Morgunblaðið - 21.01.1960, Side 1

Morgunblaðið - 21.01.1960, Side 1
20 siour Ofsaveöur á Norðursjd ÓSLÓ, London og Haag, 20. jan. —• (Reuter-NTB) — OFSAVEÐUR hefur geisað í dag á Norðursjó og raunar víðast hvar við strendur V- Evrópu. Mörg skip hafa til- kynnt að þau væru í hættu stödd og beðið um aðstoð — og í kvöld var Ijóst, að óveð- ur þetta hafði krafizt a. m. k. sjö mannslífa. — Mikil snjó- koma er víða og samgöngur mcira og minna tepptar af þeim sökum — og loks brotnuðu skörð í flóðgarða á allmörgum stöðum í Hol- landi, en bráðabirgðaaðgerð tókst að framkvæma í tæka tíð. — • " farast Síðdegis í dag hvolfdi holl- enzka strandferðaskipinu Ber- muda skammt undan ströndinni. Sást til skipsins alllöngu eftir að því hvolfdi, en þegar björgunar- bátar komu á staðinn, var hvergi maður sjáanlegur — og er talið að áhöfnin, fimm manns, hafi öll farizt. Einnig þykir fullvíst, að hjón hafi farizt með litlum belgiskum bát, er sökk seint í dag uppi undir landsteinum. Umhveifis jörð- ino á 51 klst. SAN FRANCISCO. — Nú er hægt að komast í kringum jörðina á rúmum tveimum sól arhringum með því að ferðast( þó aðeins með áætlunarferð-| um farþegaflugvéla. Núnai einn daginn sté bandaríski' milljónamæringurinn Milton1 Reynolds út úr flugvél í San Francisco eftir slíkt ferðalag,, og tók ferðin 51 klukkustund, og 22 sekúndur. — Að sjálf-i sögðu ferðaðist hann í hinum nýju þotum, sem ryðja sér.nú® mjög til rúms á áætlunarleið- um. • Þýzkt skip í hættu. Þýzkt mótorskip tilkynnti í morgun, að það væri í nauðum statt skammt suður af Líðandis- nesi, syðsta odda Noregs. Hafa björgunarskip leitað að því í allan dag, en ekki fundið það á þeim slóðum, sem upp var gefið, en sambandslaust hefir verið við skipið síðan það gaf staðar- ákvörðun sína í morgun. Seint í kvöld sást rauðmálað olíufat á reki skammt frá fyrrgreindum stað, og var talið, að það kynni að vera úr hinu þýzka skipi. Leit verður haldið áfram. Ekki er enn kunnugt, hve margir menn voru á skipinu. • Fleiri í hættu Hollenzkt skip, 7.250 lestir að stærð, strandaði við eyju undan Hollandsströndum. Skipshöfnin er 25 manns, og auk þess er kona eins skipverja um borð. Björg- unarbátar eru á varðbergi í Framh. á bls. 19. HÉR sést hvar íslenzki fán- inn er dreginn að hún i fyrsta sinni á hinu nýja flaggskipi íslenzku land- helgisgæzlunnar, Óðni. — Skipið leggur af stað heim á leið n.k. laugardag. Sjá nánar á bls. 3. Óííklegt að nautaberklar séu í gripum á Hólum Greinargerð yfirdýralœknis og berkla- ytirlœknis MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi greinargerð frá yf- irdýralækni og berklayfirlækni vegna fréttar um berklaveiki í kúm á Hólum. Við lestur þessarar greinargerðar kemur í ljós, að ofdjúpt hefur verið tekið i ár- inni, þegar talað hefur verið um berklafár í gripum á Hólum. Greinargerðin er svohljóðandi: Jákvæð svörun 1 aprílmánuði sl. birtu blöð og útvarp greinargerð frá berkla- yfirlækni og yfirdýralækni um berklarannsóknir að Hólum í Hjaltadal, sem þar höfðu verið framkvæmdar og náðu jafnt til heimilisfólks sem nautgripa á staðnum. Tilefni rannsóknanna var það, að í janúarmánuði sl. veiktizt starfsstúlka að Hólum og um svipað leyti einnig einn nemandi, er þar hafði dvalizt. Var talið, að þau hefðu orðið fyrir berklasmitun, en bæði veiktust þau upp úr mislingum, Þau