Alþýðublaðið - 08.11.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.11.1929, Blaðsíða 2
e AfcP'ÝÐUBfcABIÐ F. U. J. Félag ungra jafnaðarmanna var stofnaÖ fyrir réttum tveim árum, 8. nóvember 1927. Stofnfélagar voru um 40. Síðan hefir félaga- talan fimmfaldast, er nú um 200. Auk pess hafa félög ungra jafn- aðarmanna verið stofnuð á ýms- um stöðum utan Reykjavikur, og i vor mynduðu pau eitt alis- herjarsamband fyrir landið alt, S. U. J. Félagatala pess er nú um 450. Pessi 2 ár hefir F. U. J. haldið yfir 30 fundi. Hafa félagsmenn rætt þar um skipulag starfsem- innar og önnur félags- og menn- ingar-mál af hinum mesta áhuga, tamið sér ræðuhöld, rökvísi og prúðmensku í orðasennum. Á mörgum fundum hafa og verið fluttir fyrirlestrar um verklýðs- samtök, jafnaðarstefnuna og fjöl- mörg önntxr efni og þau síðan rædd af félagsmönnum. Öðruro félögum hefir og verið boðið til umræðufunda. Starfsemi ungra jafnaðarmanna er afar-mikilsverður þáttur í sam- takakerfi íslenzkrar alþýðu. Hún undirbýr æskulýðinn til fram- haldsstarfs í stétta- og stjóm- mála-félögum alþýðunnar. Eftir margra ára baráttu er nú ioks komið svo, að allir menn og konur, sem orðin eru 21 árs að aldri, hafa rétt til að kjósa við kosningar í málefnum sveita- og bæja-stjórna. Næsta skrefið hlýtur að verða stigið bráðlega: að veita unga fólkinu einnig rétt til að kjósa við kosningar til alþingis. Réttindum fylgja skyldur. Kosn- ingaréttinum fylgir sú skylda að skapa sér sjálfstæða skoðun á þjóðfélagsmálum, að meta rétt stefnur og málavexti alla. Enginn ungur maður, sem vill sjá og skilja, getur verið íhalds- eða kyrstöðu-maður. Ungir menn sækja fram. Þeir vilja ryðja úr vegi öllu því, er heftir framsókn mannkynsins, gömlum og úrelt- um kreddum, sérréttindum og aðstöðumismun. Þeir vilja gera lífið fegurra og auðugra, þjóðina vitrari og betur mannaða, lífs- kjörin bjartari en nú er. Ungir menn vilja ekki, að þurfamenn séu fluttir sveitar- flutningi og börn slitin frá mæðr- um; þeir vilja ekki afnám eða takmörkun kosningaréttar fátæk- linga eða sparnaö barna- og al- þýóu-fræðslu; þeir vilja engin þrælalög eða ríkislögreglu; þeir vilja ekki hlaða tollum á nauð- synjar almennings til þess að hlífa auðmönnum við réttlátum sköttum; þeir vilja fá tækifæri til að vaxa, þroskast og neyta krafta sinna, en ekki vera rétt- lausir launaþrælar; þeir vilja ekki láta meta sig til jafns við „kol, salt, húsavið og aðrar nauðsynj- ar atvinnufyrirtækjanna“. Þeir vilja vera frjálsir menn í frjálsu landi. Afnám sveltarflutninga. Bœjarstjérn Reykjavikar skorar á alþlngi að nema úr lðgnm heimild til fátækratlutninga. Á bæjarstjómarfundinumj í gær sagði Ólafur Friðriksson átakan- lega sögu um sveitarflutninga héðan úr Reykjavík, sem ekki er langt síðan að framkvæmdir voru. Fátækur verkamaður, sem dáinn er fyrir hálfu öðru ári, vann baki brotnu fyrir börnunum sínum meðan honum var það unt heilsunnar vegna, og var hann hinn mesti dugnaðarmaður. Svo veiktist hann og varð að liggja lengi í sjúkrahúsi þangað til hann andaðist. Svo virðist, sem honum hefði verið það ærinn harmur að verða þannig að