Morgunblaðið - 06.01.1960, Page 13

Morgunblaðið - 06.01.1960, Page 13
Miðvikudagur G. jan. 1960 MORCUlSTtLAÐIÐ 13 gerðar, sem hindri að hinn forni geitastofn deyi út. Hrossarækt Hrossum fer stöðugt fækkandi hér á landi. Samkvæmt hag- skýrslum var tala hrossa 1958 31.023 og hafði hrossum fækkað um 2 þús. frá 1957. Má því ætla, að hrossafjöldi sé 1959 ekki yfir 30 þús., en það er að meðaltali tæplega 5 hross á hvern bónda í landinu. Á fyrstu áratugum þessarar aldar var hrossaeign landsmanna þannig, að 1 hross var á móti hverjum tveim íbúum landsins. Nú er 1 hross á um það bil 6 landsmanna. Útflutningur var á árinu nokk- uð á 4. hundrað hrossa, aðallega til Þýzkalands, Austurríkis og Sviss og 35 hross voru send til Kanada, en það er fyrsta send- ingin vestur um haf. Engin folöld voru send út að þessu sinni. — Hrossaræktarráðunauturinn tel- ur, að talsvert meira hefði mátt selja út af hrossum, ef lög um útfiutning hrossa torvelduðu ekki þá verzlun. Myndarlegt fjórðungsmót var haldið á Sauðárkróki fyrir Norð- lendingafjórðung. Ferðaskrif- stofa ríkisins stofnaði til ferða- laga á hestum inn í óbyggðir. Páll Sigurðsson leigir hesta til útreiða í sambandi við hótelrekstur sinn í Varmahlíð. Tamningastöðvum hefur fjölg- að á árinu. Fyrsti vísir að þeirri starfsemi varð til á Hvanneyri 1951 fyrir forgöngu Gunnars Bjarnasonar kennara. Nú eru tamningastöðvar á bændaskólun um báðum, ein á Akureyri, tvær í Skagafirði og ein á Hvamms- tanga. í undirbúningi eru tamn- ingastöðvar á vegum hestamanna- félaga á Egilsstöðum, á Völlum, á Blönduósi, í Borgarfirði, á Sel- fossi og á Hellu á Rangárvöllum. Búnaðarfélag íslands vinnur nú að því, að ráðinn verði sérstak- ur sérmenntaður reiðskólakenn- ari, er aðstoði tamningastöðv- arnar og kenni á námskeiðum hestamanna víðs vegar um land. Á meginlandinu er að myndast félagskerfi um íslenzka hestinn og m. a. gefið út um hann sér- stakt tímarit í Þýzkalandi og Austurríki. Markaður virðist þar nógur, einkum fyrir vel tamda hesta og verðið hækkandi. Tilraunir í búfjárrækt Þær eru framkvæmdar á veg- um Tilraunaráðs búfjárræktar og Atvinnudeildar háskólans. Fjalia þær aðallega um beit nautgripa á ræktuðu landi, uppeldi naut- gripa til slátrunar, fitun lamba á ræktuðu landi, inngjöf hor- móna í því skyni að gera ær fleir- lambdar, meltingarrannsóknir á töðu o. fl. Flestar þessar tilraun- ir eru framkvæmdar á Laugar- dælum og Hesti. Framhaldsskólar í sveitum Skólar eru vel sóttir, eins og á undanförnum árum. Hér skal að nokkru gefið yfirlit um það. — Taflan hér á eftir sýnir fjölda nemenda í sveitaskólum haustin 1958 og 1959: 1958 1959 Bændask. á Hvanneyri 60 62 Þar af í Framh.deild 8 5 Bændaskólinn á Hólum 34 30 Garðyrkjuskólinn í Hveragerði 11 15 Húsmæðrakennarask. 10 9 Menntask. á Laugarvatni 94 76 Iþróttakennaraskólinn 10 12 Samvinnusk. í Bifröst 67 70 1 héraðsskólunum alls 801 814 1 húsmæðrask. í sveit 234 240 Búnaðarháskóli Frá því að fyrsti vísir til bún- aðarháskóla hér á landi var stofnaður fyrir atbeina Bjarna Ásgeirssonar árið 1947 á Hvann- eyri hefur nám við hann stöð- ugt verið í framþróun. í fyrsta lagi hefur námstíminn á Hvann- eyri lengst nokkuð. í öðru hefur kennsla batnað og rannsóknar og kennslutæki aukizt. í þriðja lagi hafa kröfur um undirbúning vax- ið til muna. Þessi