Morgunblaðið - 07.01.1960, Síða 10
10
MORCUiyBlAÐlfí
Fimmtudagur 7. Jan. 1960
TJtg.: H.f. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Öla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristínsson
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið
SJÚKLINGUR
VINSTRI stjórnin skildi
við íslenzku krónuna
eins og fáveikan
sjúkling, sem þó var reynt að
dylja þess, hversu háan sótt-
hita hann hefði. Þessi við-
leitni vinstri stjórnarinnar
birtist í því, að þrátt fyrir
stórfellda gengislækkun með
ráðstöfunum hennar í efna-
hagsmálum var krónan skráð
á allt öðru gengi en hinu
raunverulega. Var á þetta
bent hér í blaðinu í gær, þar
sem sýnt var fram á, að op-
inbert kaupgengi hins ís-
lenzka gjaldmiðils var ekki í
neinu samræmi við hið raun-
verulega gengi hans. Þannig
var t. d. gengi samsvarandi
55% yfirfærslugjaldi og 62%
innflutningsgjaldi, er gilti m.
a. fyrir nýja og þurrkaða
ávexti og heimilistæki krónur
49,23 fyrir dollar.
Gengið var þannig mjög
mismunandi eftir því, hvaða
vörur þjóðin var að kaupa frá
útlöndum.
Margskonar sölugengi
En sölugengi íslenzkrar
krónu var einnig mjög mis-
munandi. Þannig var t. d.
gengi samsvarandi meðal út-
flutningsuppbótum á Norður-
landssíldarafurðir kr. 29,12
fyrir dollarinn, gengi sam-
svarandi meðalútflutningsupp
bótum á afurðir togaraflotans
kr. 29,43, gengi samsvarandi
I reðalútflutningsuppbótum á
afurðir bátaflotans framleidd-
um fyrir 14. maí 1959 kr. 31,01,
gengi samsvarandi meðalút-
flutningsuppbótum á afurð-
um bátaflotans framleiddum
eftir 14. maí kr. 33,77 og loks
gengi samsvarandi meðal út-
flutningsuppbótum á smáýsu,
sem verkuð er í salt eða skreið
eftir 14. maí 1959 kr. 40,82
fyrir Bandaríkjadollar.
Engum viti bornum og
hugsandi manni getur þess
vegna dulizt, að samkvæmt
efnahagskerfi vinstri
stjórnarinnar hafi gengi
íslenzkrar krónu verið fellt
stórkostlega. Vinstri stjórn-
in valdi hins vegar þann
kostinn að halda hinu opin-
bera og skráða gengi krón-
unnar óbreyttu. En það
breytti ekki þeirri stað-
reynd, að með efnahags-
ráðstöfunum sínum fram-
kvæmdi stjórnin raunveru-
lega og stórfellda gengis-
fellingu.
GLÆPASTEFNA
HÉR Á LANDI sem ann-
ars staðar fordæmir
fólk hatursherferðina
gegn Gyðingum í Þýzkalandi
og víðar. Kommúnistar hafa
aftur á móti glaðst yfir því
sumir hverjir að fá nú hent-
ugt tækifæri til að sverta
vestur-þýzka Sambandslýð-
veldið og Bonn-stjórnina.
Samt vita þeir, að í Þýzka-
landi er aðeins að verki lítill
hópur nazistaseggja, sem hlot-
ið hafa fyrirlitningu almenn-
ingsálitsins í Vestur-Þýzka-
landi og öðrum vestrænum
lýðr æðisríkj um.
Almennt fordæmt
Erlendir fréttamenn í Vest-
ur-Þýzkalandi benda á, að
athyglisverðast sé í sambandi
við hatursherferðina gegn
Gyðingum þar í landi, hversu
almenna fordæmingu þetta
athæfi hefur hlotið, og ráða-
menn í Þýzkalandi hafa ekki
látið sitt eftir liggja að for-
dæma þessar ofsóknir, enda
eru sumir þeirrár skoðunar,
að þær eigi rót að rekja til
„alþýðulýðveldisins“ þýzka
og séu þær hafnar í því skyni
einu að sverta sambandslýð-
veldið.
