Morgunblaðið - 21.01.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.01.1960, Blaðsíða 11
Fimmtudacfur 21. jan. 1960 MOK CUlVRLAÐtÐ 11 Árið 7960 verður eitt örlagaríkasta ár í sögu heimsins Yfirbragð bjóðaþingsins dökknar með bátttöku Afrikuþjóðarma Samfal við Kristján Albertsson um störf síðasta þings Sameinuðu þjóðanna KRISTJAN Aibertsson er ný- kominn til Reykjavíkur frá New York þar sem hann í vetur enn á ný sat Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem einn af fulltrúum íslands. Hann leit inn á ritstjórn Morgunblaðsins í gaer og talið barst auðvitað að þjóðaþinginu mikla. Þingið hefur dökknað — Þingið hefur tekið allmikilli svipbreytingu síðan ég sat þar síðast fyrir þrem árum segir Kristján Albertsson. Þá voru þjóðirnar 60 nú eru þær 82. Þing- ið er orðið mun dekkra á litinn en áður fyrir tilkomu hinna mörgu nýju Afríku — og Asíu- landa, sem áður voru nýlendur. Sérstaklega hafa hin nýju sjálf- stæðu negraríki sig talsvert frammi og er auðfundið að þeim er kappsmál að sýna að þau séu vel að frelsi sínu komin. Fulltrú. ar þeirra sinna störfum af áhuga, hafa menntazt í háskólum Evrópu, eru flestir ágætlega máli farnir á ensku eða frönsku. Þeir játa fúslega, hve mjög bresti á að þjóðir þeirra standi löndum hvíta heimsins jafnfætis — en Kristján Albertsson virðast bjartsýnir og hugmiklir eins og títt er um þjóðir með ný- fengið frelsi. Það er athyglisvert að ríki eins og Ghana heSur látið það verða eitt sitt fyrsta verk að stofna með mikilli viðhöfn akademíu til eflingar menningu og vísindum. Það er að minnsta kosti meiri stórhugur en við Is- lendingar enn höfum sýnt. Marg. ir spá negraheimi Afríku mikill- ar framtíðar. •> Fá þær stuðning? Allar biðja þessar þjóðir um fjárhagslegan stuðning til þess að koma framleiðslu og efnahags- lífi í nútíma horf. — Og fá hann? — Ameríka er örlát og stórtæk — og eins sumar af fyrri hús- bændaþjóðum í Evrópu, enda oft vinátta með þeim og fyrri ný- lenduþjóðum, þótt þær nú kjósi frelsið. Margt er talað hér á landi einhliða og öfgafullt um nýlendu- kúgun, og jafnan hálfsögð sag- an. Evrópa hefur átt mikinn þátt í að skapa lög og rétt og margs- konar framför í löndum Afríku — en því er oft gleymt. En hvernig fer nú fyrir þeim þjóðum, sem eðlilega byrja full- veldi sitt við lítinn þroska í stjórn arfarslegum eSnum? Margir bera kvíðboga fyrir miklum örðuleik- um, ekki síst vegna djúpstæðrar, oft hatrammrar óvildar milli ein stakra negrakynflokka innan sömu landamæra. En allt mann- legt stendur til bóta. Og gott til þess að vita að þjóðakúgun í svarta heiminum er að hverfa. A næstu árum bætast enn mörg negraríki við í tölu fullvalda þjóða, og hvíta kynið hjálpar þeim með öllu móti yfir fyrstu örðuleika — og bætir þannig fyr- ir fyrri misgerðir. Afvopnun og friður — Hvernig voru undirtektir hjá þingheimi undir friðarrséðu Krúsjeffs — þar sem hann stakk upp á alheims afvopnun, sem iokið skyldi á næstu þrem árum? — Tillögu hans var auðvitað tekið með mestu kurteisi, og til- hlýðilegri varúð. Það er engin ástæða til að eSa ótta hans, og allra annarra manna á jörðinni, við nýtt allsherjarstríð — alla þá bölvun sem það myndi leiða yfir gervallan hnöttinn. En mannkyn- ið stendur nú á vegamótum og veit ekki hvað gera skal. Þrátt íyrir ræðu Krúsjeffs, vinsamleg- ar viðræður hans og Eisenhowers, ferðir og friðarræður Bandaríkja- forsetans til þjóða, sem tóku hon- um