Morgunblaðið - 06.01.1960, Page 10
10
MORCUlVTtT.AniÐ
Miðvikudagur 6. Jan. 1960
fttirrg
títg.: H.f Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, simi 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askrxftargald kr 35,00 á mánuði innanxands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið
GENGISFELLING
V-STJÓRNAR-
INNAR
MARGIR urðu illilega fyr-
ir barði vinstri stjórn-
arinnar. Það er þó
sennilega mála sannast að
engan hafi hún leikið eins
hart eins og íslenzku krón-
una. Allan tímann meðan
vinstri stjórnin sat, var gengi
krónunnar að falla.
Athugum hvernig raun-
verulegt gengi íslenzku krón-
unnar var, eftir að vinstri
stjórnin gafst upp, samkvæmt
því efnahagskerfi, sem hún
hafði skapað.
67% gengisfelling
Skráð kaupgengi íslenzkrar
krónu gagnvart Bandaríkja-
dollar var kr. 16,32. Þetta var
hið opinbera gengi á papp-
írnum. En hið raunverulega
gengi var allt annað og mjög
mismunandi eftir því, hvað
þjóðin var að kaupa frá út-
löndum. Gengi krónunnar
gagnvart dollar samsvarandi
30% yfirfærslugjaldi var til
dæmis kr. 21,22. Þetta gengii
gilti fyrir nokkrar neyzluvör-l
ur og náms- og sjúkrakostnað.
Gengi samsvarandi 55% yfir-
færslugjaldi, sem gilti fyrir
allan almennan innflutning
var kr. 25,30. Gengi á ferða-
mannagjaldeyri var kr. 32,64
fyrir dollarinn. Gengi sam-
svarandi 55% yfirfærslugjaldi
og 22% innflutningsgjaldi var
kr. 34,89 fyrir dollarinn.
Gengi samsvarandi 55% yfir-
færslugjaldi og 40% innflutn-
ingsgjaldi, sem gilti t. d. fyrir
margar vefnaðarvörur var kr.
41,95. Gengi samsvarandi 55%
yfirfærslugjaldi og 62% inn-
flutningsgjaldi, er gilti t. d.
fyrir nýja og þurrkaða ávexti
og heimilistæki var kr. 49,23
fyrir Bandaríkjadollar.
Þetta var hið raunveru-
lega kaupgengi samkvæmt
efnahagskerfi vinstri stjórn
arinnar. Hér var um að
ræða hvorki meira né
minna en 67% gengisfell-
ingu íslenzkrar krónu gagn
vart dollar. Þannig skildi
V-stjórnin við krónuna,
sem kommúnistar segjast
nú unna af öllu hjarta.
BROTALÖM
Á MENNINGUNNI
•T| T IÐ íslendingar þykjumst
\ vera mikil menningar-
þjóð og stöndumst
ekki reiðari en ef dregið er í
efa, að við séum það.
En þrátt fyrir þetta álit
okkar sjálfra gerast þó oft og
tíðum atburðir meðal okkar,
sem bera vott ótrúlegu menn-
ingarleysi og skrílmennsku.
Það er til dæmis staðreynd,
sem alþjóð er kunn, að stór
hópur íslendinga getur ekki
farið svo fram hjá eyðibýli
eða mannlausu húsi að brjóta
þar ekki rúður og vinna hin
ótrúlegustu skemmdarverk.
Nýjasta dæmið um íslenzka
skrílmennsku og skemmdar-
fýsn er sprenging hafmeyjar-
innar á Reykjavíkurtjörn í
loft upp á gamlárskvöld sl.
Menn hefur greint á um þetta
listaverk. En það gerir menn
oft um slík verk. Það sem einn
telur fagurt og fela í sér mikla
list, telur annar ljótt og
klunnalegt. Ekkert er eðli-
legra en að menn greini á um
listaverk eins og annað. Á því
eiga menn einnig fullan rétt
í lýðfrjálsu þjóðfélagi. En sá
hugsunarháttur, sem liggur að
baki sprengingar hafmeyjar-
innar á gamlárskvöld á rætur
sínar í ótrúlegri ómenningu.
Spellvirkjanum nægir það
ekki að hafa sína skoðun á
ákveðnu listaverki og lýsa
henni yfir. Honum finnst
hann verða að túlka hana með
sprengiefni. Það er hans að-
ferð til að tala við samfélag
sitt!
Hótanir
Það hrapallegasta af öllu
er þó það, að þegar slíkt
ódæðisverk hefur verið
unnið, skulu þeir menn
finnast, sem taka sér í
munn hótanir um að slík
skil þurfi að gera öðrum
tilteknum listaverkum!
Hvar er sú þjóð á vegi
stödd, sem elur með sér slík-
an hugsunarhátt? Er hér ekki
um að ræða háskalega brota-
löm á íslenzkri nútímamenn-
ingu?
UTAN ÚR HEIMI
Birgit Nilsson kom, sá og
sigraði í Metropolitan
— sem Isolde i óperu Wagners, og
á einni sýningunni t>urfti þrjá „Trist-
ana" til þesss að syngja á móti henni
TTIN ágæta, sænska sópran-
4 söngkona, Birgit Nilsson,
vann mikinn og eftirminni-
legan sigur, er hún kom í
fyrsta skipti fram í Metro-
politan-óperunni í New York
hinn 18. desember sl. — í hlut-
verki Isolde í óperunni Trist-
an og Isolde eftir Wagner.
