Morgunblaðið - 21.01.1960, Side 4
4
MORCVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 21. jan. 1960
I dag er 21. dagur ársins.
Fimmtudagur 21. janúar.
Árdegisflæði kl. 10,15.
Síðdegisflæði kl. 22,57.
Slysavarðstofan er opin allan
sólarhringinn. — L.ækí)avórður
L.R. (fyrii vitjanir), er á sama
stað frá kl 18—8. — Sími 15030
Næturvarzla vikuna 16.—22.
jan. er í Lyfjabúðinni Iðunni.
Næturlæknir í Hafnarfirði vik
una 16.—22. jan. verður Ólafur
Ólafsson. Sími 50536.
0 Helgafell 59601227. VI. 2.
□ GIMLI = 59601217 = 3 Fr.
I.O.O.F. 5 = 1411218% = N. K.
Brúökaup
S.l. laugardag voru gefin sam
an í hjónaband af séra Árelíusi
Níelssyni, Hulda Haraldsdóttir,
Skaftahlíð 11 og Þorgeir Ólafs-
son, Stórholti 45. Heimili þeirra
verður að Hólmgarði 20.
S.l. sunnudag voru gefin sam-
an í hjónaband á Akureyri af
séra Pétri Sigurgeirssyni, Hrafn-
hildur Jónsdóttir (Guðjónssonar,
bakarameistara), Norðurgötu 52
Akureyri og Sigurður Þorsteins-
son, verzlunarmaður (Sigurðs-
sonar, rafvirkja), Kleppsvegi 2.
Heimili þeirra verður fyrst um
sinn að Kleppsvegi 6, Rvík.
□--------------------□
LJÓÐ DAGSINS
Ur „Drukknanir“.
Ennþá blæs náfregnum inn yfir fjörð
frá orustusvæðinu kalda,
og svalur fer yfir freðna jörð
og flytur ekkjunum boðin hörð.
En klökkur við klettarið alda
og kveðst ekki einsaman valda.
Ég veit það hrynjandi bára blá
og þú, byrmilda loftgeimsins alda.
Á ykkur ei skuldinni skella má,
þótt skaðvænt oft reynist bátunum á
og oft falli æskan valda
á orustusvæðinu kalda.
Hannes Hafstein.
□
□
IH8 Skipin
Eimskipafélag Islands h.f.. —
Dettifoss fer frá Gdynia 22. þ.m.
til Abo. Fjallfoss fór frá Rostock
19. þ.m. til Rotterdam Goðafoss
fór frá Reykjavík 20. þ.m. til Ak
ureyrar. Gullfoss fór frá Ham-
borg 19. þ.m. til Kaupmannahafn
ar. Lagarfoss fór frá Vestmanna-
eyjum 12. þ.m. til New York. —
Reykjafoss fór frá Bergen 18. þ.
m. til Rotterdam og Hamborgar.
Selfoss er í Keflavík. Tröllafoss
fó* frá Hamborg 16. þ.m. til
Reykjavíkur. Tungufoss fór frá
Svalbarðseyri 20. þ.m. til Akur-
eyrar og Siglufjarðar.
Skipaútgerð ríkisins: — Hekla
er á Austfjörðum á norðurleið.
Esja er í Reykjavík. Herðubreið
er á Austfjörðum á suðurleið. —
Skjaldbreið fer frá Rvík í kvöld.
Þyrill er á leið til Fredrikstad frá
Siglufirði. Herjólfur fór frá Rvík
1 gær t:l Vestmannaeyja og
Hornafjarðar. Baldur fer frá
Reykjavík í dag til Sands og
Stykkishólms.
Eimskipafélag Rvíkur h.f.: —
Katla hefur væntanlega farið í
gær frá Helsingborg til Ventspils
Askja hefur væntanlega farið í
gær frá Kingston til Havana.
H.f. Jöklar: — Drangajökull er
í Reykjavík. Langjökull er vænt
anlegur til Austur-Þýzkalands í
dag. Vatnajökull fór frá Vest-
mannaeyjum í fyrradag á leið til
Grimsby.
Hafskip. — Laxá er í Ýstad.
Skipadeild S.Í.S.: — Hvassafell
fór frá Hafnarfirði 20. þ.m. áleið-
is til Rostock. Arnarfell er á ísa-
firði, fer þaðan í dag til Rvíkur.
Jökulfell kemur til Rostock í
dag. Dísarfell er í Malmö. Litla-
fell er í Reykjavík. Helgafell fór
frá Ibiza 18. þ.m. áleiðis til Vest-
mannaeyja og Faxaflóahafna. —
Hamrafell fór frá Batumi 12. þ.m.
áleiðis til Reykjavíkur.
