Morgunblaðið - 21.01.1960, Side 2
2
MORCUNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 21. jan. 1960
Stjórnarkjör í Dagsbrún fer
fram um næstu helgi
Fjölsóttur Dags-
brúnarfundur í
fyrrakvöld
SL. ÞRIÐJUDAGSKVÖLD var
haldinn fundur í Verkamanna-
félaginu Dagsbrún. Var þetta
mjög fjölmennur fundur og urðu
þar miklar og harðar umræður.
Var til fundarins efnt í tilefni
stjórnarkosninga í félaginu um
næstu helgi.
Framsögu fyrir lista kommún-
ista í Dagsbrún hafði ritari fé-
lagsins, Eðvarð Sigurðsson. Var
nú allur annar tónn í ræðu hans
heldur en þegar hann talaði á
Dagsbrúnarfundum í tíð vinstri
stjórnarinnar. Þá heyrðist ekki
talað um kjör verkamanna né
kjarabaráttu. Þá héldu kommún-
istar um stjórnarvölinn og allir
urðu að sýna umburðarlyndi. Nú
kvað við nokkuð annan tón. En
aðalinnihald ræðu Eðvarðs var
þó að segja mönnum allar helztu
gróusögurnar, sem um bæinn
ganga þessa dagana um efnahags
ráðstafanir ríkisstjómarinnar.
Framsögu af hálfu B-listans,
sem er listi lýðræðissinna í Dags-
brún, hafði Jón Hjálmarsson.
Kom Jón víða við í ræðu sinni.
Hann ræddi nokkuð þátt Lúðvíks
Jósefssonar í kjaradeilunni 1958,
þegar hann gaf yfirlýsingu um
að atvinnurekendum skyldi heim
ilt að hækka verðlag tilsvarandi
við hið hækkaða kaup. Jón tal-
aði um þau vandræði, sem nú
steðja að í efnahagsmálum þjóð-
arinnar og taldi óhjákvæmilegt
að efnahagskerfið yrði endur-
skoðað frá grunni. Þá ræddi Jón
og félagsmál Dagsbrúnar og
minntist sérstaklega á innheimtu
mál þess, en þau hafa verið í
megnasta ólestri nú um langt
skeið.
Jóhann Sigurðsson talaði einn-
ig af hálfu B-listans. Jóhann
kvað kommúnista kvarta sáran
undan því að minnzt væri á
vinstri stjómina, þegar efnahags-
málin í dag væru rædd. Þetta
er óhjákvæmilegt, sagði Jóhann,
við erum I dag að berjast við
arfinn frá þeirri stjórn. Hún
skildi þannig við að allt var á
heljarþröm — og hvernig á þá
að vera mögulegt að minnast
ekki á hana. Hann ræddi nokkuð
hinn breytta tón í ræðu Eðvarðs.
í september 1956 sagði Þjóðvilj-
inn, að launþegar hefðu fallið frá
6 stiga vísitöluhækkun gegn því
að verðhækkanirkæmuekkifram.
Launþegar voru sviknir um þetta
því eins og öllum er ' kunnugt
urðu þá geysimiklar verðhækk-
anir. Nú á ekkert að gefa eftir
enda kommúnistar ekki í ríkis-
stjórn landsins. Gengislækkun
var framkvæmd í tíð vinstri
stjórnarnnar, en var þá nefnd
verðstöðvun. Nú var en af gróu-
sögum Eðvarðs sú að lækka ætti
gengið um 130—135%. í tíð
vinstri stjórnarinnar voru lagðir
1200 millj. kr. nýir skattar á
þjóðina. Nú boðaði Eðvarð stór-
kostlegar nýjar skattaálögur og
sitthvað fleira. Sannleikurinn er
hins vegar sá að Eðvarð hefur
ekki hugmynd um það sem hann
er að tala um. Hann stóð hér á
fundi í janúar 1959 og sagði okk-
ur að afrek vinstri stjórnar-
innar: vísitölufölsun, kaupbind-
ing, skattaálögur og gengislækk-
un væru kjarabætur. Hann stóð
þá með arfinn frá vinstri' stjórn-
inni í höndunum og var að reyna
að gera gott úr öllu. Honum var
ekki trúað þá og honum verður
heldur ekki trúað nú. Einar Ol-
geirsson, form. Alþýðubandalags
ins sagði í Þjóðviljanum um síð-
ustu áramót að kjör launþega
hefðu heldur versnað síðan 1947.
Ég spyr þá: á hvaða grundvelli
hefur kjarabarátta okkar verið
rekin undanfarin ár ef svo er
Jóhann Sigurðsson.
komið? Og í öðru lagi: hvers
vegna kippti stjórn hinna vinn-
andi stétta þessu ekki í lag?