hverfa burtu frá konu sinni og börnum og bíða dauða síns. En samt sem áður leyfði þjóðfélagið honum ekki að deyja óáreittum. Áður en hann 'dó var búið að sííta börn þeirra hjónanna frá móðurinni, sem var myndarkona og mjög vel trúandi fyrir upp- eldi þeirra. Hún fékk ekki að halda þeim hjá sér, heldur voru þau flútt sveitarflutningi langt pustur á land og þar var þeim komið fyrir hjá ókunnugu fólki. Sú ánægja, að fá að hafa þau hjá sér, var vægðarlaust tekin af henni og sjúklingurinn, maður- inn hennar, fékk ekki að deyja í friði. Svo mikið þótti liggja á sveitarflutningi bama hans, að hann fékk ekki að gefa upp önd- F. U. J. er ungt. Það er á réttri leið; það sækir fram. Og ungu mennirnir og stúlkumar sækja jafnt og þétt/um upptöku i félagið- Alþýðublaðið óskar F. U. J. til heilla. Slíkt hið sama gerir íslenzk alþýða. Hún væntir mik- ils af félagsskap æskulýðsins. Það er skylda hans að láta þær vonir rætast. Maffnúsi Kjaran oefnar 1000 krónnrnar. Á næstsíðasta bæjarstjórnar- fundi var felt með jöfnum at- kvæðum að gefa Magnúsi Kjaran 1000 kr. ur bæjarsjóði, er hann fengi með þvi móti, að bærinn hafnaði forkaupsrétti, sem hann (hefir á Þvottamýrarbletti XIII, fyr- Ár 2000 kr., en leyfði Magnúsi að selja þetta erfðafestuland fyrir 3000 kr. Jafnframt var þá felt, einnig með jöfnum atkvæðum, að fcla fasteignanefndinni að athuga málið nánar. Lá það síðan í salti þangað til í gær. Þá var málið tekið fyrir á ný. Haraldur Quðmundsson flutti svo hljóðandi tillögu: „Bæjarstjómin samþykkir að neyta kauprétteu ó erfðaíestu- landinu Þvottamýrarbletti XIII ina áður en heimilinu hans var sundrað. Ólafur brýndi það fyrir bæj- arfulltrúunum, hve slík aðferð er frámunalega ómannúðleg. Guð- rún Jónasson tók undir það, að fátækraflutningar séu svartur blettur á löggjöfinni, en æskileg- ast sé, að landið verði gert að einu fátækrahéraði. Hallgrímur Benediktsson kvaðst og vera á því máli, að sveitarflutningar væm vandræðaúrræði. Haraldur Guðmundsson kvað gleðilegt að heyra þessar undir- tektir Guðrúnar og Hallgríms. Kvaðst hann vona, að það væri ekki að eins þau ein af- meiri hlutanum í bæjarstjóminni, sem fyndu og viðurkendu, að sveit- arflutningarnir eru óhæfa. Flutti hann síðan þessa tillögu: „Bæjarstjórnin skorar á alþingi að afnema þegar á næsta þingi þau ákvæði fátækralaganna, er veita heimild til að flytja þurfa- menn sveitarflutningi." Tillagan var samþykt með öll- um greiddum atkvæðum. Þrír greiddu ekki atkvæði: Pétur Hall- dórsson, Jón Ásbjörnsson og Theódór Lindal. — Þetta er gleðileg samþykt og til heiðurs bæjarstjóminni. Væntanlega tekur alþingi á- skorunina fullkomlega til greina. fyrir samningsbundið verð.