Morgunblaðið - 21.01.1960, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.01.1960, Qupperneq 8
8 MORCVTSJtLAÐIÐ Fimmtudagur 21. jan. 1960 Myndln sem birtist ekki v* 00000 0 0 * 0*0*0 MEÐ afmælisgrein um Hótel Borg-, sem birtist í blaðinu í gær, átti að vera mynd af starfsfólki Borgarinnar 1930, en mistök oliu því, að röng mynd kom með greininni. Hér birtist hins vegar sú rétta mynd af starfsfólki Borgarinnar fyrir þrjátíu ár- um. Við báðum Jóhannes á Borg og Pétur Daníelsson, nú- verandi gestgjafa þar, að veita okkur upplýsingar um fólkið iá myndinni, en því miður kváðust þeir ekki þekkja allt starfsfólkið með fullu nafni, þó þeir myndu eftir fornafni eða gælunafni sumra. Þeir gestgjafarnir gátu samt gefið okkur upp nöfn karl- mannanna í öftustu röð og fara þau hér á eftir, en lesendur geta reynt að muna eftir hinu fólkinu og yljað sér við gaml- ar endurminningar frá Borg- inni. Mennirnir í öftustu röð eru: Frímann Guðjónsson, Árni Kristjánsson, Guðmundur Kr. Guðmundsson, Guðmundur Bjarnason, Ásgeir (föðurnafn ið vantar), Ólafur Jónsson, Vilhjálmur (föðurnafnið vant ar), Pétur Daníelsson, Guð- jón Einarsson, Gestur Bene- diktsson, norskur maður og Ólafur Ólafsson. Hljómsveitin er dönsk og var kölluð „Donda-band“. Eins og kunnugt er, hefur Kiljan skrifað fræga smásögu, sem heitir ,,Ósigur ítalska loft- flotans í Reykjavík 1933“ og gerist hún m. a. á Hótel Borg. Aðalhetja sögunnar er Stebbi pikkóló. Vann hann það afrek að grípa Pittigrilli herforingj.i Mússólínis fangabrögðum, þeg ar sá síðarnefndi hafði slegið til hans með staf sínum, og hafa hann undir. Fremst á myndinni er Stebbi pikkóló, sem raunar var kallaður Halli og setti tals verðan svip á bæinn á sínum tíma. Pétur Daníelsson skýrði frá því í gær, að þessi ágæti pikkóló Hótel Borgar væri nú látinn 0..0 *<0.*i0*. &t0*0*0t0^<0-.00 Ökumenn þurfa að eera tilhliðrunarsemi — segir nýskipaður framkvæmdastjóri umferðarnefndarinnar Á FUNDI bæjarráðs er haldinn var á þriðjudaginn, var ráðinn nýr framkvæmdastjóri umferð- arnefndar Reykjavíkur. Var sam þykkt að Guðmundur G. Péturs- son, sem verið hefur fulltrúi hjá Slysavarnafélagi íslands, skuli ráðinn til starfsins. Það verður nú aðalstarf Guðmundar, og hann mun láta af störfum sem fulltrúi hjá Slysavarnafélaginu. í stuttu samtali við Mbl. í gær, sagði Guðmundur frá því að hann hefði átt sæti í umferðar- nefnd bæjarins sem fulltrúi S.V.F.l. undanfarin þrjú ár og teldi sig hafa staðgóða þekk- ingu á störfum nefndarinnar að umferðarmálum bæjarins. Þá hefur Guðmundur einnig verið formaður í félagi ökukennara hér í bænum. Mörg vandamál Guðmundur sagði að mörg og tnargvísleg vandamál steðjuðu nú að umferðinni í bænum. — Hann kvaðst telja meðal þeirra brýna nauðsyn á enn frekari gerð bílastæða. Aðkallandi er að sem fyrst verði komið upp bíla- geymslu hér við Miðbæinn, sagði Guðmundur. — Bíla- geymslu, sem getur veitt bíla- eigendum alla venjulega þjón- ustu á sviði benzin- og olíusölu, með smurstöð og þvottastöð. Guðmundur hefur verið ytra, í Danmörku og Svíþjóð til þess að kynna sér umferðarmálin í borgum þar. Kvaðst Guðmundur telja heppilegan stað fyrir slíka bílageymslu þar sem nú eru bilastæði við Garðastræti og Vesturgötu. Eitt vandamálið er að koma umferðinni sem greiðast úr Austurbænum yfir