Morgunblaðið - 21.01.1960, Side 3
Fimmtudagur 21. jan. 1960
MORGVTSHLAÐIÐ
3
STAKSTEIWI!
Öðrum hröppun?
að hneppa
íslenzkir kommúnistar senda
eins og kunnugt er fulltrúa á
flokksþing er kommúnistaflokkar
Evrópu héldu I Ungverjalandi sL
haiust. Þá flökraði ekki við því
að ganga á fund með Janosi
Kadar og öðrum böðlum ung-’
verskrar alþýðu og verkalýðs ör-
stuttu eftir að þeir höfðu kæft
byltingu ungverskra frelsissinna
í blóði þeirra. Gefur þetta nokk-
uð til kynna um eðli og raunveru
legt innræti íslenzkra kommún-
ista.
En í haust var einnig haldinn
sameiginlegur fundur kommún-
istaflokka í Vestiur-Evrópu í
Róm. Hefur það vakið mikla
athygli að íslenzkir kommúnist-
ar sendu ekki fulltrúa þangað.
Hins vegar liggja fyrir upplýs-
ingar um það, að þeim var boðið
til Rómar.
a flaggskipinu Oöni
HÉR getur að líta fyrstu liðs-
könnunina á hinu nýja flagg-
skipi íslenzka varðskipaflot-
ans, Óðni. Milli fylkinga skips
hafnarinnar má sjá Pétur Sig-
urðsson, forstjóra landhelgis-
gæzlunnar (t.h.) og Eirík
Kristófersson, skipherra. —
Skipsmenn eru staddir á báta
þilfari Óðins, einmitt á þeim
stað er þyrla myndi verða
staðsett. Yfir reykháf skips-
ins er komið fyrir útsýnis-
tunnu með sjóngötum í brjóst-
hæð. Þar getur vaktmaður
verið, ef þurfa þykir. Eru
önnur varðskip hér ekki þann
ig búin. Bátsuglurnar (ein
sést lengst til hægri á mynd-
inni) eru þannig gerðar að
hægt er að leggja þær beint
út frá skipinu og er þá nægi-
ægt rúm fyrir þyrluna.
Einmitt nú er verið að
leggja síðustu hönd á skipið
og mun það í dag fara í síð-
ustu reynzluferð sína áður en
það heldur heim á ieið, sem
að öllum líkindum verður n.
k. laugardag, að því er Gunn
ar Bergsteinsson sjómælinga
maður, fulltrúi landhelgis-
gæzlunnar, tjáði blaðinu í
stuttu samtali í gærkvöldi.
Enn hefir ekki fengizt upp-
gefið hve siglingahraði Óðins
er mikill, en heyrzt hafa
nefnd ar 18,6 sjómílur, svo að
ekki verður hið nýja skip þá
mjög lengi á leiðinni heim.
Allir munu fagna heimkomu
hins glæsilega skips.
Líklegasta orsök SAS-slyssins:
Of lágt aðflug
Allir fórust, sem í flugvélinni
— 42 talsins
voru
ÓSLÓ og ANKARA, 20. jan.
— (NTB-Reuter) —
ÞEIR tveir, sem lifðu af flug-
slysið við Ankara í gær-
kvöldi, er Caravelle-þota frá
SAS fórst rétt fyrir lendingu,
létust í sjúkrahúsi í dag. Hafa
því 42 menn af ýmsum þjóð-
um látið lífið í slysi þessu. —
Tálsmaður SAS upplýsti í
kvöld, að allar líkur bentu til
þess, að orsök slyssins hefði
verið sú, að flugvélin hefði
farið of lágt í aðfluginu og
því rekizt á hæð eina nálægt
flugvellinum, en ekki, að hún
hefði „misst hæð“ skyndilega
-— það á ekki að geta komið
fyrir Caravelle, sagði tals-
maðurinn.
