Morgunblaðið - 07.01.1960, Qupperneq 2
2
M O TT GTJ IKTiT4 Ð1Ð
FimmfucTagur 7. Jan. 1960
ÁI fakon ungsh jón
Skrautklœddir riddarar, forinjur og
tröll við Hlégarð í Mosfellssveit
1 GÆRKVÖLDI fór fram mikil
álfabrenna á íþróttavelli Aftur.
eldingar við Hlégarð í Mosfells-
sveit.
Hófst hátíðin með því að 10
riddarar þeystu inn á svæðið í
litklæðum með hjálma á höfði og
báru blys. I sama mund var há-
tíðin sett af Ásbirni Sigurjóns-
syni á Álafossi. í kjölfar ridd-
aranna komu álfakonungshjónin
þau Ólafur Magnússon og Gerður
Lárusdóttir með hirðfólki sínu.
Gekk hópurinn syngjandi inn á
■væðið og bar hver blys í hendi.
Þá elti konungsfólkið allskonar
■ðskotalýður m. a. púkar, forynj-
ur og útilegumenn. Mátti í þeirra
hópi kenna nafntogaðar persón-
ur svo sem Skugga-Svein og Ket-
il skræk.
Brenna og fjöldasöngur
1 þann mund er söfnuður þessi
var allur kominn inn á svæðið
var kveikt hin mikla brenna.
Upphófst um leið mikil skothríð
af flugskeytum og flugeldum.
Meðan á þessu stóð sungu álfa-
konungshjón og fylgdarlið þeirra
allskonar álfasöngva en mann-
fjöldinn tók undir fullum hálsi.
Húsdýr
„Konungshjónin" höfðu tekið
með sér til hátíðarinnar nokkuð
af uppáhalds húsdýrum sínum,
svo sem hrút einn mikinn, er
bar bjöllu í öðru horninu, enn-
fremur föngulegan geithafur og
dinglaði alls kyns skraut í horn-
um hans og síðast en ekki sízt
einn ferlegan tarf, sem talinn er
jafnoki Þorgeirsbola að allri vall-
arsýn.
Til gamans má geta þess að
allir hestarnir í riddaraliðirtu
vöru með „sfefhuljðs“ þ.e. litlum
Ijósaperum hafði verið komið
fyrir í beizlishöfuðleðrum þeirra.
★ Fjöldi fólks.
Álfabrennan stóð í klukku-
stund óg sótti hana gífurlegur
fjöldi fólks og var bílamergðin
með eindæmum mikil. öllum er
þyggja vildu var veitt súpa og
var hún afgreidd úr öllum dyrum
Hlégarðs. Var þetta vinsælt mjög.
Að síðustu var svo dansað í
Hlégarði fram á nótt.
Agreiningur um her-
stöðvar á Kýpur
14 Sandgerðisbat-
ar á vetrarvcrtíð
SANDGERÐI, 6, jan. — 14 bátar
verða gerðir út frá Sandgerði í
vetur, 5 gerðir út af Guðmundi
Jónssyni, 6 af hf. Miðnes, einn af
hf. Arnar og 2 af hf. Hrönn.
Nicosia, 6. janúar. —
MACARIOS, forseti Kýpur, og
dr. Kutchuk, varaforseti, skutu á
skyndifundi í dag til að ræða
þau ýmsu vandamál, sem enn
enu óleyst í sambandi við her-
stöðvar Breta á eyjunni. Ætlun-
in er að leiða öll þau mál til
lykta áður en Kýpur fær sjálf-
stæði hinn 19. febrúar n.k.
• Málin rædd í London
Samkvæmt samningum um
framtíð eyjarinnar fá Bretar að
halda tveimur flug- og herstöðv-
um þar framvegis. En Breta og
leiðtoga Kýpurbua greinir á um
margt í sambandi við endanlega
samninga og munu þeir Macar-
ios og Dr. Kutchuk hafa þegið
boð um að koma til London í
þessum mánuði til þess að ræða
málin enn frekar, og þar munu
fulltrúar grísku og tyrknesku
stjórnarinnar einnig mæta.
f'NAIShnútor / S V 50 hnufar K Snjókoma > 06 i V Siúrír Þrumur 'Ws KuUasM ^ HiUsfti/
H HaS
L LagS
6.1.1960 ki ÍT\ '000 1010
-»-i----r rr?----' . V' T t
va tv > l0P‘\ / o v •
SÁZ .v i íi
Hvað gerir hœðin yfir
Bretlandseyjum ?
ALLAN daginn í gær var suð-
læg átt hér á landi og rigning
á Suður- og Vesturlandi. Sést
á kortinu hvernig regnbeltið
teygðist suður í haf frá Is-
landi. En eins og vindum var
háttað í gær (vindurinn blæs
því sem næst samhliða þrýsti.
línum), gat það ekki hreyfzt
úr stað. Sunnanáttin, sem var
hér í gær, var komin langt
sunnan úr hafi, frá Azoreyj
um, og fylgdu henni því hlý-
indi, svo að snjó leysti ört í
lágsveitum. Hlýjast var á Loft
sölum, 8 stig, en kl. 14 var
kaldast í Möðrudal, rétt um
frostmark.