Flugvélar
Flugfélag íslands h.f.: — Gull-
faxi er væntanlegur til Rvíkur
kl. 16:10 í dag frá Kaupmanna-
höfn og Glasgow. — Innanlands-
flug: í dag er áætlað að fljúga
til Akureyrar (2 ferðir), Bíldu-
dals, Egilsstaða, ísafjarðar, Kópa
skers, Patreksfjarðar, Vestmanna
eyja og Þórshafnar. — Á morgun
er áætlað að fljúga til Akureyrar
Fagurhólsmýrar, — Hólmavíkur,
Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkju
bæjarklausturs og Vestmanna-
eyja.
Loftleiðir h.f.: — Edda er vænt-
anieg kl. 7:15 frá New York. Fer
til Osló, Gautaborgar, Kaitp-
mannahafnar kl. 8645. — Hekla
er væntanleg kl. 19:00 frá Ham-
borg, Kaupmannahöfn, Gauta-
borg og Stavanger. Fer til New
York kl. 20:30.
ESi Félagsstörf
Æskulýðsfélag Laugarnessókn-
ar: — Fundur í kirkjukjallaran-
um í kvöld kl. 8,30. Fjölbreytt
fundarefni. Séra Garðar Svavars-
son. —
Kvenfélagið Aldan heldur fund
föstudaginn 22. jan. kl. 8,30, í
Grófinni 1. Takið með ykkur
handavinnu. —
y^Aheit&samskot
Flóðasöfnunin: — Tveir litlir
k.. 30,00. —
SBYmislegt
Orð lífsins: — Til þín, Drott-
inn, hrópa ég. Þú bjarg mitt, ver
eigi hljóður gagnvart mér, að ég
ekki, er þú þegir við mér, verði
sem þeir, er til grafar eru gengn
ir. Heyr þú á grátbeiðni mína, er
ég hrópa til þín, er ég lyfti hönd-
um mínum til þíns allra helg-
asta. (Sálmur 28).
4. hefti tímaritsins Nýjar
kvöldvökur er komið út. í heft-
inu eru m. a. greinar eftir Þór-
móð Sveinsson, Hólmfríði Jónas-
dóttur, Björn R. Árnason og Ein-
ar Guttormsson. Saga eftir
Björgvin Guðmundsson, og þætt
ir úr endurminningum Gísla á
Hofi. —
Dýraverndarinn, 5. og 6. hefti
er komið út. Þar er m. a. sagt
frá 25 ára afmæli Dýralækna
félags íslands, Ársþingi Sam-
bands dýraverndunarfélaga ís-
lands og samþykktum þess, og
fleira efni er í blaðinu.
Dagskráin hefst eftir þrjár mín-
útur — þú verður vonandi búinn
þá.
Ung stúlka hafði beðið viku-
blað um ódýra aðferð til þess að
iá mjúkar hendur:
--Mýkið hendur yðar í upp-
þvottabalanum þrisvar já .dag,
meðan móðir yðar tekur sér
hvíld, var svarið. •
— Hvernig gengur með hjóna*
bandið hjá þeim Elfridu og
Friðrik?
— Eeiginlega ansi illa — þau
eru ekki einu sinni sammála svo
lengi í einu, að þau geti skrifað
undir skilnaðarplöggin.
— John, þú hefðir alls ekki
átt að koma með Pettersen til
miðdegisverðar, þegar þú vissir
að ég væri í stórhreingerningu,
sagði konan öpug.
— Uss, sagði maðurinn, ég veit
að hann er nógu sterkur til að
flytja með mér stóra skápinn.
Pennavinir: — Richard Mac
Donald, 270 Granite Street,
Swinwy 69, Massaschusettes, U.
S. A. — Skrifar ensku og óskar
eftir að skrifast á við dreng eða
stúlku, 14—15 ára.
Gary Wallington, jr. 27 Lomb-
ardy Crescent, Scarboro, Ontario
Canada. Er 10 ára gamall og
skrifar ensku.
Læknar fjarveiandi
Kristján Sveinsson, augnlæknir verö
ur fjarverandi 1 til 2 mánuði. Stað-
gengill: Sveinn Pétursson, Hverfisg. 50.
Viðtalstími 10—12 og 5.30—6.30, nema
laugardaga kl. 10—12.
Ofeigur J. Ofeigsson. læknlr veröur
fjarverandi frá 7. jan. í tvær til þrjár
vikur. — Staðgengill: Gunnar Benja-
mínsson.
Olafur Þorsteinsson, fjarverandi frá
5 jan. til 19. jan. Staðg.: Ctefán Olafss.
pórður Möller verður fjarver-
andi til og með mánud. 18. jan.
— Staðgengill: Gunnar Guð-
mundsson, Frakkastíg 6a.
Söfn
BÆJARBÓRASAFN REYKJAVÍKUB
Simi 1-23-08.
Aöaisafnið, Þingholtsstræti 29A: —
Útlánadeild: Alla virka daga kl. 14—22,
nema laugard. kl. 14—19. Sunnud. kL
17—19. — Lestrarsalur fyrir fullorðna:
Alla virka daga kl. 10—12 og 13—22,
nema laugard. kl. 10—12 og 13—19, og
sunnudaga kl. 17—19.
