Morgunblaðið - 21.01.1960, Side 9
Fimmtudagur 21. jan. 1960
MOR CTITSHLAÐIÐ
9
Davíð Stefánsson 65 ára i dag
Hann hlýtur fyrstu heiðursverðlaunín
úr gulli úr sjóði Daða Hjörvar
S V O F E L T símskeyti barst Davíð Stefánssyni í gærkvöldi:
Davíð skáld Stefánsson frá Fagraskógi.
Akureyri.
Dómnefnd fyrir heiðursverðlaunasjóð Daða Hjörvar varð full-
skipuð í dag, þannig: Helgi Hjörvar, formaður, tilnefndur af út-
varpsráði; Guðni Jónsson prófessor, tilnefndur af heimspekideild
Háskólans; Lárus Pálsson leikari, tilnefndur af leikurum Þjóðleik-
hússins; Þóroddur Guðmundsson skáld, tilnefndur af rithöfundum;
Broddi Jóhannesson dr. phil, kosinn af dómnefndinni eftir sérstök-
um ákvæðum skipulagsskrárinnar.
Dómnefndin hefur ákveðið einum rómi að veita yður hin fyrstu
Og sérstöku heiðursverðlaun úr gulli á 65 ára afmæli yðar, eftir
12. grein skipulagsskrárinnar.
Dómnefndin færir yður kærar kveðjur og hamingjuóskir.
Helgi Hjörvar, formaður dómnefndar.
Davíð Stefánsson
★
Kærj vinur, Davíð skáln!
Ég tek mér leyfi til að lengja
þessa kveðju fáum orðum.
Þessi sjóður, sem kenndur er
til nafns Daða Hjörvar, er stofn-
aður til að heiðra þá menn sem
fegurst tala íslenzka tungu í út-
varp. En svo mun reynast, ef að
er hugað, að vandgerðara er við
hljóðnemann en ræðustólinn eða
leiksviðið.
Yfirburðir þínir á þessu sviði
eru fágætir og engum álitamál-
um háðir. íslenzkur maður hefur
lýst því fyrir mér, er þú eitt
sinn gekkst fram fyrir einn
hinn valdasta og vangæfasta
skara áheyranda úti í Svíþjóð og
hófst upp rödd hins íslenzka
skálds á framandi tungu, hversu
hinn mikli salur varð í einni
andrá fylltur ókennilegri andakt
og undrun, þá er
Yggjar full
ýranda kom
að hvers manns
hlusta munnum.
Sá sem slíka íþrótt hefur af
sínum guði fengið, hann geym-
ir hinn dýrasta hlut. Þessi þjóð
hefur engan hlut dýrari átt en
hina römmu tungu Egils, og
hina fagurkveðnu tungu:
Það ber eg út
úr orðhofi
mærðar timbur
máli laufgað.
Og tungu Hallfreðar:
Norður eru öll of orðin
auð lönd at gram dauðan.
Og orðlist Óttars svarta, sem
flutti kvæði sin hinni sænsku
hirð meir en níu öldum á undan
þér, tungutak skáldsins, sem
kr.úði blóðga strengi hjarta síns
og kvað sér líf undir öxarmunni
Ólafs digra.
Og allir þessir töluðu hina
sömu tungu og þú. Aðrar þjóðir
hlýða á slíkt og taka ekki í al-
vöru svo fáheyrilega vizku. En
vér sjálfir teljum svo undursam-
lega hluti yfris sjálfsagða, svo
að hvorki þökkum vér guði né
mönnum.
Málsnilld þín, hið fágæta
tungutak hirðskáldsins, hefur
hafið íslenzkt mál á hærra stig
fyrir samtíðarmönnum þínum,
fengið þína kynslóð til að trúa
því af eigin raun, að orðstir
hinna fornu skálda vorra var
meira en orðfrægð ein og hetju
saga. Þeir knúðu Orfeushörpu
norrænna þjóða með málfarinu
einu, þeirri heitu hrönn blóðs-
ins sem rödd skáldsins endur-
ómar, með dularfullum kliði í
stefjum málsins. Nú á íslenzk
tunga alein þennan heilaga arf
aldanna.
Þú hefðir, einn af fáum, getað
tekið þér á varir orð Arnórs:
Gefið rúm skáldi konunga! En
þú hefur hvergi hrundið neinum
til hliðar. Þú hefur tekið hjarta
þjóðar þinnar með stáli málstefj
anna, silfurstrengjum raddar
þinhar, þegar svo bar til og þeg-
ar aðrir þokuðu þjer fram.
Við hjónin þökkum þér inni-
lega og óskum þér góðra daga.
Við samfögnum þér við þessa
sæmd, með öðrum sæmdum. Við
blessum minningu móður þinnar
göfugrar, sem fyrst kenndi þér
þína tungu, og minningu föður
þíns, hins hjartaheita bænda-
höfðingja. Og megi þér enn
„frá morgni lífsins mildir
geislar streyma
um minninganna Fagraskóg“,
eins og þú hefur sjálfur sagt.
20. jan. 1960
Helgi Hjörvar.
* KVIKMYNDIR *
0 0 0 0 0 0 0
Tripólibíó:
ÓSVIKIN PARÍSABSTÚLKA
EINHVERSSTÁÐAR hef ég lesið
það að Brigitte Bardot afli Frökk
um með kvikmyndaleik sínum,
meiri gjaldeyris, en þeir fá fyrif
vínútflutning sinn. — Ég sel sögu
þessa ekki dýrar en ég keypti,
en víst er um það, að Brigitte
Bardot nýtur um heim allan
geysivinsælda sem kvikmynda-
stjarna, enda er hún óvenjulega
heillandi og sérstæð ung kona.