eins og engli af himnum of- an, og treysta honum öllum mönn um fremur til alls góðs — heldur alger afvopnun áfram að vera aðeins ósk og daumur sem eng- inn hefur hugmynd um, hvernig megi rætast. Engin þrætuefni eru nær lausn sinni en fyrir einu ári. Og það sem mestu skiptir — engar nýjar raunhæfar hugmynd- ir hafa komið um hvernig tryggja beri það allsherjareftirlit með vopnaframleiðslu, sem koma ætti í veg fyrir árásir í afvopnuðum heimi. Hvað gætu stórveldin kom ið sér saman um, og hvert þeirra sætt sig við í þeim efnum? Um Frá Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. það erum við enn jafn ófróðir og áður. Er nú sett á laggirnar nefnd tíu ríkja, fimm vestrænna og fimm kommúnistískra, til þess að reyna að semja um afvopnun- armálin. Þegar sú nefnd lýkur störfum vitum við hvort nokkurs er að vænta í þessu meginmáli mannkynsins eins og nú er kom- ið. Arið 1960 verður eitt örlaga- ríkasta ár í sögu heimsins. Ungverjaland — Ýmsir hafa kallað síðasta þing Sameinuðu þjóðanna friðar- þingið. Bar minna en áður á ill- indum og úlfúð? — Já, vissulega. Menn stilltu orðum í hóf, og reyndu að forðast allar útistöður, til þess að spilla ekki að óþörfu alþjóðlegu and- rúmslofti, ef verða mætti að sam- lyndi á yfirborðinu auðveldaði fyrirhugaðar viðræður um minn- kandi vígbúnað og glæddi frið- arhorfur eftir hin mörgu háska- legu ár kalda stríðsins. En þó fannst vestur-þþjóðunum ótækt enn að ræða ekki tvö meiri hátt- ar misklíðarefni — meðferðina á Ungverjum og á Tíbetbúum. Ungversku rithöfundarnir — Urðu harðar umræður um þau mál? — Á köflum mjög harðar. Meðal annars var rætt um lífláts- dóma yfir ungverskum uppreisn- armönnum, litt komnum af barns aldri — og um ungversku rit- Jól á Mið- jarðar hafi I VIÐTALI, sem ég átti við blaðamann hjá Morgun- blaðinu áður en ég lagði upp í þessa ferð, lét ég orð hníga að því, að ég vænti þess að geta verið í Jerú- salem um jólin og helzt af öllu í Betlehem, fæðingar- borg frelsarans, á jólanótt- Pétur Ottesen For til landsins helga II. Við höfðum óskað þess heitt og innilega, að kyrrt yrði í sjó á aðfangadagskvöldið og jólanóttina. A aðfangadaginn tók að hvessa og velta skips- ins óx. En er á daginn leið lygndi aftur og sjórinn kyrrð- ist, svo að segja mátti að við hefðum fengið þessa jólaósk okkar uppfyllta. 0 Hitinn 17 gráður í skugganum Dagana fyrir jólin hafði verið unnið að því af miklu kappi að mála alla yfirbygg- ingu skipsins ofan þilja og voru skipverjar að því verki berir ofan í beltisstað, því hitinn þessa dagana var 17. gr. á Celsíus í skugganum, þótt jafnan væri nokkur móða í lofti, og sólskin stopult. Aft- ur á móti var oft heiðskírt um nætur. Sýnist himinninn héð- an að sjá allmiklu fjölstirnd- ari en heima. Það var um þessar mundir minnkandi magnsperum í smákertastíl. Á Þorláksmessu berst ilm- sæt hangikjötslykt um allar íbúðir skipsins, því hér er hafður á því sami háttur og á sveitabæjunum heima, að sjóða hangikjöt til jólanna á Þorláksmessu. Bryti og mat- sveinn skipsins hafa nóg að gera að undirbúa jólakræsing arnar. Þeir eru miklir snill- ingar í matargerð, glaðir og háttprúðir í framgöngu og það er auðséð á öllu, að þeir ætla ekki að láta sitt eftir liggja, til þess að jólin á Miðjarðar- hafinu geti orðið okkur sem ánægjulegust. 