Útibúið Hólmgarði 34: — Útlánadeild
fyrir fullorðna: Mánudaga kl. 17—21«
aðra virka daga nema laugard. Ki. l’»—
19. Lesstofa og útlánsdeild fyrir börn:
"Pf e3epae3nei euiau e3ep esjj\\ euv
kl. 17—19.
Útibúið Hofsvallagötu 16: — Útláno-
deild fyrir börn og fullorðna: Alla
virka daga, nema laugardaga, kL
17.30—19.30.
Útibúið Efstasundi 26: — Útlánsdeild
fyrir börn og fullorðna: Mánudaga,
miðvikudaga og föstudaga kl. 17—19.
Tæknibókasafn IMSÍ
(Nýja Iðnskólahúsinu)
Útlánstimi: Kl. 4.30—7 e.h. þriðjud..
fimmtud., föstudaga og laugardaga. —
Kl. 4,30—9 e.h. mánudaga og mi5-
vikudaga. — Lesstofa safnsins er opin
á vanalegum skrifstofutíma og út-
lánstíma.
Listasafn rlkisins er opið þriðjudaga.
fimmtudaga og laugardaga kl. 1--3,
sunnudga kl. 1—4 síðd.
ÞUMALÍNA — Ævintýri eftir H. C. Andersen
Hún leit upp. Þarna var
svalan komin, og hún varð
mjög glöð, þegar hún sá
Þumalínu litlu. — Þumalína
sagði henni, hversu ófús hún
væri að ganga að eiga mold-
vörpukarlinn ljóta — þá yrði
hún alltaf að búa djúpt niðri
í moldinni, þar sem aldrei sæi
til sólar. Hún gat ekki tára
bundizt.
— Nú kemur bráðum kald-
ur vetUr, sagði svalan. — Þá
flýg ég langt í burt, til heitu
landanna. Viltu koma með
mér? Þú getur setið á bakinu
á mér, ef þú bindur þig fasta
með mittislindanum þínum.
Svo fljúgum við burt frá
óhræsis moldvörpukarlinum
og myrkrastofunni hans,
langt í burt — yfir fjöllin,
til fjarlægra landa, þar sem
sólin skín enn fegur en hér
og alltaf er sumar og fegursta
blómaskrúð.
— Fljúgðu nú bara með
mér, Þumalína mín litla —
þú, sem bjargaðir lífi mínu,
þegar ég var næstum því
frosin í hel í dimma moldar-
kjallaranum.
FERDBIM AIMD
Eftir 20 ár
Þjóðminjasafnið: — Opið sunnudagfc
kl. 1—4, þriðjudaga, fimmtudaga og
laugardaga kl. 1—3.
Náttúrugripasafnið: — Opið á sunnu-
dögum kl. 13:30—15, og þriðjudögum
og fimmtudögum kl. 14—15.
Bókasafn Lestrarfélags kvenna, • —
Grundarstíg 10, er opið til útlána
mánudaga, miðvikudaga og föstudaga
kl. 4—6 og 8—9.
Bókasafn Hafnarfjarðar
Opið alla virka aagc* Ki 2—7. Mánu-
daga, miðvikudaga og föstudaga einnig
kl 8—10 síðd. Laugardaga kl. 2—5. —
Lesstofan er opin 4 sams tíma. —
Sími safnsins er 30790
Bæjarbókasafn Keflavíkur
Utlán eru á mánudögum, miðviku-
dögum og föstudögum kl. 4—7 og 8—10
ennfremur á fimmtudögum kl. 4—7.
Lestrarsalurinn opinn mánud., mið-
vikud., fimmtud., og föstud. kl. 4—7
Minjasafn Reykjavíkur: — Safndeild
in Skúiatúni 2 er opin alla daga nema
mánudaga kl. 2—4. Arbæjarsafn ei
lokað. Gæzlumaður sími 24073.
• Gengið •
Sölugengi:
1 Sterlingspund ........ kr. 45,70
1 Bandaríkjadoilar ...... — 16,32
1 Kanadadollar ......... — 17,11
100 Danskar krónur ....... — 236,30
100 Norskar krónur — 228,50
100 Sænskar krónur........ — 315,50
100 Finnsk mörk ........ — 5,10
1000 Franskir frankar ..... — 33,06
100 Belgískir frankar .... — 32,90
100 Svissneskir frankar __— 376,00
100 Gyllini .............. — 432,40
100 Tékkneskar krónur ........ — 226,67
100 Vestur-þýzk mörk ........ — 391,30
1000 Lírur ................ — 26.02
100 Austurrískir schillingar — 62.7b
100 Pesetar .............. — 27.20
ÖRN CLAUSEN
héraðsdómslögmað ur
Málf'utningsskrifstofa.
Bankastræti 12. — Sími 18499.