Manni skildist þegar vinstri
stjórnin tók við stjómartaumun-
um, að nú myndi allri kjarabar-
áttu lokið. Hinar vinnandi stéttir
áttu sína fulltrúa í öllum ráð-
herrastólum, þessu yrði komið
á rétta leið. Reyndin varð öll
önnur, því miður. Og svo er það
hámark niðurlægingarinnar: verð
bólgan hrakti þessa stjórn frá
völdum. Um gróusögur Eðvarðs
sagði Jóhann, að þær myndu
sanna sig í tímans fyllingu. En
við höfum fyrir okkur orð for-
sætisráðherra við síðustu ára-
mót, er hann sagði að allt yrði
gert sem mögulegt væri til þess
að þær ráðstafanir, sem gerðar
yrðu kæmu sem léttast niður á
launþegum.
Aðrir sem tóku til máls voru
Tryggvi Gunnlaugsson, Pétur
Lárusson, Halldór Briem, Pétur
Hraunfjörff, Árni Ágústsson, Guff
mundur J. Guðmundsson, Hannes
Stephensen og Gunnar Erlends-
son.
Fundurinn samþykkti eftirfar-
andi tillögu: „Fjölmennur fundur
í Verkamannafélaginu Dagsbrún,
haldinn 19. janúar 1960, álítur
að kaup verkamanna sé það lágt
miðað við verðlag að það þoli
enga skerðingu.
Fundurinn varar þess vegna
alvarlega við öllum þeim ráðstöf-
unum í efnahagsmálunum, sem
miða að því að rýra kjör verka-
manna.“
Afli Akranesbáfa
AKRANESI. 20. janúar — Afli
bátanna hér í gær var samtals
82 lestir. Aflahæstir voru Asbjörn
með 9,6 lestir og Sveinn Guð-
mundsson með 9 lestir. Margir
bátar eru á sjó í dag, en þó ekki
allir. — Oddur
Hraðskákmót og bridge
keppni Heimdallar
Trépinnum hnuplað
NÝLEGA var brotizt inn í
geymsluskúr frá heildverzlun
Magnúsar Kjarans við Grensás-
veg 16. Var þar stolið ýmsum
vörum, svo sem tekökudufti, 2—3
kössum af bóndósum, tjörupappa
O. fl.
Eftir að búið var að brjóta
skúrinn upp, munu krakkar hafa
komizt í hann og haft á brott
með sér heilmikið af trépinnum,
sem notaðir eru I ís. Þarna var
um mörg þúsund stykki af tré-
pinnum að ræða og munu þeir
nú vera talsvert dreifðir meðal
barnanna í nálægu hverfi. Ættu
foreldrar, sem verða varir við
pinna þessa í fórum barna sinna,
að sjá um að þeipi verði skilað
og láta börnin gefa rannsóknar-
lögreglunni upplýsingar.
Heitt vatn
— en borað dýpra
STÓRI borinn er nú kominn nið-
ur á 1000 m dýpi í holu við Sig-
tún í Reykjavík, en þangað var
hann fluttur úr Mosfellssveitinni
eftir áramótin, til að dýpka 750
m djúpa holu, sem áður hafði
verið boruð þarna.
Á þessu dýpi kom nokkuð heitt
vatn, eða 5 1. á sek., en það þótti
svo lítið að æðinni var lokað og
haldið áfram að bora dýpra. Fá-
ist þarna meira vatn, þegar dýpra
er komið, má bæta vatninu úr
fyrrnefndri æð þar við. Haldið
verður áfram að bora þarna allt
niður í 2000 m, ef ekki fæst góð
æð fyrr.
Töpuðu 5-18
bjóðum uf línum
ÍSAFIRÐI, 20. jan. — f vetur eru
gerðir út héðan frá ísafirði 9 línu
bátar, og voru þeir allir á sjó í
gær. Höfðu bátarnir flestir lagt
línu sína í álnum og á Grunnhal-
anum. Fengu bátarnir versta
veður á sjónum, og urðu þeir
flestir að yfirgefa línuna og töp-
uðu þá frá 5 og upp 118 bjóðum
af línu. Fengu margir bátanna
smááföll, gluggar brotnuðu í stýr
ishúsi og skjólborð, en enginn bát
ur skemmdist alvarlega. Land-
lega er hjá öllum í dag og versta
veður. Einmuna tíð var fyrri-
partinn af janúar og gæftir góð-
ar. Hefir aflinn yfirleitt verið
góður, frá 5 og upp í 15 tonn í
róðri og talsvert ýsuborið. — J.
HEIMDALLUR, FUS efnir tU
hraffskákmóts yrir félagsmenn
sína n.k. sunnudag, 24. janúar.
Öllum Heimdelllngum er aff sjálf
sögffu heimil þátttaka í mótinu.