framþróun má á engan hátt stöðvast. Kennslan þarf enn að batna, kennslutæki fjölga, skólatiminn að lengjast. Vafa- laust verður þess ekki langt að bíða, að námið verði lengt i 3 ár. Framhaldsdeildin á Hvanneyri hefur, miðað við vorið 1959, út- skrifað 44 búfræðikandídata. Þeir skiptast þannig eftir starfi: Ráðunautar 21, bændur 12, við áframhaldandi nám 3, við ýmis störf, flestir leiðbeinendur við landbúnað (tilraunamenn, kenn- arar o. fl.) 7 og 1 er dáinn. Verk- efnin hafa verið nóg. Um margt hefur verið deilt í starfi Framhaldsdeildarinnar, og ber ekki að lasta það. Um undir- búningsmenntun, lengd náms- tíma, staðarval og margt fleira geta að sjálfsögðu ávallt verið skiptar skoðanir. Engum mun vera það hugleiknara en okkur, Eftir fundinn var gestunum boð- ið í eins dags ferð um Suðurland. Landbúnaðarháskóli Norðmanna 100 ára 1 fyrri hluta septembermánað- ar 1959 héldu Norðmenn hátíð- legt 100 ára afmæli búnaðarhá- skóla síns í Ási. Var það gert með miklum myndarbrag. Fulltrúum var boðið til hátíðarinnar frá æðstu menntastofnunum land- búnaðarins í Danmörku, Finn- landi, Islandi og Svíþjóð. Mikill fjöldi var þar og viðstaddur af leiðandi landbúnaðarmönnum Noregs. Hin mikla þátttaka í há- tíðarhöldunum, ávörp, blaðaskrif og gjafir sýndi allt mætavel, hversu djúpstæðar rætur norski landbúnaðarháskólinn á. með norsku þjóðinni. í fagurri sveit, tilrauna er á mörgum sviðum takmarkað hér. Við verðum þvi í fjölmörgum greinum að byggja upp eigin tilraunastarfsemi. Slíkt kostar að vísu mikið fé og hóp af sérmenntuðum mönnum, en hvort tveggja þarf að vaxa í ná- inni framtíð. Tilraunir í jarðrækt hófust um síðustu aldamót. Nú starfa hér fjórar sérstakar tilraunastöðvar, en auk þess eru gerðar jarðrækt- artilraunir á bændaskólunum og víðar. Yfirumsjón þessara til- rauna er í höndum tilraunaráðs jarðræktar. Tilraunir í búfjárrækt hófust með fóðurtilraunum Ingimundar Guðmundssonar á Hvanneyri 1912—1913. Siðar gerði Þórir Guðmundsson kennari á Hvann- eyri merkilegar fóðrunartilraun- sem störfum við Framhaldsdeild- ina, að námið fari vel úr hendi og að hinir íslenzku búfræði- kandídatar verði ekki lakar bún- ir undir lífsstarfið en hinir, sem sækja námið til annarra landa. Hvernig þetta tekst hverju sinni, verða aðrir um að dæma. I febrúar 1959 skipaði mennta- málaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, nefnd til þess „að semja frum- varp til laga um stofnun Búnað- arháskóla á Hvanneyri“. Er nefndin um þessar mundir að skila af sér störfum. Menntun bændaefna Það er og að sjálfsögðu mikið nauðsynjamál, að bændaskólarn- ir fylgist með tímanum og hagi námi sínu ávallt á þann veg, að það komi að sem mestu gagni fyrir bændaefnin. Núverandi landbúnaðarráðherra, Ingólfur Jónsson, hefur nýlega (í desem- ber sl.) skrifað skólastjórum bændaskólanna og lagt fyrir þá að taka til ýtarlegrar athugun- ar námstilhögun við skólana og hverra breytinga sé þörf í því efni. Mun ráðherrann hafa áhuga fyrir því að fræðsla um land- búnað verði tekin til yfirvegun- ar á breiðum grundvelli og breyt- ingar gerðar þar á eftir því sem henta þykir. Er þessi áhugi ráð- herrans á menntun bændaefna, þeim sem að kennslu og menntun bændaefni standa, mikið fagnað- arefni. Fundur bændasamtaka Norðurlanda (NBC) Bændasamtök Norðurlanda héldu aðalfund sinn