Flugið hafði gengið í alla staði
vel, allt frá því að „Ormur vík-
ingur“ lagði upp frá Kaupmanna-
höfn. en flugvélin var á leið til
Kaíró. — Flugmaðurinn hafði
stöðugt samband vði flugturn-
inn á flugvellinum í Ankara á
meðan á aðfluginu stóð, og nefndi
ekki að neitt væri í ólagi hjá sér.
Því höfum við enga ástæðu til að
ætla, að um bilun hafi verið að
ræða, að sprenging hafi orðið í
vélinni eða neitt slíkt, sagði tals-
maðurinn#
• Blossi — talstöðin þagnaði
Flugmaðurinn hafði fengið all-
ar nauðsynlegar leiðbeiningar
um aðflugið og var búinn að
taka stefnuna á flugbrautina,
þegar menn sáu skyndilega
sterkan ljósblossa á að gizka 80
til 100 metra frá flugvellinum —
og á sama andartaki þagnaði tal.
stöð flugvélarinnar. — Björgun-
ar- og slökkvilið flugvallarins
fór þegar á vettvang — og fann
flak flugvélarinnar í tætlum í
fyrrnefndu hæðardragi. Brakið
var dreift um svæði, sem er um
900 metra langt og 200 metra
breitt, og líkin lágu á víð og
dreif í allt að 500 metra fjarlægð
frá flakinu en þegar slysið varð,
flaug flugvélin með um 225 km
hraða á klst.
0 Rannsókn ,
Sérfræðinganefnd frá tyrkneska
iianna
ivuilllllUIUMHUiaOlO
flughernum hóf þegar í dag rann
sókn á slysinu. en samkvæmt al-
þjóðareglum ber tyrknesku
stjórninni að hafa yfirumsjón
með slíkri rannsókn_ — Auk þess
kom sérstök nefind manna frá
SAS til Ankara í dag og tók þeg-
ar til starfa við að rannsaka or-
sakir slyssins. Einnig hafa Sud-
Aviation-verksmiðjurnar, sem
framleiða Caravelle-þoturnar,
sent sérfræðinga sína á vettvang.
Ekki er búizt við, að nein opin-
ber tilkynning verði gefin út um
þessar rannsóknir fyrr en að
nokkrum dögum liðnum.
Mörg líkanna eru mjög illa
farin, og mun taka marga daga
að greina sum þeirra sundur. —
SAS 'nefir lýst því yfir, að félag-
ið muni sjá urrrflutning líkanna,
þangað sem aðstandendur óska
— og að það muni einnig sjá um
útfararkostnað. Einnig hefir fé-
lagið lofað að flytja aðstandend-
ur hinna látnu til og frá slys-
staðnum, ef óskað er.
Eins og frá hefir verið skýrt,
er þetta fyrsta slysið í sögu SAS,
þar sem manntjón hefir orðið —
og þetta er jafnframt fyrsta slys-
ið, sem Carfvelle-þota lendir í.
Slæmur frógangur við Mývotn
tulinn orsokn truilunino
RAFMAGNSSKÖMMTUN áorku
veitusvæði Laxárvirkjunarinnar
lauk í fyrrakvöld og hafði þá
verið skammtaö rafmagn í rösk-
an sólarliring. Orkuveitusvæðið
frá Dalvík til Húsavíkur.
í gær var skýrt hér í blaðinu
frá erfiðleikum Akureyringa
vegna rafmagnsskortsins. Á Húsa
vík var svipað ástand þennan
dag. Var rafmagnslaust frá kl. 7
um morguninn til 12 á hádegi,
en þá fékkst rafmagn í fjóra
tima. Barnaskólinn starfaði ekk-
ert og gagnfræðaskólinn mjög
lítið. Vinna hjá flestum iðnfyrir-
tækjum lagðist einnig niður, þar
eð aðeins fáir hafa vararafstöðv-
ar.
