Morgunblaðið - 21.01.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.01.1960, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 21. jan. 1960 MORCVNBLAÐIÐ 13 ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA RITSTJÖRI: BJARNI BEINTEINSSON Þróttmikil og vaxandi starfsemi Heimdallar Áherzla lögð á aukið támstundastarf meðal félagsmanna ÓHÆTT mun að fullyrða að Heimdallur sé langöflugasta stjórn- málafclag ungs fólks hér á landi um þessar mundir og hefur svo verið um langt skeið. Félagið hefur jafnan verið ein styrkasta stoð Sjálfstæðisflokksins hér í Reykjavík, og jafnframt hefur áhrifa Heimdallar gætt um land allt, þar sem hann hefur með hinni öflugu starfsemi sinni sýnt fram á, að æska þessa lands aðhyllist í sívaxandi mæli stefnu Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur endurgoldið þetta traust með því að velja æ fleiri unga menn og konur til forystu- og trúnaðarstarfa innan flokksins og á þeim sviðum þjóðmálanna, sem hann hefur áhrif á. Nýlega auglýsti stjórn Heimdallar áætlun sína um starfsemi fé- lagsins síðari hluta þessa vetrar. Kennir þar margra grasa og hyggst Heimdallur taka upp ýmsar nýjungar til þess að gera félagslífið enn fjölbreyttara en verið hefur. Sambandssiðunni þótti því hlýða að inna forráðamenn félagsins nánar eftir fregn- um af starfsemi Heimdallar, og átti fréttamaður síðunnar eftir- farandi samtal við formann félagsins, Birgi ísl. Gunnarsson, og framkvæmdarstjóra þess, Ragnar Kjartansson. Segið mér fyrst, hvenær er Heimdallur stofnaður og hvað eru félagsmenn taldir margir? Heimdallur var stofnaður 16. febrúar 1927 og er því nærfellt 33 ára gamall. Aldurstakmark fé- lagsmanna er bundið við, að þeir séu ekki yngri en 16 ára og ekki eldri en 35. Félagsmenn munu nú vera um 3000 að tölu og fjölg- ar þeim stöðugt. — Hér skýtur Ragnar því inn, að honum hafi þá um daginn borizt 25 inntöku- beiðnir í félagið. Hvenær tókuð þið við stjórnar- taumunum? Núverandi stjórn var kosin á aðalfundi 11. nóvember sl. Hófst hún þegar handa um að skipu- leggja vetrarstarfið, og voru all- margar nefndir skipaðar til þess að fjalla um hina ýmsu þætti félágslífsins. Þær hafa nú skilað áliti og tillögur þeirra verið ræddar í stjórn félagsins og full- trúaráði. Árangurinn er starfs- áætlun sú, sem nú liggur fyrir. Já, hún er býsna mikil að vöxt- um. Viljið þið ekki skýra lesend- um frá helztu þáttum hennar? Málfundir verða eins og und- anfarna vetur haldnir reglulega og verður þar einkum rætt um mál, sem æskulýðurinn telur sig skipta og líkindi eru til að fjör- ugar umræður takist um. 1 vetur verður m. a. rætt um skólakerf- ið; bæjarrekstur og framtíðar- skipulag Reykjavíkur. Á fyrsta fundinum, sem haldinn var sl. mánudag var rætt um þegn- skylduvinnu og urðu mjög skemmtilegar umræður um það mál. Þá verður haldið málfunda- námskeið á vegum félagsins í vetur og er gert ráð fyrir að það standi í einn mánuð. Stjórnandi þess verður Ólafur Magnússon og fer námskeiðið fram með mjög nýstárlegu sniði. Sérfróður mað- ur mun þar væntanlega