í Vesturbæ- inn, eftir hinum gömlu götum, eins og Laugavegi og Austur- stræti. Kvaðst Guðmundur telja að banna þyrfti sem fyrst akstur stærri vörubíla um Laugaveg- inn. Gera aðrar þær ráðstafanir þar til þess að bílar geti komizt þar áfram án verulegra tafa, eins og nú er. Umferðin við höfnina að aðliggjandi götum er einnig stórmikið vandamál og er knýj- andi að gera miklar endurbætur á bílaakstri á þessum götum. Annað óhugsandi Þá er það skoðun mín að öku- menn almennt eigi að sýna lip- urð — hætta að böðlast áfram í umferðinni í skjóli þess að við- komandi „eigi bóginn“. Þetta er með öllu að hverfa á götum stór- borganna, annað er bókstaflega óhugsandi, sagði Guðmundur. Þessa tilhliðrunarsemi tel ég að leggja eigi mikla áherzlu á. Blöðin ættu jafnvel að leggjs Guðmundur Pétursson málinu lið. Þegar ökumenn bæj- arins hafa allir tileinkað sér til- litssemi, tilhliðrunarsemi, og gætni, er vist að mikill og gleði- legur árangur myndi nást. A ég þar við að slysum og hverskonar óhöppum myndi stórlega fækka hér í bænum. Það er nú að verða nær daglegur viðburður að fjöldi bíla stórskemmist í árekstr um, að slepptum hinum tíðu slys- um á fólki. Það er kominn tími til að spyrna við fótum, og það er hægt að ná verulegum ár- angri með því að sýna lipurð, tillitssemi og gætni, sagði hinn nýskipaði framkvæmdastjóri umferðarnefndar að lokum. Skákþing Reykjavíkur Listamenn fordœma SKÁKÞING Reykjavíkur hefst sunnudaginn 24. þ.m. kl. 2 e.h. í Þjóðleikhúskjallaranum. Teflt verður um titilinn Skákmeistari Reykjavíkur 1960. Teflt verður í þremur flokkum, meistara-, 1. og 2. flokki. í öðrum flokki verð ur teflt eftir svissneska kerfinu og einnig í fyrsta flokki, ef þátt takan verður mikil. Búizt er við mikilli þátttöku í meistarafloíki og ef svo verður, verða tefldar undanrásir í tveim ur eða fleiri riðlum. Síðan tefla efstu menn úr hverjum riðli til úrslita um titilinn. Mikl- ar likur eru til þess að Friðrik Ólafsson stórmeistari verði með- al þátttakenda í úrslitakeppn- inni, en hann hefir ekki tekið þátt í skákmóti hérlendis síðan 1957. Meðal annarra þátttakenda í meistaraflokki sem þegar hafa tilkynnt þátttöku sína má nefna Benóný Benediktsson, Eggert Gilfer, Ólaf Magnússon, Braga Þorbergsson, Bjarna Magnússon, Hrlldór Jónsson og hina ungu og upprennandi skákmenn Jónas Þorvaldsson, Björn Þorsteinsson og Guðmund Lárusson. Innritun þátttakenda lýkur á fimmtudags kvöldið 21. þ.m. Bikar sá er teflt hefir verið um undanfarin ár og gefinn var af Þorsteini Gíslasyni vannst til eignar á síðasta skák- þingi, Nú verður teflt um nýjan mjög fallegan bikar, sem Trygg- ingamiðstöðin hf. hefir gefið. Til þess að vinna hann til eignar þarf að vinna hann þrisvar í röð í eða fimm sinnum alls. Blaðinu hefur borizt eftir- farandi frá Bandalagi ís- lenzkra listamanna. A STJÓRNARFUNDI Bandalags slenzkra listamanna var nýlega samþykkt einróma ssvohljóðandi ályktun: „Stjórn Bandalags íslenzkra listamanna tekur eindregið undir þau orð, sem forseti Bandalags- ins, Svavar Guðnason, lét falla í Ríkisútvarpinu í byrjun þessa mánaðar, þar sem hann for. dæmdi á ótvíræðan hátt spreng ingu „Hafmeyj arinnar“■ í Reykja víkurtjörn á nýársnótt. Stjórn Bandalagsins samþykkir enn- fremur einróma vítur á Ríkisút- varpið fyrir að hafa látið