Fylgislaus öfgafiídckur
Kommúnistar hafa reynt að
bera Gyðingaofsóknirnar nú
saman við valdabrölt Hitlers
í kringum 1930. Þetta er á
engan hátt sambærilegt. Þá
voru nazistar allstór flokkur
í Ríkisdeginum, áttu öflugan
blaðakost og höfðu tögl og
hagldir á ýmsum sviðum
þjóðlífsins. Ríkisflokkurinn
þýzki, sem er nýnazistaflokk-
ur, er eini löglegi öfgaflokk-
urinn til hægri í þýzkum
stjórnmálum. Hann er eins
konar klofningsflokkur og
hefur aldrei fengið meira en
1% í almennum kosningum.
Flokkurinn hefur aldrei feng-
ið fulltrúa kosinn á þing. —
Allir góðir íslendingar
fordæma Gyðingaofsóknir
og önnur tákn um nazisma.
Nazisminn hefur sýnt og
sannað, að hann er hrylli-
leg glæpastefna. En því
megum við ekki gleyma, að
hann er önnur greinin á
stofni öfga og haturs. —
Hin er eins og allir vita
hinn alþjóðlegi kommún-
ismL
Carovelle eignast slórnn „bróður“
— HVAÐ — hefir hún enga
hreyfla? varð bandarískum flug-
vélaverkfræðingi að orði, þegar
hann í fyrsta skipti Sá eina af
hinum frönsku Caravelle-farþega
þotum, sem mörg hinna stærri
flugfélaga hafa nú tekið í notk-
un og þykja einhverjir þægileg-
ustu farkostir loftsins.
—o—
Bandaríkjamaðurinn sá enga
og mun geta flogið yfir Atlants-
haf án viðkomu.
Bretar vænta mikils af þessari
nýju þotu, t.d. hyggst félagið
BOAC taka hana í notkun á öll-
um hinum lengri flugleiðum. —
BOAC stefnir að því að endur-
nýja flugflota sinn með eintóm-
um þotum — og verða fyrst alllra
flugfélaga í heiminum til þess að
nota þotur á öllum flugleiðum
Þannig mun hin nýja, enska farþegaþota V. C. 10 líta út —
og vissulega svipar henni allmjög til Caravelle.
hreyfla á vængjunum, þar sem
þeir oftast eru, og hafði ekki
veitt því athygli, að hreyflarnir
sátu sinn hvorum megin á búkn-
um aftur undir stéli. — Þeir eru
ósköp fyrirferðarlitlir og láta lít-
ið yfir sér — og þegar Bandaríkja
manninum var bent á þá, sagði
hann: — Nei — það gæti enginn
fengið mig til þess að stíga upp
í þessa flugvél. Hún getur ekki
flogið!
—o—
En Caravelle gat flogið og
meira en það, því að hún hefir
reynzt ágætlega, sem fyrr segir.
— Og nú hafa Bretar tekið upp
fyrirkomulag Frakkanna á hreyfl
unum — að hafa þá á aftanverð-
um búknum. Hin nýja, langfleyga
þota Vickers-verksmiðjanna, sem
nefnist V.C. 10, verður býsna lík
Caravelle, nema hvað hún verður
allmiklu stærri. — Hún verður
búin fjórum þrýstiloftshreyflum,
tveim hvorum megin á búknum,
sínum. Félagið hefir þegar keypt
15 bandarískar þotur af gerð-
inni Boeing 707, og það hefir
pantað 35 af hinum nýju V.C. 10,
sem eiga að vera tilbúnar til
afgreiðslu árið 1963.