hér á landi að þessu sinni undir forsæti Sveins Tryggvasonar framkv.stj. Stóð hann í tvo daga (5. og 6. ágúst). Var hann mjög fjölmenn- ur. Hinir erlendu gestir voru 72 að tölu, en allmargir íslendingar voru einnig boðnir til fundarins. Sláttutætii þar sem vítt er til veggja og móðurmoldin er gjöful hefur há- skólinn vaxið og dafnað, eins og bezt verður á kosið. í uppfræðslu og rannsóknum á sviði landbún- aðarins er hann leiðandi kraftur. Og norska þjóðin öll metur starf hans að verðleikum. Margar helztu rannsóknar- stofnanir landbúnaðarins hafa að- setur í Ási á landi háskólans öll- um aðilum til hagsbóta. Land- rými er þarna mikið fyrir bygg- ingar og fyrir tilraunir. Stækk- un háskólans virðast nær þvi engin takmörk sett af þeim á- stæðum. Hvorki höfuðborgin eða aðrar borgir munu vaxa um- hverfis háskóiann og króa hann inni, eins og átt hefur stað um danska landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Fyrr á árum voru uppi um það raddir í Nor- egi, að flytja búnaðarháskólann til höfuðborgarinnar. Nú er ekki minnzt á slíka hluti. Hins vegar deila Danir nú um það, hvort ekki sé réttmætt að flytja hinn 100 ára gamla búnaðarháskóla þeirra út í sveit. Tilraunaverkefni Á ýmsum sviðum getum við að sjálfsögðu notfært okkur rann- sóknir annarra þjóða á sviði landbúnaðarins. Það gerum við á margvíslegan hátt. Ungir menn sækja búnaðarnám til ýmissa landa. Landbúnaðarmenn okkar ferðast til útlanda, heimsækja vísindastofnanir og taka þátt í mótum og búfræðifundum. Er- lend tímarit og bækur flytja okkur heim fróðleik og rannsókn- arniðurstöður. Á þennan hátt reynum við að fylgjast með því helzta, sem erlendis gerist á þessu sviði. Hins vegar er landbúnaður okkar svo sérstæður á margan hátt vegna veðurfars, jarðvegs og búskaparlags, að gildi erlendra ir. Nú eru þær aðallega í hönd- um Tilraunaráðs búfjárræktar og hafa verið framkvæmdar á Hesti, Laugardælum og á bænda- skólunum. Tilraunir með verkfærum eru í höndum Verkfæranefndar ríkis- ins og eru aðallega framkvæmd- ar á Hvanneyri. Ný verkfæri eru reynd svo og mismunandi vinnu- brögð við bústörf. Atvinnudeild háskólans hefur með höndum ýmiss konar rann- sóknarstarfsemi. 1 þessum rannsóknarstörfum er fólginn ágætur og ómissandi vísir. En okkur er brýn þörf á því að gera betur. Tilraunastöðv- arnar vantar rannsóknartæki til þess að geta efnagreint jarðveg, áburð og uppskeru. Þær vantar tilfinnanlega fleiri sérfróða til- raunamenn. í búfjárrækt þarf að setja upp sérstök tilraunabú eða láta bændaskólabúin og fleiri opinber bú taka að sér þetta hlut- verk. Verkfæratilraunirnar vant- ar tilfinnanlega húsnæði og fleiri tilraunamenn. Búnaðarsambönd- in þurfa að taka á starfsskrá sína dreifðar tilraunir hjá bændum. Verkefnin blasa við, hvert sem litið er. Örfá þeirra skulu nefnd. Kynbætur jurta eru á algerðu frumstigi hér á landi. Okkur er það jafn mikil nauðsyn að kyn- bæta túngrös og smára eins og nautgripi og sauðfé. Kynbættir stofnar mundu gefa af sér meiri, betri og árvissari uppskeru en við eigum nú að venjast. Þannig er þetta meðal annarra þjóða. Framræsla lands hefur sama og ekkert verið rannsökuð hér á landi og áhrif hennar á uppsker- una. Það vantar mikið á það, að við vitum, hversu djúpt eða þétt á að grafa skurði. Líkt má segja um áveitur, sem að vísu hafa