leiðbeina þátttakendum um framsögn, Hinir svokölluðu klúbbfundir voru teknir upp sl. vetur og urðu mjög' vinsæll þáttur í félagslíf- inu. Þeir eru haldnir að jafn- aði einu sinni í mánuði og koma þá þátttakendur saman í Sjálf- stæðishúsinu og eta þar hádegis- verð, en einhver þjóðkunnur maður flytur erindi um eitthvert málefni, sem mjög er rætt manna á meðal. Að erindinu loknu eru svo frjájsar umræður um efnið og framsögumaður svarar fyrir- spurnum. 1 fyrravetur voru t. d. flutt erindi um vinnulöggjöfina, stóriðju, unga fólkið og stjórn- mál, alþjóðastjórnmál og al- menningshlutafélög, en í vetur hefur þegar verið rætt um stjórnarskrá íslands og nú sl. laugardag um fiskiðnaðarvanda- mál. Aðeins þeim félögum, sem þegar hafa tekið þátt í þessum fundum er sent fundarboð, en þeir, sem áhuga hafa á að bæt- ast í hópinn, eru beðnir um að tilkynna það skrifstofu félags- ins. Ég sé að þið auglýsið bæði skákmót og bridgekeppni. Er mikill áhugi meðal Heimdellinga á slíkri starfsemi? Já, það er óhætt að fullyrða það. Fyrir nokkrum árum byrj- aði Heimdallur að halda uppi skákfræðslu fyrir félagsmenn og voru nokkrir helztu snillingar okkar í þeirri íþrótt þar leið- beinendur. Auk þess hafa verið haldin fjöltefli á vegum Heim- dallar nokkrum sinnum á hverj- um vetri og mun svo verða enn. Hins vegar er það nýjung, að félagið mun efna til hraðskák- móts nú í vetur og fer það fram sunnudaginn 24. jan. í Valhöll. Aflað hefur verið glæsilegra verðlauna, sem sigurvegarinn á mótinu hlýtur. Þá er það einnig nýjung í starf- semi Heimdallar, að nokkur bridgekvöld í keppnisformi verða haldin á næstunni. Þar verða einnig veitt verðlaun og er það von okkar, að þessi nýbreytni formaður félagsmönnum fyrir þau óeigingjörnu störf, sem fé- lagsmenn unnu fyrir og í kosn- ingunum. 1 lok skýrslu sinnar hvatti formaður félagsmenn til að halda áfram hinu þróttmikla starfi, sem verið hefði á árinu. Síðan las gjaldkeri upp reikn- inga félagsins og sýndu niður- stöðutölur rúmlega 41 þús. kr. umsetningu félagsins. Næst fór fram stjórnarkjör og voru þessir kosnir: Kristján Guðlaugsson formaður. Aðrir í stjórn voru kosnir: Páll Axels- son, Sigurður Eyjólfsson, Ingvar Guðmundsson og Steinþór Júlíus son. Varastjórn: Valgeir Sig urðsson, Jón P. Guðmundsson og Gunnar Guðmundsson. — 1 skemmtinefnd voru kosnir Kristj án Júlíusson, Jón P. Guðmunds- son, Sigurður Eyjólfsson og Páll Axelsson. Að lokum þakkaði formaður það traust, er sér væri sýnt með því að endurkjósa sig til for- manns. Síðan fóru fram nokkrar umræður um Starfið á komandi starfsári og var ákveðið að halda áfram með svipuðu sniði og sl. starfsár. Aðalfundur „Heimis44 í Keflavík AÐALFUNDUR Heimis F.U.S. í Keflavík var haldinn 17. des. 1959 í Sjálfstæðishúsinu, Kefla- vík. Formaður félagsins, Kristján Guðlaugsson setti fundinn og gaf skýrslu um starfsemina á líð- andi starfsári. Hann gat þess meðal annars að starfsemi fé- lagsins á árinu hefði verið með óvenju miklum blóma. Haldin hefðu verið 14 skemmti- og spila- kvöld, sem voru