Morgunblaðið - 21.01.1960, Síða 10

Morgunblaðið - 21.01.1960, Síða 10
10 MORCUlVnLAÐlÐ Fimmtudagur 21. jan. 1960 Otg.: H.í. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni. Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið ÍBÚÐIR OG SKIP pRAMKVÆMDIR á ýmsum sviðum ganga um of í bylgjum hjá okkur íslending- um. Eitt árið leggjum við t. d. mikið kapp á að byggja og kaupa nýja togara. Annað árið ríkir ef til vill alger kyrr- staða um þessar framkvæmd- ir. — Svipuðu máli gegnir um íbúðabyggingar hér á landi. 1 nokkur ár er ef til vill unn- ið a því af miklu kappi og áhuga að bæta húsnæðisskil- yrði almennings. Fjöldi íbúð- arhúsa er þá byggður og ef til vill meiri en þjóðin hefur raunverulega efni á á skömm um tíma. Síðan kemur svo aftur tímabil sem svo að segja er skrúfað fyrir íbúða- bygging311"- Óhagkvæm vinnubrögð Þessi vinnubrögð eru áreið- anlega mjög óhagkvæm. Það er íslenzku þjóðinni vissulega miklu hollara að endurnýja og auka fiskiskipaflota sinn, hvort heldur sem eru togar- ar eða vélbátar, með nokkuð jöfnum átökum frá ári til árs. Með þeim hætti er hægt að hagnýta sér betur þær ný- ungar sem stöðugt verða á sviði skipabygginga. Hæfilegur íbúðafjöldi Um íbúðabyggingarnar gegnir sama máli. Við þurf- um að byggja á hverju ári hæfilega tölu íbúða til þess að fullnægja fólksfjölguninni í landinu. Húsnæðisvandræð- in sem oft og einatt hafa ríkt á undanförnum árum mundu þá ekki ná því að valda auk- inni dýrtíð og margvíslegum erfiðleikum í þjóðfélaginu. Þetta eru atriði sem mjög verður að taka til athugunar í sambandi við lausn efnahagsmálanna og uppbyggingu bjargræðis- vega þjóðarinnar á næstu árum. BLAÐAME NNSKA P^NGUM dettur í hug að mótmæla því, að blöðin gegna mikilvægu hlutverki í þjóðfélaginu. Starf blaða- mannsins er oft og einatt erilsamt og til hans eru gerð- ar miklar og margvíslegar kröfur, sem hann getur ekki alltaf uppfyllt, þó hann leggi sig fram. Margir hafa gaman af að skopast að málfari í fréttum, ef blaðamenn gefa höggstað á sér óg eru slíkar ambögur góður hvalreki á fjörur sumra manna, en valda öðrum sárindum. Auðvitað er það skylda blaðamannsins að vinna starf sitt af alúð og heiðarleik. Augljóst er, að hann vinnur ekki verk sitt af skyldurækni, ef hann gefur oft höggstað á sér í skrifum sínum. Skal það sízt lastað, þó málfræðingar og aðrir góðir menn bendi á veilurnar í störfum blaðamannsins, en þess ber þó að geta, að slík aðfinnsla á að vera sanngjörn og byggð á þekkingu. Þjónusta við fólkið Starf blaðamannsins er fyrst og fremst þjónusta við fólkið í landinu. Það fellur í hans hlut að fræða það um atburði líðandi stundar og skiptir þá höfuðmáli, að hann geti aflað sér þeirra beztu heimilda, sem tök eru á, svo íréttin verði sönn og rétt. Auðvitað er það stolt sér- hvers góðs blaðamanns að skýra satt og rétt frá stað- reyndum, en því miður á hann oft erfitt um vik í þess- um efnum. Ástæðan er meðal annars sú, að fólk vanmetur starf blaðamannsins og hirðir ekki um að veita honum þær upplýsingar, sem nauðsynleg- ar eru. Menn krefjast þess, að sumum fréttum sé stungið undir stól af ýmsum ástæð- um, þær séu of viðkvæmar fyrir ákveðna aðila o. s. frv. Hér á það opinbera ekki síð- ur hlut að máli en einstakl- ingar. Góðair heimildir Slíkt hugarfar er ekki sam- boðið því frelsi, sem ríkir á öllum sviðum í okkar landi. Það á að vera stolt þeirra, sem blaðamenn snúa sér til, að veita sem beztar upplýs- ingar, svo blöðin geti sinnt því þýðingarmikla hlutverki sem þeim er ætlað í þjóðfé- laginu. Frjáls fréttaflutning- ur er undirstaða heilbrigðrar blaðamennsku, öll leynd er merki þess að ekki sé allt með felldu. Þetta ættu þeir að hafa hugfast, sem blaðamenn þurfa að leita til, því góðar heimildir eru trygging fyrir góðri fréttamennsku, og góð fréttamennska stuðlar að heilbrigðara þjóðfélagi. UTAN UR HEIMI MacmiIIan, forsætisráð- herra Bretlands, ferðast nú um mörg ríki Afríku, eins og kunnugt er af fréttum, ræðir þar við helztu ráða- menn og reynir að kynna sér sem bezt aðstæður allar meðal hinna hörundsdökku þjóða, sem nú