minni þýðingu hér á landi eftir því sem túnrækt vex. Aðferðir við jarðvinnslu eru margvíslegar, en það vantar saitk anburð á því, hverjar eru bezt- ar, t. d. hvort betra er að plægja og herfa eða tæta landið, hversu djúpt á að vinna jarðveginn o. s. frv. — Sandakstur á mýrarjörð er svo til óþekkt ræktunaraðferð hér á landi. Sums staðar erlendis þykir það borga sig að aka þykku lagi af sandi eða leir í mýramar um leið og þær eru unnar og breytt í tún. Þetta er að sjálfsögðu auk- inn kostnaður við ræktunina. En ef svo skyldi reynast, að mýrar- túnin gæfu við þetta meiri upp- skeru, kalhætta minnkaði og tað- an yrði betri, þá væri hugsan- legt að þetta svaraði kostnaði og að réttara væri að hafa tún- aukann þeim mun minni hverju sinni. Melar og sandar hafa fram á síðustu ár verið taldir miklu verri ræktunarlönd en mýrarn- ar. Mörg dæmi mætti þó nefna um það, að þessar jarðvegsteg- undir reynast ágætar til rækt- unar. Samanburðartilraunir vant ar þó um þetta, t.d. um fram- ræsluþörf, áburðarnotkun og kal hættu. Áhrif vökvunar á grassprettu þarf að athuga hér á landi. Vatn er eitt nauðsynlegasta efni fyrir jurtirnar og verkar á næringar- starfsemi þeirra á margan hátt. í þurrkavorum mundi vökvun vafalaust auka grasvöxtinn. En rannsaka þarf, hvort það svarar kostnaði. Efnamagn í regnvatni hefur nær því ekki verið rannsakað hér á landi. Erlendar efnagreiningar sýna, að regnvatn ber til jarðar mikið af margvíslegum efnum, sem eru jurtum gagn’eg. Rannsóknir með þurrkun heys og geymslu eru mjög á frumstigi hér. Sama er að segja um efna- innihald í búfjáráburði og geymslu hans, gerlagróður jarð- vegsins, áhrif ánamaðks á jarð- veg og gróatar o. s. frv. Á sama hátt mætti nefna marg- vísleg verkefni um meðferð bú- fjár og vinnutækni. Þá vil ég í þessu sambandi ekki láta undir höfuð leggjast að nefna færslu búreikninga. Gildi þeirra er aðallega tvíþætt. Þeir geta á margan hátt leiðbeint bóndanum. um það, á hvern hátt hagkvæm- ast er að haga búrekstrinum. Og í öðru lagi eru þeir eina trygga undirstaðan fyrir hagfræðilega útreikninga viðvíkjandi landbún- aðinum. Búreikningaskrifstofa ríkisins þyrfti að hafa minnst 2—3 ráðunauta, er ferðuðust með al bænda, leiðbeindu þeim við færslu búreikninga og gerðu reikninga upp, en skrifstofaa ynni svo úr þeim hagfræðilegar niðurstöður. Þeir 20—30 búreikn- ingar, sem skrifstofan fær nú árlega, er alltof lítill efniviður til þeirra hluta. Þeim verður að fjölga. Hér hefur aðeins verið drepið á fátt eitt af því, sem liggur fyr- ir að rannsaka. Landbúnaðar- fræði er í raun og veru einn þátt ur náttúruvísinda. Og þar er jafn an svo málum háttað, að þegar einni spurningu héfur verið svar- að, þá vakna upp aðrar nýjar til úrlausnar. Fyrir fjöldann af bændum landsins hefur árið 1959 verið sæmilega gott ár. Hagfræðilegar niðurstöður um búskapinn liggja að sjálfsögðu engar fyrir. Yið vonum og óskum, að gleðilegt og gott ár sé framundan. Hætt við fækkun í Bandarík jaher WASHINGTON, 4. jan. (Reuter) — Góðar heimildir hér herma, að hætt hafi verið við að fækka í her Bandaríkjanna í Evrópu. Væri þetta árangur þess, að Eisenhow- er forseti hefði skorizt í leikinn i deilu Herters utanríkisráðherra og Roberts Andersons fjármála- i ráðherra um þetta mál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.