Hæðin yfir Bretlandseyjum
þokaðist í gær heldur norður
á bóginn og ef hún heldur
því áfram, lofar það okkur
vorveðri næstu dægur.
Veðurhorfur kl. 22:
Suð-Vesturland til Vest-
fjarða og suð-vesturmið til
Vestfjarðarmiða: Sunnan
kaldi eða stinningskaldi, rign.
ing. Norðurland og norður-
mið: Sunnan kaldi, rigning
vestan til. Norð-Austurland og
Austfirðir og norð-austurmið:
Sunnan kaldi, skýjað. Suð-
Austurland, Austfjarðarmið
og suðausturmið: Sunnan
kaldi, rigning.
Makorias, studdur af grísku
stjórninni, er m. a. þeirrar skoð-
unar, að Kýpurbúar eigi að búa
á því svæði, sem Bretum verður
fengið til umráða. Bretar vilja
hins vegar mjög gjarnan fá
vinnuafl á Kýpur og að verka-
fólkið búi við herstöðvarnar. Þá
er deilt um vatnsveitur, sam-
göngur almennt og aðbúnað, rad-
arstöðvar og aðflutningshafnir
hersins.
Bretar hafa minnkað við sig
landsvæði undir herstöðvarnar
niður í 120 fermílur, höfðu áður
150, en Macarios og hans menn
vilja helzt minnka herstöðvasvæð
ið niður í 36 fermílur.
★
En þrátt fyrir ágreininginn eru
Bretar þó ánáegðir yfir því, að
grískir og tyrkneskir á Kýpur
standa nú saman, sem einn mað-
ur. Telja Bretar þetta góðs vitni
vegrta íhöndfarandi kosninga 10.
febrúar.
— Rafnkell
Framh. af bls. 1.
ar og fleiri menn úr verstöðvun-
um þar syðra á fjöru.
Veður var þungbúið, strekk-
ingur af sunnan, þokuloft. —
Allmikið brim var við hina stór-
grýttu strönd Suðurnesja. —
Ýmislegt smávegis fannst þá rek-
ið, sem reyndist vera úr hinu
týnda skipi. En sums staðar er
allmikið brak á fjörunum. — Er
það úr bátnum Þórkötlu, sem
strandaði í haust og sökk við
Grindavík. Skipverjar á bátum
Guðmundar útgerðarmanns á
Rafnkellsstöðum fóru ekki í róð-
ur í gær, heldur voru allan dag-
inn á fjörum.
Almennt var ekki rætt ýtar-
lega um hinn hörmulega atburð
manna á meðal í Sandgerði. —
Sennilegast þykir, að brotsjór
hafi fært hann á kaf á svip-
stundu. Ymsir töldu slysstaðinn
mundu vera þar nálægt, sem
vitaskipið Hermóður fórst í
fyrra. Aðrir töldu ýmislegt
benda til þess, að hann hafi verið
kominn nær Sandgerði, er ólagið
sökkti bátnum.
Öllum ber saman um, að á
Rafnkeli hafi verið úrvals-áhöfn,
þaulvanir sjósóknarar, sem þekkt
hafi vel til allra aðstæðna á þess
um slóðum. Geta má þess, að
skipstjórinn, Garðar Guðmunds-
son frá Rafnkelsstöðum, var bú-
inn að vera formaður á bátum
föður síns, Guðmundar útgerðar-
manns. fjölda ára.
Skipsmenn hann höfðu allir
reynslu að baki á sjónum. Fjórir
þeirra voru úr Sandgerði, skip-
stjórinn úr Garðinum, og stýri-
maður bátsins hafði verið á
nokkrum vetrarvertíðum í Sand-
gerði
FYRIR áramótin voru sett
upp ný umferðarmerki við
nokkrar götur sem mikil
umferð er um en ekki hafa
aðalbrautarréttindi. — Við
merki þessi eiga bílar er að
þeim koma skilyrðislaust að
nema staðar. Margir hafa
gerzt brotlegir og fá 100 kr.
sekt fyrir fyrsta brot en
hærri við ítrekað brot. Eru
ökumenn áminntir um að
hlýða boði þessara nýju
merkja.
Minningarfundir
roskinna stúdenta
ALLMÖRG imdanfarin ár hefir
Elliheimilið Grund boðið 50 ára
stúdentum og eldri í Reykjavík
og nágrenni í svokallað „rosk-
inna stúdénta kaffi“ — einu
sinni á vetri. — Venjulega hefir
röskur helmingur þeirra þegið
boðið — stundum fleiri og dvalið
um 2 eða 3 stundir við að rifja
upp fornar skólaminningar.
1 þetta sinn verður þessi
„minningafundur" eða „stúdenta
kaffi“ á Elliheimilinu fimmtu-
daginn 7. janúar n.k. kl. 3 síð-
degis í hátíðasal heimilisins eins
og undanfarið.