★
Hinir gagnrýnu óperugestir,
sem oft þykir æði erfitt að gera
til hæfis, ætluðu bókstaflega að
tryllast af fögnuði við lok sýn-
ingarinnar — var engu líkara en
þakið ætlaði að rifna af hinni
miklu byggingu. — Menn, sem
vel eru kunnugir í þessari höfuð-1
óperu heimsins og þekkja fólkið,1
sem hana sækir, höfðu orð á því,'
að slík fagnaðarlæti hefðu ekki
heyrzt þar innanveggja síðan
Caruso gamli var og hét. Hvort
sem það er rétt eða ekki, voru
víst allir sammála um, að á síð-
ustu áratugum hefði engin söngv
ari staðzit frumraun sína á„fjöl-
um“ Metropolitan með þvílíkum
glæsibrag sem Birgit Nilson.
♦ Kölluð fram 30 sinnum
Frammistaða hennar var slík,
að hinn strangi og „formfasti“
forstjóri óperunnar Rudolf Bing,
sá sér ekki annað fært en að
Myndin er tekin milli þátta
í Metropolitan hið eftir-
minnilega kvöld, er þrjá
söngvara þurfti til að flytja
hlutverk Tristans. Á henni
sjást (frá vinstri): Birgit
Nilsson, Ramon Vinay, sem
söng Tristan í fyrsta þætti,
Karl Liebl, er söng í öðrum
þætti, og Albert Da Costa,
sem söng í síðasta þættin-
um. — Liebl er klæddur
frakka, á eftir að taka við
búningnum, sem Vinay
klæddist í fyrsta þætti og
er enn í.
brjóta þá reglu sem gildir í
Metropolitan, að söngvarar skuli
ekki „hlýða“ lófaklappi í miðri
sýningu og koma fram á sviðið
aftur. — Að sýningu lokinni varð
Bing svo að stöðva fagnaðarlæti
áheyrenda, „með harðri hendi“,
þegar klukkan átti eftir nokkrar
mínútur í 12 á miðnætti — því
að annars hefði óperan orðið að
greiða fjölda manns kaup fyrir
yfirvinnu, sem numið hefði
nokkrum þúsundum dala.
Ef þessar fjárhagsástæður
Sumir segja, að
enginn söngvari
hafi vakið slíka
hrifningu í Metro-
politan sem hin
sœnska Nilsson
síðan Caruso var
upp á sitt bezta
hefðu ekki komið til skjalanna,
hefði áheyrendaskarinn eflaust
kallað Birgit Nilson fram nokkr-
um sinnum enn, en hún hafði þá
þegar gengið þrjátíu sinnum
fram á sviðið til þess áð veita
hrifningu og þakklæti áheyrenda
viðtöku. Og daginn eftir las hún
gagnrýnina í blöðunum.
♦ „Gagnrýnin“ — eintómt lof
Varla hefir hún komizt í slæmt
skap við það, því að þar var raun
ar engin gagnrýni, heldur ein-
tómt hástemmt lof. Og eins og
hinn strangi óperuforstjóri, mr.
Bing, gerði undantekningu frá
reglunni — eins gerði hið virðu-
lega New York Times. „Gagnrýn
in“ hófst á forsíðu blaðsins með
svohljóðandi tveggja dálka fyrir-
Birgit Nilsson — eins og
náttúruhamfarir . . .
sögn: Birgit Nilson sem Isolde —
tindrandi ný stjarna á himni
Metropolitan! — en fyrirsögnin
var með sama letri og jafnstór
og á fré'ttinni um, að Eisenhower
væri kominn til Parísar á fund
hinna vestrænu leiðtoga.
— Með sinni eindæma-miklu
rödd, sem jafnframt er glans-
fögur og fádæma vel þjálfuð,
söng hin sænska Birgit Nilson
eitt af erfiðustu hlutverkum
óperubókmenntanna — og hún
gnæfði vissulega yfir allt og alla
á þessari sýningu frá byrjun til
enda, sagði gagnrýnandinn — og
hélt áfram: Isolde var hamslaus
í ofsa sínum og í þjáningum sín-
um — eins og náttúruhamfarir.
♦ Ekkert óhapp — fyrr en . . .
Uppselt hefir verið á allar sýn-
ingar á Tristan og Isolde síðan
og hrifning áheyrenda ávallt hin
sama. Ekkert óhapp kom fyrir —
fyrr en á mánudaginn fyrir
rúmri viku. Þá lá við borð að af-
lýsa yrði sýningu á síðustu
stundu. Allt var uppselt, stæði
jafnt sem sæti, eins og vanalega
— og það er auðvitað allt annað
en gaman að þurfa að aflýsa sýn-
ingu, þegar svo stendur á. — En
útlitið var allt annað en gott
lengi dags. Svo er mál með vexti,
að við Metropolitan eru aðeins
þrír tenórsöngvarar, sem geta
sungið hluvterk Tristans í óper-
unni — og nú gerðist það, að
Ramon Vinay, sem fara skyldi
með hlutverkið að þessu sinni, til
kynnti snemma dags, að hann
væri svo lasinn, að hann treysti
sér ekki til að syngja um kvöld-
ið. —
Frh á bls 19.