“‘ Haraldur benti á, að bæjarfé- lagið á að njóta verðhækkunar erfðafestulanda að frádregnum ræktunarkostnaði. Fyrir því bæri bæjarfélaginu þessar þúsund kr. að frá dregnu verði girðing- arinnar, og hann gæti fengið það sfé á þann hátt, að bæjarstjórnin neytti kaupréttarins, og gæti hún þá, ef hún vildi, selt þeim manni erfðafesturéttinn aftur, sem ætl- aði nú að kaupa hann af Kjaran, fyrir sama verð og hann vildi greiða honum fyrir hann. Ef Kjaran neitaði að selja bæjarfé- laginu erfðafestulandið á þessum grundvelli, þá yrði að fá úrskurð dómstólanna um, hvort kaup- réttur bæjarfélagsins er ekki skil- yrðislaus. Þar með fengist skorið úr öllum sams konar málum og • slíkan úrskurð sé bæjarfélaginu nauðsynlegt að fá, ef réttur þess sé véfengdur. Þórður Sveinsson lagði til, að tillögu Haralds væri vísað til fasteignanefndar til athugunar og málinu þar með frestað. Jafn- framt tók hann undir það, að ófært sé að erfðafestujarðir lendi í braski. Haraldur félst á uppá- stungu Þórðar um frestun máls- ins, svo að fasteignanefnd at- hugaði það að nýju. Hins vegar lagði Knútur til og Jón Ásbjörnsson með honurn, að bæjarstjórnin hafnaði forkaups- réttinum og leyfði söluna. Var nú gengið til atkvæða. Frestunartillaga Þ. Sv. var fyrst feld með jöfnum atkvæðum, 7 gegn 7. Jafnaðarmenn, Þ. Sv. og Th. Líndal greiddu atkvæði með henni, hinir á móti, nema Kjaran varð að sitja hjá þessum atkvæðagreiðslum. Ágúst Jósefs- son var þá farinn af fundi vegna lasleika. Tillaga Haralds var síðan feld með 8 atkv. gegn 6. Með henni greiddu atkv. jafnað- armennirnir og Þ. Sv. Hinir á móti. Að síðustu var tillaga Knúts samþykt með 8 ihaldsat- kvæðum, gegn atkv. jafnaðar- manna og Þ. Sv. Þar með gaf borgarstjóri og 7 íhaldsfélagar hans Magnúsi Kjar- an 1000 kr. af bæjarins fé. Vmnukonustarfið. Af tilefni „Vísis"-greinanna um vinnukonurnar vildi ég biðja AI- þýðublaðið fyrir eftirfarandi sögukorn, sem eiga að sýna, að sökin er ekki alt af hjá vinnukon- unum, þótt sumum gangi illa að: ■fá þær í vistir: Stúlka nokkur réðist í vist fyrir skömmu. Heimilið var efnaheim- ili. Fyrsta daginn, sem stúlkan var i vistinni, var elduð kjöt- súpa. Þegar búið var að bera á borð miðdegismatinn kvartar hús- móðlrin um, að þröngt sé við borðið og segir við stúlkuna, að hún geti beðið þar til fjölskyld- an sé búin að borða. Stúlkac lætur þetta gott heita og fer fram í eldhús. Að máltíð lokinni kem- ur húsfreyja fram i eldhúsið og segir, að nú hafi illa tekist til, hún hafi ekki varað sig á þvi, aö fleira væri fólkið; kjötið sé búið. Fer hún síðan inn í búr- skáp og tekur fram disk með saltfiskstöppu og segir við stúlk- una, að hún geti borðað þetta í dag. Stúlkan sagðí ekkert, en gerði stöppunni lítil skrl. Næsta: dag var á borðum saltfiskurí þröngt var enn við borðið, en svo mikið gekk af, að stúlkan fékk nógan mat. Þriðja daginn voru soðinar kjötbollur og end- urtók sig þá sagan frá fyrsta deginum; stúlkan fékk ekkert Sagði hún þá upp vistinni og fór. Á öðru heimili, sem var reglu- legt auðborgaraheimili, fengu stúlkurnar aldrei mat fyr en eftir að fjölskyldan hafði borðað. Kæmi það fyrir, að húsbóndinn kæmi seint heim á kvöldin, borð- aði húsmóðirin með krökkunum, en sagði stúlkunum að láta mat- inn standa á borðinu þar til hús- bóndinn kæmi heim. Kæmi hann þá mjög seint heim, sem stundum kom fyrir, urðu þær að hátta matarlausar. Á þessu heimili var það enn fremur alið upp i krökk- unum að lita niður á vinnufólk- ið og sýna því lítilsvirðingu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.