mjög fjölsótt. Ennfremur sá félagið um vor- mót, sem haldið var í Samkomu- húsi Njarðvíkur á vegum Sam- bands ungra Sjálfstæðismanna. Jafnframt vormótinu sá Heimir um fund með trúnaðarmönnum í Reykjaneskjördæmi. Á árinu tóku félagsmenn mikinn þátt í undirbúningi Alþingiskosning- anna, bæði vor og haust, og sá Kristján Gufflaugsson form. Heimis, F.U.S. gjaldkeri félagsins Páll Axelsson um rekstur kosningaskrifstof- unnar fyrir Suðurnesin og færði formaður honum sérstakar þakk- ir fyrir þau störf. Einnig þakkaði Birgir Isl. Gunnarsson, formaffur Heimdallar, og Reynir Kjartansson, framkvæmdastjóri félagsins. verði vinsæl meðal félagsmanna. Verffur ekki eitthvaff um ferffa- lög á vegum félagsins eins og áffur? Jú, vetrarferffir verða ef til vill farnar, en auk þess er ráð- gert að efna til svokallaðra inn- anbæjarferffa, sem er nýr starfs- þáttur. Verður þá farið í heim- sókn til merkra fyrirtækja og stofnana í bænum og nágrertni hans og mönnum kynnt starf- semi þeirra. Fyrsta ferðin verð- ur farin nú á laugardaginn og verður þá skoðað hraðfrysti- hús. Hvaff er um Ieikstarfsemi aff segja? Fyrir nokkrum árum tók; Framh. á bls. 15. Cyðingaofsóknir fyrir 140 árum GYÐINGAOFSÓKNIR eru því miffur ekki uppátæki nazlsta einna, því að þær hafa tiðkazt öldum saman. 1 Klaustur- póstinum í febrúar 1820 er þessi frásögn: Soltinn og illviljaöur skríll, líklega framar leiddur af öfund yfir velmegun Gyöinga fólks, enn af nœrfeldt eins ótilhlýöilegri trúarbragöa vandlœtingu, vakti hér og hvar óspektir í Borgum Þýöskalands gegn þessu fólki, eptir hverjum nockrir af óvandaöasta skríl Kaupmanna- hafnar innbúa, öndverölega t Sept. mánuöi 1819, öpuöu af sömu röksemdum, meö því aö vekja þar upphlaup gegn Gyöinga fólki, mölva víöa glugga rúöur úr hýbýlum þeirra og fremja fleiri óhœfur. Ríkisstjórnin tók þvi alvarlega í stjórnartaumana til friöar þessum þegnum hennar og til viörjettingar opinberrar rósemdar og ó- hultrar verndar lífi manna og eigna. Konungleg Auglýs- ing útgeck þann 6ta Sept. s. á., sem fyrirbauö öllum aö fylla þennan óeyröa flock og samkomu manna á strœt- um; hjet álitlegum verölaunum þeim, er vísaöi á óspekt- anna höfundi eöa lagsbrœöur t þeim; bauö hermanna fjölda aö koma og skacka leikinn og aö hverr einn falla skyldi rjettlaus uppá eigin afbrot sín, sem ecki skipaöist strax viö boöorö Yfirvalda, en aö grunsamir og upp- vísir aö hlutdeild í þeim óspektum, strax fángast skyldu og dcemast appelslaust af tilskipaöri Dómara-Nefnd, til strángs líkamlegs- og jafnvel eftir málavöxtum lífs- straffs. Þessi ráöstöfun vors allranáöugasta Konungs leiddi bráölega rósemd og reglu inn t Hans Aöseturs staö. Aö tveggja daga fresti mátti telja állt t hiö forna rósemdar- lag aptur komiö; kátlegast var aö argur skríll í nockrum öörum stööum Sjálands, hvar máskie einn aö eins, eöa mjög fáir Gyöingar bjuggu, hreiföu eptir á líkum óspektum, sér til varanlegrar aöhláturs minningar, þvi þar duttu þœr óöara niöur um sig sjálfar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.