Fréttaritari blaðslns símaði
meðan rafmagnsskömmtunin stóð
yfir:
Menn eru mjög óánægðir með
truflanirnar, sem oröiö hafa í
vetur á rafmagni frá Laxárvirkj-
un, því að í báðum þeim hriðar-
veðrum, sem komið hafa á þess-
um vetri, hefir orðið að taka upp
rafmagnsskömmtun. í nóvember
veðrinu var að miklu leyti raf-
magnslaust í heila viku.
Orsakir þessa ófremdarástands
telja menn hér að megi rekja til
þeirra aðgerða, sem verið er að
gera við Laxárósa hjá Mývatni,
þar sem áin fellur úr vatninu.
Þar er verið að vinna að miklum
mannvirkjum sem tryggja eiga í
framtíðinni öruggara rennsli að
orkuverinu. Talið er að svo hafi
verið skilið við þetta verk í
haust, að það, sem gert var í
fyrrasumar, hafi spillt fyrir vatns
rennslinu. Benda líkur til að svo
sé, því aldrei hafa verið eins
miklar truflanir á vatnsrennslinu
eins og í vetur, þrátt fyrir hið
góða tíðarfar.
f hlýindunum nú eftir áramót-
in tók mikinn ís af Mývatni og
var þá rennslið úr því mjög mik-
ið, en það rennsli hefði þurft að
vera hægt að stöðva, því nú telja
Mývetningar vatnsborðið með
lægsta móti.
— Fréttaritari.
Unita skýrði frá því hinn 4. des.
sl. í samtali við mann að nafni
Mario Alicata, að íslenzka Komm
únistaflokknum hefði verið boð-
ið að senda fulltrúa á Rómar-
ráðstefnuna. En síðan komst
hann að orði á þessa leið um
ástæður þess að félagarnir frá
íslandi gátu ekki mætt á ráð-
stefnunni:
Þátttaka í ríkisstjórn
„íslenzku félögunum fannst
það ekki mögulegt að leyfa
nokkrum af aðallciðtogum sín-
nm að yfirgefa ísland strax að
loknum hinum politísku kosn-
ingum, sem staðfestu á glæsileg-
an hátt flokksfylgi þeirra og
vöktu á ný spurninguna um þátt-
töku þeirra í ríkisstjórninni“.
Þetta var ástæðan til þess, að
| íslenzku kommúnistarnir sendu
ekki fulltrúa á flokksþing kom-
múnistaflokka Vestur-Evrópu í
Róm. Það var væntanleg þátt-
taka þeirra í nýrri ríkisstjórn
á íslandi, sem hindraði þá i því
að yfirgefa landið. Þá vildu þeii;
heldur vera án þess að sækja
Rómarráðstef nuna!
Af þessu er augljóst að komm-
únistar gerðu sér öruggar vonir
um það að afloknum k'osningum
í haust að þeim og Framsókn-
arflokknum tækist að hnoða sam-
an nýrri ríkisstjórn. En niður-
staðan varð sú, að þeir fengu
hvorki vinstri stjórn né komust
til Rómar. Hvílíkur Paradísar-
missir fyrir íslenzka kommúnista.
Stirjálar samgöngur
Það er alkunna að samgöngur
við ýmis afskekkt sveitahéruð
eru mjög strjálar á landi hér,
ekki hvað sízt á vetrum. Við
einna erfiðastar samgöngur mun
þó fólk í norðanverðri
Strandasýslu búa. Blaðið hitti
fyrir skömmu að máli bónda
þaðan að norðan. Kvað hann
engan póst hafa komið í nyrsta
hrepp Strandasýslu frá 17. des.
til 7. janúar. Flóabátur Stranda-
manna gengur aðeins fjóra til
fimm mánuði, á sumrin. Á vetr-
um fær fólk í nyrztu byggðum
Strandasýslu yfirleitt ekki póst
nema einu sinni og stundum tvisv
ar í mánuði.
Þannig hefur formaður Fram-
sók narflokksins, sem segist vera
mesti vinur strjálbýlisins gætt
hagsmuna strjálbýlustu byggðar-
innar í héraði, sem hann hefur
verið þingmaður fyrir í rúm 25
ár.