Stúdentar frá 1909, sem ekki
hefir verið boðið fyrri, sökum
„æsku þeirra" eru jafn velkomn-
ir nú og þeir eldri, sem oft hafa
komið.
Boðsbréf verða ekki send hverj
um einstökum í þetta sinn. Þau
hafa stundum verið oflengi á leíð
inni, og það vakið óánægju.
Hlutaðeigendur, sem þetta
lesa, eru vinsaunlega beðnir að
skoða það sem persónulegt heim-
boð til sín — og sérstaklega er
því treyst að gamlir gestir fyrri
funda hvetji hina, sem „náð hafa
fullum aldri“, til að líta inn á
fund gamalla skólabræðra.
Kl. 3 síðd. núna í dag ætlum
vér að finnast. — Minnist þess.
Sigurbjörn Á. Gíslason
Vændiskonur í
Kóreu krúnurakaðar
SEOUL, Suður-Kóreu, 6. janúar.
(Reuter): — Bandarísku hernað-
aryfirvöldin hér tilkynntu að
tveir liðþjálfar, sem sl. laugar-
dag krúnurökuðu tvær ,,ástands“
dömur, hafi aðeins farið eftir fyr-
irskipunum.
I tilkynningunni er sagt að
McHenry kapteinn hafi gefið
þessar fyrirskipanir til að bægja
kóreönskum konum frá því að
skera göt í girðingar, laumast inn
í fangabúðirnar og breiða út kyn.
sjúkdóma.
Konurnar tvær höfðu skriðið
gegnum gat í girðingu umhverf-
is herbúðir, farið inn í herskála
og vakið tvo hermenn. Annar
hermannanna hafði tafarlaust
farið með konumar á varðstöð-
Curinar Salómons-
son látinn
AKRANESI, 6. jan. — Gunnar
Salómonsson, sýningarmaður,
lézt hér í sjúkrahúsinu sl. sunnu-
dag. Var hann fluttur hingað
mikið veikur frá Ytri-Skelja-
brekku í Andakíl, en þar býr
Guðrún systir hans.
Gunnar fór utan 1936 og tók
að sýna aflraunir og hefir haldið
því nær óslitið síðan. Hefir hann
sýnt m.a. a.m.k. fjórum sinnum
hér á Akranesi. Gunnar var 52
ára er hann lézt og átti hann 7
börn. Eftirlifandi kona hans er
Elín Þórarinsdóttir Árnasonar
prests á Stóra-Hrauni.
Kveðjuathöfn um hinn látna
fór fram í morgun hér í kirkj-
unni, en Gunnar verður jarðsett-
ur að Helgafelli í Helgafellssveit.
— Oddur.
Krús jeff boðinn
til Indlands
— Moskvu, 6. janúar.
KRÚSJEFF hefur verið boðið að
koma við í Indlandi á leið sinni
til Indonesíu í næsta mánuði.
Sagðist Krúsjeff í dag vænta
þess að geta þegið boðið.
ina, en þar var hárið rakað af
höfðum þeirra og síðan voru þær
afhentar kóreönskum lögregl-
unni, sem yfirheyrði þær laus-
lega, en sleppti þeim síðan án.
kæru. Talsmaður lögreglunnar
sagði: „Þær hafa fengið næga
ráðningu". Blöð í Seoul birtu
myndir af konunum og var mikið
skrifað um málið. Eitt dagblaðið
birti teiknimynd af tveim dát-
um sem voru að raka konu, en
undir myndinni stóð: Nýárs-af-
greiðsla-nýj asta hárgreiðslutízk-
an.
Vændi var bannað með lögum
í Kóreu 1948, en það bann nær
ekki til viðskipta við erlenda her-
menn. Kóreanska lögreglan telur
að a. m. k. 3000 vændiskonur hafi
viðskipti við bandaríska herinn.
Margir hermenn eru sagðir í föst
um reikningi hjá stúlkunum og
greiða skuld sína mánaðarlega.
Hagsmunir
SAS í hœttu
- KAUPMANNAHÖFN, 6. jan.:
Einkaskeyti til Mbl. — Ekstra
bladet lætur aS því liggja í
dag, að Norðurlöndin þrjú
setji innflutningsbann á
þýzka bíla til stuðnings við
SAS og til að leggja áherzlu
á einbeitta afstöðu varðandi
J viðræður um loftferðasamn-
inga V.-Þýzkalands og Norð-
urlandanna þriggja, sem
standa að SAS. — V.-Þýzka-
stjómin heldur því fram, að
tekjur SAS í Þýzkalandi nemi
um 65 millj. marka á ári, en
Lufthansa hafi ekki nema 4
millj. marka tekjur á Norður-
löndum árlega. Er það því
ætlun Bonn-stjórnarinnar að
takmarka flutninga SAS til og
frá Þýzkalandi svo að Luft-
hansa beri meira úr bítum á
heimamarkaðinum. Segir
Ekstrablaðið að Norðurlöndin
eigi ekki um annað að velja
en draga úr innflutningi iðn-
Ívarnings frá V-Þýzkalandi til
að mótmæla áformum Bonn-
stjómarinnar.