Hefur hún haft feiknamikil áhrif
á framkomu og „stíl“ ungra
stúlkna á aldrinum frá 13 árum
til tvítugs víðs vegar um heim,
sem stæla hana eftir beztu getu.
Má sjá þess ótal dæmi, einnig hér
á landi, en einkum þó í höfuð-
borginni.
Mynd sú, sem hér ræðir um, er
ósvikin frönsk kvikmynd, engu
síður en Brigitte Bardot, sem
leikur aðalhlutverkið er „ósvikin
Parísarstúlka“. Segir þar frá
ungri stúlku, ráðherradóttur,
sem er yfir sig ástfangin af einka
ritara föður síns. Hún einsetur
sér að vinna ástir þessa mikla
kvennagulls, sem er síður en svo
við eina fjölina felldur í ásta-
máium. Og henni tekst það að
lokum, en sá sigur hefur kostað
hana margskonar brösur og
skemmtilegar brellur, sem hér
verður ekki greint frá.
Myndin er ærið djörf í sumum
atriðum en þó aldrei gróf, og
Brigitte Bardot hefur aldrei ver-
ið meira heillandi en í þessari
mynd. Auk hennar leika í mynd
'inni aðrir mjög þekktir leikarar,
svo sem Charles Boyer, Henri
Vidal o. fl.
Vel gerð og prýðilega skemmti
leg mynd.
Austurbæjarbíó:
ÉG OG PABBI MINN
ÞETTA er þýzk mynd tekin í lit-
um. Segir þar frá Teydd Lenke,
sem eitt sinn var víðfrægur trúð
ur, en hætti trúðleik sínum er
hann missti son sinn barnungan,
sem hafði leikið með honum.
Hann er nú eigandi að lítilli
verzlun og býr hjá miðaldra kven
manni, sem hefur lítinn dreng
í fóstri. — Hefur móðir drengs-
ins flutzt til Ameríku, en komið
drengnum fyrir hjá þessari konu.
— Teddy hefur tekið miklu ást-
fóstri við drenginn, sem veit ekki
annað en að Teddy sé faðir sinn.
— Vegna sérstakra atvika ákveð
ur Teddy að hefja aftur trúðleik
sinn með aðstoð Úlla litla ,en svo
heitir drengurinn, vinur hans. En
nú kemur alvarlegur bobb í bát-
inn. Móðir drengsins hefur gifzt
í Ameríku, og kemur nú til
Þýzkalands til þess að sækja spn
sinn. Verður þetta Teddy mikið
áfall og er honum hið sama og
sonarmissir í annað sinn. Og eins
og svo margir trúðar, fyrr og
síðar, sendur hann að lokum á
sviðinu og leikur skrípalistir sín
ar með sáran harm í hug.
Hinn góðkunni þýzki gaman-
leikari, Heinz Rúhmann leikur
Teddy, og sýnir með leik sínum
að hann er jafnvígur á hvort- ,
tveggja, gaman og glettni og að
túlka sorg og trega. — Úlla litla j
leikur drengurinn Oliver
Grimm svo vel að furðu sætir um
svo ungt barn.
Myndin er yfirleitt skemmti-
leg og aðlaðandi, en nokkuð til-
finningasöm á köflum.
Gólfslípunin
Barmahlið 33. — Simi 13657.
34-3-33
6» 09
Þungavinnuvélar
MÁLFLUTNINGSSTOFA
Einar B. Guðmundsson
Guðlaugur Þorláksson
Guðmundur Pétursson
Aðalstræti 6, III. hæð.
Símar 12002 — 13202 — 13602.
Bændur athugið
Vil taka góða bújörð á leigu með allri áhöfn og vél-
um. Tilboð sendist blaðinu fyrir 15. febrúar merkt:
„Fardagar 1960 — 8260“.
Húsnæði ó ógætum stnð
til sölu
Húsnæðið er útbúið fyrir:
iðnað í kjallara
Verzlun á 1. hæð
Iðnað eða skrifstofur á 2. hæð.
Þeir sem óska að kynna sér eignirnar með kaup
fyrir augum, sendi beiðni um upplýsingar í
bréfi til Morgunblaðsins auðkennt: „Góð eign við
Miðbæinn — 9417“ fyrir n.k. sunnudag 24. þ.m.
Hlíðarbúar
Efnalaugin Glæsir, Blönduhlíð 3 hefur afgreiðslu á
skyrtum fyrir okkur. Leggjum sérstaka áherzlu á
vandaðan og góðan frágang. Fljóta og örugga af-
greiðslu. Höfum fullkomnustu vélar. Festum á tölur.
Aðrir afgreiðslustaðir:
Efnalaugin Glæsir Fatapressan
Hafnarstræti 5 Austurstræti 17
Efnalaugin Glæsir
Laufásveg 19
Efnalaugin Glæsir
Reykjavíkurvegi 6
Hafnarfirði
Efnalaug Austurbæjar
Tómasarhaga 17
Verzlunin Anita
Bugðulæk.
Þvottahúsið
Skyrtur og Sloppar hf
Brautarholti 2 — Sími 15790.
Skrifstofustúlka
óskast allan eða hálfan daginn á m.álflutningsskrif-
stofu. Tilboð með upplýsingum sendist afgr. Mbl.
fyrir 27. þ.m. merkt: „Vélritun — 4235“.
MÓTORROFAR 25x60 og 100 A.
MÓTORROFAR m/ afslætti 25 A — 15 A.
TENGLAR vatnsþ. 25 A - 3 fasa
TENGLAR utanaligg. 10A — 3 fasa
frá hinu velþekkta firma Nordisk Elektrilefets Sel-
skab Köbenhavn. Höfum fyrirliggjandi.