0 Þröngt mega sáttir . . . Klukkan sex á aðfangadags kvöldið er setzt að snæðingi. En við byrjurn hátíðina raun- verulega tveimur tímum og einum stundarfjórðungi fyrr en heima. Síðan við komum inn á Miðjarðarhafið, höfum ina. En margt fer nú öðru- vísi en ætlað er. Reynslan hefur leitt í ljós, að ég var þá harla ófróður um það, hvað það mundi taka lang- an tíma að láta Dranga- jökul kljúfa öldur tveggja heimshafa, sem leið vor lá um. — ★ Niðurstaðan af þessu öllu saman varð sú, að við héld- um jólin austarlega á Mið- jarðarhafinu, milli eyjanna Möltu og Krítar. tungl og snúa oddarnir beint upp í stað þess að heimanað að sjá rís tunglið upp og odd- arnir snúa til hliðar. 0 Jólaundirbúningur Neðan þilja er allt fágað og prýtt. Allt, sem af málmi er gert, er gljáfægt. Loftskrauti er komið fyrir í íbúð skip- stjóra, matstofum og víðar. Á einum veggnum í skipstjóra íbúðinni er einnig slöngvað utan um fallegt málverk, sem þar er af Drangajökli — en skipið ber heiti hans — marg- settu kerfi af mislitum raf- við verið að smáflýta klukk- unni, því þegar við komum til Palestínu er hún orðin þremur tímum á undan klukk unni heima. Við borð skip- stjórans er raðað svo mörgum sem þar komast fyrir, en það er rúmur helmingur skips- hafnarinnar. Hinir borða í matstofu yfirmanna. Allir hafa farið í sparifötin og setj- ast snöggklæddir í hvítum skyrtum að borðhaldinu. Með- al þeirra, sem eru við borð skipstjóra, er ein kona. Það er kona annars stýrimanns. Hún er eins og ég á skemmti- ferð til Landsins helga. Hún höfundana, sem sitja í fangeltl vegna þess að þeir voru á bandi uppreisnarmanna, og eiga að sitja þar ævilangt. Það er stund- um erfitt að vita hvað góður vilji geti bezt gert, þegar svo stendur á. Ég sagði við einn ung- verska fulltrúann: „Ég skil ekki hvað er unnið við það fyrir stjórn ykkar, að eiga yfir sér hneykslan og reiði umheimsins fyrir með- ferðina á þessum rithöfundum? Hvers vegna ekki að náða þá, hvaða hættu getur ykkur af þeim stafað, eins og nú er komið?“ Hann svaraði: „Vera má að meiri líkur væru á náðun ef útlandið og Sam. þjóðirnar væru ekki með Framh. á bls. 12 er hjúkrunarkona að mennt og getúr það vissulega komið sér vel í langferð að hafa slík an farþega innanborðs, þótt eigi hafi þurft til þess að taka enn sem komið er. Við höfum brotið upp á ýmsu okk ur til skemmtunar og dægra- styttingar á þessu ferðalagi, og hefir það komið í ljós, að kona þessi er mjög ljóðelsk og hefir næmt brageyra. Máltíðinni er lokið eftir tæpan klukkutíma. En klukk- an átta hefst hin eiginlega jólahátíð vor. Þá safnast öll skipshöfnin saman í íbúð skipstjóra, nema tveir menn, sem gæta þeirra tveggja stöðva skipsins, sem aldrei má yfirgefa á ferðalagi — það er stjórnpallurinn og véla- rúmið. Það er þröngt setið í hinni litlu stofu skipstjóra af átján manna áhöfn. En hér sannast það í bókstaflegri merkingu, að þröngt mega sáttir sitja, því sambúð skips- hafnarinnar er í hvívetna hin ánægjulegasta og heimilis- bragur allur á skipi þessu með ágætum. 0 „Guð í hjarta, guð í stafni . . .“ Þessi jólahátíð okkar hefst með því, að skipstjóri rís úr sæti sínu og býður öilum gleðileg jól. Hann leiðir huga vorn að innihaldi og kjarna jólahátíðarinnar og lýkur máli sínu með orðunum: „Guð í hjarta og guð í stafni gef- ur fararheill“. A skáp í stofunni er stór hlaði af jólagjöfum til skips- hafnarinnar í skrautlegum umbúðum. Eru gjafir þessar frá útgerð skipsins og kven- félaginu Hrönn í Reykjavík. Framn. á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.