Gyðinga-
ofsóknir
*)Á JÓLANÓTT voru einkenn- (
Nismerki nazista og ókvæðisorð /
jum Gyðinga máluð á guðshús/
Hþeirra í Köln í Þýzkalandi, og ,
>sjást ummerkin að nokkru hér j
(á myndinni. Fljótlega komsts
/upp, hverjir valdir voru að(
/óþokkabragði þessu. Reyndust/
jþað vera tveir ungir félagar í/
jþýzka ríkisflokknum, að nafni/
, Arnold Strunk og Paul Schön-
[en. — Síðan þetta gerðist hef-
/ir þessi ófögnuður breiðzt útC
)um þýzkaland — og víða um
)heim. Og allsstaðar eru aðfar-/
)irnar hinar sömu — ókvæðis-
iOg svívirðingarorð um Gyð-
(inga eru máluð eða krotuð áj
/húsveggi, ásamt vígorðum ogC
)merkjum þýzku nazistanna. —/
)Einkum hafa samkundiuhús/
\Gyðinga og minnismerki ver-)
\ið svívirt með þessum hætti)
>— og kunnir Gyðingar í ýms-
/um löndum hafa fengið nafn-(
'laus hótunarbréf.
„Faraldur“ þessi hefir vak-(
ið áhyggjur og viðbjóð al-/
mennings og stjórnarvalda um
heim allan, en ekki er enn)
ljóst, að hve miklu leyti hérj
er um að ræða strákapör ung-
linga — og að hve miklu leytií
skipulagða óhróðursherferð,/
eða „alþjóðlegt samsæri“, eins/
og dómsmálaráðherra ísraels)
hefir talað um.
Eitt tonn af tiski
Leit að snjómanni
AUCKLAND á Nýja Sjálandi
Sir Edmund Hillary sem
fyrstur sigraði Mount Everest
upplýsti í dag að hann væri að
undirbúa nýjan leiðangur til
Himalaya-fjalla sem á að hefjast
í september nk. Fyrstu vikuna
verður varið til að leita að „snjó-
manninum ægilega", eða apateg-
undum, sem kunna að leynast í
fjalllendinu og eru en e. t. v. und
irrót sagnanna um snjómanninn.
á mínútu
Valið eftir stærð
SAMKVÆMT fréttum frá
Dublin, hefur írskur verkfræð
ingur, Patrick J. Sharkey,
smíðað smáhljóðbylgju-sendi-
tækl, sem haft getur stórkost-
lega þýðingu fyrir hafrann-
sóknir og fiskveiðar.
Tækið, sem byggt er á sama
hátt og senditæki rússnesku
„spútnik“anna, er það smá-
gert, að festa má það á bak-
ugga fisksins, en þaðan sendir
það hljóðmerki tvisvar á sek-
úndu, hvort sem fiskurinn er
í fersku vatni eða söltu. Hljóð-
bylgjur þessar á að vera unnt
að heyra með þar til gerðu
tæki í 30 sjómílna fjarlægð.
Senditæki þetta nefnir Shar-
key „Fishnik“. Sá galli er þó
á tækinu, að enn sem komið
er getur það aðeins haldið
áfram sendingum í átta daga,
en uppfinningamaðurinn ætl-
ar sér að „virkja“ hreyfingar
fisksins í sjónum. Takist það,
ætti Fishnik að endast jafn-
lengi og fiskurinn sem ber
það.
Þá hefur einnig frétzt frá
Hamborg að rafeindarann-
sóknarfyrirtæki þar í borg
hafi reynt nýtt veiðarfæri i
Atlantshafinu. Hér er um að
ræða öfluga dælu, sem sogar
upp fisk, sem deyfður hefur
verið með rafeindum. Segir í
fréttinni, að ekki hafi einungis
heppnazt að veiða eitt tonn af
fiski á einni mínútu, heldur
einnig að velja fiskinn eftir
stærð. Eftir að fiskiskipið hef-
ur fundið fiskitorfu, með að-
stoð fisksjár, er rafpól sökkt
niður og deyfir hann fiskinn.
Með því að hafa réttan straum
styrkleika, er unnt að sjá svo
um að aðeins stærri fiskurinn
lendi í dælunni, en ungviðin
syndi burt.