyð
þúsund ára gróðurmoldar. — Það
var hálfu ári eða heilu eftir þenn-
an minnilega atburð, austur
Hjaltastaðaþinghá, á sunnudegi
fögrum — og fögnuður í náttúr-
unni, að eftirköstin úr Heklu-
hrauni, geistust um huga minn
og leystu úr læðingi athafnaleysi
áhorfandans, að geta ekki leikið
með — gjöra mannlegan leik góð-
an. Ég sá í huga mér skáta og alls
konar manneskjur, með skóflur
og spaða, stinga upp og pæla
valllendi og víðirunna, birki-
hríslur og blómgrundir, setja á
börur og vagna og færa á brott
frá hinu gínandi eldhrauni. Þarna
var áhugi og mikið að gera. Þetta
hefði verið lausnin — hefði
manni komið þetia í hug nógu
snemma.----------
Hér er um tvær ólíkar kennslu
aðferðir að ræða — úr því sem
komið er —; hið frumstæða gos
er nýrra og lætur sig ekki muna
um smámuni; — hið gamla, gróna
hraun eldra. Þúsund ár er það
að skreyta sig og gjöra sig hæft
fyrir Jónas Hallgrímsson að
yrkja um sig, og einn málara að
sýna á lérefti þess línur og liti —
og þúsundfaldar þakkir vil ég
gjalda tímalengdinni, mundi
skáld geta sagt, fyrir að vera
ekki orðinn til fyrr en hin fögru
hraun eru orðin landsins prýði.
Er það þá nokkur furða að
maður hneykslist, þegar maður
sér að þakklætið við tímalengdina
gleymist.-----Það var í sumar
sem leið, er ég einn góðviðris-
dag gekk framhjá okkar , síð-
an það var innréttað, ágæta og
ástsæla leikhúsi við Lindargötu
7 — að nokkur vagnhlöss af gjalU
storku, ofaníburði, voru að setj-
ast að á túninu vestan undir leik-
húsinu, norðan bókhlöðunnar.
1 Ég vissi strax hvað til stóð —
þarna þurfti torg og það hneyksl
aði mig ekki —- en ævintýrið frá
Heklugosi stóð samt svo ljóslif-
andi fyrir hugskotssjónum mín-
um; — ég áttaði mig samt fljótt
— hryggur og reiður hleyp ég
upp til menntamálaráðherra; fæ
hann til að koma út og sjá. Jú —
honum fannst þetta ljótt. Ég tal-
aði seinna við ungan mann, sem
vann þarna við. Honum fannst
líka þetta ljótt — en hér var
mikil sefjun, æðri yfirboðunar
við störf. — Góði hringdu, bið
ég ráðherrann — náðu í rétta
málsaðila, vegna stöðu okkar —
þetta hlýtur að leysast — tekið
mark á orðum yðar — að láta
bera moldarlagið burt og gras-
þökurnar í forðabúr bæjarins —
og sjá! Reykvíkingar munu verða
ríkir og málsmetandi menn, því
að þeir hafa áttað sig .á tímalengd
inni á bráðræðisstund hraðans og
hugdettunnar. — Nú veit enginn
um þetta. Þetta fékkst ekki gert.
Svona lagað gleymist — torgið
segir ekki frá þessu —en gazt
þú þá ekki líka haldið kj . ...,
góði — með að vera að segja
eftir okkur? — Nei, góði — ég
sagði fyrir á réttum tíma — og
þetta er ekki til þess að hefna
sín á óvitahætti að borið hafi
verið við ofmiklum kostnaði með
brottflutningi moldar og gras-
svarðar. Hér var ekki um kostn-
að að ræða. Ann^ð mál er hvort
ekki bæjarfélagið hafi verið svik
ið um þessa vinnu, sem svarar
að færri peningar séu í umferð,
en hefðu mátt vera.
Jóh. S. Kjarval.
i
Vörður —
Óðinn —
Heimdallur
Hvöt
SPILAKVÖLD
halda Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík miðvikudaginn 6. januar
kl. 8.30 eh. í Sjálfsfæðishúsinu Hótel Borg og Lídó
- SKEMMTIATRIÐI -
Sjálfstæðishúsið:
1. Félagsvist
2. Ávarp: Bjarni Benediktsson, ráðherra
3. Spilaverðlaun afhent
4. Dregið í happdrættinu
5. Ómar Ragnarsson, skemmtir
6. Rinsöngur: Kristinn Hallson, óperusönv.
7. Dans.
Hótel Borg:
1. Félagsvist
2. Ávarp: Jóhann Hafstein, alþm.
3. Spiiaverðlaun afhent
4. Dregið í happdrættina
5-Einsöngur: Kristinn Hallsson, óperusöngv.
6. Ómar Ragnarsson, skemmtir
7. Dans.
Lidó:
1. Félagsvist
2. Ávarp: Birgir Kjaran, alþm.
3. Spilaverðlaun afhent
4. Dregið í happdrættinu
5. Óinar Ragnarsson, skemmtir
6. Einsöngur: Kristinn Hallsson, óperusöngv.
7. Dans.
Sætamiðar afhentir i
S jálfstæðishúsinu í dag
Skemmtmefudíri