við- gangast, að flutt var í útvarpinu erindi . uppdiktaðra saka og ósæmilegra aðdróttana á hendur íslenzkum listamönnum. Hér er átt við erindi Högna Torfásonar „Um daginn og veg- inin“, flutt 11. janúar 1960. Þar segir m.a. svo: „Þessu vígi (þ.e. sprengingu líkneskis í Reykjavikurtjörn) verður aldrei lýst á hendur al- menningi. Hin siðferðilega á- stæða hvílir á listamönnum vor- um sjálfum. Það voru þeir, en ekki almenningur, sem upphófu deiluna um þessa styttu . . , “ o. s. frv. Sætanýting Loftleiða 70,4 pr. SÆTANÝTING hjá Loftleiðum varð meiri á síðasta ári en nokkru sinni fyrr. Hún varð þá 70,4% miðað við 69,7% árið áð- ur, og er það mjög gott miðað við það sem aigengast er hjá öðrum flugfélögum. í fréttatil- kynningu frá Loftleiðum segir ennfremur, að farþegatalan 1959 hafi reynzt 35,407. Miðað við næsta ár á undan er hér um 32,6% aukningu að ræða, því þá var farþegafjöldinn 26.702. Vöru flutningar uxu um 26% miðað við fyrra ár, eða úr 250 tonnum upp í 315 tonn. Sama er að segja um póstflutninga. Þar var aukn- ingin 33,6%, úr 24,4 tonnum í 32,6 tonn. — Árið 1959 flugu flugvélar Loftleiða 4.476,843 km og er það 36,9% aukning frá 1958. — Hinn 1. apríl gengur nýja áætlunin í gildi. Þá koma Cloudmastervélarnar tvær inn í áætlun og verða auk Skymast- er-vélanna tveggja í förum í sumar. Oss er kunnugt, að ýms dag- blöð hafa skrifað um líkneski Nínu Sæmundsson, „Hafmeyjan í Reykjavíkurtjörn“ á síðast- liðnu sumri og hausti svo sem ,Frjáls þjóð‘- Alþýðublaðið og fleiri. Eru greinar þessar undir- ritaðar af þekktum blaðamönn- um eða ónafngreindar og því á ábyrgð ritstjóra viðkomandi blaða. í framangreindum ummælum um nefnda styttu hefur komið fram gagnrýni á þessu verki og staðsetningu þess. Sú gagnrýni verður ekki rakin til félagssam- taka listamanna þar sem enginn meðlimur þessara samtaka kom þar við sögu fyrr en síðar er myndlistarmenn létu í ljós álit sitt á störSum listaverkanefndar bæjarins og viku m.a. að þessu verki. Það er því fölsun stað- reynda er Högni Torfason segir: listamenn „upphófu deiluna um þessa styttu“ Meðan spellvirkið á Hafmeyj- imni í Reykjavíkurtjörn hefur enn ekki upplýstst eða sökin sann azt á einn eða neinn eru það hinar ósæmilegustu aðdróttanir, er Högni Torfason lýsir því „vígi“ á hendur listamannastétt- inni. Við rekjum hér ekki fremur efni eða 'ósannindi þessa hatur- fulla erindis Högna Torfasonar, þótt af nógu sé þar að taka, en væntum þess 3ð forráðamenn Ríkisútvarpsins finni fulla ástæðu til að afsaka það sem hér hefur átt sér stað“. Vísindomenn mólmæla RÓM, 19. jan. (Reuter) — ítalsk. ir kjarnorkuvísindamenn hafa varað við „hugsanlegum alvar- legum afleiðingum“ fyrir ítölsku þjóðina af kjarnorkusprengingu þeirri er Frakkar fyrirhuga í Sahara í lok febrúar. Prófessor Roberto Fieschi, sem er formaður félags þeirra vísinda manna er vinna að eðlisfræði- rannsóknum, sagði í viðtali við dagblaðið II Messaggero: „Það er sennilegt að franska kjarnorkusprengjan geti haft skaðleg áhrif á íbúana hér. Þetta segjum við vegna þess að við vitum að geislavirk aska frá kjarnorkusprengingum getur bor izt með vindunum vikum saman. Ekki er óalgengt, sérstaklega í suður Italiu, að jafnvel eyði- merkursandur berist þangað með sunnanvindi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.