fóru á Kristneshæli til lækn- inga, en eru nú bæði farin af hælinu og að því er virðist við góða heilsu. Ekkert var hægt að fullyrða um, hvar þau höfðu orð Larsen og Petrosjan eislir BEVERWIJK (Hollandi) — Á alþjóðlegu skákmóti, sem haldið hefir verið hér undanfarið og lauk sl. sunnudag, urðu efstir í stórmeistaraflokknum þeir Bent Larsen og Petrosjan með 614 vinning hvor. f síðustu umferð vann Rússinn Larsen, sem þá þeg ar hafði tryggt sér þennan vinn- ingsfjölda með því að vinna Donner á laugardaginn. — Þriðji í röðinni varð júgóslavinn Alex- ander Matanovic, sem fyrir sið- ustu umferð hafði einnig mögu- leika á að komast í efsta sætið. ið fyrir þessari smitun, þar sem stutt var um liðið, frá þvi þau komu á skólasetrið, þegar þau veiktust, en meðgöngutími sjúk- dómsins er hins vegar langur. Þá höfðu og nokkur ungmenni að Hólum haft væga jákvæða svörun við berklapróf í apríl, en fyrr um veturinn annaðhvort enga eða mjög vafasama. Engin sjúkdómseinkenni komu í ljós hjá þessu fólki, og enginn berkla veikur maður fannst við rann- sóknina. Vart nautaberklar I tilefni af þessari smitun og berklasýkingu og samkvæmt ósk héraðslæknisins á Hofsósi, Guð- mundar H. Þórðarsonar, var enn fremur gert berklapróf á öllum nautgripum skólabúsins að Hól- um. Við þetta próf svöruðu 12 gripir jákvætt af 66, sem voru á búinu. Hin jákvæðu svör voru þó eigi eins greinileg og vænta mátti, ef um nautaberkla væri að ræða, en nautaberklar hafa aldrei fundizt hér á landi, svo að vitað Framh. á bls. 19. Bretar í örðugri aðstöðu Vilja fá vopnahlé í „þorskastríðinu" NORSKA blaðið Aftenposten birtir þær fregnir frá Lund- únafréttaritara sínum, að Bretar vilji nú óðfúsir fá ein- hverja átyllu til að gera vopnahlé við íslendinga í stríðinu um fiskveiðiland- helgina. Ástæðan til þess að Bretar vilja komast að bráðabirgðasam- komulagi telur Björn A. Bostrup fréttaritari Aftenpostens, vera þá, að þeir sjá fram á það, að verða í mjög örðugri aðstöðu á Genfarráðstefnunni, sem hefst 17. marz. nk., ef „þorskastríðið“ heldur áfram. Sé augljóst, að það styrki ekki aðstöðu Breta á slíkri alþjóðaráðstefnu, ef þeir halda áfram að beita smáríki eins og Island vopnavaidi. Þá getur Aftenposten þess, að orðrómur sé um það, að Banda- ríkin og Kanada vilji stuðla að því að koma á vopnahléi milli Breta og íslendinga og segir blaðið, að það gæti orðið liður í slíku vopnahléi, að tryggðar verði aðgerðir til verndar fiski- stofninum. Alþingi kvalt saman 28. janúar FORSETI íslands hefur, að til- lögu forsætisráðherra, kvatt Al- þingi til framhaldsfunda fimmtu daginn 28. janúar, kl. 13.30. Sovéleldflaug á Kyrrahafi! WASHINGTON, 20. jan. — (NTB-AFP) — GRUNUR leikur á, að Rússar hafi þegar skot- ið einni af „Kyrrahafs- eldflaugum“ sínum, seg- ir í tilkynningu frá höf- uðstöðvum Bandaríkja- hers í Washington í kvöld. — Borizt hafa fregnir af því, að fund- izt hafi hluti af sovézkri eldflaug á hafinu fyrir vestan Hawaii. Varnarmálaráðuneytið tilkynnti, að það væri að athuga óstaðfestar til kynningar, sem því hefðu borizt um þetta, en hlutur sá, sem hér er um að ræða, er sagður hafa fallið í sjóinn á svæði því, er sovétstjórn in tiltók, þegar hún til- kynnti væntanlegar til- raunir sínar með lang- drægar eldflaugar á dög unum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.