Vegleg verðlaun verffa veitt
þeim, sem fer meff sigur af hólmi
í mótinu.
Væntanlegir þátttakendur til-
kynni skrifstofu félagsins í Val-
höU viff Suðurgötu þátttöku
sína á eftirtöldum tímum: í dag,
fimmtudag kl. 3—7, föstudag kl.
kl. 3—7 og laugardag kl. 2—4.
Sími skrifstofunnar er 17102.
Þá hefst tvímenningskeppni í
Bridge á vegum Heimdallar n.k.
mánudagskvöld, 25. janúar.
Stendur keppnin yfir þrjú næstu
mánudagskvöld, 25. janúar, 1.
febrúar og 8. febrúar. Þeir, sem
hæstir verða eftir þessi þrjú
kvöld, hljóta góð verfflaun.
Væntanlegir þátttakendur tU-
kynni skrifstofu félagsins í Val-
höll við Suffurgötu þátttöku sína
á eftirtöldum tímum: í dag,
fimmtudag kl. 3—7, föstudag kL
3—7 og laugardag kl. 2—4. Sími
skrifstofunnar er 17102.
Súlskinsblettur
HAFLIÐI Stefánsson, vélstjóri
á Akranesi, vann nýlega 250
þús. kr. í Happdrætti Háskóla
Islands. Fréttamaður blaðsins
á Akranesi átti í því tilefni
stutt viðtal við hann á heim-
ili hans á Vesturgötu 154 á
Akranesi.
Hafliði er 53 ára gamall,
ættaður úr Flóanum, en fædd-
ur á ÓlaSsfirði. Kona hans er
Anna Sigríður Guðmunds-
dóttir. ættuð úr Fljótum, og
eiga þau 7 uppkomin börn.
Hann hefur verið vélstjóri á
Akranesbátum í 25 ár, en
vinnur nú í Sementsverksmiðj
unni.
Eftir að fréttamaðurinn
hafði óskað Hafliða til ham-
ingju með þetta happ, spurði
hann hvernig honum hefði
orðið við.
— Ég varð alveg undrandi
— gat varla trúað því, þegar
vinur minn einn kom og sagði
mér að góður vinningur hefði
fallið á nr. 6426.
— Þú stendur í byggingum?
— Já, húsið er fullbúið að
innan, en eftir að ganga frá
því að utan?
— Og heilsufarið — hjá þér
og dótturinni?
— Hún er nýkomin heim
Sandgerðisbátar
afla vel.
SANDGERÐI, 20. jan. — 15 bátar
voru á sjó í gær og fengu 110
lestir. Víðir II var hæstur með
13,1 lest, Helga með 10,8 og Mun-
inn með 9 lestir. Allir Sandgerðis
bátar eru á sjó í dag. — Axel.
í gipsi frá Snorra Hallgríms-
syni, eftir að hafa gengið und-
ir fimmta uppskurðinn vegna
lömunar, sem hún hlaut á
öðru ári af völdum lömunar-
veiki. Hvað sjálfum mér við-
víkur, þá sprakk meginn í mér
einn góðan veðurdag og tók
Halldór Hansen hann nær all-
an úr mér. Margar hryðjur
gerir á sæ, enda þurfti meira
en meðalmaga til að þola
gamla bitakassafæðið. Það er
reginmunur á, eins og nú
tíðkast að hafa lærða kokka
um borð og fá heitar máltíð-
ir.
Fréttamaðurinn þakkaði,
endurtók hamingjuóskir sínar
og kvaddi.
Z*' NA /5 hnúiar ¥: Snjókoma \7 Skúrir ///ýfogn- KuUasbi H Hcti
y/ SV50hnútar * Úti K Þrumur Wy/tvaH Hiiaskil L LagS
KLUKKAN 11 í gær var lægð
um 300 km SV af Reykjanesi.
Olli hún A- og SA-átt hér á
landi og nokkurri snjókomu
um suðvestanvert landið. Á
veðurskipinu Alfa var N-rok,
eins og á kortinu má sjá.
Önnur mjög kröpp lægð var
á landamærum Danmerkur
og Þýzkalands og olli miklu
norðanveðri á Norðursjó. Enn
var hæð yfir Grænlandi.
Veffurhorfur kl. 22: SV-
land til Breiðafjarðar, SV-
mið til Breiðafjarðarmiða:
Allhvass austan, snjókoma,
léttir víða til í dag.
Vestfirðir og Vestfjarða-
mið: NA-stinningskaldi, sums
staðar snjókoma.
Norðurland og Norðurmið:
A- og SA-kaldi, víða snjó-
koma.
Norðausturland, Austfirðir,
NA-mið og Austfjarðamið:
Hæg austlæg átt, úrkomulítið.
Suðausturland, SA-mið: A-
stinningskaldi, snjókoma vest
antil.