er talað um að séu að „vakna“ — og bera margar fram háværar kröfur um sjálfstæði sér til handa. Segja má, að Macmillan hafi yfirleitt fengið hinar beztu viðtökur, það sem af er þessari löngu för, en hún er varla hálfnuð enn — mun alls taka um sex vikur. ' — Á myndinni sjást nokkrir ' kraftalegir Ghanabúar bera forsætisráðherra Stóra- Bretlands í frumstæðum burðarstól um götur eins bæjarins, sem hann heim- sótti þar í landi. ' Er Onassis í kröggum ? j" ERLENDUM blöðum höfum við lesið um það, að köldu andi nú í Monaco til gríska skipa kóngsins Aristoteles Onassis, en hann hefur stundum verið nefnd- ur „efnahagslegur einræðis- herra“ furstadæmisins. — Það er eftir ,,ástarævintýrið“ með Maríu Callas og skilnaðarkröfu Tínu, konu Onassis, sem þessi orðróm- ur hefir komizt á kreik — og er einmitt þetta tvent talið höfuð- ástæðan til þess, að „kóngurinn" sé nú að glata vinsældum sínum. — ★ — Sagt er, að yfirstéttimar í Monaco, séu að verða þreyttar á þessum „ókrýnda fursta" sínum — og fylgir það sögunni, að Grace (Kelly) furstafrú eigi ekki svo lítinn þátt í því, en hún nýt- ur virðingar hjá þegnum sínum, og sagt er, að henni sé fremur lítið gefið um Onassis — og væri ósárt, þótt hann setti dálítið nið- ur. • Alræðisvald. Enda þótt Onassis hafi verið talinn hafa alræðisvald í fjár- málum Monaco, eða svo gott sem, á hann þó ekki nema um 20% hlutafjár í félaginu „Societé des Bains de Mer“, en það rekur spilavítið fræga, nokkur stór hótel, tvö stór kvikmyndahús — og síðast, en ekki sízt, hina vin- sælu baðströnd í Monte Carlo. — Þrátt fyrir þennan tiltölulega litla eignarhluta sinn, getur On- assis ráðið úrslitum flestra mála í félaginu, því að hlutirnar skipt- ast milli margra og sundur- þykkra eigenda — og enginn einn á líkt því jafnstóran hlut og skipakóngurinn. • „Waterloo" Það er ekki aðeins, að vin- sæidirnar séu nú að hrynja af Onassis, heldur fylgir sögunni, að hann eigi nú mjög andstætt í fjármálum. — Einn ágætur blaðamaður orðaði þetta svo: „Hann, sem fram til þessa hef- ur oft gengið undir viðurnefninu „Napoleon olíuskipanna", virðist nú vera skammt frá sínu Water- Tina og Onassis meðan allt lék I lyndi. — Nú er hún hlaupin frá honum. Fer „gullið" sömu leið ina? loo“. — Sagt er, að hann skuldi National City-bankanum í New York upphæð, sem svarar a.m.k 70—80 milljónum ísl. króna — og hann hafi í hyggju að selja talsverðan hluta hvalveiðiflota síns til þess að losna úr þeim kröggum — sjái ekki aðra leið. • Grunnt á þvi góða í einu blaði segir, að það skuli ósagt látið, að hve miklu leyti „ævintýri“ Onassis og Mariu Callas hafi orðið honum fjármála legt fótakefli. Það sé hins vegar staðreynd, að grunnt sé nú á því góða með honum annars vegar og tengdaföður hans, Stavros Livanos, og mági hans, Niarchos hins vegar. Það er ekki sízt vegna þess, að þessir stórríku menn gengu í ábyrgð fyrir hann og studdu hann með ráðum og dáð, að Onassis tókst að byggja veldi sitt sem sá „Napoleon olíuskip- anna“, sem hann hefur verið nefndur. — Og það er svo sem ekki undarlegt, þótt Livanos gamli hætti að láta sér annt um hann, þegar hjónaband þeirra Tínu er komið á kaldan klaka. Svo mundi sjálfsagt mörgum föð- ur fara .... Víðar pottur brotinn LONDON, 19. jan. Reuter,- —} ARTHUR Willmott, 26 ára skrifstofumaður, býr í einu af úthverfum Lundúna en vinnur í borginni. Tvisvar í viku hleypur hann heim úr vinnunni, en vegalengd- in er um 16 kílómetrar. Þetta gerir hann vegna þess að honum þykir neð- anjarðarbrautirnar og stræt isvagnarnir svo hægfara. Blaðamaður nokkur skor- aði á Willmott í keppni og skyldi Willmott hlaupa heim, en blaðamaðurinn aka með neðanjarðarbraut- um og almenningsvagni. Keppnin hófst kl. 5,40, þegar mesta ösin er yfir- staðin og var blaðamaður- inn 59 mínútur á leiðinni. Þegar hann kom að húsi WiIImotts, stóð húsbóndinn þar og beið. Hafði hann ver ið 54 mínútur á leiðinni. Ekki er samt talið að Lundúnarlögreglan hafi i hyggju að rifa niður járn- brautarteinana og leggja hlaupabrautir í þeirra stað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.